Morgunblaðið - 01.05.1996, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 19
VIÐSKIPTI
Forstjóri Eimskips var fulltrúi Islands á fundi 16 forystu-
manna viðskiptalífsins frá aðildarríkjum Eystrasaltsráðsins
Auka má hagvöxtí5%
á EystrasaJtssvæðinu
SEXTÁN forystumenn í viðskipta-
lífi aðildarríkja Eystrasaltsráðsins
undirrituðu á fundi sínum í Stokk-
hólmi í síðustu viku sérstaka stefnu-
skrá um lýðréttindi, viðskipti, lögg-
jöf, efnahagsmál, skilyrði til at-
vinnurekstrar o.fl. á Eystrasalts-
svæðinu.
Stefnuskráin verður lögð fyrir
ráðherrafund Eystrasaltsráðsins
sem haldinn verður dagana 3.-4.
maí nk. í Visby, höfuðborg Got-
lands. Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra, sækir fundinn af hálfu ís-
lands.
Hörður Sigurgestsson forstjóri
Eimskips var fulltrúi íslands á fund-
inum í Stokkhólmi í síðustu viku,
en auk hans voru þar áhrifamenn
í viðskiptalífi á Norðurlöndunum
fjórum, Eystrasaltsríkjunum, Rúss-
landi, Þýskalandi og Evrópusam-
bandinu. Þar var um að ræða for-
stjóra í stórfyrirtækjum eða for-
ystumenn atvinnurekendasamtaka.
Nöfn þeirra birtust í heilsíðuauglýs-
ingu frá Stokkhólmsborg í Financial
Times sl. miðvikudag, eins og sést
á meðfylgjandi mynd.
Fundurinn i Stokkhólmi, sem bar
yfirskriftina „The Baltic Sea Bus-
iness Summit", var haldinn af
Sænska verslunarráðinu með dygg-
um stuðningi Stokkhólmsborgar.
Meðal fundarmanna var hinn kunni
sænski iðnjöfur Dr. Peter Wallen-
berg, sem stýrir einni mestu iðnað-
arsamsteypu heims. Wallenberg og
Toomas Luman, fulltrúi Eistlands,
munu fara með stefnuskrána á
fundinn í Visby að boði Göran Pers-
son, forsætisráðherra Svíþjóðar, og
leggja hana þar fyrir.
„Hægt að tífalda
viðskiptin“
í opnunarræðu sinni í Stokkhólmi
lýsti Wallenberg því yfir að mögu-
legt væri að tífalda viðskiptin á
Eystrasaltssvæðinu. Fram kom að
búist er við 3-5% aukningu á lands-
framleiðslu á þessu ári í Eistlandi,
Lettlandi og Litháen. Jákvæð þróun
að þessu leyti hefði einnig átt sér
stað í Rússlandi.
Stefnuskráin er í níu liðum og
er þar m.a. fjallað um að setja þurfi
skýran lagaramma um eignarrétt
og gjaldþrot. Draga þurfi úr skrif-
ræði og koma í veg fyrir spillingu.
Ganga þurfi lengra í fijálsræðisátt
í viðskiptum. Þá þurfi að veita Pól-
landi, Eistlandi, Lettlandi og Lithá-
en aðild að Evrópusambandinu um
leið og löndin uppfylla skilyrði þar
um. Forystumennirnir telja enn-
fremur þörf á auknum sveigjanleika
í vinnulöggjöf og þeirri starfsemi
hins opinbera sem ekki er hægt að
einkavæða.
Eimskip með umsvif
á svæðinu
„Ástæðan fyrir því að mér finnst
þetta áhugavert er sú að Eimskip
er að vinna á svæðinu,“ sagði Hörð-
ur í samtali við Morgunblaðið. „Það
er mjög frábrugðið því að vinna í
Georg Khrnrooth
Mogens Granborg
Sören Gyil ^
Dr. Hans Dieter Harig
Jukka Harinalii
Viktors Kulbergs Sgfl ' i
Brpnislovas Lubys-----J
Toomas Luman
í larald Norvik ‘tSiz.
Professor Yuri M. Perunov
Dr. I ,ars Ramqvist
Gerhard Roggcmann ■
Friedel Rödig
Hördur Sigurgestsson fl
Dr. Andrzej Skovvrónski m
Dr. Peter Wallenberg ■
S roCKHOl.M
HEILSÍÐUAUGLÝSINGIN í
Financial Times um fund við-
skiptajöfranna í Stokkhólmi.
sumum baltnesku löndunum borið
saman við flest önnur þau svæði
sem við erum að vinna á. Okkur
eru ljós þau vandamál sem dregin
eru fram í stefnuskránni og þarf
að ráða bót á. Þarna er núna 3%
hagvöxtur og mönnum er ljóst að
hægt væri að auka hagvöxt í 5% á
næstu 10-15 árum. Það myndi
hjálpa til að auka hagsæld þarna
og gera þetta traustara og áhuga-
verðara svæði. Við höfum komið
okkur þarna fyrir og höfum áhuga
á að vera þarna áfram.“
Innkaupa-
ráðstefna á
vegum Rík-
iskaupa
RÍKISKAUP og stjórn opinberra
innkaupa boða til innkauparáð-
stefnu þriðjudaginn 7. maí kl. 13.00
á Hótel Loftleiðum.
í fyrsta hluta ráðstefnunnar
verður fjallað um innkaupasamstarf
stofnana sem hefur farið vaxandi.
Frummælendur um þetta efni verða
Ragnar Stefánsson innkaupastjóri
RARIK, Kristján Á. Antonsson inn-
kaupastjóri Ríkisspítala og Hálfdan
Þ. Markússon deildarstóri Ríkis-
kaupa.
Þá verður fjallað um notkun upp-
lýsingakerfa við innkaup. Upplýs-
ingakerfi innkaupamanna eru í örri
þróun því strikamerkingar og EDI-
skjallaus viðskipti eru að koma til
sögunnar. Frummælendur verða
Tryggvi Hafstein innkaupastjóri
Ríkiskaupa og Karl F. Garðarsson
formaður ICE-pro samtakanna á
íslandi.
í þriðja hluta ráðstefnunnar verð-
ur fjallað um gæðastjórnun við inn-
kaup sem er æ mikilvægari þáttur
í starfi innkaupamanna. Frummæl-
endur verða Jón Bergsson gæða-
stjóri Delta hf. og Halldór Ó. Sig-
urðsson innkaupastjóri Osta- og
smjörsölunnar. Ráðstefnustjóri
verður Júlíus Sæberg Ólafsson for-
stjóri Ríkiskaupa.
---------------
Fjármálaráðherra greinir frá niðurstöðum starfshóps um gjaldtöku af bifreiðum
Vill draga úr neyslustýringu
17 íBorgar-
kringluna
NÚVERANDI vörugjaldskerfi í inn-
flutningi ökutækja verður líklega
lagt niður en skráningargjald tekið
upp í staðinn ef ekki koma í ljós
verulegir annmarkar á slíkri breyt-
ingu í sumar. Þá stefna stjórnvöld
að því að minnka neyslustýringu í
bíiakaupum og samræma gjöld á
atvinnubifreiðar og tæki. Þetta kom
fram í ræðu Friðriks Sophussonar
íjármálaráðherra á aðalfundi Bíl-
greinasambandsins fyrir skömmu.
Fjármálaráðherra sagði að sterk
staða bílgreinarinnar skipti miklu
fýrir samkeppnishæfni þjóðarinnar.
„Ekki síst þess vegna hef ég lagt
á það áherslu að unnið yrði að heild-
stæðri athugun á skattlagningu
ökutækja og notkun þeirra. í sem
stystu máli er það stefna mín að
draga úr neyslustýringu og bæta
samkeppnisstöðu atvinnufyrir-
tækja, m.a. í ferða- og flutninga-
starfsemi, án þess þó að tekjur ríkis-
sjóðs skerðist.“
Vinnuhópur um breytt fyrir-
komulag á gjaldtöku bifreiða skilaði
nýlega tillögum sínum til ráðherra.
Hópurinn benti á að á næstu árum
verði mikil endurnýjunarþörf í ís-
lenska bílaflotanum og því sé mjög
æskilegt að neyslustýring minnki
P&S býður fjármagns
flutninga milli landa
PÓSTUR og sími hefur hafið mark-
aðssetningu á svokallaðri Eurogíró-
þjónustu, sem er net 16 póstgíró
fyrirtækja í Evrópu auk póstgíró-
þjónustu Japans. Þjónustu þessari
er ætlað að auðvelda fjármagns-
flutninga á milli landa, en hér á
ferðinni ódýrari kostur en fjár-
magnsflutningar fyrir milligöngu
banka, að sögn Bjarneyjar Harðar-
dóttur, markaðsstjóra Póstgírós.
Bjarney segir að ráðgert sé að
þjónustan muni ná til flestra ríkja
heims fyrir árslok með aðild Chase
Manhattan bankans. Þá muni
bandaríska póstþjónustan einnig
gerast aðili að netinu í ár.
Þjónusta þessi er bæði ætluð
fyrirtækjum og einstaklingum, en
Bjarney segir að markaðssetning
hennar muni þó einna helst beinast
að fyrirtækjum til að byija með.
Hún segir að kostnaður deilist niður
á milli sendanda og móttakanda.
Kostnaðurinn við að senda peninga
héðan er 400 kr. og 150 kr. fyrir
að taka við sendingu. í sumum
aðildarríkjum er þessi kostnaður
hlutfall af upphæð. Verð á þjón-
ustunni fer þó eftir því hversu hratt
óskað er eftir því að sending ber-
ist, en sendingarnar eru rafrænar
og taka því skamma stund. Bjarney
segir að Póstgíró ábyrgist að send-
ing berist innan tilskilins tíma.
Að sögn Bjarneyjar er ódýrast
að flytja af einum póstgíróreikningi
yfir á annan, en einnig er hægt að
flytja af póstgíróreikningi yfir á
bankareikning í viðkomandi landi.
Innflytjendur á vörum frá Eistlandi
Verðum með leiguskip sem lestar í Tallin ca. 20.05 1996.
Ennþá er pláss fyrir nokkurt magn í skipinu.
Vinsamlegast Itafið samband sem fyrst.
Cikin-ís hf.
Skútuvogi 12K, 104 Reykjavík,
sími 588 2588, fax 588 4177. Sigmundur Fr. Kristjánsson.
þannig að nýting hans verði sem
hagkvæmust.
Friðrik sagðist telja einna brýn-
ast að skoða hvernig samræma
mætti gjöld á atvinnubifreiðar og
tæki. Skattlagning á kaup sumra
atvinnutækja væri ívið hærri hér
en í mörgum samkeppnislöndum og
því yrði hún tekin til sérstakrar
athugunar.
Nú eru bifreiðar flokkaðar við
innflutning samkvæmt tollskrá og
vörugjald lagt á eftir þeirri flokkun.
Síðan er bifreið flokkuð á ný við
skráningu samkvæmt reglum um
gerð og búnað ökutækja. Fjámiála-
ráðherra sagði að ekki væri fullt
samræmi milli þessara flokkana og
hefði misræmið kostnað í för með
sér. Starfshópnum var faiið að
kanna upptöku skráningargjalds í
stað vörugjalds á bifreiðar. Friðrik
sagði að kostir slíks gjalds væru
m.a. þeir að aðeins ein flokkun
ökutækja yrði við lýði, fullt sam-
ræmi yrði milli flokkunar og gjald-
flokks, kerfið yrði einfaldara og
ódýrara, álagning færi fram við
skráningu og því yrðu sýningarleyfi
m.a. óþörf. „Það er til mikils að
vinna ef hægt er að byggja tolla-
kerfið þannig að afgreiðsla verði
hraðari og kostnaðarminni og
óvissuþáttum fækkað. Ég tel að ef
ekki komi fram verulegir annmark-
ar á skráningargjaldi við frekari
skoðun í sumar muni ég leggja til
að núverandi vörugjaldskerfi í inn-
flutningi ökutækja verði lagt niður
og tekið upp skráningargjald."
EIGENDUR 17 verslananna fyrir-
huga að opna nýja 17 verslun í
Borgarkringlunni í október nk.
Engin áform eru þó uppi um að
loka versluninni sem fyrir er í
Kringlunni heldur verður nýja versl-
unin starfrækt samhliða henni. Þeg-
ar hefur verið gengið frá samning-
um um húsnæði í Borgarkringlunni.
Að sögn Ásgeirs Bolla Kristins-
sonar, kaupmanns í 17, verður nýja
verslunin opnuð í kjölfar þeirra
breytinga sem nú eru fyrirhugaðar
á húsnæði Borgarkringlunnar.
Hann segir að hann hafi tröllatrú
á þessu húsnæði og hafi um nokk-
urt skeið haft í hyggju að opna þar
verslun. Hins vegar sé ótímabært
að greina frekar frá þessum áform-
um að svo stöddu.
©
Útgefandi:
Sölutímabil:
Forkaupsréttur:
Nafnverð hlutabréfanna:
Sölugengi:
Skilmálar:
Söluaðilar:
Skráning:
Umsjónaraðili útboðs:
Sláturfélag Suðurlands svf.
Almennt hlutafjárútboð
Sláturfélag Suðurlands svf.
2. maí - 2. nóvember 1996.
Félagsmenn í A-deiId stofnsjóðs og eigendur bréfa í B-deild stofn-
sjóðs hafa forgangsrétt til kaupa á útboðinu í réttu hlutfalli við inn-
eignir á tímabilinu 2. maí-16. maí 1996. Hlutabréf sem óseld kunna .
að verða mun félagið selja á almennum markaði frá 20. maí 1996.
65.000.000 króna.
Sölugengi til forgangsréttarhafa og á fyrsta degi í almennri sölu
er L50. Gengið getur breyst eftir að almenn sala hefst.
Hlutabréf í almennu útboði skulu staðgreidd við kaup.
Lágmarksupphæð í almennri sölu er kr. 15.000 að nafnverði.
Kaupþing hf. og Kaupþing Norðurlands hf.
Oskað er skráningar bréfa í B-deild stofnsjóðs á Verðbréfaþing Islands.
Kaupþing hf.
Útboðslýsing liggur frammi hjá söluaðilum og útgefanda.
£
KAUPÞING HF
Ármúla I3a 108 Reykjavík - Sími 515-1500, fax 515-1509