Morgunblaðið - 01.05.1996, Síða 44

Morgunblaðið - 01.05.1996, Síða 44
.44 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Systir min, INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, Nýlendugötu 18, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 24. apríl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu á morgun, fimmtudaginn 2. maí, kl. 15.00. Guðlaug Jónsdóttir. t Astkær eiginmaður minn, sonur, faðir og tengdafaðir, BERGSTEINN STEFÁNSSON, lést í Svíþjóð þann 29. apríl. Edda Niels, Sigrún Bergsteinsdóttir, Sigrún Rósa Bergsteinsdóttir, Helga Marin Bergsteinsdóttir, Birgir Blöndal, Hjörtur Jónsson. Systir mín, t SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Vorsabæ, Ölfusi, si'ðasttil heimilis á Leifsgötu 5, Reykjavfk, er látin. Útför hennar fer fram frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 4. maí kl. 14.00. Fyrir hönd systkinanna, Guðrún Jónsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, KRISTJANA JÓNASDÓTTIR, áðurtil heimilis á Brunngötu 14, ísafirði, lést í Fjórðungssjúkrahúsi Isafjarðar mánudaginn 29. apríl. Birna Björnsdóttir, Jónas Björnsson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EGILL RAGNAR ÁSMUNDSSON, fyrrverandi húsvörður, Ánahlíð 8, Borgarnesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 29. apríl. Halldóra Jónsdóttir, Ólafur Ragnarsson, Elín Ragnarsdóttir Hervig, ívar Hervig, Helga Ragnarsdóttir, Þorsteinn Viggósson, Brynjar Ragnarsson, Elísabet Þórðardóttir, afabörn og langafabörn. t Móðursystir mín, MAGÐALENA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 26. apríl. Fyrir hönd vandamanna, Leifur H. Magnússon. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR SIGMARSDÓTTIR, Lækjargötu 22b, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á heimahlynningu. Egill Jónasson, Hólmfríður Svala Jóhannsdóttir, Jónas Óli Egilsson, Oddný Hjálmarsdóttir, María Egilsdóttir, Jan Larsen, Ingibjörg S. Egilsdóttir, Jósep Zoponfasson, Eygló Egilsdóttir og barnabörn. INGVELDUR JÓNSDÓTTIR + Ingveldur Jóns- dóttir fæddist á Ytri-Rauðamel í Eyjahreppi í Hnappadalssýslu II. júlí 1910. Hún lést á Elliheimilinu Grund í Reykjavík 24. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Bryn- hildur Rósa Þórðardóttir frá Mýrdal í Kolbeins- staðahreppi, f. 22. maí 1885, dáin 8. apríl 1970, og Jón Oddur Albert Jónsson, f. í Rúf- eyjum í Skarðshreppi í Dala- sýslu 17. janúar 1877, dáinn 6. júní 1943. Foreldrar Ingveldar skildu þegar hún var í frum- bernsku og ólst hún upp hjá móður sinni. Nokkur ár bjuggu þær á Hausthúsum i Eyjahreppi hjá Jóni Þórðarsyni bónda þar, móður- bróður Ingveldar og konu hans Kristrúnu Ketils- dóttur. Árið 1922 fluttust þær mæðg- ur til Reykjavíkur og átti Ingveldur þar heima alla tíð síðan á Nýlendu- götunni, lengst í húsinu númer 24. Síðustu þijú ár ævinnar var hún Elliheimilinu Grund. Ingveldur átti eina eldri systur, Guðlaugu Jónsdóttur, f. 23. nóvember 1907 og er hún enn á lífi og dvelur á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi. Guðlaug var gift Valgeiri Elíassyni bónda í t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, EGGERT GUÐJÓNSSON, Bugðulæk 17, lést á heimili sínu 27. apríl. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju mánudaginn 6. maí kl. 15.00. Geirlaug Þórarinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR EGGERTSDÓTTIR, Espigerði 4, andaðist sl. laugardag. Jarðarförin auglýst síðar. Þorsteinn Guðlaugsson, Gylfi Þór Þorsteinsson,Guðrún Þórisdóttir og sonardóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EYVINDUR ÓLAFSSON, Seilugranda 4, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Minningarsjóð Landspítalans. Bjarndis Bjarnadóttir, Brynjólfur Eyvindsson, Ásta Ingvarsdóttir, Bjarni Eyvindsson, Bergljót Ingvarsdóttir, Camilla Ása Eyvindsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdadóttir, systir og mágkona, ÁSTA SVERRISDÓTTIR, (Viðiteigi 12), Sandagervej 11, Vadum, Danmörku, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 3. maí kl. 13.30. Stefán Ómar Jónsson, Ásthildur Stefánsdóttir, Ómar Stefánsson, Arndís Stefánsdóttir, Arndís Kristinsdóttir, Lilja Sigurjónsdóttir, Jón M. Sigurðsson, Kristinn Sverrisson, Ingunn S. Pétursdóttir, Tryggvi Sverrisson, Sigri'ður Valdimarsdóttir, Sólveig Sverrisdóttir, Jón Páll Hallgrímsson, Rósa Sigurjónsdóttir, Júli'us Sigurjónsson. Miklaholti í Miklaholtshreppi, f. 22. janúar 1906, d. 20. maí 1992, og bjuggu þau þar nán- ast öll sin hjúskaparár. Þau eignuðust tvær dætur, Elínu Rósu og Gyðu. Þær búa báðar í Miklaholti. Elín Rósa er gift Guðbjarti Alexanderssyni, en Gyða er ógift. Ingveldur giftist ekki og eignaðist enga afkomendur. Ingveldur bjó alla tíð með móð- ur sinni þar til hún lést, en þá var Ingveldur tæplega sextug að aldri. Hún stundaði ýmis störf framan af ævi, var m.a. í fiskvinnu og fór oft í kaupa- vinnu með móður sinni á sumr- in og voru þær t.d. mörg sum- ur í Skálholti. Hún vann í Sæl- gætisgerðinni Víkingi í mörg ár. Eftir miðjan aldur var hún mjög heilsutæp og vann eftir það nokkur ár á Múlalundi meðan starfskraftar entust. Útför Ingveldar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, fimmtudaginn 2. maí, og hefst athöfnin klukkan 15. Frá því fyrst ég man eftir mér hefur Ingveldur, eða Inga eins og hún var oftast kölluð, verið hluti af þeim sem hafa verið mér nánast- ir. Móðir Ingu, Rósa, og Jón fóstri móður minnar, Þóru Arnadóttur, voru systkini og þar sem Inga og Rósa bjuggu á Nýlendugötunni og fjölskylda mín á Bárugötunni var ekki langt á milli og samskiptin því mikil. Einnig var ég mörg sum- ur í Miklaholti hjá systir Ingu, Guðlaugu, og manni hennar, Val- geiri. Þangað kom Inga nánast á hveiju sumri og dvaldi þar lengur eða skemur. Ég var ekki há í loftinu þegar ég byijaði að trítla niður á Nýlendu- götu í heimsókn til þeirra mæðgna. Það var notalegt að koma í litlu íbúðina þeirra og þar var alltaf tekið á móti mér með höfðinglegu kaffiborði sem ég kunni vel að meta. Síðan voru spilin dregin upp og spiluð kasjón, rommý eða manni og áður en ég hélt heim var ein- hveiju góðgæti stungið að mér. Einnig var það alltaf byijunin á hátíðarstemmningu jólanna þegar þær mæðgur ásamt Guðlaugu Pét- ursdóttur birtust uppábúnar rétt fyrir kl. 18 á aðfangadagskvöld. Þá fann ég svo vel að nú voru jólin loksins komin. Inga hafði mikinn áhuga á ætt- fræði og grúskaði mikið í þeim fræðum sér til gagns og gamans, enda var hún bæði fróð og minn- ug. Alltaf var hægt að leita til hennar þegar maður vildi fræðast um ættir vina og kunningja og þá brást hún ekki heldur þegar tengdabörnin komu á vattvang, hún rakti ættir þeirra samstundis. Þær áttu margar samverustundirn- ar yfir þessum fræðum í eldhúsinu á Bárugötunni mamma og hún, þar sem þær reyndu með sér. Þá gleymdist oft stund og staður. En ættfræðiþekking Ingu var miklu meiri en spjall meðal vina og kunn- ingja. Hún sótti reglulega fundi hjá Ættfræðifélaginu og mér er kunn- ugt um að hún naut mikillar virð- ingar í þeim hópi vegna víðtækrar þekkingar sinnar í ættfræði. Inga var fríð kona sýnum, kurt- eis í allri framgöngu, hógvær og hlý. Hún var mjög trygglynd og fylgdist vel með vinum sínum og ól önn fyrir þeim. Eftir að heilsu móður minnar hrakaði held ég að hún hafí heimsótt hana nánast hvern einasta dag til að líta til með henni og hjálpa henni með að- drætti. En um leið flutti hún henni fréttir af mönnum og málefnum, deildi með henni tíma sínum og nærveru, sem var þeim báðum mik- ils virði. Við systkinin erum henni afar þakklát fyrir alla hjálpina og vináttuna sem hún veitti móður okkar. Árið 1993 tók Inga þá ákvörðun að fara á Elli- og hjúkrunarheimil- ið Grund. Hún var búin að fá her- bergi á Litlu Grund þar sem hún ætlaði að eyða ævikvöldinu. En

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.