Morgunblaðið - 23.04.1996, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEMPAR GREIMAR
Hreyfingarleysi
nemenda, dug-
leysi stjórnvalda
EIN er sú list sem synir jarðar
og dætur hafa iðkað frá ómunatíð,
að rækta líkama sinn og stæla. I
Grikklandi hinu forna voru leikar
haldnir á Ólympíusléttunni, Seifi
til heiðurs. Þar áttust við ungir
íþróttagarpar og þreyttu með sér
hinar margvíslegu þrautir. Þessir
ungu menn voru tákn hreinleikans
og heilbrigðra lifnaðarhátta og
tóku þátt með það að leiðarljósi
að vera með og gera sitt besta.
Nú, tugum öldum síðar, á tím-
um örra framfara í vís-
indum og tækni, þar
sem vitneskja um
mannslíkamann og í
raun lífið sjálft nálgast
sífellt nær algerri full-
komnun, er mönnum
það fyllilega Ijóst hvað
til þarf svo einstakling-
ar geti talist lifa heil-
brigðu líferni. Á leið
okkar upp lífsstigann,
í gegnúm skólakerfið
og svo þegar út í alvör-
una er komið er haft
fyrir okkur hvað þarf
til og hvaða lifnaðar-
hætti við þurfum að
temja okkur til að geta
talist tiltölulega heilbrigðir ein-
staklingar. Á öldum ljósvakans
glymja svo sífellt í eyrum okkar
ráðleggingar og ábendingar varð-
andi ýmsa starfsemi þar að lút-
andi.
Ætla mætti að ýmsum ráða-
mönnum ríkis og borgar sé varla
kunnugt um að í hópi þeirra sem
á hreyfingu þurfa að halda séu
framhaldsskólanemendur. Og má
í því sambandi sérstaklega nefna
til sögunnar nemendur Mennta-
skólans við Hamrahlíð. Síðan skól-
inn var reistur sem fyrsti mennta-
skólinn sem íslendingar stofnuðu
í höfuðborg sinni, árið 1966, hefur
hann skilað hlutverki sínu vel og
af kostgæfni undirbúið nemendur
sína fyrir bæði frekara nám og
þátttöku í atvinnulífínu, með stað-
góðri menntun. Að einu leyti hefur
skólinn þó ekki getað sinnt skyld-
um sínum við nemendur: hann
hefur aldrei haft aðstöðu til að
geta séð nemendum fyrir þeirri
líkamsrækt sem þeir eiga rétt á
samkvæmt lögum. Vandinn er sá
að ekkert íþróttahús er við skól-
ann. Með tilkomu íþróttahúss
fengju nemendur sína lögboðnu
líkamsrækt og hægt væri að veita
fötluðum nemendum skólans mun
betri þjónustu en hægt er í dag.
Loforð hafa verið gefin, fyrirliggj-
andi eru teikningar af íþróttahúsi
og er lóð við austurenda skólans
ætluð til byggingarinnar sem þeg-
ar hafa verið teknar þrjár „fyrstu“
skóflustungur fyrir! Hins vegar
hafa allar áætlanir og fram-
kvæmdir dagað uppi í kerfinu og
allar fyrirspurnir varðandi seina-
ganginn kæfðar og settar í nefnd-
ir. Brotalömin er hjá ríki og borg
sem greinilega hafa ekki líkams-
rækt og góða heilsu í fyrirrúmi,
því miður.
Brugðið var á það til skamms
tíma að taka á leigu íþróttahús
Knattspyrnufélagsins Vals að
Hlíðarenda. Þar er góð aðstaða til
íþróttaiðkanna af ýmsu tagi, en
þessi lausn hafði vissa annmarka.
Tímaskipulag fór allt úr skorðum
og mikils óhagræðis gætti í gerð
stundataflna nemenda, því gera
þurfti ráð fyrir tíma aukalega svo
nemendur gætu komist ferða
sinna milli íþróttahúss og skóla,
þannig að oft nýttist ekki nema
helmingur þess tíma sem líkams-
ræktinni var ætlaður, til hreyfíng-
ar að einhverju tagi. Aukinheldur
lá leiðin milli Hlíðarenda og MH
yfir fjölfarin gatnamót og er
a.m.k. eitt dæmi þess að nemandi
hafí slasast á leið sinni til líkams-
ræktar (!). Svo þegar öllu var á
botninn hvolft var álitið að þessi
lausn skilaði ekki tilætluðum ár-
angri, nemendur hefðu meira
ógagn af en gagn. Af þessum sök-
um sem og vegna knappra fjárveit-
inga var þessi lausn, sem aldrei
átti þó að vera nema til bráðbirgða
- eða þar til íþrótta-
hús yrði byggt, gefin
upp á bátinn. Síðast-
liðnar annir hafa
nemendur MH því
verið án nokkurrar
aðstöðu til líkams-
ræktar. Þó hefur fag-
ið líkamsrækt ávallt
fengið sinn sess í
töflu nemenda, senni-
lega eingöngu svo
ráðamenn skólans
bijóti ekki lög um
framhaldsskóla. All-
ir, sem er málið skylt,
Gunnar eru Þess meðvitaðir
Þórarinsson að sú hreyfíng sem
nemendum er gefínn
kostur á í skólatíma er hvergi til
þess fallin að bæta líkamlegt
ástand þeirra sem á þurfa að
halda. Þrátt fyrir mikið hug-
myndaflug og lofsvert framtak lík-
amsræktarkennara við að þjálfa
nemendur í að rækta líkama sinn
Vandinn er sá, segir
Gunnar Þórarinsson,
að ekkert íþróttahús er
við Menntaskólann við
Hamrahlíð.
vantar alveg kjarna málsins: að
sjá til þess að nemendur fái þá
lögbundnu hreyfíngu sem þeim er
ætluð samkvæmt Iögum.
Kennarar og umsjónarmenn lík-
amsræktarkennslunnar hafa
stundum reifað þann mögleika að
hafa enga líkamsrækt inni í töflu
nemenda. Þar með væri íslensk
menntastofnun að bijóta lög af
illri nauðsyn. Fróðlegt væri að sjá
viðbrögð ráðamanna við þess hátt-
ar aðgerðum.
Þegar ný borgarstjórn var kosin
vorið ’94, tóku við stjómartau-
munum skörungslegir kvenmenn.
I máli þeirra um málefni er vörð-
uðu íþróttir var lögð á það áhersla
að íþróttir og hreyfíng almennings
skiptu miklu máli, jafnvel meira
en keppnisíþróttir. Þetta hefur
margoft sést í verki. Hins vegar
hefur hreyfíng og heilsa fram-
haldsskólanemenda borgarinnar
aldrei komist almennilega inn í
umræðuna. Sama mætti segja um
æðsta yfírmann skólakerfisins,
Menntamálaráðherra (það er jú
ekki enn búið að flytja skóla frá
ríki til bæja!), sem ætti nú aldeilis
að vera umhugað um að reglur í
skólamálum séu virtar. Honum
ætti ekki að vera sama um heilsu
nágranna sinna í Hamrahlíðinni.
Hér með lýsi ég eftir lausnum
sem stjórnendur ríkisins og
borgarinnar hafa í huga varðandi
úrbætur. Sú lausn ætti samt ekki
að vera sú að aðilar bendi hvor á
annan, því það á að vera allra
hagur að ungmenni Islands alist
upp hraust, kát og heilbrigð.
Höfundur cr skólastjórnarfulltrúi
nemenda í Mcnntaskólanum við
Hamrahlíð.
*
Vel heppnuð ferð Islend-
inga til Blackpool!
Morgunblaðið/Jóhann
SIGURSTEINN Stefánsson og Elísabet Sif Haraldsdóttir unnu
þann stærsta sigur sem íslenzkt danspar hefur unnið. Þau urðu
sigurvegarar í stóru latín-keppninni, en höfðu áður unnið til silfur-
verðlauna í samba-keppninni.
PANS
B lackpool
Towcr Ballroom
ÓOPINBER HEIMSMEIST-
ARAKEPPNI í DANSI
Rúmlega 150 íslendingar héldu í
danskeppnisferð til Englands á dög-
unum.
LAUGARDAGINN 6. apríl hélt
stór hópur íslenzkra dansara og
aðstandenda þeirra í keppnisferð til
Blackpool á Englandi, til að taka
þátt í einni stærstu barna- og ungl-
ingadanskeppni sem haldin er í
heiminum í dag. Þessi keppni hefur
oft verið nefnd hin óopinbera heims-
meistarakeppni barna og unglinga
í dansi og stendur hún venjulega
yfír frá mánudegi, 2. i páskum og
fram á laugardag. Fjölmargar
keppnir eru í boði, í einum dansi
og svo auðvitað stóru keppnirnar í
suður-amerísku dönsunum og
standarddönsunum. Að mestu er
keppt í tveimur flokkum, 11 ára
og yngri og 12-16 ára, reyndar er
einnig boðið upp á keppni fyrir
12-13 ára.
Mánudagur
Fyrsti keppnisdagurinn var runn-
inn upp og áttu yngri krakkarnir
að keppa í eha, cha, cha. Hundrað
pör voru skráð til leiks og þar af
voru 11 íslenzk. 011 íslenzku pörin
héldu áfram í 2. umferð og fímm
fóru áfram í þá þriðju. í fjórðu
umferð, 24 para úrslitin, komust 3
íslenzk pör, Grétar Khan og Bára
Sigfúsdóttir, Guðni Kristinsson og
Helga Dögg Helgadóttir, og Davíð
Gill Jónsson og Halldóra Sif Hall-
dórsdóttir, en þau tvö síðarnefndu
komust í undanúrslit. Davíð og
Halldóra fóru svo alla leið í úrslitin
og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu.
ÖIl pörin í þessum aldurshópi stóðu
sig frábærlega vel, sérstaklega þó
Davíð og Halldóra, sem dönsuðu
af öllum lífs og sálar kröftum og
unnu svo sannarlega verðskuldaðan
sigur, en það ber einnig að hafa í
huga að þau eiga eftir að keppa
eitt ár I viðbót í þessum aldurs-
flokki.
Flokkur 12-16 ára byijaði í vín-
arvals-keppni og hófu um 160 pör
leikinn, þar af 20 frá íslandi. Af
þeim fóru 10 í aðra umferð og 4 í
þá þriðju. í 24 para úrslit komust
3 íslenzk pör; Benedikt Einarsson
og Berglind Ingvarsdóttir, Brynjar
Órn Þorleifsson og Sesselja Sigurð-
ardóttir og Sigursteinn Stefánsson
og Elísabet Sif Haraldsdóttir. Öll
stóðu þau sig prýðis vel, enda verð-
ur að hafa í huga að við höfum átt
miklu erfíðara uppdráttar í stand-
arddönsunum en suður-amerísku
dönsunum.
Þriðjudagur
Yngri keppnishópurinn keppti í
„stóru“ standardkeppninni þennan
dag, og voru dansaðir 4 dansar.
Rétt tæplega 100 pör voru skráð
til leiks, þar af 10 íslenzk og kom-
ust 7 þeirra áfram í aðra umferð,
en í 24 para úrslit fóru tvö pör,
Guðni Kristinsson og Helga Dögg
Helgadóttir og Davíð Gill Jónsson
og Halldóra Sif Halldórsdóttir, en
þau komust í undanúrslit 12 para
í strandarddönsum, sem er frábær
árangur.
Á þriðjudeginum var boðið upp
á keppni fyrir 12-13 ára í cha, cha,
cha og rúmbu, þar sem 80 pör voru
skráð til leiks. Islenzku pörin 7
stóðu sig mjög vel og komust 6
þeirra áfram í 2. umferð og 3 fóru
í 24 para úrslit, en það voru; Haf-
steinn Jónasson og Laufey Karítas
Einarsdóttir, Gunnar Hrafn Gunn-
arsson og Ragnheiður Eiríksdóttir
og Snorri Engilbertsson og Dóris
Ösk Guðjónsdóttir, en þau síðast-
nefndu náðu þeim glæsilega ár-
angri að komast í úrslit í þessum
flokki og fengu þau 7. verðlaun.
Snorri og Dóris dönsuðu einstak-
lega vel og er mikil og samvisku-
samleg vinna nú greinilega að skila
sér.
Flokkur 12-16 ára keppti einung-
is í einum dansi þennan dag og var
það samba. Af þeim 210 pörum sem
skráð voru til leiks voru 20 frá ís-
landi og komust þau öll áfram í
aðra umferð, en 9 íslenzk pör fóru
í þá þriðju. I fjórðu umferð fóru 7
íslenzk pör og er það frábær árang-
ur í svona sterkri keppni og fjögur
þeirra fóru áfram í 24 para úrslitin.
Það voru Snorri Engilbertsson og
Dóris Ósk Guðjónsdóttir, Benedikt
Einarsson og Berglind Ingvarsdótt-
ir, Brynjar Örn Þorleifsson og Sess-
elja Sigurðardóttir og Sigursteinn
Stefánsson og Elísabet Sif Haralds-
dóttir. Þau þijú síðastnefndu fóru
í undanúrslitin og alla leið í úrslit.
Það aetlaði allt um koll að keyra í
hópi íslendinganna, að eiga þijú
pör í úrslitum var hlutur sem fólk
lét sig einungis dreyma um. Þessir
fulltrúar okkar voru svo sannarlega
glæsilegir á gólfínu og dönsuðu
vel, enda fór svo að Islendingar
eignuðust sigurvegara og voru það
Brynjar Öm Þorleifsson og Sesselja
Sigurðardóttir. Við áttum einnig
parið sem varð í 2. sæti, það voru
Sigursteinn Stefánsson og Elísabet
Sif Haraldsdóttir og þriðja íslenzka
parið kom svo í 4. sæti og það voru
Benedikt Einarsson og Berglind
Ingvarsdóttir. Ég held að þetta
hafí verið ein glæsilegasta úrslita-
umferð fyrir íslendinga sem hafði
verið dönsuð til þessa.
Miðvikudagur
Yngri hópurinn keppti einungis
í jive á miðvikudeginum og voru 9
íslenzk pör mætt til leiks, því veik-
indi höfðu sagt til sín og tvö pör
urðu að sitja heima vegna þeirra.
Öll íslenzku pörin sem kepptu kom-
ust áfram í 2. umferð og fímm
þeirra fóru áfram í þriðju umferð.
Tvö íslenzk pör komust í 24 para
úrslit, þau Guðni Kristinsson og
Helga Dögg Helgadóttir og Davíð
Gill Jónsson og Halldóra Sif Hall-
dórsdóttir, en þau síðarnefndu fóru
alla leið í úrslit og enduðu í 2. sæti
á eftir brezku pari.
Flokkur 12-16 ára keppti í
„stóru“ standardkeppninni og af
tæplega 200 pörum sem skráð voru
voru 20 frá íslandi og fóru 11 þeirra
í 2. umferð. Fjögur pör fóru áfram
í þriðju umferð og 2 komust í 24
para úrslit, en það voru Brynjar
Óm Þorleifsson og Sesselja Sigurð-
ardóttir og Sigursteinn Stefánsson
og Elísabet Sif Haraldsdóttir, en
þau síðarnefndu fóru áfram í und-
anúrslit. Þessi pör dönsuðu vel og
er standardinn greinilega á réttri
leið hér á landi.
Fimmtudagur
Yngri hópurinn keppti í vínar-
valsi og komust 7 pör áfram í aðra
umferð og 4 komust í 24 para úr-
slit, það vom: Guðni Kristinsson og
Helga Dögg Helgadóttir, Davið Gill
Jónsson og Halldóra Sif Halldórs-
dóttir, Sigurður Gunnarsson og
Stefanía Tinna Miljevic og Grétar
Khan og Bára Sigfúsdóttir.
Eldri hópurinn keppti í „stóru“
suður-amerísku dansa keppninni.
íslenzku pörin 20 fóru öll í 2. um-
ferð og 19 fóm í þá þriðju. Þá var
enn skorið niður og 7 íslenzk pör
komust í 4. umferð, í 24 para úr-
slit, undanúrslit og í úrslit komust
svo 3 íslenzk pör.
Ég held að það sé mun meiri og
betri árangur en nokkur hafði þorað
að vona og er þetta án efa glæsileg-
asta afrek íslenzkra dansara hingað
til.
Ekki var nú öllu lokið enn, því
Sigursteinn Stefánsson og Elísabet
Sif Haraldsdóttir stóðu uppi sem
sigurvegarar þegar úrslit vom
kynnt. Þau dönsuðu frábærlega í
úrslitunum og það hafði greinilega
skilað sér, þetta var toppurinn, það
sem lengi hafði verið stefnt að. ís-
lendingamir fögnuðu dátt og var
stemmningin eins og á góðum hand-