Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hitafundur hjá BSRB um vinnumarkaðsfrumvörp ríkisstjórnarinnar
Enn áformað að af-
greiða frumvörpin á
yfirstandandi þingi
Morgunblaðið/Kristinn
FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráðherra, Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, og Páll Pétursson, félagsmála-
ráðherra, á málþingi BSRB um réttindamál opinberra starfsmanna í Félagsmiðstöð bandalagsins í gær.
FRUMVÖRP til laga um réttindi og
skyldur opinberra starfsmanna og
um stéttarfélög og vinnudeilur munu
verða afgreidd á Alþingi í vor, þrátt
fyrir andmæli verkalýðshreyfingar-
innar, að því er kom fram í máli
þeirra Páls Péturssonar félagsmála-
ráðherra og Friðriks Sophussonar
fjármálráðhen-a á málstofu BSRB
um þessi mál í gær. Sagðist Páll
ekki kippa sér upp við hótanir um
verkföll í tengslum við þessi mál.
Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, lýsti því hins vegar yfir að
launafólk myndi minnast þess í
kjarasamningum í haust, ef ríkis-
stjórnin léti verða af því að
„þröngva þessum frumvörpum í
gegnum þingið nú í vor.“ Benedikt
Davíðsson, formaður ASI, tók í
svipaðan streng.
Fjármálaráðherra fór í máli sínu
yfír helstu efnisatriði frumvarpsins
um réttindi og skyldur opinberra
starfsmannna og þær breytingar
sem á því hefðu orðið eftir að efna-
hags- og viðskiptanefnd hafði af-
greitt það frá sér í gær.
Þessar breytingar fælu það í sér
að ekki væri hróflað við þeirri reglu
að skylda bæri til að áminna starfs-
mann áður <3n honum væri sagt upp
störfum. „í öðru lagi munu lög-
reglumenn, fangaverðir og tollverð-
ir halda samningsréttinum. í þriðja
Iagi er uppsagnarfrestur 3 mánuðir
að öðru ósömdu og í fjórða lagi
verður biðlaunarétturinn óbreyttur
að lengd hjá þeim sem þegar starfa
hjá ríkinu,“ sagði Friðrik.
Lagði hann hins vegar á það
áherslu að ekki væri verið að hrófla
á neinn hátt við þeim réttindum
opinberra starfsmanna sem þeim
væru tryggð í kjarasamningum.
Afstaða ASÍ óbreytt
Benedikt Davíðsson sagðist ótt-
ast það að ef ríkisstjórnin héldi
áfram á sömu braut og þvingaði
þessi frumvörp í gegnum Alþingi
gegn vilja allrar verkalýðshreyfíng-
arinnar og um leið þorra almenn-
ings í landinu, þá yrði málum kom-
ið í mikið óefni, ekki aðeins fyrir
verkalýðshreyfinguna, heldur fyrir
allt efnahagslífið.
ítrekaði Benedikt á fundinum þá
afstöðu sem miðstjórn ASÍ hefði
sett fram í þessum málum, en hún
væri andvíg því að þessi frumvörp
yrðu að lögum á yfírstandandi
þingi. Sagði hann frumvarp félags-
málaráðherra algerlega óboðlegt
sem myndi í mörgum tilfellum frek-
ar skapa vandamál en leysa.
Félagsmálaráðherra ítrekaði á
fundinum yfirlýsingar sínar um að
frumvarp um stéttarfélög og vinnu-
deilur yrði ekki dregið til baka. Það
yrði samþykkt á Alþingi í vor, enda
hefðu stjórnarflokkarnir ákveðið að
svo yrði. Hann sagðist hins vegar
vera tilbúinn til þess að hlusta á
efnisleg rök um efni þess.
„Ég vonaðist eftir því að það
yrði sæmileg sátt um þetta frum-
varp. Því miður varð það nú ekki,“
sagði Páll. Bætti hann því við að
straumhvörf hefðu orðið í þessu
máli þegar það hafi komið fyrir
formenn landssambanda ASÍ þar
sem sumir formenn hafi ekki viljað
sjá þetta frumvarp og í kjölfarið
hafí ASÍ slitið viðræðum við ráðu-
neytið. Sagðist Páll hafa beðið í-2
mánuði eftir því að viðræður ASÍ
og vinnuveitenda um málið skiluðu
(jinhverjum árangri, en þær hafi
orðið árangurslausar.
„í fyrsta lagi hefðu launamenn
aldrei getað komið sér saman um
það hvemig þeir ætluðu að hafa
þetta. Því ef Benedikt hefði slegið
einhveiju fram, þá hefði Bjöm Grét-
ar komið eins og skot og sagt að
þetta væri ómögulegt." Þessi um-
mæli fóru hins vegar eitthvað fyrir
bijóstið á Birni Grétari Sveinssyni,
sem var meðal fundarmanna, og
greip hann fram í fyrir ráðherra og
sagðist sjálfur tala fyrir sína hönd.
Umbunarákvæðin
umdeild
Ögmundur Jónasson sagði það
rangt hjá flármálaráðherra að þetta
frumvarp fæli ekki í sér neina skerð-
ingu á samningsbundnum réttindum
opinberra starfsmanna. Sagði hanu
að markmið þessara laga væru
greinilega að tryggja völd atvinnu-
rekenda, og í opinbera geiranum
völd forstjóra ríkisstofnana.
„Forstjórar eiga.að geta ráðskast
með launakjörin og vinnutímann og
í þessum anda em þessar lagabreyt-
ingar keyrðar fram til að sýna
launafólki hvar húsbóndavaldið
liggur. Því þrátt fyrir öll mótmælin,
þrátt fyrir allar rökræðurnar og
þrátt fyrir allar óskirnar og kröf-
umar um samráð og samninga, þá
skal mönnum vera ijóst hvar völdin
liggja. Hvetjir eru húsbændur og
hveijir eru hjú.“
Sagðist Ögmundur telja að með
því að veita forstöðumönnum ríkis-
stofnana formlegt vald væri verið
að auka á launamismun milli opin-
berra starfsmanna, m.a. þar sem
þeir sem næstir væru yfirmönnun-
um myndu njóta umbunar umfram
aðra, auk þess sem minna svigrúm
væri til þess að veita slíka umbun
í mannfrekari stofnunum samfé-
lagsins, svo sem heilbrigðiskerfinu
og menntakerfínu, þar sem launin
væru þegar lág og konur væru mun
íjölmennari en karlar.
Fjármálaráðherra mótmælti
þessum fullyrðingum og sagði að
þvert á móti væru þessi ákvæði
sniðin til þess að reyna að draga
úr launamun kynjanna með því að
setja formfastari reglur um þessar
umbunanir.
200 kærðir
fyrir hrað-
akstur
TALIÐ er að rúmlega 200 öku-
menn í Reykjavík hafi verið kærð-
ir fyrir of hraðan akstur í hraða-
mælingaátaki lögreglunnar und-
anfarna tvo blíðviðrisdaga.
128 ökumenn voru kærðir á
mánudag og lögreglan hélt áfram
miklum radarmælingum á þriðju-
dag. Að sögn lögreglu var lögð
áhersla á að mæla annars vegar
hraða á fjölförnum stofnbrautum
og hins vegar á fáfarnari götum
í grennd við skóla og leiksvæði
barna.
Ólafur Ragnarsson vegna skýrslu um afleiðingar 14% vsk á ritað mál
Furðu sætir að ekki er aflað
upplýsinga hjá hagsmunaaðilum
ÓLAFI Ragnarssyni, formanni Félags íslenskra bókaútgefenda, þykir
furðu sæta að fjármálaráðuneytið skuli ekki hafa aflað upplýsinga um
stöðu bókaútgáfunnar hjá hagsmunaðilum sjálfum vegna skýrslu um
afleiðingar 14% virðisaukaskatts á bóka-, blaða- og tímaritaútgáfu.
Þorgeir Baldursson, forstjóri prentsmiðjunnar Odda, sagðist eiga von
á því að Samtök iðnaðarins kynntu sér skýrsluna sérstaklega. Niður-
staða skýrslunnar felst í því að ekki sé ástæða til að ætla að álagning
virðisaukaskattsins hafi rýrt stöðu atvinnugreinarinnar.
Morgunblaðið/Ásdís
FLESTIR þeirra ökumanna, sem hafa verið kærðir vegna hrað-
aksturs, hafa, að sögn lögreglunnar, mælst aka á 20-30 km/klst.
umfram leyfilegan hámarkshraða.
„Þó ég hafi ekki heyrt í neinum
vegna þess finnst mér eðlilegt að
samtökin fullvissi sig um að þarna
sé farið með rétt mál eða komið
með athugasemdir ef ástæða er til,“
sagði Þorgeir og tók fram að menn
í iðnaðinum væri mjög undrandi á
þessum tilbúnu niðurstöðum. Póli-
tíkusar væru mjög lunknir við að
búa sér til þægilegar niðurstöður.
Þorgeir sagðist ekki hafa farið í
saumana á tölulegum grunni skýrsl-
unnar. Engu að síður væri hann
undrandi á niðurstöðunni. „Ef horft
er yfir sviðið sjá menn hvað hefur
verið að gerast í prentiðnaðinum
og í útgáfustarfseminni. Þó ég hafi
ekki tekið saman tölulegar uppiýs-
ingar um reksturinn finnst mér
mjög augljóst hvað gerst hefur á
tímabilinu. Fyrirtækin hafa verið
að lenda í vandræðum og fara á
hausinn. Auðvitað má svo alltaf
ræða fram og til baka um hvað er
afleiðing af þessu og hvað er afleið-
ing af efnahagsástandinu,“ sagði
hann og tók fram að sú tilhneiging
þeirra sem stæðu að bóka- og blaða-
útgáfu að reyna að taka á sig kostn-
aðaraukann kæmi út í mjög dap-
urri afkomu margra útgáfufyrir-
tækja. Þau veikustu hefðu einfald-
lega lagt upp laupana.
„Við höfum alltaf verið þeirrar
skoðunar að skatturinn væri til
óþurftar og í raun og veru þyldi
útgáfustarfsemi í landinu ekki
þennan skatt; þótt hann sé lægri
en almennt er væri greinin svo veik
að öll svona viðbótar-íþynging teldi
mjög,“ sagði hann og tók fram að
íslendingar lifðu á svo litlu mál-
svæði að útgáfustarfsemi á okkar
tungumáli yrði alltaf mjög við-
kvæm.
Minni velta
Ólafur Ragnarsson, formaður Fé-
lags íslenskra bókaútgefenda,
minnti á fyrirvara skýrslunnar og
tók fram að í niðurlagi væri sérstak-
lega tekið fram að ógerlegt væri að
greina áhrif virðisaukaskatts frá
öðrum áhrifum. Þrátt fyrir það
kæmust skýrsluhöfundar að því að
álagning virðisaukaskatts hefði ekki
rýrt stöðu atvinnugreinarinnar.
„Skýrsla Hagfræðistofnunar Há-
skólans segir hins vegar aðra sögu.
í henni kemur fram að velta í bóka-
útgáfu minnkaði umtalsvert þegar
virðisaukaskatturnn var lagður á
eða milli áranna 1993 og 1994. Titl-
um fækkaði að sama skapi. Tólf
bókaforlög gáfu samkvæmt skýrsl-
unni út 438 bókatitla árið 1993 en
383 ári síðar og nemur samdráttur-
inn 21%,“ sagði Ólafur.
Hann tók fram að kjarni málsins
fælist í því að bókaútgefendur hefðu
á sínum tíma tekið virðisaukaskatt-
inn á sig vegna ótta við að markað-
urinn myndi ekki sætta sig við
hækkun. „Á sama tíma og skýrsla
Hagfræðistofnunar sýnir að bóka-
verð hafi staðið i stað rýrnaði því
afkoma bókaforlaganna. Bókaút-
gáfan ber enn byrðar þessa 14%
virðisaukaskatts því að honum hef-
ur enn ekki verið velt út í verðlag-
ið. Ef sú leið hefði hins vegar verið
farin á sínum tíma hefði útkoman
væntanlega orðið önnur. Verulega
meiri samdráttur hefði orðið í bók-
sölu en raun varð á,“ sagði Ólafur
og bætti því við að sér fyndist furðu
sæta að íjármálaráðherra skyldi
leggja fram skýrslu með upplýsing-
um frá ríkisskattsstjóra og Þjóð-
hagsstofnun, þar sem bókaútgáfu,
tímaritaútgáfu og smásölu væri
blandað saman, án þess að gera
tilraun til að fá upplýsingar beint
frá þeim hagsmunaaðilum sem
málið snerti.