Morgunblaðið - 01.05.1996, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.05.1996, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Menningin getur verið öfl- ugur fisksali Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands ann- aðkvöld verða þeir síðustu sem Osmo Vánská stjómar sem aðalhljómsveitarstjóri en hann lætur senn af störfum. í samtali við Orra Pál Ormarsson lætur hann meðal annars svo um mælt að tónleikamir kunni að verða hans síðustu á íslandi, þar sem honum hafí ekki enn verið boðið að snúa aftur sem gesta- stjómandi í framtíðinni. Morgunblaðið/Ásdís „SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands er dæmi um hljómsveit sem er ávallt reiðubúin að leggja á sig mikla vinnu og gera sitt besta. Hún er óhrædd við að standa á bjargbrúninni,“ segir Osmo Vanska sem segir nú skilið við hljómsveitina eftir þrjú ár sem aðalhljómsveitarstjóri. SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ís- lands hefur tekið stórstíg- um framförum undir hand- leiðslu Finnanna Petri Sak- ari og Osmo Vanska. Hefur hún nú haslað sér völl á aiþjóðavettvangi; fyrst með hljóðritunum í samvinnu við útgáfufyrirtækin BIS og CHAN- DOS og síðan með velheppnuðum tónleikaferðum til Bandaríkjanna og Danmerkur. Nú er hins vegar komið að vatnaskilum, þar sem Vánská mun láta af störfum í lok júní. Flesta hljómsveitarstjóra hlýtur að dreyma um að láta af störfum undir slíkum kringumstæðum en óhætt er að full- yrða að frægðarsól hljómsveitarinnar hafi ekki skinið jafn skært í annan tíma. „Þetta hefur verið góður tími og við höfum lagt mikið á okkur. Eg er vitaskuld ekki rétti maðurinn til að dæma um árangurinn en því er ekki að leyna að mér þykir Sinfóníu- hljómsveit íslands hafa tekið fram- förum á liðnum misserum," segir Vánská, sem mælir jafnan af var- fæmi þegar list hans er annars veg- ar — kýs að láta verkin tala. Stjórnandinn segir að ávallt megi deila um tímasetningar. Hann sé hins vegar sannfærður um að nú sé tíma- bært að segja skilið við Sinfóníu- hljómsveit Islands og róa á önnur mið. Gerir hann góðan róm að sam- starfinu við listafólkið í hljómsveit- inni. „Samstarf okkar hefur verið mjög gott og ég á marga vini í Sinf- óníuhljómsveit Islands sem ég á eftir að sakna. Ég óska þeim alls hins besta.“ Osmo Vánská var enginn nýgræð- ingur í hljómsveitarstjórn _________ þegar hann tók við stöðu aðalhljómsveitarstjóra Sin- fóníuhljómsveitar íslands af Petri Sakari haustið 1993. Ferill hans hófst 1 1 . árið 1982 þegar hann varð hlutskarp- astur í alþjóðlegri keppni ungra hljóm- sveitarstjóra í Besa?on í Frakklandi. Meðal hljómsveita sem lotið hafa stjórn Vánskás eru Fílharmóníusveit Helsinki, Finnska útvarpshljómsveit- in, Sinfóníuhljómsveitir útvarpsins í Prag, Póllandi og Hollandi, Fíl- harmóníusveit Japans, Belgíska þjóð- arhljómsveitin og svona mætti lengi telja. Þá hefur hann verið aðalstjóm- andi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Lahti í Finnlandi undanfarin ellefu ár og á haustdögum mun hann taka við stöðu aðalstjórnanda skosku BBC-hljóm- sveitarinnar í Glasgow. Ekki sami listamaðurinn Þrjú ár eru ekki langur tími en Vánská fullyrðir að hann sé ekki sami listamaðurinn og þegar hann kvaddi sér fyrst hljóðs á Islandi. „Ég er svo lánsamur að starf mitt hefur verið fullt af ögrandi áskorunum á liðnurn misserum, bæði hér á landi og erlendis. Ég vona að ég hafi vax- ið af þessum verkum og reynslan eigi eftir að nýtast mér í þeim við- fangsefnum sem framundan eru.“ Tónlistargagnrýnandi bandaríska Starfið fullt af ögrandi áskorunum stórblaðsins The New York Times bar mikið lof á Vánská eftir tónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands í Camegie Hall í New York í febrúar síðastliðnum og kallaði hann meðal annars raunverulegan meistara hinn- ar dramatísku hljómsetningar. Hljómsvátarstjórinn kann honum þakkir fyrir hólið en kveðst engu að síður taka öllum dómum, góðum og slæmum, með fyrirvara. „Tónlistar- dómur er einungis skoðun eins manns og hefur engin áhrif á mínar kröfur. Ef ég er ekki sáttur við ár- angurinn sjálfur skipta umsagnir gagnrýnenda engu máli.“ ’ Vánská viðurkennir á hinn bóginn fúslega að tónleikarnir í Camegie Hall óg Bandaríkjaferðin í heild hafí heppnast afar vel. Hún hafi því verið mikilvæg — bæði fyrir sig og hljóm- sveitina. „Mér hefur verið sagt að líf tónlistarmanna gjörbreytist ef þeir vekja athygli í Bandaríkjunum. í mínu tilfelli á það eftir að koma í Ijós en svo virðist sem einhvetjar dyr séu að opnast.“ Vánská er nánast fullbókaður næstu þtjú árin en tilboðum um að koma fram sem gestastjómandi hljómsveita víða um heim hefur fjölg- að ört að undanfömu. „Ég lít á það sem vísbendingu um að fólk kunni að meta störf mín og vonandi á ég eftir að standa undir væntingum." Einföld vinnuregla Að sögn Vánská er vinnuregla hans sem hljómsveitarstjóra einföld — hvar sem er, hvenær sem er: Hann taki eitt verkefni fyrir í einu og stefni einatt að besta húgsanleg- --------- um árangri. „Þegar því er lokið tekur næsta verkefni við. Það er enginn tími til að láta sig dreytna." Þykir Vánská best að vinna með hljómsveitum sem leggi sig allar fram — alitaf. Uildi þá einu hvort hljóðfæraleikar- arnir séu allir í hæsta gæðaflokki eður ei. Ef þeir haldi ekki einbeitingu og stefni ekki að sama markmiði nái hljómsveit aldrei árangri. „Sinfóníu- hljómsveit íslands er dæmi um hljóm- sveit sem er ávallt reiðubúin að leggja á sig mikla vinnu og gera sitt besta. Hún er óhrædd við að standa á bjargbrúninni." Margt hefur á daga Sinfóníu- hljómsveitar íslands drifið síðastliðin þtjú ár og Vánská kveðst eiga erfitt með að neffia eina tónleika öðrum fremur sem hápunktinn á samstarf- inu. „Það er ekki mín sterkasta hlið að rifla upp efnisskrár." Tónleikarnir haustið 1993, þar sem sænski bás- únuleikarinn Christian Lindberg flutti Vélhjólakonsert Jans Sand- ströms, hafi þó verið minnisstæðir. „Þessir tónleíkar voru sérstaklega ætlaðir ungu fólki sem fjölmennti í Háskólabíó. Þetta var á vissan hátt hápunktur, þar sem sinfóníuhljóm- sveitir þurfa að kosta kapps um að ná til ungs fólks.“ Nefnir Vánská jafnframt tónleik- ana sem hljómsveitin efndi til ásamt Sinfóníuhljómsveit æskunnar og Bandaríkjaferðina í vetur, „vita- skuld“ — einkum tónleikana í Carnegie Hall. Þá segir hann nýaf- staðna tónleika í Kaupmannahöfn hafa verið afar vel heppnaða. Vánská dregur enga dul á að að- stöðuleysið hái Sinfóníuhljómsveit íslands. „Frammistaða hljómsveitar- innar í utanlandsferðunum var vissu- lega frábær en hún hefur samt marg- sinnis leikið alveg jafn vel í Háskóla- bíói. Þar er hljómburðurinn hins veg- ar afleitur, þannig að áheyrendur hafa ekki notið þeirra tónleika sem skyldi. Það er sorglegt fyrir íslenska skattborgara að sinfóníuhljómsveitin þeirra skuli hljóma margfalt betur á erlendum vettvangi. Óviðunandi starfsumhverfi Það býr rnjög mikið í Sinfóníu- hljómsveit íslands en ég óttast að hún eigi ekki eftir að ná eins langt og hún hefur burði til, þar sem starfs- umhverfi hennar er óviðunandi. Gott tónleikahús er eins og gott hljóðfæri — það vinnur með hljóðfæraleikaran- um á sama hátt og slæmt tónleika- hús vinnur gegn honum. Það má líkja þessu við knattspyrnu; mætti krefl- ast þess að íslenska landsliðið næði árangri ef það æfði og keppti á óplægðum akri? Eðli málsins sam- kvæmt hlýtur Háskólabíó því að vinna gegn Sinfóníuhljómsveit ís- lands.“ í ljósi þessa segir Vánská dómana sem hljómsveitin fékk fyrir tónleika sína í Bandaríkjunum og Danmörku nýverið sérstaklega athyglisverða. „Þeir benda óneitanlega til þess að Sinfóníuhljómsveit íslands sé, þrátt fyrir allt, á réttri leið og maður kemst ekki hjá því að spyrja sig hvar hljóm- sveitin væri stödd ef hún byggi við betri aðstæður." Að sögn Vánskás verður þessari spurningu ekki svarað fyrr en al- mennilegt tónleikahús rís hér á landi. Oft hafí verið þörf en nún sé nauð- syn. í þeim efnum varar hann hins vegar Islendinga við að leggja of mikla áherslu á tæknina. Tæknilegur fullkomleiki dugi skammt sé góður hljómburður ekki til staðar. Vánská tengir þessa umræðu hug- leiðingum sínum um mikilvægi menningarinnar. „Það er ekki hægt að hugsa sér'betri landkynningu en menningu, listir og íþróttir, sem ég flokka reyndar undir menningu. Þjóðir þurfa því að hlúa að þessum mikilvægu þáttum í arfleifð sinni. Traust er lykilatriði í samskiptum þjóða og ef menningin er traustsins verð hvers vegna ætti viðskiptalífið ekki að vera það líka. Þjóðir horfa því oftast til gæða og styrks menn- ingarinnar þegar þær eru á höttunum eftir nýjum viðskiptasamböndum. Ef rétt er haldið á spilum getur menn- ingin verið öflugur físksali." Magn á kostnað gæða Vánská þykir bersýnilega mikið til íslenskra tónlistarmanna ____________ koma en hvaða álit hefur hann á íslenskum tón- skáldum? „Þau eru mörg hver að gera ágæta hluti og það eru til góð íslensk tónverk. íslensk tónskáld eru hins vegar alltof mörg miðað við stærð landsins og sum þeirra byrja alltof snemma að skrifa stór hljómsveitar- verk, sem er flóknasta form tón- smíða. Því miður virðist of mikil áhersla vera lögð á magn í stað gæða. Þá verð ég að taka fram að við- Tímabært að róa á önnur mið Afanga náð „ÞETTA gekk alveg rosalega vel. Húsið var troðfullt og bæta þurfti við sætum. Ég er því alsæl,“ segir Guðrún Lóa Jónsdóttir messósópran sem efndi til tónleika í Kirkjuhvoli í Garðabæ síðastliðinn mánudag. Voru þeir liður í burtfararprófi hennar frá Tónlistarskóla Garða- bæjar. Meðleikari á píanó var Vil- helmína Ólafsdóttir. Á efnisskrá voru sönglög og aríur eftir Pergolesi, Paisiello, Der- umsgaard, Grieg, Tchaikovsky, Schubert, Fauré, Dvorák, Eyþór Stefánsson, Sigfús Halldórsson, Þórarin Guðmundsson, Saint- Saens, Mascagni og Rossini. Guðrún Lóa hefur stundað nám við Tónlistarskóla Garðabæjar síðan 1990, og hefur Snæbjörg Snæbjam- ardóttir verið hennar aðalkennari. Hún hefur sótt söngtækninámskeið hjá Helene Karusso og tekið þátt í uppfærslu Tónlistarskólans á Hnetu- Jóni og gullgæsinni eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Hún starfar nú með kirkjukór Digra- neskirkju. Guðrún Lóa kveðst ekki hafa framhaldsnám í söng á pijónun- um að sinni enda gangi hlut- verk uppaland- ans fyrir — hún á þijú börn. „Ég er búin að ná áfanganum sem ég ætlaði mér og er ekki farin að hugsa lengra enn- þá. Enginn veit þó hvað framtíðin feiur í sér,“ segir Guðrún Lóa en bætir við að hún vonist til að geta starfað töluvert við söng á kom- andi misserum. Gudrún Lóa horf margra íslenskra tónskálda til Sinfóníuhljómsveitar íslands hefur valdið mér vonbrigðum. Hafa þau meðal annars legið mér á hálsi fyrir að velja ekki fleiri íslensk tónverk til flutnings á tónleikum. Mitt svar er hins vegar einfalt: íslensk tónlist á ekki að vera á efnisskrá Sinfóníu- hljómsveitar íslands nema hún eigi það skilið. Það eru gæði tónlistarinn- ar en ekki uppruni sem skipta máli.“ Við annan tón kveður þegar tón- list Jóns Leifs ber á góma. „Tónverk hans eru afar svipmikil, fágæt og á köflum harðneskjuleg — en ávallt stórkostleg. Sögusinfónían er til að mynda einstakt tónverk sem Sinfón- íuhljómsveit íslands varð fyrst til að flytja í heild á tónleikum, undir minni stjórn. Af því er ég stoltur," segir Vánská sem var jafnframt við stjórn- völinn þegar hljómsveitin hljóðritaði Sögusinfóníuna fyrir sænska útgáfu- fyrirtækið BIS. Hefur geislaplatan hlotið mikið lof gagnrýnenda. Þess má geta að Jón Leifs verður jafnframt í brennidepli á næstu plötu sem hljómsveitin mun hljóðrita fyrir BIS í næsta mánuði. Verður það lokaverkefni Vánská sem aðalhljóm- sveitarstjóra. Vel reknar Vánská horfir björtum augum til framtíðar. Spennandi tími fari í hönd og Ijóst sé að ekki verði skortur á verkefnum. „Mér hefur líkað vel að starfa með tveimur hljómsveitum og hlakka til að halda uppteknum hætti. Hljómsveitin í Lahti hefur vaxið jafnt og þétt að verðleikum og hljómsveit- in í Glasgow er jafnframt mjög góð.“ --------- Segir Vánská báðar þessar hljómsveitir ein- staklega vel reknar sem sé gríðarlegur kostur og veiti sér aukið svigrúm til ““listrænnar stjórnunar. „Sinfóníuhljómsveitum verður að vera stjórnað af fagfólki sem býr yfír yfirgripsmikilli þekkingu á tón- list og ber undantekningarlaust hagsmuni skjólstæðinga sinna fyrir bijósti." Á efnisskrá tónleikanna í Háskóla- bíói annaðkvöld verða Adagio eftir Jón Nordal, þriðji píanókonsert Beet- hovens og Konsert fyrir hljómsveit eftir Béla Bartók. Einleikari á píanó er Finninn Henri Sigfridsson, sem fór með sigur af hólmi í NordSol, nor- rænni keppni ungra einleikara, sem haldin var í Reykjavík á liðnu hausti. Tónleikarnir gætu orðið síðasta tækifæri íslenskra tónlistarunnenda til að sjá Osmo Vánská munda tón- sprotann á íslandi en hann segir að sér hafi ekki verið boðið að snúa aftur til íslands sem gestastjórnandi í framtíðinni. „Ég verð að viðurkenna að sú staðreynd vekur furðu mína. Ég kem á hinn bóginn til með að verða önnum kafinn á næstu árum, þannig að tíminn verður af skornum skammti. Auðvitað væri þó gaman að koma aftur ef það stendur til boða og enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.