Morgunblaðið - 23.05.1996, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 23.05.1996, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996 31 AÐSENDAR GREINAR Lífeyrisgreiðslur opin- berra starfsmanna PÉTUR H. Blöndal alþingismaður og tryggingafræðingur ritar tvær greinar í Morgunblaðið 15. og 16. maí sl. Greinamar fjalla um lífeyris- réttindi opinberra starfsmanna og bága stöðu lífeyrissjóðs þeirra. Eins og vænta mátti af skynugum trygg- ingafræðingi eru greinamar skrifaðar af hógværð og efnisatriði málefnaleg. Ég fagna því að fram á ritvöllinn kemur ábyrgur menntamaður til að ræða ástand þessara mála. í fyrri umfjöllun sinni gerir Pétur grein fyrir stöðu réttindamálanna eins og þau eru nú og rekur í átta liðum atriði sem hann telur betri hjá opin- berum starfsmönnum en bjóðist á almennum markaði „a.m.k. að því er meðalaldur karla sé 77 ár). Ég leyfí mér að vona að myndin vekji hjá öðrum ýmsar hugrenningar um gildi og galla lífeyrissjóða svo sem hún hefir vakið hjá mér. Greinargerð lærðs tryggingafræðings um orsakir þeirrar ógnar sem að LSR steðjar væri því vel þegin. Margir telja að hin hálfþvingaða sparileið, sem lögin um lífeyrissjóðina setja okkur sé ein af meginstoðunum sem tryggja velferð okkar. Mér sýnist líka kerfið harla gott, þótt ég skynji að á því þurfi að gera nokkrar breyt- ingar, einkum til þess að tryggja það gagnvart misnotkun og.bellibrögðum. Endurskoðaðar reglur fyrir LSR geta vissulega tryggt að sjóðurinn verði sjálfbær, sem er frumskilyrði. Sjóð- urinn gæti þá líka orðið grunnstaðall fyrir aðra lífeyrissjóði, þannig að sömu ívilnanir og samskonar hvatn- ingar næðu til allra í lífeyrissjóðum óháð því í hvaða sjóði þeir kjósa að Höfundur er verkfræðingur. Lífeyrisferill Inngreiðsla, 10% af tekjum, Avöxturt j 10 ár Endurgreiðsla í 20 ár í í 32 ár, vextir4% ‘í j | ! ! 1 j . L . \ j * ! 1 ! M \ iiiill ;. ; 1 ■ \ 1 \ i - i ; , ' 1 ' * i r.... ■ i 1 j i- 'j \ ■ V; V í 5 \ j - iA- 4 25 ár 57 ár 67 ár 87 Lífaldur Haraldur Ásgeirsson Leita verður uppsprett- unnar, segir Haraldur * Asgeirsson, þótt ýmis- legt gruggugt komi upp á yfirborðið. tryggð laun varðar“. Þá veltir hann líka upp spumingunni um það hver skuldi hveijum undirballans LSR. í síðari greininni segir frá nauðsyn- inni að leysa skuldamálin og þeirri hugsanlegu lausn sem Pétur telur á þeim vera. Þessi mál hafa verið mér hálfgerð mara í áratug. Ég lít svo á að lífeyris- sjóðir eigi að vera trygging velferða- kerfís okkar og því fagna ég hverri jákvæðri hugmynd sem að öryggi þess lýtur. Ekki má þó skilja orð mín svo að ég sé sammála öllu því sem Pétur H. Blöndal telur fram í greinum sínum. Svo er ekki enda málið marg- þætt, svo sem hann bendir raunar sjálfur á. Hin svonefnda 95 ára regla er nú úr gildi numinn, en hennar mun ég njóta að nokkru en á grunvelli hennar hefði ég getað bætt eftirlaun mín um 6% hefði ég ekki kosið að láta af stjómunarstörfum þrem ámm fyrir lögskipaðan starfslokaaldur. Vera má að 95 ára reglan hafí aldrei átt rétt á sér, aðeins verið eitt af þeim gælu- atriðum sem stjórnendur nota á sínum atkvæðaveiðum. Einnig mætti skoða það hvort 10% af dagvinnulaunum í 32 ár nægi til þess að tryggja sæm- andi eftirlaun. Hvorugt þessara atriða er þó orsök hins ógnvekjandi 90 millj- arða halla á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR). Þar munu önnur atriði hafa haft meiri áhrif. Eflaust er van- ávöxtun megin ástæðan og margir munu nefna handstýringu í sömu andrá, - en hvar var eftirlitið allan þann tíma sem svona mikill halli var að myndast? Hvetjum ber að senda reikninginn? Á skal að ósi stemma og því verð- ur fyrsta að leita uppsprettunnar, og það þótt ýmislegt gruggugt komi upp á yfírborðið. Ég læt fylgja þessum hugrenning- um mínum mynd af lífeyrisferli, sem þannig er dregin að ekki er tekið til- lit til rekstrarkostnaðar sjóðsins. Myndin er þannig aðeins sett fram sem hugsanagrundvöllur, en reikn- ingar byggðir á lögum LSR. (10% inngreiðsla í 32 ár, notast við 4% vexti og endurgreiðsla miðuð við tutt- ugu ár, að verðbólga sé engin og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.