Morgunblaðið - 23.04.1996, Síða 35

Morgunblaðið - 23.04.1996, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 35 ÞAU Brynjar Örn Þorleifsson og Sesselja Signrðardóttir unnu til fernra verðlauna; 1. sæti í sambakeppni, 3. sæti í stóru latín- keppninni, 1. sæti í jive-keppninni og 3. sæti í quickstep-keppninni. DAVÍÐ Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir komust lengst paranna í flokki 11 ára og yngri. Þau unnu cha, cha, cha-keppnina, í 2. sæti í jive-keppninni og í 5. sæti í stóru latín-keppninni. í cha, cha, cha- og rúmbu; keppninni í flokki 12-13 ára komust Snor- ri Engilbertsson og Dóris Ósk Guðjónsdóttir í úrslit og enduðu í 7. sæti. ÞETÍA eru pörin þrjú að lokinni verðlaunaafhendingu í stóru latin-keppninni, svo sannarlega glæsilegt afreksfólk. BENEDIKT Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir gerðu það gott, þau urðu í 4. sæti í samba-keppninni, 5. sæti í stóru latín-keppn- inni og 2. sæti í jive-keppninni. boltaleik. í öðru sæti var par frá Ástralíu og svo kom íslenzkt par í 3. sæti, en það voru Brynjar Örn Þorleifsson og Sesselja Sigurðar- dóttir, sem höfðu átt mjög góðan dag og styrktust mjög er á leið úrslitin, sem endaði á þvi að þau unnu jive-ið. Þriðja íslenzka parið, sem komst í úrslit, endaði í fimmta sæti, en það voru Benedikt Einars- son og Berglind Ingvarsdóttir, þau dönsuðu mjög vel og verður enn skemmtilegra að sjá til þeirra að ári, því þau hafa rétt á að keppa einu sinni enn í Blackpool. Þetta er sterkasta keppni sem haldin er fyrir unglinga í suður- amerískum dönsum í heiminum, og við íslendingar áttum þrjú pör í úrslitum og það er ekki einungis glæsilegasti árangur íslendinga í dansi, nokkumtíma, heldur einn sá glæsilegasti á sviði íþrótta um ára- raðir. íslendingar fóru glaðir í bragði heim á leið, því jive-keppnin beið daginn eftir, en þetta var síðasta keppni Sigursteins og Elísabetar, því samkvæmt brezkri hefð keppa sigurvegarar í stóm keppninni ekki í einsdanskeppninni, sem haldin er daginn eftir. Föstudagur „Stóra“ keppnin í suður-amerísk- um dönsum, fyrir yngri keppnishóp- inn, fór fram á föstudeginum og stóðu íslenzku pörin sig með mikl- um ágætum. Um 110 pör voru skráð til leiks og komust öll ís- lenzku pörin áfram í 2. umferð, þijú fóru í þá þriðju og tvö pör komust í 24 para úrslit; Guðni Krist- insson og Helga Dögg Helgadóttir og Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir sem komust alla leið í úrslit og enduðu í 5. sæti. Bæði eru þessi pör mjög sterk og gaman að horfa á þau dansa. Dav- íð og Halldóru hefur farið sérlega fram að undanförnu og eru að gera sérstaklega góða hluti í suður- amerísku dönsunum. Eldri hópurinn keppti í jive og voru 19 íslenzk pör skráð til leiks og komust 16 pör í aðra umferð, í þá þriðju fóru 12 pör og 3 fóru í fjórðu umferð. Alla leið í úrslit fóru 2 islenzk pör. Brynjar Öm Þorleifs- son og Sesselja Sigurðardóttir endurtóku leikinn frá því daginn áður og sigruðu í jive-inu, þau döns- uðu mjög vel og unnu verðskuldað. Eg veit að þau höfðu stefnt að því að vinna jive-ið, því þau unnu líka jive-keppnina í flokki 11 ára og yngri fyrir nokkrum árum. Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdótt- ir dönsuðu einnig mjög vel í úrslit- unum og lentu í 2. sæti. Laugardagur Síðasti dagurinn var runninn upp og flokkur 11 ára og yngri átti að keppa í enskum valsi. í aðra um- ferð komust 7 íslenzk pör og 4 pör komust í 24 para úrlit. Það voru Hilmir Jensson og Jóhanna Berta Bemburg, Sigurður Gunnarsson og Stefanía Tinna Miljevic, Guðni Kristinsson og Helga Dögg Helga- dóttir og Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir, en þau síðastnefndu komust í undanúrslit. Síðasta daginn var einnig keppt í flokki 12-13 ára og að þessu sinni var keppt í foxtrot og tangó. Sjö íslenzk pör voru skráð til leiks og komust þau öll áfram í 2. umferð. í 24 para úrslit komust 3 pör; Haf- steinn Jónasson og Laufey Karítas Einarsdóttir, Gunnar Gunnarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir og Skapti Þóroddsson og Ingveldur Lárusdóttir, allt mjög glæsilegir og efnilegir dansarar. Elzti flokkurinn, 12-16 ára, keppti í quickstep þennan síðasta keppnisdag að þessu sinni. Þrettán pör fóru í 2. umferð og 3 fóru í þá þriðju og í 24 para úrslitin, en það voru Eyþór Gunnarsson og Berglind Petersen, Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir og Brynjar Öm Þorleifsson og Sesselja Sigurð- ardóttir, en þau síðastnefndu fóru í undanúrslit og alla leið í úrslitin, þar sem þau fengu þriðju verðlaun, sem er einn bezti árangur sem ís- lenzkt par hefuc náð í standard- dönsum í þessum aldursflokki. Landakeppnirnar Landakeppnirnar fóm fram á þriðjudeginum og fimmtudeginum. Eldri keppendurnir kepptu á þriðju- deginum. Því miður var það ekki sterkasta liðið sem hægt var að skipa og er aldrei að vita hvaða árangri íslenzka liðið hefði náð ef okkar sterkasta lið hefði verið sett fram. Dansaramir sem dönsuðu stóðu sig samt mjög vel og eiga hól skilið fyrir góðan dans. íslenzka liðið endaði í 3. sæti af 7 liðum. Það sama var upp á teningnum með yngra liðið, það dansaði vel, en það var ekki sterkasta liðið sem hefði getað keppt fyrir okkar hönd. Yngra liðið endaði í 4. sæti af 6 liðum. Landakeppnirnar era ávallt mjög skemmtilegar og spennandi, í þeim er einungis einn dómari og gefur hann einkunn og svo eru einkunnir liðsins lagðar saman og það lið sem hæst hefur stigin hefur sigrað. Par á heimsmeistaramót 16 ára og eldri Með í ferðinni til Blackpool var par sem var á leið til Parísar að taka þátt í heimsmeistaramóti 16 ára og eldri í standarddönsum. Það vori’. þau Þorvaldur S. Gunnarsson og Jóhanna Ella Jónsdóttir. Þau ku hafa staðið sig mjög vel og dönsuðu að 24 para úrslitunum, sem er mjög góður árangur í svona sterkri keppni. Sunnudagurinn fór að mestu leyti í afslöppun, reyndar fór ijöldinn allur af fólki í Tívolí, sem er í Black- pool, þar sem hæsti og hraðskreið- asti rússíbani í heimi er staðsettur. Það er ýmislegt fleira hægt að gera í Blackpool, þar er fallegur golfvöll- ur, ágætis dýragarður, góð strönd (þegar veður leyfir) og margt fleira, sem gerði þennan stað að einum mesta sumardvalarstað Breta til margra ára. Nú er aftur verið að byggja upp þennan stað og endur- bæta og sífellt fleiri era farnir að heimsækja Blackpool á nýjan leik. Það var svo hópur þreyttra en umfram allt ánægðra Blackpool- fara, sem hélt heim á leið seint á sunnudagskvöldi, eftir að hafa unn- ið stærstu sigra sem íslendingar hafa unnið á sviði dansíþróttalistar- innar. Það að vera með er þó alltaf stærsti sigurinn, að komast áfram er bónus! Jóhann Gunnar Arnarson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.