Morgunblaðið - 01.05.1996, Síða 40

Morgunblaðið - 01.05.1996, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR Góðir fagmenn em gulls ígildi Á DEGI hveijum ryður ný tækni sér til rúms og þorfin fyrir þekkingu og hæfni vex. I málmiðnaði og fleiri iðngreinum koma sí- fellt fram nýjar kröfur sem byggjast á Evr- ópustöðlum, kröfur um öryggisbúnað véla og tækja, kröfur um að eftirlit sé með frarn- leiðsluferli, kröfur um gæði og vöruvöndun. í ýmsum málmsuðu- verkefnum, brúa- og stálvirkjagerð, skipa- smíðum, vélaviðgerð- um, framleiðslu tækjabúnaðar til matvælaframleiðslu, í frysti- og kæli- tækni og lagnakerfum, svo eitthvað sé nefnt, eru og verða gerðar auknar kröfur til fagmenntunar starfs- manna. Eftirlit með því að verk séu unnin af fagmönnum og gæðakröfur við úttekt verka munu aukast. Félag járniðnaðarmanna, með félagsmenn í málmiðnagreinum og netagerð, leggur áherslu á að fé- lagsmenn geti á hveijum tíma sýnt fram á fagréttindi sín og forgangs- rétt til vinnu. Félagsmenn fá félags- skírteini sem m.a. staðfesta starfs- réttindi. Skírteinin auðvelda fyrir- tækjum ráðningu og eftirlitsmönn- um að ganga úr skugga um fagrétt- indi starfsmanna. Örn Friðriksson Aukin tækniþekking og hæfni skilar sér í áhugaverðari störfum og möguleikum á hærri launum. Fyrirtækin standa betur að vígi í samkeppninni, ná til sín fjölbreyttari verkefhum og selja betri vöru og þjónustu. Fagfélögin og fyrir- tækin hafa lagt mikla tjármuni til tækninám- skeiðanna. Þannig hef- ur Félag járniðnaðar- manna greitt á aðra milljón króna á hveiju ári, undanfarin ár, til uppbyggingar, reksturs og kennslu- tækja fyrir tækninámskeiðin. Félag- ið sér einnig um skráningu á nám- skeiðin fýrir félagsmenn. Hundruð máimiðnaðarmanna hafa bætt veru- Fjölbreytt tækninámskeið Rafrænt félagsskírteini, segir Orn Friðriksson, staðfestir fagréttindi og Nýrri tækni og breytilegum kröf- um verður ekki mætt með sam- *felldri langri skólagöngu sem á að afgreiða menntunarþörf í eitt skipti fyrir öll. Til viðbótar iðnnámi og öðru skólanámi í framhaldi af því er brýnt að iðnaðarmenn eigi kost á framhaldsnámi sem gerir þá færa til að nýta tæknibreytingar í störf- um sínum. Námsefnið þarf að taka breytingum í takt við tækniþróun og nýtt efni þarf að komast til skila á skömmum tíma. Tækninámskeið Fræðsluráðs málmiðnaðarins, sem er samstarfs- vettvangur fagfélaga og samtaka fyrirtækja í málmiðnaði og neta- gerð, eru einmitt byggð upp á þann hátt að félagsmenn geta sótt þang- að nýja þekkingu sem gerir þá .. hæfari í starfi. Þar fer saman fræði- leg kennsla og verkleg þjálfun, t.d. í rekstri og bilanagreiningu vökva- kerfa og loftstýringa, kæli og frysti- kerfa. Viðhaldstækni, rafmagns- fræði og rafstýringar eru hluti af tækninámskeiðum og málmsuðu- námskeiðin eru undanfari hæfnis- prófa skv. Evrópustöðlum. er lykill að félagslegum réttindum, menntun og fjölbreyttum störfum. lega þekkingu sína og hæfni með því að sækja námskeiðin. Það skiptir máli fyrir fyrirtækin að hafa vissu fyrir því að starfsmað- ur sé félagsmaður í Félagi jámiðn- aðarmanna vegna þess að aðgengi að tækninámskeiðum á lágmarks- verði er bundið við félagsaðild. Af sömu ástæðu er félagsmönnum mik- ils virði að geta sýnt fram á félags- aðild og einnig vegna íjölmargra annarra réttinda sem aðild að félag- inu veitir. Félagsskírteinin sem félagsmenn eru nú að fá í hendur staðfesta mikilvæg réttindi og félagsmönnum ber að hafa skírteinið ávallt til taks þegar á þarf að halda. Höfundur er formaður Félags járniðnaðarmanna og varafor- maður Samiðnar - sambands iðnfélaga. Að ná tökunl á tilverunni Börnin hæfari að takast á við þrýsting frájafnöldrum NÁMSEFNI Quest Inter- national „að ná tökum á til- verunni" hefur tvíþætt mark- mið: í fyrsta lagi að hjálpa ungu fólki til að þroska með sér jákvæða félagslega hegð- un, svo sem sjálfsstjórn, ábyrgð, dómgreind og hæfi- leika til að umgangast aðra. í öðru lagi að hjálpa fólki til að þroska með sér sterka ábyrgðartilfinningu gagnvart fjölskyldu sinni, skólanum, jafnöldrum og nánasta um- hverfi, svo og að taka þá ákvörðun að lifa heilbrigðu og vímulausu lífi. Þetta námsefni er okkur kennurum kærkomið tæki- Bára Jóhannsdóttir. Erla Björk Steinarsdóttir. færi til að taka skipulega á ýmsum samskiptaþáttum. Okkur í Folda- skóla hefur reynst best að vinna með þetta námsefni í 6. og 7. bekk. Meginástæða þess að við byijum í 6., en ekki 7. bekk eins og aðrir skólar gera, er að okkur þykja þeir nemendur, bæði stelpur og strákar, vera mjög einlægir og opnir og eiga auðvelt með að deila tilfinningum sínum og upplifum með hver öðrum. Kennsluleiðbeiningamar eru mjög yfirgripsmiklar en ákaflega aðgengi- legar og gott að vinna með þær og höfum við því leyft okkur að aðlaga þær á þann veg sem fallið hefur best að okkur nemendum. Við höfum valið úr fyrir nemendur þá þætti sem Unglingar eru móttæki- legir, segja Bára Jóhannsdóttir og Erla Björk Steinarsdóttir, fyrir þrýstingi frá jafnöldrum. byggja upp ábyrgðartilfinningu gagnvart námsumhverfi þeirra og unglingsárunum og sjálfstraust þeirra gagnvart sjálfum sér og öðr- um. Á þann hátt teljum við að böm- in verði hæfari til að takast á við þrýsting frá jafnöldrum og geti á auðveldari hátt sagt nei við áfengi og öðrum ávana- og fíkniefnum. Á fyrra ári Lions-Quest námsefnisins hefur nemendum í Reykjavík verið boðið í tveggja daga ferð á Úlfljóts- vatn. Þar fer fram kennsla í tilvemnámsefninu, dagskrá sem skipulögð er af skátunum og kvöldvaka sem nemendur skipuleggja. Fléttast dagskrá þessara daga vel inn í náms- efnið sjálft. Sú ferð sem við fómm með nemendur okkar í vetur var sérstaklega vel heppnuð og ánægjuleg. Við teljum þetta góða leið til að efla samkennd meðal nemendanna. Nemendur og kennarar fá einnig tækifæri til að kynnast á annan hátt, bæði í leik og starfí. Börnin hafa sýnt þessu efni mik- inn áhuga og verið mjög virk í tím- um. Þau hafa jafnvel haft það á orði að í þessum tímum sé andrúms- loftið allt annað, þau geti verið ein- lægari og að þeim þyki ekki erfitt að segja frá reynslu sinni og lýsa tilfinningum. Trú þeirra á sig sjálf hafí aukist mikið og einnig jákvætt viðhorf gagnvart sjálfum sér og öðrum. í vetur höfum við haldið tvo for- eldrafundi og fengu foreldrar for- 1. maí Meðal annarra orða „Sá sem berst fyrir öðrum, verður að deila Iqorum þeirra sem hann berst fyrir.“ Njörð- ur P. Njarðvík skrifar um 1. maí. í DAG er alþjóðlegur baráttu- dagur verkamanna og raunar allra launþega, eða var vilja sumir segja, af því að þeim finnst lítið eftir af baráttuviljanum. Þeir segja þá sem svo að kröfugangan hafi breyst í eins konar skrúðgöngu, spássitúr á eftir lúðrasveit til að hlusta á ávörp þar sem hugur fylg- ir ekki máli. Áð dagurinn hafi í raun breyst í einhvers konar sið- ræna minningarathöfn um þá tíma er menn meintu það sem þeir sungu um skortsins glímutök, boða frelsi og geirinn, sem gripinn yrði í hönd. Ekki veit ég hvort slík gagnrýni er sanngjörn. En ljóst er, að siðræn athöfn sem skortir raunverulega merkingu, boðar ekkert nema tóm- læti, og orð sem ekki er fylgt eftir með athöfnum falla dauð og ómerk. Sigrar í harðri lífsbaráttu vinnast ekki með glamuryrðum og neftób- aki. „Ei með orðaflaumi / mun eyð- ast heimsins nauð,“ segir Jón úr Vör. Ef menn trúa því að orða- flaumurinn dugi, þá erum við kom- in á það stig, sem Jóhannes úr Kötlum lýsir í ljóði sinu Kalt stríð: „Þetta mórauða skólp sem hnígur þyngslalega um æðar vorar / það er ekki mannsblóð / ekki hinn skapandi lífsflaumur kynslóð- anna / heldur tóbak og kaffi og brennivín." Rýmingarsala á húsgögnum Rýmum fyrir nýjum vörum, þar á meða skrifstofuhúsgögn, stólar, borð, skápar, hillur og skermveggir. Mikill afsláttur. Húsgagnagerð í 88 ár Smiðjuvegi 2 .Kópavogi t77 Sími 567 2 1 1 0 Ráðist á launafólk Ég veit vel, að menn geta sagt: „Það þarf ekki sömu baráttu og fyrr. Við höfum náð því mannsæm- andi lífi, sem við börðumst fyrir.“ Það er að hluta til rétt. En í þeirri afstöðu felst að við horfum aðgerð- arlaus á að grundvöllur þess mann- sæmandi lífs sé molaður. Því — að því er nú stefnd. Hin svokallaða þjóðarsátt færði launafólki lítið annað en að sætta sig við skert kjör til að efla fyrirtæk- in. Launfólk tók á sig að leysa efna- hagskreppu með fórnum. Nú er engin kreppa á íslandi, heldur góð- æri. Hvert fyrirtækið af öðru birtir ársreikninga með hagnaði. Hluta- bréf hækka í verði og skila fjár- magnseigendum auknum arði. Og það er auðvitað gott — svo langt sem það nær. En í slíku góðæri er ekki annað en réttmæt krafa að fólk sem skapar auðinn með vinnu sinni njóti þess til jafns við aðra. En því er ekki aldeilis að heilsa. Ekki nóg með að við horfum upp á skaddað heilbrigðis- og velferðar- kerfi, heldur ræðst ríkisstjórnin á launafólk með meira offorsi en áður hefur sést með boðaðri lagasetn- ingu til að skerða jafnvel áunnin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.