Morgunblaðið - 27.04.1996, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Deilur milli flokka, innan flokka og milli bæjarbúa um brúarstæði við Egilsstaðí
BÆJARFULLTRÚAR Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðubandalags reikna
með að ræða saman næstu daga um
meirihlutasamstarf sitt í bæjarstjórn
Egilsstaða. Ekki er annað að heyra
á forystumönnum flokkanna en að
þeir hafi hug á því að starfa áfram
saman.
Klofningur varð í meirihlutanum
í atkvæðagreiðslu um staðsetningu
brúar á Eyvindará. Fulltrúar minni-
hlutans, framsóknarmenn og óháðir,
samþykktu tillögu sjálfstæðismanna
um að Eyvindará verði brúuð við
hlið núverandi brúar en Alþýðu-
bandalagsmenn vildu fara að tiilögu
Vegagerðarinnar um brú á nýjum
stað sem þýddi að Seyðisfjarðarveg-
ur færðist framhjá þorpinu og fetju-
umferðin þar með. Alþýðubanda-
lagsmenn hafa lýst því yfir að þeir
telji sig óbundna af núverandi meiri-
hlutasamningi.
Sveinn Jónsson, annar fulltrúi
Alþýðubandalags, á ekki von á að
flokkurinn sé á leið út úr meirihlut-
anum. Segir hann að taka verði sam-
starfið til endurskoðunar og huga
að nýjum áherslum. Vill hann þó
ekki fara út í efnisatriði á þessari
stundu.
Einar Rafn Haraldsson, oddviti
sjálfstæðismanna, segist ekki vita
hvað felst í yfirlýsingum Alþýðu-
bandalagsmanna. Reiknar hann með
að fulltrúar flokkanna ræði saman
á næstu dögum og þá skýrist málið.
Tekur hann fram að meirihlutasam-
starfið hafi verið farsælt.
Ræða meirihlutasam-
starf á næstu dögum
Mikill ágreiningur er um brúarmálið
meðal bæjarbúa á Egilsstöðum og innan
stjómmálaflokkanna. Helgi Bjamason
telur þó meiri líkur en minni fyrir
áframhaldandi samstarfí Sjálfstæðisflokks
og Alþýðubandalags í bæjarstjóm, að
loknum fyrirhuguðum viðræðum.
Óvíst með eftirmála í röðum
sjálfstæðismanna
Alþýðubandalagsmenn gagnrýna
það harðlega að annar fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, Bjarni Elvar Pét-
ursson, sem nú starfar sem tann-
læknir í Reykjavík þó hann eigi enn
lögheimili á Egilsstöðum, hafi flogið
austur til þess að sitja bæjar-
stjórnarfundinn. Sveinn segir að
þetta sé siðlaust athæfi enda hafi
Bjarni lítið eða ekkert starfað í
Á góðum stað í
Hamrahverfi, Grafarvogi
er til sölu vel skipulögð og góð íbúð á tveimur hæðum.
3-4 svefnherbergi, stórar stofur, rúmgott eldhús. Svalir
mót suðri. Tveir bílskúrar.
Uppl. gefur Örn ísebarn, byggingameistari, í síma 896 1606.
352 1150-552 1370
IARUS Þ VALDIMARSSON, framkvamoasijori
KRISTJAN KRISTJANSSON, lOGGiuuR fasieignasali
Nýkomnar til sýnis og sölu m.a. eigna:
Skammt frá Landspítalanum
Sólrík 3ja herb. hæð um 80 fm í 4órbýlish. við Þorfinnsgötu. Nýir
gluggar og gler. Nýl. eldhús. Nýjar raflagnir. Laus 1. júní nk. Vinsæll
staður.
Góð íbúð á góðu verði
Sólrík 3ja herb. íb. á 1. hæð rúmir 80 fm rétt við Sæviðarsund. Parket
á gólfum. Tvennar svalir. Rúmgóð geymsla í kj. Vinsæll staður.
Nýleg suðuríbúð - hagkvæm skipti
Sólrík 3ja herb. íb. á 3. hæð 82,8 fm við Víkurás. Vönduð innrétting.
Parket, gólfflísar. Sólsvalir. Ágæt sameign. 40 ára húsnæðisl. kr. 2,5
millj. Skipti mögul. á lítilli íb. „niðri í bæ“.
Lækkað verð - lítil útborgun
Nýleg og góð íb. á 3. hæð og i risi rúmir 104 fm við Hrísmóa, Gbæ.
40 ára húsnæðisl. kr. 5,1 millj. Skammtímal. kr. 900 þús. geta fylgt.
Vinsamlegast leitið nánari uppl.
Einbýli - fjársterkur kaupandi
Leitum að góðri eign - raðhúsi, parhúsi eða einbýlishúsi - um 120-130
fm fyrir traustan kaupanda sem flytur til landsins á næstunni.
Hafnfirðingar athugið
Leitum að góðri íbúð um 100 fm með 35-40 fm bílsk. Rétt eign verð-
ur borguð út að mestu í peningum strax við kaupsamning.
• •
Opið ídag frá kl. 10-14.
Margskonar eignaskipti.
Almenna fasteignasalan sf.
var stofnuð 14. júlí1944.
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
Hli6<VE6l 18 S. 552 1151-552 iTT
nefndum og bæjarstjórn undan-
farna mánuði. Bendir hann jafn-
framt á að Guðmundur Steingríms-
son, fyrsti varamaður flokksins, sé
fylgjandi breytingum á brúarstæði
Eyvindarár.
Guðmundur Steingrímsson stað-
festir í samtali við Morgunblaðið að
skiptar skoðanir séu um það í röðum
sjálfstæðismanna hvorn kostinn ætti
að velja í brúarmálinu og hann sé á
annarri skoðun en aðalfulltrúar
flokksins. Hann vill þó ekki tjá sig
um það hvort sú ákvörðun Bjarna
Elvars að sitja fundinn og óska eftir
leyfi frá störfum í bæjarstjórninni í
Iok hans hafi einhveija eftirmála,
segist ræða það fyrst við félaga sína
á listanum.
Einar Rafn segir að Bjarni Elvar
sé löglega kjörinn bæjarfulltrúi og
leggur á það áherslu að hann hafi
sjálfur ákveðið að sitja umræddan
bæjarstjórnarfund en ekki verið sér-
staklega til þess kallaður af félögum
sínum.
í dag ætla sjálfstæðismenn að
funda um málið og samkvæmt heim-
ildum blaðsins er unnið að sáttum í
flokknum.
Agreiningur
í öllum flokkum
Einhver ágreiningur virðist vera
í öllum flokkum til brúarmálsins, þó
hann sé greinilega mestur í Sjálf-
stæðisflokki og hjá aðstandendum
H-lista óháðra. Asta Sigfúsdóttir,
bæjarfulltrúi óháðra, segir að greidd
hafi verið atkvæði um málið innan
listans og ákvörðun meirihlutans
verið látin ráða. Ásta tók ekki þátt
í atkvæðagreiðslunni en kallaði inn
varamann. Hún rekur gróðrarstoð
og blómabúð á Egilsstöðum en telijr
sig þó ekki vanhæfa við afgreiðslu
málsins. Hins vegar hafí hún verið
að fría sig málaferium vegna hótana
Alþýðubandalagsmanna. Annar full-
trúi Framsóknarflokks vék einnig
sæti af sömu ástæðum.
Skiptar skoðanir eru um það hjá
viðmælendum hver sé hugur bæt-
arbúa til málsins. Ljóst er að eijj-
endur margra þjónustufyrirtækja
og annarra atvinnufyrirtækja eiju
mjög ákafir í andstöðu sinni vlð
breytingar á veginum en umhverfis-
verndarfólk er meðmælt breyting-
um. Einar Rafn nietur það svo ajð
hlutföllin í bæjarstjórninni endur-
spegli vilja bæjarbúa en Sveinjn
Jónsson telur að niðurstaðan gefi
ranga mynd af afstöðu fólks enda
hafi tíminn unnið með þeirra mál-
stað.
Þó bæjarstjórn Egilsstaða hafi
mælt með því að brúin verði ekki
færð mun Vegagerðin áfram geia
tillögu um færslu hennar. Skipulag
ríkisins mun auglýsa tillögu Vega-
gerðarinnar og gefst þá tækifæri fil
athugasemda. Síðan úrskurði.r
Skipulagið um það hvort það fellst
á tillögu Vegagerðarinnar eða ekki-
Þá ákvörðun er loks unnt að kæi a
til umhverfisráðherra. Miðað við hi;-
ann í málinu er líklegt að þangí ð
fari málið, á hvorn veginn sem ú'-
skurður Skipulagsins verður.
Óðal skiptir um
eigendur
Vilja reka
næturklúbb
hið fyrsta
GARÐAR Kjartansson og fjölskylda
hafa fest kaup á veitingahúsinu
Óðali, en hann var opnaður eftir
gagngerar breytingar í júní í fyrra
og hefur skipt um eigendur þríveg-
is síðan þá.
Eigendaskipti urðu um síðustu
helgi og segir Garðar að hann hafi
þegar hafið endurskoðun á starf-
semi staðarins í því skyni að höfða
til sem flestra gesta. Nú þegar sé
búið að færa dansgólfið sem var á
efstu hæð niður á aðra hæð og
setustofan flytjist upp á þriðju hæð
hússins.
Garðar, sem auk þess að hafa
verið einn eigenda Gauks á Stöng
í upphafi, hefur í fimmtán ár rekið
sportvöruverslanir í Reykjavík.
Hann kveðst horfa sérstaklega til
þess að fá leyfi til reksturs nætur-
klúbbs í húsakynnum Óðals, og að
staðurinn uppfylli að hans mati sér-
lega vel öll skilyrði til slíkrar starf-
semi.
„Yfirvöld eiga að fá hingað til
lands erlenda matsmenn, frá þeim
löndum sem eiga ríkulega nætur-
klúbbahefð, sem myndu þá skoða
íslenska skemmtistaði og vera til
ráðgjafar um leyfisveitingar. Óðal
yrði þar fremst í flokki að mínu
mati.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kosningamiðstöð opnuð
GUÐRÚN Pétursdóttir, sem
boðið hefur sig fram í forseta-
kosningunum í sumar, opnaði
kosningamiðstöð á sumardag-
inn fyrsta í Pósthússtræti 9 og
sýnir myndin hana við það
tækifæri í hópi stuðnings-
manna.
Samningi um flug-
virkjanám sagt upp
BJÖRN Bjarnason menntamálaráð-
herra segir að slitið verði samningi
milli íslenskra og sænskra stjórn-
valda um flugvirkjanám Islendinga
í Vásterás í Svíþjóð.
íslenska ríkinu hefur verið stefnt
vegna skólagöngu flugyirkjanem-
anna, sem Svíar telja að íslendingar
eigi að greiða. Upphæðin er 3,5
milljónir sænskra króna, eða um 35
milljónir íslenskra vegna náms ís-
lendinga við skólann frá 1991. „Við
munum grípa til varna enda eru
kröfurnar algerlega óréttmætar,"
segir menntamálaráðherra.
Björn Bjarnason segir ágreining
enn óleystan milli ríkjanna um það
hver eigi að bera kostnað af náini
flugvirkjanna. íslensk stjórnvöld
telji að kostnaðurinn eigi ekki að
falla á ríkissjóð, hvorki samkvæmt
samkomulagi við skólann né ncir-
rænum samningum um framhalds-
skólanám.
FASTEIGNASALA
BÆJARHRAUNI 1Q
SÍMI 5B5 11SS
Munið myndagluggann!
Opið kl. 9-18,
laugard. kl. 11-14
Erum fluttir f nýtt húsnæði að
Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði.
Einbýli — raðhús
FURUBERG - PARHUS
Vorum að fá parh. á einni hæð ásamt bílsk.
og sólstofu. Vel staðsett og glæsil. innr.
eign. sem vert er að skoða nánar.
KLETTAHRAUN - EINB.
Vorum að fá einb. á einni hæð ásamt bílsk.
Húsið stendur í botnlanga við lokaða götu
þar sem suðurgarður er algjör paradís.
VESTURTÚN - EINB.
150 fm einb. ásamt 26 fm bílsk. Skipti
æskil. á 4ra-5 herb. íb.
ÁLFTANES - RAÐH.
Vorum að fá lítiö raðh. með eða án bilsk.
Verð frá 5,9 á fokheldisstigi.
Stærri eignir
HRINGBRAUT - LAUS
5-6 herb. 101 fm miöhæð í þríbýli. Góð
staðsetn. Verð: Tilboð.
NORÐURBÆR
Góðar 4ra og 5-6 herb. íbúðir með eða án
bílsk.
ALFHOLT - 4RA
Góö 4ra herb. íb. á 2. hæö. Útsýni yfir
bæinn. Góð lán. Verð 8,5 millj.
2ja—3ja herb.
SKULASKEIÐ - 3JA
Góð 3ja herb. íb. á 2. hæð. íb. er öll end-
urn. Góð lán. Verð 6,2 millj.
HRINGBRAUT - LAUS
Vorum að fá 3ja herb. íb. á jarðh. á góðum
útsýnisstað. ib. sem þarfnast lagfæringar.
Leitið uppl.
FAGRIHVAMMUR - 3JA
Góð 3ja herb. risíb. í fjölbýli. Áhv. byggsj.
MELHOLT - 3JA
Góð 3ja herb. 91 fm íb. á 2. hæð í góðu
þríbýli.
FRAMNESVEGUR - LAUS
3ja herb. íb. á 1. hæð (ekki jarðh.). Verð :
4,8 millj.
HÆÐARGARÐUR - GÓÐ
STAÐSETN.
2ja herb. íb. á jarðh. austurenda. Sérinng.
Verð 4,8 millj.
ÁLFASKEIÐ - 2JA
Vorum að fá 2ja herb. íb. á 3. hæð ásamt ,
bílsk. íb. hefur öll veriö endurn. og er sem \
ný. Áhv. góð lán.
Gjörið svo vel að líta inn!
Sverrir Albertsson,
Sveinn Sigurjónsson, sölustj.
Valgeir Kristinsson hrl.