Morgunblaðið - 23.05.1996, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 39
Páskaliljur
í steinhæðum
FEBRÚARLILJA - Narcissus aplomineus.
PÁSKALILJAN er ein helsta ein-
kennisplanta reykvískra garða í
maí, já, sjálfsagt garða um allt
land. Allir sem á annað borð
horfa á garðplöntur þekkja pá-
skaliljur og fólki verður ekki
skotaskuld úr að lýsa þeim, þess-
ar háu, gulu með lúðrinum, og
allir vita hvað við er átt. En það
er alltaf hægt að
gera einfalt mál flók-
ið og það á svo
sannarlega við um
páskaliljurnar.
Páskaliljan tilheyrir
ættkvísl sem er köll-
uð Narcissus á latínu,
en hefur fengið ís-
lenska nafnið hátíða-
liljur, orð sem fæstir
þekkja. Menn greinir
á um hvað ijölskyld-
an er stór, sumir
segja að innan ætt-
kvíslarinnar séu 60
tegundir, en þeir
ströngustu tala um
25, en hátíðarliljur
geta myndað blendinga, bæði í
náttúrunni og af mannavöldum
og því verða gerðirnar hátt í 200
ef allt er talið með. Menn eru þó
á eitt sáttir um upprunann, sem
er Miðjarðarhafssvæðið, en há-
tíðarliljur vaxa viltar allt frá
Portúgal í vestri, á Spáni, Frakk-
landi, Sviss og Júgóslavíu til
Norður-Afríku. Meira að segja
finnast sumar tegundir þeirra i
Asíu allt að Kína og Japan. Nafn-
ið narcissus er komið úr grísku,
eins og svo mörg blómanöfn.
Gömul sögn segir frá yngissvein-
inum Narkissosi, sem fjallagyðj-
an Echo elskaði yfirmáta. Piltur-
inn varð hins vegar svo hrifinn
af eigin spegilmynd í vatni að
hann gat ekki slitið sig frá henni
en starði á hana dáleiddur uns
hann varð hungur-
morða. Upp af lík-
ama hans óx svo
páskalilja. Forn-
Egyptar bundu
kransa úr páskalilj-
um sem þeir krýndu
hina dauðu með og
hafa þessir kransar
fundist vel varðveitt-
ir í grafhvelfingum,
en páskaliljan hefur
líka verið kölluð
blóm svefnsins,
dauðans.
Blóm af þessari
ættkvísl eru sömu
vorblóm og nöfnin
febrúarlilja, páska-
lilja, skírdagslilja, hvítasunnulilja
og Jónsmessulilja segja nokkuð
til um blómgunartímann. Eins
og flestir vita eru þetta laukjurt-
ir, laukarnir eru settir niður á
haustin oftast á um 15 cm dýpi.
Þeim fjölgar oft mikið því hver
laukur myndar gjaman hliðar-
lauka. Því er fyrr en varir kom-
inn vænn brúskur þar sem settir
voru niður 1-2 laukar. Páskalilj-
ur geta staðið óhreyfðar árum
saman en þó getur orðið of
þröngt á þeim. Þá þarf maður
að grafa laukana upp þegar blöð-
in hafa visnað og grisja. Gult er
sá litur sem við tengjum við
páskaliljur, en til eru ýmis til-
brigði af honum, hvítt, gulrautt,
bleikt og rautt. Þær eru jafnvel
tvílitar, blómblöðin sjálf eru þá
gul eða hvít en lúðurinn gulur,
bleikur eða rauður. Lúðurinn eða
hjákrónan er af margvíslegri lög-
un, stuttur eða langur, þröngur
eða víður og lögun hans er notuð
sem greiningarlykill fyrir blóm
þessarar ættkvíslar. Eins eru til
fýllt afbrigði af páskaliljum og
jafnvel eru þær með mörg blóm
á sama stöngli.
Algengast er að sjá páskaliljur
gróðursettar hérlendis undir hús-
vegg, en það er ekkert nauðsyn-
legur vaxtarstaður. Þær eru
mjög skemmtilegar í tijábeðum,
þar sem þær blómgast áður en
trén laufgast, eða langt úti í
blómabeðum og jafnvel í gras-
flögum, sem þá eru ekki slegnar
fyrr en blöðin taka að sölna til
þess að laukarnir geti safnað
forða til blómgunar næsta vor.
Eins geta páskaliljur farið vel í
steinhæðum og finnst mér ótrú-
lega fáir gróðursetja þær þannig.
Sé steinhæðin hins vegar lítil
þarf að vanda valið, því algeng-
asta hæð páskalilja er 40-50 cm.
Til eru lágvaxnar tegundir sem
eru á bilinu 10-20 cm, sem
hæfa vel litlum steinhæðum.
Árum saman hefur Garðyrkjufé-
lag íslands haft á haustlauka-
lista sínum ýmsar gerðir lítilla
páskalilja. Þar vil ég aðeins
nefna tvær, Narcissus bulboco-
ium, sem erlendis er stundum
kölluð krónólínlilja og Narcissus
cyclamineus, febrúarlilja. „Krín-
ólínliljan“ er lágvaxin og lúður-
inn eða hjákrónan er helsta ein-
kenni hennar. Hann er mjög stór
og víkkar fram, líkist krónólíni,
en blómblöðin eru lítil og mun
minna áberandi en hjá flestum
öðrum páskaliljum. Lúður febrú-
arliljunnar er líka langur en jafn-
víður fram, en helsta sérkenni
hennar eru blómblöðin sem
sveigjast mikið aftur, þannig að
blómið verður langt, gult rör.
Af báðum þessum tegundum eru
til margvíslegir blendingar, sem
hafa reynst vel hér í ræktun og
eru fyllilega harðgerðar. Af febr-
úarliljunni má nefna tegundir
eins og February gold og Febru-
ary silver, Peeping Tom og Téte-
á-Tetá. Á haustlaukalista félags-
ins nú er tegundin Jack Snipe,
sem hefur reynst mjög vel. Á
páskum selja blómabúðir oft litl-
ar páskaliljur í pottum. Þessa
lauka er sjálfsagt að setja út í
garð að aflokinni blómstrun.
Þeir dafna oft vel og fjölga sér
ár frá ári.
s.Hj.
BLOM
VIKUNNAR
328. þáttur
llmsjón Ágústa
B j ö r n s d ó 11 i r
|
**'
9
l
í
fl
i
Pvrir kr. 100 fá íörn 5 ára oo vngri
"MSMSfassi \ml
poka og
tSÍSÍÍMLU
Kr. 490,-
GU4
Opiðannan í Hvitasunnu
Gpisiadiskar, tölvumarkaöur notað oo nvtt’
leikföng, bækur, sælgæti,mawara, f atna ,
skór - nýjar vorur, gottverð.
Opið alla daga
vIsT (fWÁ KJ VIÐSKIPTANETIÐ HF. 1 Rf'l WAI^I HR S'íATR
W V " y FLESTAR VÖRUR ER HÆGT AÐ GREIÐA MEÐ VN cLii jÆHAbViLb cLJa .XLSOi
Faxafeni 10 • Sími: 533 2 533 MARKAÐURINN