Morgunblaðið - 27.04.1996, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
10 ár liðin frá kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl
Dapur dagur í sögu
alls mannkynsins
Reuter
STARFSMAÐUR Tsjernobyl-versins grætur við athöfn nálægt verinu í gær í tilefni þess að tíu ár
eru Iiðin frá kjarnorkuslysinu. Margir starfsmenn versins eru andvígir þeirri ákvörðun stjórnarinn-
ar í Ukraínu að loka verinu fyrir aldamót.
Slavútytsj, Uppsölum, London.
MIKILL mannfjöldi safnaðist sam-
an skammt frá Tsjernobyl-verinu í
Ukraínu í fyrrinótt til að minnast
þeirra þúsunda manna, sem látið
hafa lífið af völdum kjarnorkuslyss-
ins fyrir 10 árum. Tugþúsundir
manna eiga enn um sárt að binda
vegna slyssins, ýmist vegna veik-
inda eða ástvinamissis, og það hef-
ur haft alvarleg áhrif á líf milljóna
manna í Ukraínu og Hvíta Rúss-
landi.
Við athöfnina í fyrrinótt komu
börn kertum fyrir við marmara-
myndir af fyrstu fórnarlömbum
slyssins, þeim 29 mönnum, sem létu
lífíð í baráttunni við eldinn, sem
kom upp eftir að kjarnakljúfurinn
sprakk. Yfírmaður rétttrúnaðar-
kirkjunnar í Úkraínu messaði í
Volodymyr-kirkjunni í Kíev og
kirkjuklukkum var samhringt um
allt landið.
í viðtali, sem úkraínska útvarpið
átti við Leoníd Kútsjma, forseta
landsins, sagði hann, að slysið hefði
breytt Úkraínu í hamfara- og hörm-
ungasvæði. Þjóðin væri að sligast
undir byrðunum, sem það hefði lagt
henni á herðar, og vissi ekkert hve-
nær þeim krossi yrði létt af henni.
Útvarpið var einnig með viðtöl
við starfsmenn kjarnorkuversins,
sem sögðu, að kjarnakljúfarnir
tveir, sem nú væru í notkun, væru
öruggir en ekki höfðu þeir fyrr
sleppt orðinu en tilkynnt var um
nýtt geislaslys í Tsjernobyl, á sjálf-
um afmælisdegi slyssins fyrir 10
árum. Hafði geislavirkt ryk sloppið
út inni í verinu en talsmaður þess
gerði lítið úr atburðinum og kenndi
um kæruleysi starfsmanna.
Hélt að kjarnorkustríð væri
hafið
Cliff Robinson, starfsmaður
kjarnorkuversins í Forsmark ekki
langt frá Uppsölum í Sviþjóð, varð
fýrsti maðurinn utan Sovétríkjanna
til að átta sig á, að eitthvað alvar-
legt hafði gerst. Hann var á undan
öðrum til vinnu að morgni 26. apríl
1986 og þegar hann gekk í gegnum
geislamælingahlið fór allt af stað
aldrei þessu vant. Kannaði hann
þá sérstaklega hugsanlega mengun
á skónum sínum og ætlaði ekki að
trúa sínum eigin augum þegar hann
sá mælana ijúka upp úr öllu vaidi.
Sýndu þeir geislavirk efni, sem
höfðu aldrei áður sést í Forsmark.
„Mín fyrsta hugsun var, að styrj-
öld væri skollin á og kjarnorku-
sprengja hefði sprungið," sagði
Robinson í viðtali við Reuters-
fréttastofuna. „Ég var í sannleika
sagt skelfíngu lostinn en gat auðvit-
að ekki útilokað, að eitthvað hefði
komið fyrir í Forsmark."
Robinson lét yfirmann sinn strax
vita af þessu og viðvörunin, sem
barst frá Forsmark, var fyrsta vís-
bendingin til umheimsins um að
eitthvað alvarlegt hefði gerst.
Fljótlega varð ljóst, að upptök
geislamengunarinnar voru í suð-
austri frá Forsmark en samt liðu
næstum þrír dagar áður en Moskvu-
stjórnin viðurkenndi, að kjarna-
kljúfur hefði sprungið í Tsjernobyl.
Algert ráðleysi
Míkhaíl Gorbatsjov var forseti
Sovétríkjanna á þessum tíma og á
fréttamannafundi í Moskvu í gær
varði hann gerðir sínar og viðbrögð
yfirvalda. Sagði hann, að í hnot-
skurn hefði þó málið verið það, að
Sovétstjórnin hefði verið gjörsam-
lega óviðbúin slysi af þessu tagi.
„Ef eitthvað var ekki gert var það
vegna þess, að við vissum ekki hvað
gera skyldi," sagði hann.
Gorbatsjov minntist andvöku-
nóttanna eftir slysið og sagði, að
það væri rétt, sem sumir segðu, að
hann hefði þá elst mikið á fáum
vikum. Forysta kommúnistaflokks-
ins og ríkisstjórnarinnar voru á
fundum með sérfræðingum dag og
nótt en fréttamenn segja, að lýsing
Gorbatsjovs á því, sem fór fram,
hafi verið lýsing á algeru ráðleysi.
Þótt geislavirkt skýið frá
Tsjernobyl breiddist yfir alla Evrópu
tók það Sovétstjórnina þijá daga
að skýra frá slysinu og Gorbatsjov
segir, að hörð viðbrögð á Vestur-
löndum hafi komið honum og öðrum
ráðamönnum í Sovétríkjunum á
óvart.
„Sagt er, að við hefðum verið
að leyna þvíj sem gerðist, en það
er vitleysa. Astæðan er sú, að við
vissum varla sjálfír hvað hafði
gerst.“
Gorbatsjov sagði, að hann skipti
sjálfur lífí sínu í tvö tímabil, fyrir
og eftir Tsjernobyl, og sumir sér-
fræðingar segja, að slysið hafi
greitt fyrir „glasnost", opnuninni,
sem Gorbatsjov beitti sér fyrir, og
þar með flýtt fyrir hruni Sovétríkj-
anna.
Ómannlegar byrðar
Ástandið í Úkraínu og Hvíta
Rússlandi var ekki gott fyrir
Tsjernobyl-slysið, heilsugæsla og
önnur samfélagsleg þjónusta í lág-
marki, en afleiðingar slyssins og
hrun Sovétríkjanna ofan á það hafa
lagt ómannlegar byrðar á þessi fá-
tæku ríki.
í Hvíta Rússlandi fer fjórðungur
allra tekna ríkisins til að fást við
afleiðingar slyssins og Kútsjma,
forseti Úkraínu, sagði í gær, að
kostnaður ríkisins frá 1991 væri
um 200 milljarðar ísl. kr., fímm
sinnum meiri en útgjöld til mennta-,
menningar-, heilsugæslu- og varn-
armála á þessum tíma.
í Úkraínu eru 4.299 dauðsföll
rakin beint til Tsjernobyl-slyssins
en það er aðeins toppurinn á ísjak-
anum. Alls tóku um 350.000 manns
þátt í hreinsunarstarfinu eftir slysið
og 1987, ári síðar, voru 78% þeirra
við góða heilsu en aðeins 20% nú.
Áætiað er, að 3,5 milljónir Úkraínu-
manna hafi beðið tjón á heilsu sinni
vegna slyssins, þar af ein milljón
barna. Vekur sérstaka athygli mik-
il tíðni skjaldkirtilskrabbameins í
börnum. Þá hafa vísindamenn í
fyrsta sinn fundið erfðabreytingar
í börnum, sem fædd eru skammt
frá Tsjernobyl.
Sjálfsvíg og ofdrykkja
Eftir slysið urðu hundruð þús-
unda manna að hrökklast frá heim-
ilum sínum vegna geislamengunar
og Volodymyr Bebeshko, yfirlæknir
á geislalækningamiðstöð ríkisins
skammt frá Kíev, segir, að sálrænu
áhrifin séu jafnvel alvarlegri en
geislunin sjálf.
Komið hefur í ljós, að frá 1986
hafa 280 starfsmenn í Tsjernobyl,
19% starfsmannafjötdans, stytt sér
aldur og margir hafa orðið áfengi
og annarri óreglu að bráð. Á þeim
svæðum, sem urðu verst úti, er
áberandi hvað börn eru taugaveikl-
uð og þroskast illa.
Bill Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, sendi Kútsjma, forseta Úkra-
ínu, bréf í gær þar sem hann sagði,
að fyrirheit hans um loka Tsjerno-
byl-verinu um aldamótin væri „göf-
ugt markmið" og Borís Jeltsín, for-
seti Rússlands, sagði þegar hann
minntist fórnarlambanna, að 26.
apríl væri ekki aðeins dapur dagur
í sögu Rússlands, Úkraínu og Hvíta
Rússlands, heldur alls mannkyns.
Sparnaðaraðgerðir ríkisstjórnar Þýskalands kynntar
Dregið úr ríkisútgj öldum
og kostnaði fyrirtækja
Bonn. Reuter.
HELMUT Kohl, kanslari Þýska-
lands, kynnti í gær á þingi umbótaá-
ætlun sem miðar að því að draga
úr útgjöldum hins opinbera og kostn-
aði fyrirtækja. Kanslarinn hvatti
þjóðina til að fylkja sér að baki ríkis-
stjórninni í þessum efnum til að
unnt _yrði að rétta þýskt efnahagslíf
við. Áætlunin var samþykkt á ríkis-
stjórnarfundi á fimmtudag og hefur
hún vakið hörð viðbrögð launþega-
samtaka og stjórnarandstöðunnar.
Viðræður Kohls og hagsmuna-
samtaka fóru út um þúfur á þriðju-
dagskvöld þegar samtök launþega
neituðu að fallast á hugmyndir rík-
isstjórnarinnar m.a. um skert laun
sjúkra og breytingar á vinnulöggjöf-
inni til að auðvelda fyrirtækjum að
fækka starfsmönnum.
Eftirlaunagreiðslur lækka
Nú hyggst ríkisstjórnin knýja
þessar umbætur í gegn. Auk þess
sem á undan var talið er gert ráð
fyrir að hækkun barnabóta verði
frestað og að eftirlaunagreiðslur
lækki. Þá er að fínna þar fjölmörg
atriði til að draga úr rekstrarkostn-
Stjóm Helmuts Kohls
kanslara hyggst leiða
hjá sér mótmæli hags-
munasamtaka og knýja
fram breytingar til að
rétta efnahagslífíð við.
aði fyrirtækja, öðrum en launakostn-
aði, sem er að sliga atvinnulífíð í
Þýskalandi.
Áætlun ríkisstjórnarinnar miðar
að því að ná fram 50 milljarða marka
sparnaði (svarar til um 2.200 millj-
arða króna) á næsta ári í því skyni
að draga úr halla á rekstri ríkis-
sjóðs. Það er skilyrði fyrir því að
Þjóðveijar geti orðið aðilar að hinum
sameiginlega gjaldmiðli aðildarríkja
Evrópusambandsins.
Velferðarríkið í hættu
Kohl kanslari biðlaði til þjóðarinn-
ar um stuðning í bréfí sem birtist í
dagblaðinu Bild Zeitung. „Björt
framtíð þjóðar vorrar er undir því
komin að við berum gæfu til að
starfa saman. Fyrir okkur liggja
mikilvægar ákvarðanir. Sökum þess
að atvinnuleysið er komið á stig sem
ekki verður liðið, á ríkisstjórnin ekki
annarra kosta völ en að grípa til
sértækra aðgerða í því skyni að
stuðla að hagvexti og skapa ný
störf.“
Kanslarinn kvaðst sannfærður um
að þjóðin gerði sér ljósa nauðsyn
þess að dregið yrði úr fjárlagahallan-
um og kostnaði fyrirtækja. „Ef við
bregðumst ekki við nú munu fleiri
störf tapast. Þá gætum við ekki leng-
ur staðið undir kostnaði við rekstur
velferðarríkisins."
Heimildarmenn sögðu ákvarðanir
ríkisstjórnarinnar m.a. felast í því
að veikindalaun yrðu skorin niður
um 20% á þeim sex vikum sem fyrir-
tækjum er ætlað að standa undir
slíkum greiðslum, lögum sam-
kvæmt. Eftir þann tíma myndu hin-
ir sjúku fá tryggingagreiðslur. Þær
verða einnig skornar niður um
fimmtung.
Reuter
Bandarísku ijárlögin
samþykkt
BILL Clinton, forseti Banda-
ríkjanna, undirritaði fjárlög
þessa árs í gær, daginn eftir að
þingið samþykkti þau. Þar með
lauk langvinnustu fjárlagadeilu
í sögu Bandaríkjanna og hún
varð til þess að margar stofnan-
ir höfðu ekkert öruggt rekstr-
arfé fyrstu sjö mánuði fjárhags-
ársins og tvisvar varð að loka
mörgum ríkisstofnunum. Clint-
on forseti kvaðst ánægður með
niðurstöðuna og hvatti leiðtoga
repúblikana til að hefja á ný
viðræður um hvernig eyða ætti
fjárlagahallanum á næstu sjö
árum. Á myndinni eru Bob Dole,
Ieiðtogi repúblikana í öldunga-
deildinni, og Newt Gingrich,
forseti fulltrúadeildarinnar, á
leið á blaðamannafund um fjár-
lögin.