Morgunblaðið - 01.05.1996, Qupperneq 68
23YIINQAI
Hátækni til framfara
§§§ Tæknival
Ske.funní 17 • Slmi 568-1665
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKIAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: IIAFNARSTRÆTI 85
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Krappur dans á kajak
Laxamýri. Morgunblaðið.
SIB stefnir
bönkum fyrir
Félagsdóm
KAJAKÆFINGAR hafa verið
stundaðar á Laxá í Aðaldal að
undanförnu, en það eru þeir fé-
•lagar Aðalsteinn Arnason, Hallur
Gunnarsson, Jón Óðinn Óðinsson,
Jón Hjaltason og Þorsteinn
Hjaltason hjá Siglingaklúbbnum
Nökkva á Akureyri sem hafa ver-
ið að hressa upp á róðrarlistina.
Um helgina var æft stíft í Brú-
arfossi og fanð var mður Bakka-
streng og Heiðarendaflúð. í sum-
ar verður vikunámskeið hjá
klúbbnum og gefst almenningi
þá tækifæri að læra kajaklistina
og sýna kunnáttu sína í Hörgá.
Að sögn þeirra félaga er best að
byrja að æfa sig í sundlaugum
en fossar og flúðir eiga að koma
síðar.
SAMBAND íslenskra bankamanna
hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi
til að fylgja eftir þeirri kröfu gagn-
vart samninganefnd bankanna að
launaliður kjarasamnings aðilanna
frá 8. júní 1995 verði tekinn til end-
urskoðunar með hliðsjón af upplýs-
ingum frá Þjóðhagsstofnun um
launahækkanir viðmiðunarhópa SÍB.
Krafan er gerð á grundvelli sam-
komulags um kjarasamninga félags-
manna SÍB frá árinu 1977, _að því
er segir í fréttatilkynningu SÍB.
Samkvæmt því skuli aðilar helja
viðræður óski annar hvor þeirra, að
gefnu tilefni, endurskoðunar á launa-
lið á samningstímanum. Náist ekki
samkomulag innan 30 daga skuli
ágreiningsatriðum skotið til úrlausn-
ar gerðardóms.
Þá segir að í febrúar sl. hafi SÍB
óskað eftir endurskoðun launaliðsins
með hliðsjón af upplýsingum frá
Þjóðhagsstofnun um launahækkanir
nokkurra viðmiðunarhópa SÍB en
samninganefnd bankanna hafi hafn-
að þessari ósk og borið því við að
SÍB hafi ekki sýnt fram á að tilefni
til epdurskoðunar væru til staðar.
SÍB hafi nokkrum sinnum áður
lagt fram ósk um endurskoðun
launaliðar og hafi samningar tekist
án milligöngu gerðardóms. 1981 og
1986 hafi gerðardómur fjallað um
ágreining og komist að þeirri niður-
stöðu að skilyrði væru til hækkunar
launaliðar.
Túlkun SÍB á ákvæðinu sé m.a. í
samræmi við niðurstöðu gerðardóms-
ins í báðum tilvikum.
Ekki fleiri
ný vínveit-
ingaleyfi
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
að fela skrifstofustjóra og borg-
arlögmanni að undirbúa auglýs-
ingu um að ekki verði mælt
með nýjum vínveitingaleyfum í
miðborg Reykjavíkur um tiltek-
inn tíma.
í umsögn borgarlögmanns
vegna vínveitingaleyfa fyrir
nýjan matar- og skemmtistað
við Pósthússtræti 9 og vínveit-
inga- og skemmtanaleyfi fyrir
nýjan veitingastað við Hafnar-
stræti 7, segir að umsækjendur
eigi rétt á vínveitingaleyfum á
grundvelli almennrar jafnræðis-
reglu. Vilji borgrráð ákveða að
mæla ekki með útgáfu nýrra
leyfa um ákveðinn tíma sé
nauðsynlegt að slík ákvörðun
verði auglýst með fyrirvara
þannig að þeim, sem hafi í
hyggju að leggja inn umsókn,
gefist tækifæri til þess áður en
til stöðvunar kemur.
Frumvarp ekki
ólögmæt íhlutun
LAGASTOFNUN Háskóla Islands
telur að framlagning frumvarps um
breytingu á lögum frá 1938 um stétt-
arfélög og vinnudeilur- feli ekki í sér
ólögmæta íhlutun ríkisvaldsins um
málefni sem stéttarfélögum er rétt
að kveða á um sjálf.
Félagsmálanefnd Alþingis óskaði
hinn 29. mars eftir áliti Lagastofnun-
ar um hvort ákvæði fyrrnefnds frum-
varps brytu í bága við stjórnarskrá
og þjóðréttarsamninga.
Lagastofnun bendir á að félaga-
frelsisnefnd Alþjóða vinnumálastofn-
unarinnar (ILO) hafi lagt áherslu á
rétt manna til að stofna félög. Hún
telji að launþegum eigi að vera frjálst
hvort þeir kjósi að stofna vinnustaða-
félag eða starfsgreinafélag sem
grunneiningu sína. Bent er á að það
sé álitamál hvort bann við því að
félagssvæði stéttarfélags sé minna
en eitt sveitarfélag samrýmist al-
þjóðasáttmálum um félagafrelsi, eins
og þeir hafa verið túlkaðir.
Samkvæmt niðurstöðu álitsins er
heimilt að stofna vinnustaðafélag,
en ekki er talið öruggt að krafa um
250 manna lágmarksij'ölda standist.
Ákvæði um samningsumboð og
samþykkt kjarasamninga, lagaskil-
yrði fyrir verkföllum og atkvæða-
magn til verkfallsboðunar eru ekki
talin ganga gegn alþjóðasáttmálum.
Lagastofnun bendir á að ákvæði
i-liðar 6. gr. frumvarpsins um sam-
eiginlega miðlunartillögu ríkissátta-
semjara og atkvæðagreiðslu um hana
bijóti í bága við túlkun ILO. Þá er
talið hætt við að ákvæði frumvarps-
ins um samþykki miðlunartillögu telj-
ist ekki samrýmast rétti manna til
fijálsra samninga samkvæmt al-
þjóðasáttmálum. Einnig er vakin at-
hygli á því að fram hafi komið sjónai'-
mið um að skipan Félagsdóms kunni
að bijóta í bága við ákvæði Mann-
réttindasáttmála Evrópu.
Morgunblaðið/Ásdís
Yiljayfirlýsing bæjarfélaganna Hafnarfjarðar og Reykjavíkur
Samstarf um uppbygg-
íngu orkuiðnaðar
BÆJARFÉLÖGIN Hafnarfjörður og Reykjavík
hafa undirritað sameiginlega viljayfirlýsingu um
aukið samstarf til að flýta fyrir uppbyggingu orku-
iðnaðar og þróun iðnaðarsvæða á höfuðborg-
arsvæðinu. Viljayfirlýsingin var kynnt og sam-
þykkt á fundi borgarráðs í gær og jafnframt
ákveðið að halda sérstakan kynningarfund með
borgarfulltrúum um málið.
Yfirlýsingin felur í sér að bæjarfélögin munu
sameiginlega beita sér fyrir sérstöku átaki til rann-
sókna og öflunar jarðgufu frá Krísuvíkursvæðinu
meðal annars til iðnaðarnota. Bent er á að reynsla,
aðstaða og sérþekking Hitaveitu Reykjavíkur
gæti nýst einkar vel í þessu sambandi, auk þess
sem gufuvirkjun, til dæmis á Trölladyngjusvæð-
inu, gæti nýst á hagkvæman hátt til orkuafhend-
ingar inn í heitavatnskerfið úr gagnstæðri átt við
það sem nú er.
£ öðru lagi felur yfirlýsingin í sér að bæjarfélög-
in stefna að formlegu samstarfi um uppbyggingu
og rekstur hafnarmannvirkja á fyrirhuguðum at-
hafnasvæðum við Straumsvík og Eiðisvík. Slíku
samstarfi er ætlað að samræma áfangaskiptingu
við uppbyggingu hafnarmannvirkja og eftir atvik-
um áherslur við þróun aðliggjandi athafnasvæða,
auk þess sem samstarf á þessu sviði gefi tæki-
færi til sameiginlegrar markaðssetningar stóriðju-
hafna og hægt sé að bregðast við möguleikum
sem upp koma með skjótum hætti.
Óvilhallur aðili tilnefndur
Þá er gert ráð fyrir að óvilhallur aðili verði til-
nefndur til að leggja fram tillögur og/eða val-
kosti varðandi ýmis tæknileg og ljárhagsleg úr-
lausnaratriði sem leiða kunni af þessu samstarfi
og hvort bæjarfélagið um sig á að tilnefna sam-
skiptafulltrúa til þess að greiða götu þeirrar til-
lögugerðar.
Einnig kemur fram að á grundvelli viljayfirlýs-
ingarinnar verði leitað eftir samstarfi við við-
skipta- og iðnaðarráðuneytið um sameiginlegt átak
í rannsóknum á jarðgufu sem skapað geti ný
tækifæri á sviði orkuiðnaðar.
Gert er ráð fyrir að kostnaður og útlagður kostn-
aður sem lúti að gerð samstarfssamnings á grund-
velli viljayfirlýsingarinnar skiptist jafnt á milli
bæjarfélaganna. Fram kemur að tilefni þessarar
viljayfirlýsingar sé að starfshópur á vegum Aflvaka
Reykjavíkur hafl að undanförnu kannað á hvern
hátt verði best brugðist við fyrirspurn erlendra
aðila sem óskuðu atbeina borgaryfirvalda við stofn-
un pappírsverksmiðju á höfuðborgarsvæðinu og er
vísað til skýrslu starfshópsins um jarðgufu til iðnað-
ar á höfuðborgarsvæðinu í því sambandi.
Léttir að
loknum
prófum
SAMRÆMDUM prófum lauk í
gær og andaði ungdómurinn
léttar um leið og prófum var
lokið og naut veðurblíðunnar.
Samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar var nokkuð af
ungu fólki á ferli í gærkveldi í
miðborg Reykjavíkur og virtist
fara fjölgandi. Allt virtist fara
friðsamlega fram. Mikill
mannfjöldi var hins vegar í
Kringlunni um miðjan dag í
gær og mun eitthvað hafa
borið á ölvun, en að sögn lög-
reglu fór þó allt friðsamlega
fram, en myndin er tekin þar
um miðjan dag.
■ Grunnskólanemar fagna/6