Morgunblaðið - 27.04.1996, Side 31

Morgunblaðið - 27.04.1996, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 31 AÐSENDAR GREINAR Orkuútflutningnrinn Friðrik Daníelsson ENN ER kominn á kreik gamall draugur: hugmyndin um sæ- strenginn til að fara með auðlind landsins, raforkuna, ónýtta til Evrópu. Hann er að vísu ekki svipur hjá sjón hjá því sem fyrr var, aðeins 5 TWh en var 18 TWh (5 TeraWatttímar eru svipaðir og öll sú raf- prka sem notuð er á íslandi nú). Það lítur út fyrir að þeim sem að málinu standa sé orðið ljóst að íslendingar eru ekki ginnkeyptir fyrir draugum, allra síst stór- um, kannske auðveldara að lauma inn fleiri smáum. Svo virðist sem þeir sem að málinu koma af hálfu Islendinga séu að draga úr kraftin- um, vonandi tekst þeim að koma þessari þjóðhættulegu hugmynd fyrir kattamef innan skamms svo menn geti snúið sér að uppbyggj- andi málum. Það var fyrir tæplega 2 áratug- um að ég heyrði fyrst af hugmynd- inni um að koma orkulindum ís- lands til Evrópu. Þá komu fram hugdettur um að senda orkuna á bylgjum ljósvakans um gervihnött til Evrópu þar sem stór móttöku- diskur átti að taka á móti henni. (Ég held að diskurinn hafi átt áð vera á Jótlandsheiðum þar sem ís- lendingar áttu einusinni að byija nýtt líf eftir misheppnað daður við frelsið úti á Sögueyjunni.) Þessi hugmynd hafði stóran kost fram yfir þá núverandi: hún var skemmti- leg og gaf tilefni til mikils hugar- flugs. En aftur til þess draugs sem hefur nú rumskað. Til að rifja upp hvað er á ferðinni athugum eftirfar- andi: a) Hugmyndin er að leiða hag- kvæmustu orku sem fæst á íslandi til Evrópu gegnum sæstreng. Það kostar meiri fjármuni en við höfum áður heyrt um. b) Vatnsorkulindir íslands eru mjög takmarkaðar, má gróflega segja að þær nýtilegu séu alls sam- anlagt svipaðar og tvö sæmileg kjarnorkuver en af þeim eru tugir í nágannalöndum okkar í Evrópu c) Upprunalegu sæstrengshug- myndirnar voru að leiða burt allt að 18TWh, það er nokkurn veginn alla þá vatnsorku sem hagkvæmt er að virkja hérlendis til orkunýt- andi iðnaðar. d) Sæstrengshugmyndin hefur nú rýrnað talsvert, virðist vera að nálgast um 5 TWh. e) Engin mælanleg frambúðar atvinnusköpun hérlendis hlýst af að selja orku með þessum hætti. f) Orkan í ám og jörðu er stærsta og mikilvægasta vannýtta náttúru- auðlind íslands og eina náttúruauð- lindin sem getur skapað atvinnu þeim vaxandi kynslóðum íslendinga sem á eftir okkur koma. g) Rétt nýttir, til orkunýtandi iðnaðar, gætu þessir litlu 5 TWh aukið útflutningstekjur landsins um 50%. h) Þeir 18 TWh sem hugur þeirra sem fyrst vöktu upp þennan draug virðist standa endanlega til að koma burt, gætu tvö-og-hálf-faldað út- flutningstekjur þjóðarinnar. i) Tekjur af útflutningi þessa rjóma íslenskrar orku gegnum sæ- streng til ineginlands Evrópu (um Skotland) yrðu litlar, kostnaður við sæstrengslögnina tröllaukinn. j) Uinhverfisbreytingar af völd- um virkjana gera að verkum, að Islendingar ganga á þann forða af óspilltri og upprunalegri náttúru sem landið á, eyða orkulindunum til útflutnings hráorku gegn litlum tekjum og ganga þannig á mögu- leikann á að virkja hér síðar meir, en gætu aftur á móti þurft í staðinn að virkja annað, síður hagkvæmt og meira umhverfisspillandi. Vegna umhverfisröskunar og áhættu, þó lítil sé, má telja líklegt að hagkvæmustu vatnsföllin (N-A Vatnajökulsár) verði ekki virkjuð nema þjóðarnauðsyn eða hennar ígildi komi til. Vegna þess hve litlar tekjur og atvinna skapast af raforkuút- flutningi um sæstreng má telja líklegt að af því geti ekki orðið meðan landinu er stjórnað af íslending- um sjálfum. Spurningar vakna nú sem fyrr um hvaða skammsýni fær menn til að hugleiða raf- orkuútflutning um sæstreng. Eitt atriði sem nefnt hefur verið er að kostir séu því fylgjandi að tengjast dreifineti Evrópu. Lítum á þá: Orku- framleiðandinn hér kemst í sam- band við stóran orkuhungraðan markað sem borgar hátt verð. En þegar búið er að borga kostnaðinum við flutninginn verður verðið sem fæst ekki orðið sérlega aðlaðandi Hvaða skammsýni fær menn til að hugleiða, spyr Friðrik Daníels- son, raforkuútflutning um sæstreng? miðað við fyrri áætlanir sem sést hafa. Lítum á annað sem tínt hefur verið til: Íslenskir orkunotendur hefðu að- gang að orkufamleiðendum Evrópu. Það er sannast að segja mjög erfitt að sjá kostina við þetta. Bæði er orkan dýrari í framleiðslu niðri í Evrópu og ekki eftirsóknarverð af þeim sökum. Einhver orkufram- leiðslufyrirtæki í Evrópu gætu tekið uppá að vilja selja einhveijum hér rafmagn, t.d. í álagstoppana í ein- hveijum sértilvikum (líklega mest í auglýsingaskyni!), en ekki eru for- sendur til að það yrði til frambúðar. Sumir virðast halda að þetta skapaði visst aðhald fyrir innlenda framleiðendur og dreifendur. Það er á misskilningi byggt vegna þess hversu hár orkuframleiðslukostnað- urinn er niðri í Evrópu og hversu dýr flutningurinn væntanlegi gegn- um sæstreng hingað norður í Dumbshaf er. Aðhaldinu hér heima væri hægt að koma á með öðrum hætti sem meira er til frambúðar fallinn, með því að auka samkeppni á markaðnum hér meðal innlendu framleiðendanna og dreifendanna. Er að vænta einhverra tilfella sem gerðu orku frá Evrópu nauð- synlega íslendingum? Helst koma til greina meiriháttar náttúruham- farir þar sem virkjunarlónin kar- spryngju og héldu ekki vatni en háhitasvæðin eyðileggðust. Orku- ver verða væntanlega í a.m.k 3 landshlutum þannig að ekki er lík- legt að alger eyðilegging yrði, það nauðsynlegasta gæti gengið meðan viðgerðir fara fram. Aftur á móti er líklegt að flutningslínur, þar með taldir strengir, gætu skemmst. Orkunýtandi iðnaðurinn hér gæti ekki keypt orkuna frá Evrópu, hún er einfaldlega of dýr. Lítum að lokum á grófan saman- burð á tekjuhliðinni: 5 TWh seldar gegnum sæstreng gætu mögulega aukið útflutningstekjur þjóðarbús- ins um nálægt 5% að nafninu til, það er tekjur til sjálfs virkjunarfyr- irtækisins, sem ætti virkjanirnar hér, en hugmyndin var að það yrði í erlendri eign þannig að þær tekjur kæmu að litlu leyti hingað. En þess- ir 5 TWh væru nægjanlegir fyrir þau stóriðjuuppbyggingaráform sem eru á döfinni: magnesíumverk- smiðjuna, nýtt stórálver og Járn- blendistækkunina. Auk þessa er ÍSAL að stækka og bjartsýni ríkj- andi um að ÍSAL muni halda áfram að vaxa og dafna hér og nýta meiri orku. Þessi uppbyggingaráform munu veita á annað þúsund manns fram- tíðaratvinnu og þar með allt að tugþúsunda manna byggð viður- væri og, ekki að gleyma, skapa ýmsa atvinnuuppbyggingarmögu- leika í úrvinnslugreinum. Þau mundu þar að auki veita Lands- virkjun, sem er íslenskt fyrirtæki, sömu eða svipaðar tekjur og út- flutningurinn um sæstrenginn gæti gert en með dreifðari áhættu og framkvæmdakostnaði. Og útflutn- ingstekjur landsins gætu mögulega aukist um 50% en ekki 5%. Ungir íslendingar gætu þannig fengið frambúðarstarfa heima hjá sér. Höfundur er efnaverkfræðingur. , Mazda hefur yinninginn! Berum saman nokkrar gerðir 4ra dyra fólksbíla af millistærð: TEGUND MA2DA323 Toyota Corolia NissanAlmera MMC Lancer Suzuki Baleno OpelAstra LENGD 434,5 427.0 432.0 429.5 419.5 424.0 BREIDD 169.5 168.5 169.0 169.0 169.0 169.6 260.5 246.5 253.5 250.0 248.0 251.7 (Öll mál eru í cm. og fengin úr bæklingum bifreiðaumboðanna). Hjólhaf segir mikið um lengd farþegarýmis og fótarými. Eins og sést er MAZDA 323 stærstur þessara bíla. Um gæðin þarf ekki að fjölyrða, en komdu, mátaðu og taktu í MAZDA 323, því stuttur reynsluakstur segir meira en mörg orð! MAZDA 323 sedan LXi kostar nú aðeins kr. 1.346.ooo. OPIÐ FRÁ KL. 9-18, LAliGARDAGA 12-16 óbilandi traust! SKÚLAGÖTU 59 - SIMI 561 9550

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.