Morgunblaðið - 01.05.1996, Page 21

Morgunblaðið - 01.05.1996, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 21 ERLENT Reuter . I . SYNUM SAMUÐ Bcrurn sorgar- og samúðarmcrkin við minningar- athafnir og jarðarfarir og almcnnl þcgar sorg bcr að höndum. Söluslaðir: Kirkjuhúsið .Laugavcgi, bcnsin- stöðvar og blómabúðir um allt land. hökkurn sluðninginn. —.»■■■■■!«■ | Hápiif, úlpur, droQiir 09 jahhar | 7ískuskemmcm Bankastræti 14, sími 561 4118. . — ' “ ' ■ Allir Mótmæla ójöfnuði VERKAMENN lögðu víða niður vinnu í Suður-Afríku í gær til að mótmæla framferði stjórn- málamanna sem þeir saka um tilraunir til að viðhalda ójöfnuði milli kynþátta í landinu. Var myndin tekin frá mótmælaað- gerðum í Jóhannesarborg. Zjúganov fær mikið fylgi í nýrri könnun Gæti fengið tæpan helm- ing atkvæða Moskvu. Reuter. EF MARKA má nýja skoðanakönnun rússnesku félagsfræðistofnunarinnar ISP gæti Gennadí Zjúganov, fram- bjóðandi kommúnista, fengið tæpan helming atkvæðanna í forsetakosn- ingunum 16. júní. Samkvæmt könn- uninni eni sigurlíkur Borís Jeltsíns forseta mun minni en aðrar skoðana- kannanir hafa gefíð til kynna að und- anfömu, en samkvæmt þeim er lítill munur á fylgi Jeltsíns og Zjúganovs. Kannanir ISP þykja mun vandaðri og áreiðanlegri en aðrar kannanir sem birtar hafa verið í Rússlandi. Stofnun- in reyndist til að rriynda sannspá í þingkosningunum 1993 þegar hún spáði þjóðemissinnum miklu kjör- fylgi. Kannanir hennar fyrir þing- kosningamar í desember reyndust einnig nákvæmar. ISP spáir nú því að Zjúganov fái 38-47% atkvæðanna í forsetakosning- unum og Jeltsín aðeins 16-20%. Nugzar Betaneli, yfirmaður stofnun- arinnar, sagði ekki útilokað að Jeltsín færi með sigur af hólmi en lagði til að forsetinn semdi við aðra frambjóð- endur um að þeir tækju höndum sam- an og drægi jafnframt úr árásum sín- um á kommúnista til að auka sigurlík- ur sínar. „Fylgi Jeltsíns er að aukast en ekki nógu hratt til að hann geti sigr- að einn síns liðs,“ sagði Betaneli í samtali við fíeuter-fréttastofuna. „Jeltsín getur sigrað - sigurlíkur hans eru mjög miklar - en hann og aðrir frambjóðendur verða að sameina krafta sína. Telji hann sér trú um að hann þurfí ekki að sameinast öðrum gæti hann tapað.“ Fjodorov andvígur samvinnu við Jeltsín Góðu fréttimar fyrir Jeltsín eru þær að könnun ISP bendir til þess að Zjúganov fái ekki helming atkvæð- anna í kosningunum 16. júní og verði niðurstaðan sú ganga Rússar að kjör- borði á ný í júlí til að kjósa á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem fá mest kjörfylgi. Betaneli sagði að forsetinn ætti að semja við þijá frambjóðendur - Gríg- orí Javlínskí, umbótasinnaðan hag- fræðing, Svjatoslav Fjodorov augn- skurðlækni og Alexander Lebed, fyrr- verandi hershöfðingja - um að þeir drægju sig í hlé og hvettu stuðnings- menn sína til að kjósa Jeltsín. „Veikleiki hans felst í því að ef hann verður einn síns liðs verður erf- itt eða jafnvel ógjörningur fyrir hann að sigra. Styrkleiki hans felst í því að hann er nógu öflugur til að sigra ef hann sameinast Fjodorov, Lebed og Javlínskí," sagði Betaneli. Fjodorov, Javlínskí og Lebed hafa rætt möguleikann á að þeir taki hönd- um s'iman en augnskurðlæknirinn hefur sagt að ekki komi til greina að semja um samvinnu við Jeltsín. Þeir gætu þó lýst yfír stuðningi við forsetann í síðari umferð kosning- anna. Miklu stærra úrtak Könnun ISP var gerð 10.-15. apríl og er byggð á svömm 6.000 manna sem sögðust örugglega ætia að neyta atkvæðisréttar síns. Urtakið er miklu stærra en í öðmm könnunum sem birtar hafa verið að undanfömu. Lebed fékk 8-10% atkvæðanna í könnuninni, Javlínskí 8-9%, þjóðem- issinninn Vladímír Zhírínovskí 6-7% og Fjodorov 2-4%. Fréttastofan Interfax birti í gær aðra könnun sem gefur allt aðra mynd af fylgi frambjóðendanna. Sam- kvæmt henni er Jeltsín með naumt forskot á Zjúganov, með 23% fylgi á móti 22%. Könnunin var gerð 13. apríl og hún bendir til þess að fylgi Jeltsíns hafí aukist um tvö prósentu- stig á einni viku, en fylgi Zjúganovs minnkað um ijögur prósentustig. Ræðst gegn bensínhækkun Washington. Reutcr. BILL Clinton Bandaríkjaforseti fyr- irskipaði í fyrrakvöld tafarlausa og skipulega sölu um það bil 12 milljóna fata af bensínvaraforða landsmanna til að draga úr bensínverðhækkunum. Ennfremur fól Clinton Hazel O’Le- aiy orkumálaráðherra að endurskoða markaðsaðstæður og skila skýrslu innan 45 daga um ástæður þess að bensínverð til neytenda hefur hækkað að undanförnu. Ennfremur að leggja mat á hugsanlegt bensínverð í sumar þegar eftirspurn eftir bensíni er hvað mest á ári hverju. vnma -engin núll! Gríptu græna miðann og náðu í vinninginn útá næstapósthús Gírótombólan er eina happdrættið á íslandi þar sem allir vinna. Þú þarft ekki einu sinni að vera heppin(n). Á hverjum miða er vinningur, enda er þetta tombóla engin núll. Það er einfalt að taka þátt í Gírótombólunni. AUir íslendingar á aldrinum 16 tíl 75 ára fá senda tUkynningu frá pósthúsinu sínu um að þar bíði þeirra póstkrafa. Þegar póstkrafan, 989 kr. hefur verið greidd kemstu að því hvaða vinning þú hefur hlotið og hvar hægt er að nálgast hann. Hvorki meira né minna en 200.000 þúsund vinningar eru í Gírótombólunni, stórir og smáir. ÖUum ágóða af Gírótombólu er varið til styrktar starfsemi Landsbjargar. Einn afþessum 200.000 vinningum erþinn! 10.000 kr. raatarúttektlr £rá 10-11 búðunum VV í j ir 2 ~ ÍÖO 25 25 Honda Ctvic feröir til Evrópu meö Mongoose fjallahjól 10.000 kr. matarúttektir frá Honda umboöinu Flugleiðum fráGÁP fiá 10-11 búðunum lS.OOOpizzurfráPizzahúsinu. 30.000geisladiskar. 25.838 Uglubækur. 4.000töskur. 10tðlvurmeðmargmiðlunarpakkafráACO. SS.OOOblandlpoka fráNúaSfríusi. 55.000CocaColaog80g01wsnakkfráVífllfelll. 15.000\asatöivur. LANDSBJORG Landssamband björgunarsveita PÓSTUR OG SlMI Allirvinna - engin nútl! {

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.