Morgunblaðið - 01.05.1996, Síða 6

Morgunblaðið - 01.05.1996, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 19% MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir NEMENDUR í Ölduselsskóla fóru í „ferð út í bláinn“ í gær og nutu blíðunnar úti í guðsgrænni náttúrunni. Morgunblaðið/Ásdís UNGLINGARNIR reyndu með sér í ýmsum leikjum eins og tram- bólínstökki á Kringlutorginu. Grunnskólanemar fagna próflokum í blíðu Mörg hundruð grunn- skólanemendur söfnuð- ust saman við Kringl- una í gær en að sögn lögreglu og starfs- manna Kringlunnar fór samkoman að mestu fram með spekt GRUNNSKÓLANEMENDUR á höf- uðborgarsvæðinu fögnuðu próflokum í gær í miklu blíðviðri. Straumur unglinga lá í verslunarmiðstöðina Kringluna sem er yelþekktur sam- komustaður þeirra. Á Kringlutorginu höfðu starfsmenn Iþrótta- og tóm- stundaráðs komið upp leiktækjum og útisalernum. Að sögn lögreglu fór allt fram með friði og spekt og ungl- ingarnir virtust í besta skapi. Tíundu bekkingar sem luku prófum í gær eru yfir 1.000 talsins í Reykjavík. Ómar Smári Ármannsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði að lögreglan hefði ekki áhyggj- ur af því að grunnskólanemendur söfnuðust saman og gerðu sér glaðan dag. í undantekningartilfellum, svo sem ef unnin væru skemmdarverk eða ofbeldisverk, yrði lögreglan þó að sjálfsögðu að grípa inn í. Ómar Smári sagði að alltaf á þessum tima söfnuðust unglingarnir saman á Kringlutorginu, yfirleitt án nokkurra vandræða. Lögreglan hafði ekki haft fréttir af ölvun á meðal krakkanna. Dagskrá Tónabæjar aflýst Félagsmiðstöðin í Tónabæ aflýsti í gær fyrirhuguðum ferðum í Bláa lónið og til Viðeyjar ásamt dansleik í Tónabæ vegna ónógrar þátttöku. Skúli Skúlason, starfsmaður íþrótta- og tómstundaráðs, sagði að engin sérstök dagskrá væri á vegum ráðsins á þessum degi. Samstarf hefði hins vegar tekist milli félags- miðstöðvarinnar í Tónabæ, Hlíðar- skóla og Æfingaskóla Kennarahá- skólans um þessa dagskrá. Tölu- verður fjöldi hafði skráð sig í þessa dagskrá en Skúli sagði að vegna neikvæðrar fjölmiðlaumræðu hefði áhuginn dvínað hjá fjölmörgum. Um tveir tugir unglinga höfðu skráð sig í dagskrána. „Menn eru jafnvel á því að þessi mikla umræða leiði til þess að upp komi kjöraðstæður fyrir útihátíð í miðbænum í kvöld [gærkvöld]. Þeir sem við höfum talað við hafa bent á að það sé mun meiri dagdrykkja núna en áður. Við hefðum viljað sjá fréttaflutninginn meira á þeim nótum að bent hefði verið á hvað foreldrar geta gert. Það hefur ekki heldur komið fram að allar félagsmiðstöðvar eru opnar í kvöld. Við erum með starfsmenn á vettvangi, úti í hverfun- um og eins í miðbænum. Stóru mis- Morgunblaðið/Ásdís FRIÐUR, kærleikur og Hfsþróttur þeirra sem landið erfa. Morgunblaðið/Sverrir MYNDATÖKUMENN sænskrar sjónvarpsstöðvar voru staddir í Kringlunni í gær og festu á filmu íslenska æsku. tökin eru þau að ljúka samræmdu prófum daginn fyrir frídag. Fyrir fjórum eða fimm árum var þessu breytt þannig að samræmdum próf- um lauk á mánudegi og síðan var vinnudagur dagi'nn eftir. Með því tókst að slá á þann mikla spenning sem var í krökkunum eftir sam- ræmdu prófin," sagði Skúli. SAMFOK, samtök foreldra grunn- skólabama, voru með sérstakt átak í gær og voru foreldrar mun meira á ferðinni í miðbænurn og annars stað- ar og fylgdust með bömunum. Sam- starf var milli forvarnardeildar lög- reglunnar og SAMFOKS. Ferðalag hjá Ölduselsskóla Nemendur í Ölduselsskóla fóru í „ferðalag út í bláinn" í gær og dvöld- ust þar yfir nótt. Bryndís H. Bjartm- arsdóttir, aðstoðarskólastjóri, segir að Ölduselsskóli hafi skipulagt ferðir af þessu tagi allt frá árinu 1990. „í samvinnu við foreldrafélagið höfum við boðið tíundu bekkingum í ferða- lag í einn sólarhring að loknu síðasta samræmda prófi. Foreldrafélagið hefur greitt kostnaðinn að mestu leyti þannig að ferðin er nemendum að kostnaðarlausu. Við ákveðum áfangastaðinn en látum hann ekki uppi við krakkana fyrr en við erum lögð af stað. Það gerum við vegna þess að við viljum varast það að þeir sem ekkert erindi eiga í svona ferðalag komist á staðinn eftir á. Skilyrðið fyrir þátttöku í ferðinni er að neyta ekki áfengis og vímuefna. Þátttaka hefur verið misjöfn frá ári til árs en jafnan þó mjög góð, eða allt upp í 95%. í fyrra vantaði tvo eða þijá úr hópnum en núna vantar þó fleiri," sagði Bryndís. I ferðinni er grillaður matur og farið í leiki fram á nótt. Bryndís sagði að það væri vandamál að fimmtán ára krakkar hópuðust sam- an eftir próf af þessu tagi tií þess að drekka og vera með óspektir. Til þess að stemma stigu við þessu hefði verið ákveðið að fara í þessar ferðir. „Mér hefur þó fundist umræðan óþarflega hávær því ég tel að hún virki ákveðinn hóp unglinga í óspekt- um og ölvun," sagði Bryndís. Engin vandræði í Kringlunni Magnús Pálsson, sem starfar á skrifstofu Kringlunnar, sagði að búist hefði verið við meiri fjölda ungl- inga yfir daginn en raun bar vitni. Hann sagði að engin vandræði hefði orðið þrátt fyrir að töluverður fjöldi unglinga væri einnig inni í húsinu. Aðspurður um hvers vegna ungling- arnir sæktu svo mjög í Kringluna sagði Magnús að því mætti líkja við það að laxar sæktu í sömu á og þeir alast upp í sem seiði. Unglingarnir komi í Kringluna á hveijum degi og hittist seinnihluta dags. Kringlan sé orðinn samkomustaður unglinga. „Það er hins vegar ekki sjáanleg ölvun á þeim núna enda tækjum við þá strax í taumana. Við höfum ekki meinað neinum aðgang að húsinu en það gildir eins og hefur gilt frá opnun hússins að ölvun innandyra er ekki leyfð. Ef við sjáum unglinga sem eru áberandi ölvaðir og með slátt þá er þeim vísað út,“ sagði Magnús. Hann átti þó von á því að meira bæri á ölvun þegar liði á daginn og kvöldið. Framhaldsskóla- frumvarpið úr nefnd Þaká innritun- argjöld? MEIRIHLUTI menntamálanefndar Alþingis leggur til að innritunargjald í framhaldsskólum verði ekki hærra en 6.000 krónur og efnisgjald vegna verklegrar kennslu verði ekki hærra en 25 þúsund krónur á ári. Þetta er ein af breytingartillögum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks í menntamálanefnd við frumvarp um framhaldsskóla sem afgreitt var frá nefndinni í vikunni. Upphaflega var í frumvarpinu aðeins sagt að skólanefndir skuli ákveða upphæðir þessara gjalda. I greinargerð nefndarmeirihlut- ans er ítrekað mikilvægi þess að við endanlega ákvörðun upphæðar þess- ara gjalda beri að hafa hliðsjón af því meginmarkmiði að þau séu ekki hærri en sá kostnaður sem hlýst af af því að veita umrædda þjónustu. Raunverulegur kostnaður Lagt er til að heitið innritunar- gjald nái til þeirra gjalda sem hingað til hafa verið nefnd pappírsgjöld, efnisgjöld eða staðfestingargjöld og er gert ráð fyrir að skólar noti þau til að greiða kostnað af ýmiss konar þjónustu við nemendur, svo sem út- gáfu námsvísis, gerð stundaskráa, tilkynninga, dreifibréfa og annarra pappírsgagna sem dreift er innan skólans. Miðað er við að skólanefndir ákveði upphæð innritunargjalds, upp að 6.000 krónum og taki mið af raunverulegum kostnaði. Þá verði efnisgjald innheimt af nemendum sem njóta verklegrar kennslu og á upphæðin að miðast við þriðjung af raunverulegum kostnaði vegna efnis sem skóli lætur nemendum í té, upp að 25 þúsund krónum. Tekið er fram að ætlunin er að gjöld til nemendafélaga séu umfram þær 6 þúsund krónur, sem á að lög- binda sem innritunargjald. -------------- Borgarráð Skattabreyt- ingum verði frestað BORGARRÁÐ leggur til að af- greiðslu stjórnarfrumvarps um breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt verði frestað. Hugmyndín um tvískipt tekjuskattskerfi sem frumvarpið byggist á skapi meiri vandamál en hún leysi. I bókun borgarráðs segir enn- fremur að sveitarfélögin, fyrirtæki og stofnanir, sem þau reka og bera ótakmarkaða ábyrgð á, séu undan- þegin skattskyldu samkvæmt gild- andi lögum. Óll rök hnígi að því að hið sama eigi að gilda gagnvart skattlagningu fjármagnstekna. Þá verði ekki við það unað, að útsvars- stofninn verði skertur frekar en orð- ið er. í umsögn Önnu Skúladóttir og Eggerts Jónssonar borgarhagfræð- ings, sem lögð var fram í borgar- ráði, kemur fram að yrði stjórnar- frumvarpið óbreytt að lögum kynni tjón sveitarfélaganna að nema minnst 300 milljónum auk óvissu vegna ófyrirsjáanlegra áhrifa á út- svarsstofn. I frumvarpi flokksform- annanna sé hins vegar gert ráð fyr- ir að útsvarstekjur hækki um 200 millj. í upphafi og síðar um 340-425 milljónir á ári. Þá segir að sýnt þyki að tap Reykjavíkurborgar, borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar nemi minnst 170 milljónum. i ) I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.