Morgunblaðið - 01.05.1996, Page 28

Morgunblaðið - 01.05.1996, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ifcvvíi Jk J md fl&íiSlÉi t < /*( í i I ji 1 0 1 l | ÍFw BARNAKÓR Grensáskirkju Vorboðar frá ýmsum löndum VORTÓNLEIKAR Barnakórs kirkjutónlist og vorboðar frá ýmsum Grensáskirkju verða í Langholts- löndum. í Barnakór Grensáskirkju kirkju í kvöld kl. 20. Á efnisskrá eru eru böm á aldrinum 6-16 ára. Viður, tau, pappír og lím JANET Pasehl opnar sýningu á verk- um sínum í Galleríi Sævars Karls föstudaginn 3. maí ki. 16. Janet er fædd í Massachusetts í Bandaríkjun- um 1959 og hlaut listmenntun sína í Central Connecticut State Univers- ity, New Britain, Connecticut. Hún hefur áður sýnt hér á landi í Gangin- um árið 1994. „Á sýningunni eru verk úr ýmsum efnum, svo sem viði, taui, pappír, ljósmyndum, limbandi. Þar eru tölumerkingar fyrir sauma- skap, reglulegt mynstur, teiknað með blýanti á lérefti. I öðru verki mynda saumateygja, ljósmyndaræma og taubútur hárfínan „collage" á pappír. Á þremur litlum hillum enj jafnmarg- ir en misháir staflar snyrtilega sam- anbrotinna léreftsbúta. Efst á hvem þeirra er saumaður texti er lýsir ein- faldri athöfn. Á annarri hillu er við- arkubbur sem á eru límdar ljósmynd- ir af rauðum laufum hlynviðar, kub- burinn þakinn og síðan margvafinn með glæru límbandi. Samskonar með- ferð fá þurrir burknar að hausti. Þama er viðarrenningur sem hvítar skyrtutölur hafa verið límdar á og á öðrum er einföld röð af litlum ljós- myndum af fingurbroddum, neglum- ar upp,“ segir m.a. í kynningu. Jafnframt segir: „Það er tærleikinn sem ríkir á sýningunni, fínleikinn, mildin og kyrrðin. Bandarísk menning og mannlíf á sér margar hliðar og er óhætt að segja að Janet sé fuiltrúi hins fágaðri hluta. Hún býr í New Britain Connecticut." KÓR Átthagafélags Strandamanna Vortónleikar KÓR Átthagafélags Strandamanna heldur vortónleika í Seljakirkju fimmtudagskvöldið 2. maí kl. 20.30. Einsöngvarar með kórnum eru Svanur Valgeirsson og Erla Þórólfs- dóttir sem einnig er stjórnandi kórs- ins. Píanóleik annast Laufey Krist- insdóttir. Auk þess er leikið undir á kontrabassa og trommur. Sunnudaginn 5. maí syngur Kór Átthagafélags Strandamanna á sameiginlegum tónleikum með Húnakórnum í Ytri-Njarðvíkur- kirkju. Hefjast þeir kl. 21. Stjórn- andi Húnakórsins er Sesselja Guð- mundsdóttir. Jan-Olof Andersson Geirr Lystrup og Godtfolk Norrænir vísnadagar TÓNLISTARFÉLAGIÐ Vísnavinir stendur ásamt Norræna húsinu og Nor- rænu félögunum á Akur- eyri, Akranesi, Egilsstöð- um, í Hafnarfirði og Hveragerði fyrir tónlist- arhátíðinni Norrænir vísnadagar 1996, dagana 1.-5. maí. Þetta er í þriðja sinn sem Norrænir vísna- dagar eru haldnir, en þeir voru haldnir í fyrsta sinn 1992 og urðu að veruleika öðru sinni 1994. Margt góðra gesta verður á hátíðinni, má þar nefna vísnasöng- konuna Barböru Helsingius og norska vísnasöngvarann Geirr Lystrup sem kemur hingað ásamt tríói sínu Godtfolk. Auk þeirra heimsækir okkur danska vísna- söngkonan Pia Raug og sænski vísnasöngvarinn Jan-Olof Anders- son. Margir íslenskir listamenn taka þátt í Norrænum vísnadögum 1996, þar á meðal Valgeir Guð- jónsson, Anna Pálína, Hörður Torfason og Guðrún Gunnarsdóttir. Norrænir vísnadagar 1996 hefjast 1. maí með tónleikum í Norræna hús- inu ki. 16. Þá taka við tónleikar víðsvegar um landið. Að kvöldi 1. maí verða tónleikar í Hvera- gerði. Tónleikar verða á Akureyri og Akranesi 2. maí og Egilsstöðum og Hafnarfirði 3. maí. Laugardaginn 4. maí verður bryddað upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á barna- tónleika í Möguleikhúsinu og hefj- ast þeir kl. 16. Á sama tima mun danska vísnasöngkonan Pia Raug halda kaffihúsatónleika á efri hæð Sólon Islandus. Hátíðinni lýkur svo sunnudags- kvöldið 5. maí kl. 20.30 með loka- tónleikum sem haldnir verða í tón- leikasal Tónlistarskóla FÍH við Rauðagerði. þar koma fram allir norrænu gestirnir auk íslenskra listamanna. Barbara Helsingius SÖNGFÉLAGAR S.V.R. Vortónleikar VORTÓNLEIKAR Söngfélaga S.V.R. og Kvennakórs Suðurnesja verða í Fella- oog Hólakirkju fimmtudagskvöldið 2. maí kl. 20.30. Aðgangur ókeypis. Hög á tré og tóna TONLIST Bústaðakirkja KÓRTÓNLEIKAR Vortónleikar Samkórs trésmiðafé- lags Reykjavíkur undir sljórn Jó- hönnu V. Þórhallsdóttur. Éinsöngv- ari: Margrét Pálmadóttir. Píanóund- irleikur: Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Bústaðakirkju, laugardaginn 27. apríl kl. 17. AÐSÓKN var með mesta móti sl. laugardagskvöld, þegar söngeiskir trésmiðir af báðum kynjum efndu til vortónleika í Bústaðakirkju, því hvert sæti var skipað svo langt sem augað eygði. Dagskráin var smekklega saman sett, ekki svo sem af því að ráðizt væri til atlögu við fyrirferðarmestu bautasteina sígildra meistaraverka, heldur var hún fjölbreytt, en þó sam- stæð, og lögin valin með tilliti til bæði verðleika og getu kórsins, án þess að grípa til þvældra rútulumma og afdankaðra dægurlaga, eins og stundum sést hjá áhugamannakór- um. Mátti varla finna fleiri en tvö lög sem maður hafði rekizt á fyrr á þessu vori við svipuð tækifæri - þ.e. 10% af 20 laga prógrammi - og verður það að teljast harla óvenju- legt. Benti hið síðasttalda - ásamt góðri inntónun miðað við flesta áhugamanna- og átthagakóra - til þess að Samkórinn hefði lagt meiri vinnu og metnað í vetrarstarfið en gengur og gerist, og skæri nú upp sem til var sáð. Flutningur kórsins var fremur jafn, og stóð fátt upp úr öðru um- fram gæði Iaganna sjálfra. Fyrst var dúbídúað „Sign“ eftir Hándel [sem skrifaði sig að vísu „Handel" að hætti Breta í nýju vistinni, en hefð er hins vegar fyrir þýzka forminu á Norðurlöndum, auk þess sem allt fer orðið að vera gegnumsýrt af ensk- ulapi], eins og söngskráin kallaði, sem reyndist vera Hljómelski járn- smiðurinn. Síðan kom lítil spænsk endurreisnarperla úr Cancionero del Palacio í villancico-stíl, „Dindirindin" (upphafið á lóukvakinu „dirrindí"?), og þarnæst annar iítill gimsteinn franskur eftir Attaignant, „Að lind- um“, í þýðingu Friðriks G. Þorleifs- sonar. Margrét Pálmadóttir söng hið Music Hall-kennda Non di scordar di me eftir Ernesto Curtis með ágæt- um, en eftir það söng Samkórinn „Fagra blómið blóma“ e. Brahms og „Koparlokka", skv. skrá svissneskt þjóðlag í úts. Williseggers, ljóðið e. Þorstein Valdimarsson, og fámenn en góðmenn karladeild Samkórsins söng frægasta valsinn úr Kátu ekkju Lehárs. Margrét og stjórnandinn sungu síðan dúett í „Rosestock Hold- erblút“, svabísku þjóðlagi, sem í létt- kómískri útfærslu þeirra stallna kall- aði fram hugartengsl við leðurhosur og Schuhplattler. Loks söng Samkór- inn rússneskt þjóðlag, „Kvöldijóð" við harmónikkuundirleik Pálma Stef- ánssonar. Eftir hlé komu íslenzku lögin til skjala. Margrét Pálmadóttir kom háði Síðasta dansins e. Karl O. Run- ólfsson við Ijóð Kristmanns prýðilega til skila, og í kjölfarið flutti karla- deildin tvö lög eftir Friðrik Jónsson, Dalakofann („Vertu hjá mér, Dísa“) og Við gengum tvö. Fyrra lagið kom ágætlega út, en hið seinna dapraðist nokkuð vegna tónsigs og vildi verða svolítið ósamhrynja. Þá tók blandaði kórinn við með útsetningu Hjálmars H. Ragnarssonar á nettu lagi Val- geirs Guðjónssonar, Dómar heimsins, og söng síðan Sól rís, sól sezt úr einum af líklega fimm beztu söng- leikjum Vesturheims, Fiðlaranum á þakinu e. Jerry Bock. Um þetta leyti kom upp í hugann fullyrðing poppara um að erfitt sé að syngja á íslenzku, því einhverra hluta vegna virtist Samkórinn ekki stemma alveg eins vel í lögunum með íslenzkum texta. Það gat ekki verið alveg tilviljun, að seinustu lög söngskrár, gosplarnir „Joshua fit de battle ob Jericho" og „Go down, Moses“ ásamt suðurafrísku barna- gælunni „Kúmba ja“, virtust aftur sungin tilfinnanlega hreinna en megnið af fyrri part seinni tónleika- helmings, og er það umhugsunarefni. Að öðru leyti söng Samkórinn vel og af furðu miklu jafnvægi, ef haft er í huga, að kvenraddir voru meira en helmingi fjölmennari en karla- raddir. „Joshua" vakti mikla lukku, heildarhljómur kórsins í „Kúmba ja“ var mjög góður, og „Go down“ var vel mótað af kórstjóranum. Deila mátti um innskotsköll þeirra Mar- grétar og Jóhönnu að spunahætti þeldökkra í Vesturheimi, enda stíllinn geysiþekktur, en að sama skapi vandhermdur. Af öllu var þó auð- heyrt, að Samkór trésmíðafélags Reykjavíkur hafði lagt allmikið í söl- urnar að þessu sinni, og undirtektir áheyrenda voru í samræmi við það. RikarðurÖ. Pálsson Reykjavíkur á Hvamms- tanga TÓNLEIKAR Karlakórs Reykjavíkur, á vegum Tónlistar- félags V-Hún. verða haldnir í Félagsheimilinu Hvammstanga föstudagskvöldið 3. maí kl. 21. Á efnisskránni eru þekkt söng- lög eftir íslensk tónskáld. Hluti af efnisskránni einkennist af lögum Sigfúsar Halldórssonar, sænskum lögum við texta sem Þórarin Hjartarson þýddi fyrir kórinn og vinsælum óperukórum eftir Mozart og Carl Orff. Þetta eru sjöundu tónleikam- ir sem haldnir eru á vegum Tónlistarfélagsins þetta starfs- ár, en frá því í haust hefur fé- lagið boðið Húnvetningum og nærsveitamönnum upp á fjöl- breytta dagskrá t.d. jazz-, klassík, orgel-, gítar-, dægur- laga- og aðventutónleika með blandaðri tónlist þar sem eink- um heimafólk kom fram. Aðgangseyrir er 900 kr., 500 fyrir félaga í Félagi eldri borg- ara og börn yngri en 14 ára. Félagar í Tónlistarfélaginu fá frían aðgang eins og vant er. Sigrún Sól í Engilinn og hóruna SIGRÚN Sól Ólafsdóttir hefur tekið við hlutverki Ragnhildar Rúriksdóttur í leikritinu Engill- inn og hóran, sem sýnt hefur verið í Kaffi- leikhúsinu að und- anförnu. Sigrún Sól útskrifaðist úr Leiklist- arskóla ís- lands 1994. Fyrsta sýn- ing Sigrúnar Sólar var síðastliðið sunnudagskvöld, en næsta sýning á Englinum og hórunni verður laugardaginn 4. maí. Með önnur hlutverk í sýningunni fara Bergljót Arn- alds og Btyndís Petra Braga- dóttir og leikstjóri er Jón Ein- ars. Gústafsson. Sýningunni „Verum“ að ljúka SÝNINGU Einars Óla Einar- sonar í Ljósmyndamiðstöðinni Myndás Laugarásvegi 1 lýkur nk. föstu- dag, þar sem hann sýnir „portrett“._ Einar Óli stundaði nám í ljós- myndun við Bournemo- uth and Po- ole College of Art and Design í Englandi og útskrif- aðist þaðan með BTEC Nat- ional Diploma sumarið 95. Sýningin er opin virka dgaa frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-16. „Móðir jörð“á Akranesi SÖNGHÓPURINN „Móðir jörð“ ásamt einsöngvurum og hljómsveit flytur afrísk-amer- íska gospeltónlist í Safnaðar- heimili Akraneskirkju í dag miðvikudag 1. maí kl. 16. SIGRÚN Sól Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.