Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 11 Átaktil að laga verðmerk- ingar Á VEGUM Samkeppnisstofnunar er verið að vinna að því að koma verðmerkingum í verslunum og þjónustufyrirtækjum í betra horf en verið hefur. I þeim tilgangi er reynt að kynna gildandi reglur í sem flestum fyrirtækjum landsins. Georg Ólafsson, forstjóri Sam- keppnisstofnunar, segir að góðar verðmerkingar séu liður í því að efla virka samkeppni á markaðn- um. Skylt er að verðmerkja vörur og þjónustu en Georg segir að erf- iðlega hafi gengið að framfylgja reglunum, meðal annars vegna þess að kaupmenn virðist hafa tak- markaðan áhuga á því. Veltir hann því fyrir sér hvort þetta sýni að verðið sé ekki sá hvati sem kaup- menn telja árangursríkastan til að örva sölu. Fáir neytendur geri at- hugasemdir við lélegar verðmerk- ingar og ségir Georg að það stafi annaðhvort af því að þeir þekki ekki reglurnar eða séu sinnulausir um að þeim sé framfylgt. Farið í fyrirtæki í samvinnu við Neytendasam- tökin vinnur Samkeppnisstofnun að átaki í verðmerkingum. Bytjað var á nokkrum stöðum úti á landi og á næstunni verður farið í sem flestar verslanir og þjónustufyrir- tæki í Reykjavík. Reglurnar verða kynntar og ástand verðmerkinga kannað. „I samvinnu við samtök kaupmanna og neytenda munum við síðan reyna að koma þessum málum í lag, helst án þess að grípa þurfi til dagsekta," segir Georg. FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ritfær börn í Fossvogi ÞORBJÖRG Kristinsdóttir hlaut fyrstu verðlaun í ritgerðarsam- keppni Skólaskrifstofu Reykja- víkur og Lögreglunnar í Reykja- vík sem haldin var nýlega, en verðlaun í keppninni voru af- hent á miðvikudag. Alls bárust 363 ritgerðir í samkeppnina og gátu nemendur valið hvort þeir skrifuðu um leiðir til að fækka slysum eðatillitssemi í umferð- inni. Önnur verðlaun í sam- keppninni hlaut Þorkell Guð- jónsson og Eva Dögg Jónsdóttir hampaði þriðju verðlaunum, en þau eru öll í Fossvogsskóla. Reiðhjólaverslunin Fálkinn gaf reiðhjól í 1. verðlaun en Heild- verslunin Safalinn gaf töskur oghjálma. . Foreldraverðlaun Heimilis og skóla veitt í fyrsta sinn Foreldrarölt og nem- endahandbók verðlaunuð LANDSSAMTÖK foreldra, Heimili og skóli, veittu á miðvikudag í fyrsta sinn viðurkenningu sem þau kalla Foreldraverðlaunin. Þau komu í hlut Ársæls Más Gunnarssonar í Reykja- vík og kennara og stjómenda Garða- skóla í Garðabæ. Axel Eiríksson, formaður dóm- nefndar, sagði að markmið með verð- launum væri að beina athygli að áhugaverðum nýjungum og vekja jákvæða eftirtekt á skólum. Hann sagði að á óvart hefði komið hversu margar tilnefningar bárust samtök- unum en þær voru 26 talsins. Unnur Halldórsdóttir, formaður Heimilis og skóla, afhenti verðlaunin og gerði grein fyrir veyðlaunahöfum. Hún sagði að Ársæll Már Gunnars- son fengi verðlaunin fyrir óbilandi elju og dugnað við að koma á foreldrarölti í Reykjavík. Störf Ár- sæls og þeirra sem hann hefði virkj- að með sér hefðu skilað varanlegum viðhorfsbreytingum meðal foreldra og unglinga varðandi útivist og vímu- efni. Ársæll þakkaði samtökunum verð- launin og sérstakar þakkir fengu for- varnadeild lögreglunnar í Reykjavík, hverfalögregla, stjórn Samfoks og Ijölskylda hans. Ársæll hvatti foreldra til að virða lög um útivistartíma og kaupa aldrei áfengi fyrir bömin sín. Kennarar og stjómendur Garða- skóla fengu verðlaunin fyrir Nem- endahandbókina, sem er ný útfærsla á skóladagbók fyrir nemendur. Unn- ur sagði að markmiðið með henni væri að kenna nemendum náms- tækni og hjálpa þeim að koma góðu skipulagi á vinnu sína. Nemendur skrá daglega í bókina heimavinnu Morgunblaðið/Þorkell GUNNLAUGUR Sigurðsson, skólastjóri Garðaskóla, (t.v.) og Ár- sæll Már Gunnarsson með Foreldraverðlaunin. sína og foreldrar og kennarar kvitta vikulega í bókina og fá þannig betri yfirsýn yfir ástundum og verkefni nemenda, að sögn Unnar. Nemendur eru einnig hvattir til að skrá hvernig þeir verja frítíma sínum. Þrenns konar hlutverk Gunnlaugur Sigurðsson, skóla- stjóri Garðaskóla, tók við verðlaun- unum. í þakkarræðu sagði hann að í stuttu máli teldi hann hlutverk grunnskólanna og starfsmanna þeirra þrenns konar. í fyrsta lagi að fræða nemendur og væri sá þáttur í nokkuð góðu lagi. í öðru lagi ætti að kenna börnum skipulögð vinnu- brögð og að skipuleggja tíma sinn. Sá þáttur væri ekki í nógu góðu lagi en við því hefði verið bmgðist með nemendahandbókinni. Þriðji þáttur- inn fælist í því að kenna börnum að vinna saman og lifa saman, bæði innan skólanna og heimilanna. Þessi þáttur væri heldur ekki í góðu lagi og ætti eftir að bregðast þar við. Hann sagðist myndu láta Heimili og skóla vita þegar það væri búið. I dómnefnd sátu auk Axels Eiríks- sonar, Jón Ásbergsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs, Ólöf Rún Skúladóttir fréttamaður, Ragn- hildur Bjarnadóttir, lektor við Kenn- araháskóla íslands, og Rannveig Jónsdóttir frá Heimili og skóla. Fyrir- hugað er að gera afhendingu For- eldraverðlaunanna að árlegum við- burði. Unnið að skipulagi miðhálendisins Fjögur byggð- arlög eiga ekki aðild að málinu GAGNRÝNT var á Alþingi í vik- unni að ekki eiga öll byggðarlög landsins aðild að skipulagi miðhá- lendisins, sem nú er unnið að. Starfandi er samvinnunefnd, sem sett var á stofn 1993, til að gera tillögur að skipulagi á miðhá- lendinu. Skipulagslög mæltu svo fyrir að héraðsnefndir sem ættu hlut að máli skipuðu fulltrúa í nefndina og var óskað eftir tilnefn- ingu frá þeim 12 héraðsnefndum sem eiga land að miðhálendinu. Katrín Fjeldsted, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, epurði Guðmund Bjarnason umhverfisráðherra að því í fyrirspurnartíma á Alþingi hvort hann myndi beita sér fyrir breytingu á bráðabirgðaákvæði í skipulagslögum þannig að fulltrúar frá Reykjavík, Reykjanesi, Snæ- fellsnesi og Vestfjörðum komi einn- ig að þessari skipulagsvinnu, en þessi byggðarlög eiga ekki fulltrúa í samvinnunefndinni. Katrín sagði að sér fyndist skil- greiningin, að eiga hlut að máli, ekki blasa við í lögunum og hún teldi sig sem Reykvíking eiga hlut að máli gagnvart miðhálendinu ekki síður en aðliggjandi svæði. Lögin skýr Guðmundur sagði að sjálfsagt mætti deila um hvort eðlilegt væri að einungis sum byggðarlög lands- ins ættu aðild að skipulagi miðhá- lendisins. Lögin væru hins vegar skýr og eftir þeim yrði umhverfís- ráðherra að fara hvaða skoðanir hann sem hann kynni að hafa á málinu. Guðmundur sagðist telja óraunhæft að breyta því fyrirkomu- lagi sem nú væri við lýði, einfald- lega vegna þess að verkið væri það langt komið en gert væri ráð fyrir að svæðisnefndin skili tillögum á næsta ári. Guðmundur sagði að velta mætti því fyrir sér hvort æskilegt væri að öll sveitarfélög landsins kæmu að svæðisskipulagi almennt. Sveitarfé- lög á Vestfjörðum skipuleggðu ein útivistarsvæði þar, m.a. á vinsælum ferðamannastöðum eins og Hom- ströndum. Og sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu skipuleggðu þau útivistarsvæði, sem þar væm nýtt af fjölmörgum. Guðmundur sagðist þeirrar skoðunar að menn ættu að binda sig við sveitarfélög með hlið- sjón af stjómsýslu á hlutaðeigandi svæðum eins og lög gerðu ráð fyr- ir. Þó væri eðlilegt að samvinnu- nefndin leitaði samráðs við og upp- lýsinga hjá hinum ýmsu aðilum sem hlut gætu átt að máli og það hefði nefndin raunar gert. Hverjir eiga landið? Katrín sagði að spurningin um hveijir ættu ísland væri flókin og spurningin væri ef til vill sú hvort íslenska þjóðin ætti hálendið, eða hvetjir ættu hálendið? Hún beindi því til umhverfisráðherra að beita sér fyrir því að skipulag hálendisins væri unnið í sátt við alla íbúa lands- ins og í samvinnu við þá alla; svo stórt væri málið í sínum huga. Hjörleifur Guttormsson Alþýðu- bandalagi benti á að á síðasta kjör- tímabili hefði Eiður Guðnason, þá- verandi umhverfisráðherra, lagt fram frumvarp um að miðhálendið yrði lögfest sem sérstök stjórn- sýslueining og síðan yrði sett nefnd til að vinna að eftirliti og útfærslu. Þessi skipan hefði verið studd af Alþýðuflokki og Alþýðubandalag: en margir í þingflokkum Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefðu risið upp á afturlappirnar og komið í veg fyrir að frumvarpið næði fram að ganga. Auglýsing um uppsögn 3ja fiokka spariskírteina ríkissjóðs með gjalddögum 1. og 10. júlí 1996. Með heimild í 3. mgr. 5 gr. skilmála neðangreindra flokka spariskírteina ríkissjóðs segir ríkissjóður hér með upp öllum skuldbindingum sínum skv. spariskírteinum í greindum flokkum miðað við næsta fasta gjalddaga, sem er annars vegar 1. júlí 1996 og hins vegar 10, júlí 1996. Spariskírteini þau sem hér um ræðir eru: Flokkur: 1986-2A6 1986-1A4 1986-1A6 Útgáfudagur: Júní1986 Janúar 1986 Janúar 1986 Innlausnargjalddagi: l.júlí 1996 lO.júlí 1996 lO.júlí 1996 Samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 6. gr. skilmála greindra flokka spariskírteina greiðast hvorki vextir eða verðbætur vegna hækkunar vísitölu eftir gjalddaga þann sem uppsögn miðast við. Samkvæmt skilmálum greindra spariskírteinaflokka fer innlausn fram í Seðlabanka íslands. Reykjavík, 24. maí 1996 RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.