Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 29
Sýningum
áHinu
ljósa mani
að ljúka
KRISTJÁN Franklín Magnús og Sigrún Edda Björnsdóttir
í Hinu Ijósa mani.
Endurúthlutun úr Kvikmyndasjóði
María fékk
13,5 milljónir
ISLENSKA kvikmyndasamsteypan
hlaut styrk að upphæð 13,5 milljónir
til að hefla framleiðslu á myndinni
María undir leikstjórn Einars Heimis-
sonar, þegar endurúthlutað var úr
Kvikmyndasjóði íslands í vikunni.
Að sögn Bryndísar Schram, fram-
kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs, var
ástæða endurúthlutunarinnar sú að
kvikmyndafyrirtækinu Umba tókst
ekki að ljúka íjármögnun myndar
sinnar Ungfrúin góða og húsið í
tæka tíð og féll því vilyrði þeirra
fyrir styrk, frá því í fyrra, niður.
Uthlutunarnefnd leitaði í staðinn
myndar sem lokið hefði fjármögnun
og tilbúin væri í tökur og varð Mar-
ía fyrir valinu.
Eitt vilyrði fyrir styrk var gefið
við sama tækifæri. Kvikmyndafélag-
ið ILM fékk vilyrði fyrir 20 milljónum
til að hefja framleiðslu á myndinni
Galdur undir leikstjórn Hrafns Gunn-
laugssonar. Frestur til að ljúka fjár-
mögnun myndarinnar er til 1. janúar
1997.
Vöxtur og þroski
NÚ FER hver að verða síðastur
að sjá Hið ljósa man í Borgarleik-
húsinu en sýningum á verkinu er
nú að ljúka. Einungis eru eftir
tvær sýningar, nk. föstudag og
laugardaginn 1. júní.
„Hið ljósa man er nýstárleg leik-
gerð Bríetar Héðinsdóttur eftir
Islandsklukku Halldórs Laxness.
Leikgerðin er verulega frábrugð-
in fyrri leikgerðum af íslands-
klukkunni en í henni er sjóndeild-
arhringurinn þrengdur til muna,
örlagasaga Snæfríðar Eydalín
Björnsdóttur, Hins ljósa mans, er
þar í brennidepli. Snæfríður Is-
landssól er ein stórbrotnasta kven-
lýsing íslenskra bókmennta. Hún
er í senn margbrotin og margræð,
sjálfri sér ráðgáta og umhverfi
sínu. „Ég var alltaf sú kona sem
ekkert fullnægir, þessvegna hef
ég valið mér hlutskipti og sætt
mig við það,“ — segir Snæfríður.
Obilgirni örlaganna sem birtist
hér í ytri aðstæðum og skapferli
persónanna, gerir ævi Snæfríðar
og ástarsamband hennar við Arn-
as Amæus að harmleik," segir í
kynningu.
Titilhlutverk Hins ljósa mans
manið sjálft, Snæfríður Islandssól,
er í höndum Sigrúnar Eddu
Björnsdóttur en auk þess leikur
Pálína Jónsdóttir Snæfríði unga.
Aðrir leikarar eru: Guðmundur
Ólafsson, Kristján Franklín Magn-
ús, Hanna María Karlsdóttir, Mar-
grét Helga Jóhannsdóttir, Pétur
Einarsson, Sigurður Karlsson,
Theodór Júlíusson, Þorsteinn
Gunnarsson, Þröstur Leó Gunn-
arsson o.fl. Leiksljóri sýningar-
innar er Bríet Héðinsdóttir.
BÓKMENNTIR
Ljóöabækur
Á HEITU MALBIKI - BLÓM
ÚRSANDI
Á heitu malbiki eftir Ingunni V.
Snædal. Reykjavík 1995 - 40 bls.
Blóm úr sandi eftir Svein Snorra.
1995 - 29 bls.
VÖXTUR og þroski íslenskrar
ljóðagerðar er ekki síst fólginn í
nýsköpun orða og hugmynda. Þess
vegna eiga ungskáld öðrum fremur
að temja sér áræði til að takast á
við hefðina og tungumálið af krafti
og innlifun. Hið frjálsa ljóðform sem
svo er kallað er löngu hætt að vera
fijálst þegar menn leiðast út í þá
ómeðvituðu iðju að yrkja eftir staðl-
aðri forskrift. Ljóðið nærist nefni-
lega á endumýjun. Það er þeim eig-
inleikum búið eins og tungumálið
að vera háð síbreytilegum aðstæð-
um. Þó að setningum sé raðað með
ákveðnum hætti á blað þarf slíkt
ekki að kallast ljóð og það er ekki
endalaust hægt að yrkja um eitt-
hvert sandkorn og strönd eilífðar-
innar eða hvernig sem það nú var.
Ljóðið nærist fyrst og fremst á
margbreytileika tungumálsins og
það er einmitt hlutverk skáldanna
að draga þennan margbreytileika
fram í ljóðum sínum.
Þær tvær ljóðabækur, sem hér
verður stuttlega fjallað um, bera
flest merki forskriftar þó í mismikl-
um mæli sé. Hugsunin í þeim er
saklaus og hrein og nær ekki að
bijóta sér leið út úr klisjukenndri
formgerð. Sjálfsagt er vöxtur þeirra
og þroski ekki enn orðinn nægur.
Blóm úr sandi er önnur ljóðabók
Sveins Snorra og ber flest merki
byijendaverks. Yrkisefnin eru af
rómantískum og þunglyndislegum
toga þar sem tregafull afstaða til
tilverunnar er ríkjandi og náttúran
og ástin haldast í hendur við sökn-
uð og kyrrláta gleði:
Þessu hef ég
verið að bíða eftir
þessi ár
þessi orð snerta hjarta mitt
eins og fingur gitarleikara
snertir streng.
Þetta eru hjartahlý og falleg ljóð
en myndmál höfundar er allt af
vanabundnu tagi þar sem eingöngu
er sótt í sjóði hefðarinnar. Fyrir
vikið verða ljóðin frekar máttvana
og klisjukennd enda skortir alla við-
leitni til skapandi endurnýjunar orð-
anna. í sjálfu sér vekur slík bók
litlar væntingar en er þó staðfehting
þess að hægt er að gera betur.
Sveinn Snorri þarf að þroska hugs-
un sína betur og víkka sjónsviðið.
Síðast en ekki síst þarf hann að
opna ljóðformið fyrir innihaldsríkari
notkun tungumálsins.
Á heitu malbiki er fyrsta ljóðabók
Ingunnar V. Snædál og að ýmsu
leyti forvitnileg. í sumum ljóðum
sínum nær Ingunn að forma vak-
andi og skýra hugsun sína á mark-
vissan og sjálfstæðan hátt. Hún
beitir líkingum með nokkuð góðum
árangri og andstæður og þversagn-
ir leika víða skemmtileg hlutverk.
Ljóð hennar eru reyndar misjöfn
að gæðum en þau sem betur eru
ort vega þyngra. Eins og í bók
Sveins Snorra eru ástin og náttúran
aðalyrkisefni ljóðanna en hugsun
Ingunnar er þroskaðri og víða nær
hún að flétta þetta tvennt saman
með einföldum og áhrifaríkum
hætti:
í nótt flugu álftir
oddaflug
Kvak þeirra barst mér
um óravegu
Ég hvíldi alsæl
í örmum þér
Hugsanir þínar
víðs fjarri
Á sama hátt og Sveinn Snorri
mætti Ingunn vera gagnrýnni á
hefðbundna notkun myndmáls og
tungumáls því hvort tveggja krefst
endumýjunar. Hún má vera áræðn-
ari í vali einstakra orða og velta
betur fyrir sér uppsetningu ljóða
sinna. Myndin á kápu bókarinnar
er skemmtileg og í fínu samræmi
við innihaldið.
Jón Özur Snorrason
Höggþolnir stuðavai
Sterk stálgrind sem er þó nægilega
létt hvað varðar sparneytni bílsins.
Byggð inn í fram- og afturenda bílsins til að draga úr áhrifúm höggs við árekstur.
Allar hurðir eru styrktar með tveimur öryggisbitum úr sérstöku hágæðastáli.
Smíðaðir til að taka við höggi á 4 km hraða án þess að skemmast.
Búnaður í sætum varnar því að farþegar bílsins renni fram við árekstur.
Þriggja punkta belti með hæðarstillingu og tregðuhjóli, sem er læsibúnaður
er varnar því að of mikill slaki myndist á beltinu við snögga hemlun.
Lág bilanatíðni og gott endursöluverð gerir Accent að öruggri fjárfestingu.
örugglega
góður
kostur
Yfir 2.500 Islendingar hafa komist aðþeirri niðurstöðu
að Hyundai er besti kosturinn. Gerðu eigin samanburð.
Þú kemst eflaust að sömu niðurstöðu.
Verð frá
Þaulhugsuð hönnun
öryggisþátta er meðal
þeirra fjölmörgu atriða sem
hafa styrkt kaupendur Accent
enn frekar í þeirri trú að hann
sé besti kosturinn.
949.000
ÁRMÚLA13, SlMI: 568 1200
BEINN SlMI: 553 1236
kr. á götuna
HYunoni
til framtíðar