Morgunblaðið - 23.04.1996, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 39
OLAFUR E.
ÓLAFSSON
+ Ólafur Eggert
Ólafsson, fv.
kaupfélagsstj óri
frá Króksfjarðar-
nesi, var fæddur á
Valshamri í Geira-
dalshreppi 30. jan-
úar 1918. Hann lést
í Borgarspítalanum
11. aprfl síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá Dóm-
kirkjunni 19. aprfl.
Nú þegar staðið er
j;fir moldum Ólafs E.
Ólafssonar, kaupfé-
lagsstjóra frá Króksfjarðarnesi,
koma upp í hugann margar góðar
minningar um þann mæta mann.
Með fáeinum orðum langar mig að
minnast þessa góða vinar míns.
Ekki ætla ég mér þá dul að rekja
uppruna né æviferil Ólafs, það
munu aðrir gera, sem til þess eru
hæfari.
Það er nú orðið æði langt síðan
leiðir okkar lágu saman, en fyrst
munum við hafa átt skipti saman
vorið 1957, en að sjálfsögðu hafði
ég haft spumir af honum fyrr.
Þetta vor hafði Barðstrendingafé-
lagið tekið við rekstri hótelsins í
Bjarkalundi og við Kristján heitinn
Halldórsson, kennari, vorum að
baksa í að koma því af stað fyrir
sumarvertíðina. Ýmislegt hafði far-
ið úrskeiðis um veturinn, m.a. hafði
miðstöðvarkerfíð sprungið. Við vor-
um báðir lítt kunnugir í sveitinni
og vissum vart hvert við ættum
að snúa okkur til að fá hjálp en
kom þá til hugar að ieita til kaupfé-
lagsstjórans. Ólafur brást ljúf-
mannlega við erindi okkar og bað
pípulagningamann, sem var í vinnu
hjá honum, að fara með okkur og
veita okkur þá hjálp sem hann
gæti. Þannig voru fyrstu kynni mín
af Ólafi, enda var greiðasemi ríkur
þáttur í skaphöfn hans og fáa
menn hef ég þekkt fljótari að
bregðast til liðsinnis, ef eitthvað
bjátaði á. Seinna áttum við margs-
konar skipti saman, sem tengdust
á ýmsan hátt starfseminni í Bjarka-
lundi.
Síðar, þegar hlutafélagið Getur
var stofnað um starfsemi Barð-
strendingafélagsins vestra, vorum
við Ólafur saman í stjóm hlutafé-
lagsins í 15 ár. Ég minnist þess
samstarfs jafnan með ánægju. Ól-
afi var annt um starfemi Gests hf.
í Bjarkalundi, enda bar hann alla
tíð í bijósti áhuga og umhyggju
fyrir því, sem verða mætti á ein-
hvem hátt til framfara og eflingar
mannlífs í átthögum hans. Honum
féll því afar þungt að heyra um
þær stimpingar, sem nú ganga
manna á milli þar vestra.
Þá minnist ég með gleði þeirra
stunda er ég átti með Ólafi og fjöl-
skyldu hans í Króksíjarðarnesi, en
ég vann hjá honum í kaupfélaginu
tvo vetrarparta. Þá bjó ég að mestu
á heimili hans og elskulegrar konu
hans Friðriku Bjarnadóttur.
Þessi samskipti leiddu fljótt til
góðs kunningsskapar og vináttu,
sem staðið hefur æ síðan. Og eftir
að við höfðum báðir dregið far
okkar til hlunns, hefur vináttan enn
skerpst. Það verður þvi nokkurt
tóm, þegar símhringingum hjá okk-
ur hjónum fækkar og hlýleg rödd
hans spyr ekki frétta lengur. Eða
við rifjum í sameiningu upp gamlar
minningar, eða segjum hvor öðrum
gamlar sögur eða frá atburðum,
sem við annaðhvort höfðum upplif-
að eða heyrt sagt frá, en þannig
er tilveran „að heilsast og kveðj-
ast“.
Við hjónin sendum konu Ólafs
og allri fjölskyldu hans innilegar
samúðarkveðjur.
Vikar Davíðsson.
Látinn er í Reykjavík Ólafur E.
Ólafsson fyrrverandi kaupfélags-
stjóri Kaupfélags Króksfjarðar.
Ólafur var mikill
vinur og velgjörðar-
maður fjölskyldu
minnar. í sambandi við
starf mitt hjá Flugfé-
lagi íslands, í innan-
landsflugi, fyrr á árum
man ég hve snortinn
ég varð af landinu og
þá sérstaklega af
Breiðafjarðarsvæðinu.
Ég fór að hugsa um
hve gaman væri að
eignast jarðarskika við
Breiðaijörð. Fór ég í
því sambandi að kynna
mér kaupmöguleika á
svæðinu og fékk upplýsingar hjá
ýmsum mönnum um eigulegar jarð-
ir, og þá helst eyðijarðir. Ein jörð
fannst mér sérstaklega aðlaðandi.
Ég fór á staðinn og falaðist eftir
jörðinni. Eltist ég við eigendur jarð-
ar þessarar í yfir átta ár en ekkert
gekk. Einhver sagði mér _að ég
ætti að hafa samband við Ólaf E.
Ólafsson, kaupfélagsstjóra í Króks-
fjarðarnesi, því þá væri málum
mínum borgið. Hann væri raun-
verulega allt í öllu þar í sveitinni,
væri einskonar jarl á svæðinu.
Ég var á þessu tímabili nýkom-
inn frá því að sækja flugvél frá
Japan. Ferðin gekk nú ekki mjög
vel vegna bilana á leiðinni heim og
veitti mér ekki_ af svolítilli hvíld
eftir ferðina. Ákváðum við fjöl-
skyldan því að fara í hringferð um
Vestfírði, fórum í Stykkishólm, svo
með Baldri um Breiðafjörð, þá til
ísafjarðar og með Fagranesinu að
Bæjum og svo lá leiðin í Bjarkar-
lund. Er í Bjarkarlund var komið,
frétti ég að Ólafur kaupfélagsstjóri
væri þar staddur. Ég heilsaði hon-
um, kynnti mig og sagði honum
af áhuga mínum á jarðarkaupum.
Hann spurði mig hvort ég væri
ættaður af svæðinu, ég kvað nei
við, en sagði að konan mín ætti
ættir að rekja frá Kletti í Geirad-
al, að móðuramma hennar hefði
verið fædd og uppalin á Kletti. Ég
sagði honum nafn hennar, en hún
hét Þórdís. Það má segja að Ólafur
hafí lítið talað við mig næstu
augnablikin, því hann sagði við
Helgu, konu mína, að amma henn-
ar, Þórdís, hefði verið mikil vinkona
móður hans, Bjameyjar, sem þá
var á lífi og bjó hjá honum í Króks-
fjarðamesi. Voram við því næst
drifin í heimsókn til hjónanna á
Kletti, þar sem Magnús Ingimund-
arson og frú bjuggu, og síðan heim
til hans í Króksfjarðames. Þar hitt-
um við síðan móður hans, Bjam-
eyju og einnig eiginkonu hans,
Friðrikku Bjamadóttur. Þarna
skapaðist, strax við fyrstu kynni,
vinskapur sem hefur haldist alla
tíð síðan.
Svo kom að því að fjölskylda
Ólafs ákvað að selja jörðina, Króks-
fjarðarnes, og var mér boðin jörðin
til kaups og keyptum við jörðina
árið 1977. Þessi jarðarkaup okkar
hafa orðið okkur til mikillar ham-
ingju og skal það tekið fram að
undirbúningur Ólafs á að við tækj-
um við jörðinni var honum til mik-
ils sóma. Hann kynnti okkur fyrir
tilvonandi nágrönnum, og sagt hef-
ur mér einn nágranni minn að hann
hafi farið hlýjum orðum um okkur
fjölskylduna, sem ég þakka honum
fyrir nú.
Ég kveð nú einlægan vin og
vona að honum famist vel á öðra
sviði, eins og honum famaðist í
þessum heimi.
Eiginkonu hans, bömum og fjöl-
skyldu sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Ingimar K. Sveinbjörnsson.
Fáein kveðjuorð.
Elsku Ólafúr.
Mér er svo minnisstætt þegar
ég kvaddi þig á spítalanum og þú
hélst í höndina á mér og fórst með
þessa bæn eftir Hallgrím Péturs-
son.
Bænin má aldréi bresta þig,
búin er freisting ýmislig,
þá líf og sál er lúð og þjáð,
lykill er hún að Drottins náð.
(Hallgrímur Pétursson.)
Við viljum þakka þér umhyggju
og traust sem þú ávallt sýndir mér
og dóttur minni.
Halla og Guðríður Erna.
Ólafur E. Ólafsson átti ætt að
rekja til Króksfjarðamess og þeim
stað og hinum fögra sveitum um-
hverfis hann helgaði hann starfs-
krafta sína, frá unga aldri og langt
fram yfir miðjan starfsaldur. Hann
settist ungur í Samvinnuskólann
og eftir tilskilið nám þar, 1934 til
1936, gerðist hann starfsmaður
Sambandsins í Reykjavík, þar sem
hann starfaði í tvö ár. Vorið 1938
hóf hann störf hjá Kaupfélagi
Króksfjarðar og því félagi vann
hann óslitið í hálfan fjórða tug
ára, þar af kaupfélagsstjóri í 30
ár, frá 1943 til 1973. Olafur gegndi
fjölda trúnaðarstarfa um ævina,
bæði innan héraðs og utan, m.a.
sat hann í stjórn Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga frá 1968
til 1978.
Við Ólafur áttum báðir æsku-
daga okkar í sveitunum við innan-
verðan Breiðafjörð og það munaði
ekki nema rétt rúmum áratug á
okkur í aldri. Ég man þó ekki eft-
ir að fundum okkar bæri saman á
þessum Iöngu liðnu áram og er það
til marks um samgöngumar eða
öllu heldur samgönguleysið á þess-
um tíma. Ég kynntist Ólafi ekki
fýrr en eftir að ég hóf störf hjá
Sambandinu og ekki að marki fyrr
en hanh tók setu í stjóm þess árið
1968. Sem einn af framkvæmda-
stjóram Sambandsins sat ég flesta
stjómarfundi á þeim áram er Ólaf-
ur var stjómarmaður. Þá kynntist
ég vel einlægum áhuga hans á
samvinnustarfi, einkum þeim þætti
þess sem hann taldi að gæti stuðl-
að að betra mannlífí í sveitum
landsins. Ólafur var maður rétt-
sýnn og hófsamur í málflutningi
en hélt þó fast á þeim málum sem
honum vora hugleikin og hann
taldi máli skipta.
Hjá Ólafí E. Ólafssyni var áhugi
á samvinnumálum ekki einasta
hugsjón, heldur sá veraleiki þar
sem farsælt ævistarf hans stóð
traustum fótum. Það kom í hans
hlut að stýra einu af litlu kaupfé-
lögunum; hann gerði það með mikl-
um myndarskap, svo að eftir var
tekið, en jafnframt af þeim hygg-
indum og forsjá sem era undir-
stáða allrar velgengni. Það má
hafa verið Ólafi mikið gleðiefni að
gamla kaupfélagið hans stóð af sér
þau veður sem nú hafa geisað um
sinn.
Þáverandi forstjóri Sambands-
ins, Erlendur Einarsson, hafði
þann góða sið að „vísitera" kaupfé-
lögin víðs vegar um landið og ég
minnist þess að hafa farið með
honum til Króksfjarðamess á fögr-
um sumardegi, um eða upp úr
1970. Við eyddum eftirminnilegum
degi við ljúfmannlegar móttökur
Ólafs og konu hans, Friðrikku
Bjamadóttur. Ólafur sýndi okkur
starfsstöðvar kaupfélagsins og
mér er enn í minni snyrtimennska
og myndarskapur sem andaði til
manns úr hveiju horni. Á kveðju-
stund uppvekst þessi fagri dagur
með fágætum skírleika. Sumarsól-
in leggur miida blæju yfír kyrran
Breiðaíjörðinn, með eyjum og
skerium fleiri en tölu verði á kom-
ið. I suðri gnæfir Snæfellsjökull
en yfir byggðinni hans Ólafs vaka
Vaðalfjöllin.
Önnur endurminning tengist
samverastund okkar hjónanna með
Ólafi og Friðrikku á Þingvöllum
eitt sumarkvöld fyrir nokkrum
áram. Ólafur kunni vel að meta
fagran kveðskap og ég man að við
ræddum hið magnaða kvæði Jak-
obs Jóh. Smára um Þingvelli sem
endar á þessum 'orðum:
„Nú heyri'eg minnar þjóðar þúsund ár
sem þyt í laufi á sumarkvöidi hljóðu".
Gaman hefði verið að gera aðra
ferð með Ólafi til Þingvalla til þess
að hlusta enn einu sinni á þytinn
í laufinu, en nú gerist þess ekki
kostur um sinn. Við Inga og fjöl-
skylda okkar kveðjum hinn látna
heiðursmann með þökk og virðingu
um leið og við færam konu hans,
bömum og öðram ættingjum
dýpstu samúðarkveðjur.
Sigurður Markússon.
Þegar ég var bam heyrði ég föð-
ur minn stundum minnast á góðvin
sinn Ólaf kaupfélagsstjóra í Króks-
fjarðarnesi.
Á þeim áram vora samgöngur
milli héraða erfiðari en nú er og
ég minnist þess ekki að Ólafur
hafi komið í heimsókn á æskuheim-
ili mitt. Leiðir okkar lágu ekki sam-
an fyrr en mörgum áram seinna.
Þá hafði Ólafur lokið farsælu starfi
sem kaupfélagsstjóri hjá Kaupfé-
lagi Króksíjarðar og var fluttur til
Reykjavíkur.
Vafalaust hefur Ólafur hugsað
sér að hans biðu rólegir dagar þeg-
ar hann flytti til Reykjavíkur, burt
frá erilsömu starfi kaupfélagsstjór-
ans. Hann vann í nokkur ár sem
fulltrúi hjá Ríkisendurskoðun, en
fljótlega söfnuðust á hann ýmis
félagsstörf, einkum á vegum Rauða
krossins.
í Króksfjarðarnesi er töluvert
æðarvarp. Ólafur hafði því góða
þekkingu á æðarvörpum og hags-
munum æðarbænda. Árið eftir að
hann fluttist til Reykjavíkur var
hann kosinn formaður Æðarrækt-
arfélags íslands, og hann var for-
maður þess í 11 ár, lengur en nokk-
ur annar. Félagið var þá ungt að
árum og á formannsáram sínum
lagði hann áherslu á að stofna fé-
lagsdeildir úti um land og að fjölga
félagsmönnum. Jafnframt vann
hann ötullega að öðram baráttu-
málum félagsins.
Árið 1983 hóf Múlabær, dagvist-
un fyrir aldraða, starfsemi. Rekstr-
araðilar vora SÍBS, Reykjavíkur-
deild Rauða kross íslands og Sam-
tök aldraðra. Þremur áram síðar
hóf Hlíðabær starfsemi á vegum
sömu aðila. Vegna reynslu af störf-
um Ólafs fyrir Rauða krossinn var
hann ráðinn skrifstofustjóri þess-
ara stofnana. Honum var jafnframt
falið að rita fundargerðir stjómar-
innar. Ólafur rækti þessi störf af
nærgætni og samviskusemi eins
lengi og heilsa hans leyfði.
Það var vegna tengsla minna við
Æðarræktarfélag íslands, Múlabæ
og Hlíðabæ að ég kynntist Ólafi
frá Króksfjarðarnesi persónulega.
Ólafur var hægur maður og dag-
farsprúður, þó léttur í lund og gam-
ansamur. Éftir því sem ég þekkti
hann lengur skildi ég betur það
traust og þá virðingu sem faiir
minn bar til þessa vinar.
Fyrir hönd Æðarræktarfélags
íslands og stjóma og starfsfólks
Múlabæjar og Hlíðabæjar flyt ég
honum þakkir að leiðarlokum.
Konu hans, bömum og öðram
vandamönnum færi ég innilegar
samúðarkveðj ur.
Davið Gíslason.
Það að eiga góða vini era forrétt-
indi. Ólafur E. Ólafsson var vinur
vina sinna. Við sem hér kveðjupa
góðan samferðarmann teljum okíT-^
ur hafa verið lánsöm að njóta vin-
áttu hans. Heimilið Múlabær sem
stofnað var árið 1983, naut starfs-
krafta hans allt frá því að hug-
myndin fæddist að stofnun þess,
og til haustsins 1991, er hann lét
formlega af störfum sem skrif-
stofustjóri. Þessi ár vora lærdóms-
rík fyrir okkur sem unnum beint
og óbeint að uppbyggingu þessari,
og var það ekki síst fyrir tilstilli
Ólafs, að við teljum okkur hafa náð
þeim árangri sem við væntum.
Ætíð var hann boðinn og búinn til
aðstoðar og hjálpar, sú hjálp var
alla tíð boðin fram af óeigingimi
og velvilja, en umfram allt af virð-
ingu og vinsemd. Aldrei var spurT
fyrir hvem, eða til hvers hjálpin
væri, einungis hvernig get ég, og
hvemig má ég verða að liði. Og
væri Olafur búinn að taka málið í
sínar hendur var óhætt að treysta
að það fengi farsælustu lausn.
Áfram mætti halda með lof og
hól. En líklegast hefði okkar gamli
góði vinur sagt eitthvað á þessa
leið: uss, uss, uss. En með þessum
fátæklegu orðum þökkum við Ólafí
góða samfylgd, og góðvild í okkar.
garð, bæði persónulega og einnig'
til heimilisins í heild sinni, þar brást
aldrei neitt. Undangenginn tími
hefur verið fjölskyldunni erfiður,
en hún hefur staðið þétt saman og
þau stutt hvert annað. Henni send-
um við okkar kærastu kveðjur á
kveðjustund.
Megi Ólafur E. Óláfsson eiga
góða ferð fyrir höndum, og umfram
allt góða heimkomu.
F.h. starfsfólks Múlabæjar,
Hallbera Friðriksdóttir.
• Fleiri minningargreinar um
Ólaf E. Ólafsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga. 1
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
er auðsýndu okkur hlýhug og samúð
við andlát og útför okkar kæru systur,
JÓNU BJARGAR SIGURJÓNSDÓTTUR,
vistheimilinu Seljahlið,
áður Bólstaðarhlið 40.
Sérstakar þakkir sendum við öllu því
góða starfsfólki á deild 3B, Landakoti
og Seljahlíð fyrir mjög góða umönnun
hinnar látnu.
Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir,
Hanna Áslaug Vander Laan,
Ásgeir Sigurjónsson
og aðrir ástvinir.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð, vináttur og
hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
JAKOBS SIGMARSSONAR
lögregluvarðstjóra,
Miðvangi 35,
Hafnarfirði.
Sóley Marvinsdóttir,
Kristjana Jakobsdóttir, Páll Sigurðsson,
Maria Jakobsdóttir, Bjarni Magnússon,
Stefán Ómar Jakobsson, Hanna María Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.