Morgunblaðið - 01.05.1996, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
i
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ1996 41
AÐSENDAR GREINAR
FRÁ Úlfljótsvatni.
eldrabókina Árin sem koma á óvart
afhenta sem gjöf frá Vímulausri
æsku á fyrri fundinum. Því miður
var hvorugur fundurinn nógu vel
sóttur. En að sögn þeirra sem
mættu fannst þeim fundirnir góðir
og gagnlegir.
Við álítum samvinnu við foreldra
mjög mikilvæga. Nauðsynlegt er
að foreldrar kynnist þessu námsefni
til að geta tekið þátt í heimavinnu
nemenda og til að kynnast þeim
markmiðum sem við setjum okkur
með þessari kennslu, því það er jú
vitað má! að vímuvarnir hefjast
heima fyrir. Einnig gerir þetta for-
eldrum ídeift að koma saman, kynn-
ast og ræða uppeldi barnanna. í
framhaldi af þessum fundum hafa
foreldrar t.d. tekið ákvarðanir um
vasapeninga, svefntíma o.fl.
Höfundai• eru kennarar í 6. bekk
Foldaskóla.
lífeyrisréttindi og tilverugrundvöll
launþegahreyfinga og þar með
kjarabaráttu.
þversögn þarf að komast fyrir og
sparka henni burt úr öllum samn-
ingum.
Sundurlyndi
Sameining
Veika stöðu íslenskrar vinstri-
hreyfingar og launabaráttu má
skýra með einu orði: sundurlyndi.
Upprunann má rekja til stofnunar
Alþýðubandalagsins og stjórnmála-
arms þess Alþýðuflokksins. Flokk-
urinn hefur því miður margklofnað
síðan og með síendurteknu sam-
starfi við Sjálfstæðisflokkinn hefur
hann færst of langt til hægri til að
geta verið sá málsvari launafólks
sem honum var ætlað að vera. Það
sem eitt sinn var heildstæður flokk-
ur hefur verið að greinast í alls
konar brotabrot allt fram á þennan
dag. Það mega heita undarleg ör-
lög, að vinstri menn, sem eiga allt
sitt undir samstöðu og samheldni,
skuli hér á landi hafa lent í sífelld-
um tvístringi.
Að liluta til má skýra það svo,
að stjórnmálaöflin og launahreyf-
ingin hafi orðið fyrir þeirri ógæfu
(sem er engan veginn sérstakt fyr-
ir ísland), að hugsjónalitlir tæki-
færissinnar hafa annað slagið
komist þar í forystu með fyrirsjá-
anlegum afleiðingum, því að sá
sem hefur sjálfan sig að hugsjón
getur ekki þjónað öðrum. En til
þess að þjóna hugsjón þarf óeigin-
gjarna fórnfýsi. Það eru dapurleg
örlög að vera persónulegur smá-
kóngur undir yfirskini jafnréttis
og bræðralags. Sá sem berst fyrir
öðrum, verður að deila kjörum
þeirra sem hann berst fyrir. Þegar
hann er orðinn forréttindamaður
og hafinn yfir samstarfshóp sinn,
er hann kannski fær um að skilja,
en ekki að finna á sjálfum sér þörf
þeirra, sem hann á að þjóna.
Annar vandi er fólginn í því að
láta andstæðinginn ekki skammta
sér forsendur fyrir sjálfri barátt-
unni. Réttlætismál verður aldrei
unnið með hagfræðilegum útreikn-
ingum. Þeir eru í eðli sínu fjarri
áþreifanlegu mannlífi, en stjórna
samt að miklu leyti lífi okkar. Þá
Ef til vill á hinn sundurleiti hóp-
ur vinstri manna á Islandi sér þó
eina góða von. Og það skyldi þó
ekki vera að hún kæmi úr þeirri
átt er síst mætti ætla. Kannski
tekst ríkisstjórninni með ofsóknum
sínum á hendur launafólki það sem
því hefur ekki tekist sjálfu; að sam-
eina þá sem eiga samstöðu. Mis-
munandi launahreyfingar hafa
snúist hver gegn annarri við
óblandinn fögnuð þeirra, sem vilja
veika og sundurlynda launþega-
hreyfingu. Nú virðist von til þess
að þessar hreyfingar neyðist til
þess að standa saman gegn sam-
eiginlegum óvini. Og vonandi getur
það orðið til þess að kalla á nauð-
syn stjórnmálalegrar sameiningar.
Sundurlyndi íslenskra jafnaðar-
manna (sem eru í öllum stjórn-
málaflokkum landsins) hefur verið
mesta ógæfa íslenskra stjórnmála.
í raun er þróunin orðin sú, að
flokkakerfið íslenska er orðið með
öllu úrelt og krefst algerrar upp-
stokkunar. En til þess að það megi
takast verða smákóngarnir að víkja
fyrir nýrri forystu, sem hefur það
siðferðilega þrek, sem eitt getur
axlað ábyrgð sameiningar. Von-
andi verður unnt að finna slíka
forystu.
Höfundur cr prófessor í íslensk-
um bókmenntum við Háskóla
íslands.
I jþaesi flísar
- >’ ^TT jH
r íi^r
> TT
Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567*4844
Morgunverðariimdur I j ármálaráðherra
•Ilvað eru bretar að gera til að draga úr ríkisútgjöldum og bæta
rekstur hins opinbera?
•llvernig hefur ríkisreksturinn og fyrirkomulag stjórnsýslunnar
áhrif á samkeppnisstöðu breskra fyrirtækja á heimsmarkaði?
Þessum spumingum svarar Lesley Emin,
yfirmaður stefnumótunar um nýskipan í
ríkisrekstri í breska forsætisráðuneytinu,
á morgtmverðarfundi fjármálaráðherra.
Leslay Emin Friðrik Sophusson
Fnridurinn verður haldinn ú Kornhlöðulóftinu jostudaginn 3. rnaí kl. 08:15 - 09:45 Allir áhugarnenn velkornnir
Nýskipan í ríkisrekstri • Einföldun • Ábyrgð • Árangur
VORVERÐ
KR. 5980,-
2stk Buxur
Kringlan s: 581-1944]
«■*$
2,3,4 MAÍ