Morgunblaðið - 01.05.1996, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
UMARHUSAEIGENDH
Nú er að koma sumar
og rétti tíminn til að kaupa
húsgögn fyrir sumarhúsið.
Húsgagnahöllinni fæst
mikið og skemmtilegt úrval
af furuhúsgögnum í Ijósri
eða lútaðri furu á góðu verði
Sófar, skápar og skenkar,
sófaborð, borð og stólar,
rúm og dýnur ofl. ofl.
Leitaðu ekki langt yfir
skammt og komdu til okkar.
HÚSGAGNAHÖLLIN
Bíldshöfði 20-112 Rvík - S:587 1199
I
VIÐSKIPTI
Hagnaður hjá Kaup-
félagi Borgfirðinga
Borgarnesi. Morgunblaðið.
Á AÐALFUNDI Kaupfélags Bor-
fírðinga Borgarnesi, KBB, sem
haldinn var þann 23. apríl sl., kom
fram að 12,7 milljóna króna hagnað-
ur varð af starfsemi félagsins eftir
skatta en að teknu tilliti til afkomu
hlutdeildarfélaga sem samtals voru
með um 11 milljóna króna tap, var
hagnaður ársins um 1,7 milljónir
króna. Heildartekjur samkvæmt
rekstarreikningi voru 1.889 milljón-
ir króna og höfðu aukist um 1% frá
fyrra ári.
Verslunardeildir félagsins,
Brauðgerð og Mjólkursamlag, skil-
uðu nokkru lakari afkómu en árið
áður, en flutningaþjónusta ívið betri.
11 milljóna króna
tap af rekstri hlut-
deildarfélaga
Fjármagnskostnaður lækkaði til
muna frá fyrra ári.
Heildareignir samkvæmt efna-
hagsreikningi í árslok 1995 voru
1.141 milljónir króna. Eigið fé var
um 422 miiljónir og hlutfall eigin-
§ár af heildareignum því um 37%.
Lausafjárstaða félagsins batnaði
verulega á árinu og var veltuijár-
hlutfall um 1,28 í árslok 1995 á
móti 0,93 árið áður.
Ertu með bakverkZ
Kosmodislc
Kosmodisk er búnaður sem minnkar eða stillir sársauka i hryggnum.
Meðferdm lekur yfirleitt um 20 claga ef Kosmodisk-búnadurinn er notadur i 3 klst. á dag.
► í fáum orðum sagh Kosmodiskur er einfaldur í notkun og
hentar í amstri dagsins, í vinnu, heima, í bílnum og í íþróttum.
Upplýsingar og pöntun í síma 552 4945
Við skiptum við
*
VélfneSingur h?r...
M Vélfræðingar sinna fjölbreytilegustu störfum á sjó og landi.
if Vélfræðingar starfa meðal annars sem vélstjórar og yfirvélstjórar
á skipum með ótakmarkaða vélarstærð.
í' Vélfræðingar stjórna viðhaldi á tækjum og búnaði fyrirtækja,
stýra tæknibúnaði þeirra, og annast ráðgjöf.
Vílfnrtinjyr Jir...
Vélfræðingar sinna stjórnunar-, eftirlits- og viðhaldsstörfum
á vélbúnaði raforkuvera, verksmiðja, og veitustofnana,
frystibúnaði frystitogara og frystihúsa.
IH Þeir annast almenna ráðgjöf á tæknisviði.
SPARISJOÐ VELSTJORA
Borgartúni 18,105 Reykjavík
sími 552 5252
Síðumúla 1, 105 Reykjavík
sími 588 5353
Rofabæ 39,110 Reykjavík
sími 567 7788
Atvinnurehendur!
Vanti ykkur traustan starfsmann
með víðtæka sérmenntun á tæknisviði,
bæði bóklega og verklega,
þá eru þið að leita að vélfræðingi.
Nánari upplýsingar veitir:
Vélstjórafélag
íslands
Borgartúni 18,105 Reykjavík
Sími: 562-9062
Heildarskuldir kaupfélagsins
lækkuðu um 135 milljónir króna frá
árinu áður og voru í árslok 1995
um 720 milljónir. Samkvæmt
rekstrar- og fjárhagsáætlun fyrir
árið 1996 sem kynnt var á fundin-
um, er gert ráð fyrir hagnaði á þessu
ári.
í stjórn Kaupfélags Borgfírðinga
eru: Guðbjartur Gunnarsson, Hjarð-
arfelli, Gunnar Guðmundsson, Borg-
arnesi, Haukur Arinbjarnarson,
Borgarnesi, Magnús B. Jónsson,
Hvanneyri og Þórarinn V. Jónsson
á Hamri, sem er stjórnarformaður.
Kaupfélagsstjóri er Þórir Páll Guð-
jónsson.
Nýtt vöru-
þróunar-
verkefni
VERKEFNINU Vöruþróun ’96 hef-
ur nú verið hleypt af stokkunum í
fímmta sinn, en að þessu sinni verð-
ur verkefnið undir hatti „Átaks til
atvinnusköpunar".
Markmið verkefnisins Vöruþróun
’96 er að efla vöruþróun í fyrirtækj-
um. í verkefninu gefst 10 fyrirtækj-
um kostur á faglegum og fjárhags-
legum stuðningi til þróunarstarfs-
ins. Því er ætlað að skila markaðs-
hæfri vöru, vörulínu eða þjónustu
í hveiju aðildarfyrirtæki innan
tveggja ára frá því verkefnið hefst,
segir í frétt.
Stjórn verkefnisins er skipuð full-
trúum Iðnlánasjóðs, Iðnþróunar-
sjóðs, Iðntæknistofnunar og Sam-
taka iðnaðarins. Stjórnin metur
umsóknir og velur þau 10 fyrirtæki
sem taka þátt í verkefninu. Um-
sóknir þurfa að lýsa hugmyndinni,
markaðshæfni hennar, tæknilegum
forsendum og þekkingu starfs-
manna fyrirtækisins á viðkomandi
sviði og áætluðum kostnaði við þró-
un.
Á liðnum árum hafa verið þróað-
ar fjölmargar nýjar vörur innan
Vöruþróunarátaksins sem nú eru á
markaði. í maí 1995 hófst verkefn-
ið Vöruþróun ’95 og eru fyrstu
vörur úr því verkefni að líta dagsins
ljós um þessar mundir. Þar má
nefna samvalsvog frá Póls-raf-
eindavörum hf., skinn úr þorskroði
frá Sjávarleðri hf., forhefað og fryst
brauð sem Bakarameistarinn hf.
þróaði og flot-einangrunaijakka frá
Sjóklæðagerðinni hf.
Umsóknarfrestur er til 3. maí nk.
Hittu okkar fólk frá
Bretlandi á íslandi í
næstu viku.
Dagana 6-10 maí næstkomandi verða fulltrúar okkar á
Bretlandseyjum staddir hér á landi í tilefni breskrar viku
hjá Samskipum.
Asa Einarsdóttir framkvæmdarstjóri Samskip Ldt. sem
staðsett er í Hull, mun verða hjá okkur þessa daga, ásamt
þeim Kristjáni Pálssyni sölustjóra og Lynn Scott fulltrúa.
Phil Hall starfsmaður frá Hull Economic Society kemur í
heimsókn föstudaginn lO.maí. Þeir sem vilja íhuga viðskipti
við fyrirtæki í Hull og Humbersite svæðinu ættu að koma
og hitta Phil til þess að fá hjá honum upplýsingar.
Allar nánari upplýsingar eru veittar í söludeild Samskipa
í síma S69 8300 ö
SAMSKIP
Holtabakki v/ Holtaveg, 104 Reykjavík
Sími: 569 8300 - Fax: 569 8349