Morgunblaðið - 31.05.1996, Side 14

Morgunblaðið - 31.05.1996, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Helgason MARGIR notuðu tækifærið og létu mæla blóðþrýstinginn. Margir létu mæla blóðþrýstinginn Stykkishólmi - Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga er 12. maí ár hvert. Af því tilefni buðu hjúkrunarfræðingar í Stykkis- hólmi bæjarbúum til skrafs og ráðagerða um heilbrigði fyrir utan vöruhúsið Hólmkjör í góða veðrinu mánudaginn 13. maí. Mættir voru þeir hjúkrunar- fræðingar sem starfa í Stykkis- hólmi með sín tól og tæki og veittu almenningi ráðleggingar um heilbrigða lífshætti, en þeim fylgir betra líf. Auk þess mældu þeir blóðþrýsting, púls, súrefnis- mettun og fleira hjá þeim sem það vildu. Það voru margir sem litu inn hjá þeim og fræddust um það sem þarna fór fram og flestir fóru heim með hvítan miða eftir að búið var að mæla blóðþrýst- inginn. Góður afliá Hvítasunnu- móti SJÓVE í Ej/jum Vestmannaeyjum - Árlegt Hvíta- sunnumót Sjóstangaveiðifélags Vestmannaeyja var haldið í Eyjum um helgina. 49 þátttakendur tóku þátt í mótinu og var þátttakendum skipt í 13 sveitir sem reru á 14 bátum. Ágætis veður var meðan mótið stóð yfir og voru aflabrögð þokkaleg en alls veiddust 13.404 kíló og var verðmæti aflans 771.285 kr. Mótið hófst á laugardagsmorg- un og var verið að veiðum fyrri- part laugardags og sunnudags en mótsslit fóru fram á sunnudags- kvöld. Þá voru veitt verðlaun fyrir afrek mótsins. Aflahæsti karlmaðurinn á mót- inu var Karl Hreggviðsson, SJÓ- SKIP, með 496,06 kíló, en í öðru sæti varð Árni Karl Ingason, SJÓVE, með 477,85 kíló. Aflahæst kvenna varð Sigurbjörg Kristjáns- dóttir, SJÓSNÆ, með 429,12 kíló og í öðru sæti varð Guðrún Snæ- björnsdóttir, SJÓVE, með 359,97 kíló. Aflahæsta sveitin veiddi rúm 1.400 kíló í sveitakeppni karla varð sveit Einars B. Einarssonar, SJÓVE, aflahæst með 1.402,74 kíló en í öðru sæti varð sveit Arnþórs Sig- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson ÞAU voru kampakát með aflann. urðssonar, SJÓVE, með 1.350,11 kíló. I sveitakeppni kvenna varð svejt Sigurbjargar Kristjánsdóttur, SJÓSNÆ, aflahæst með 1.035 kíló en í öðru sæti varð sveit Guðrúnar Snæbjömsdóttur, SJÓVE, með 840,25 kíló. Aflahæsti bátur á hveija stöng varð Gustur með 444,78 kíló og þar um borð varð einnig mesta aflaverðmætið á hveija stöng 27.731,98 krónur. Stærsta fisk mótsins dró Anton Örn Kærnested, SJÓR, 12,6 kílóa þorsk en flesta fiska dró Auðunn Stefnisson, SJÓVE, 312 talsins. ÖARISTON ÉSARI5TON / Fjórar rafmagnshellur ■ Stafræn klukka Blástur í ofni Grill og blásturgrill / Hæð Færanlegt lok / Breidd Kr. 64.500,- rRúmmál: 230 lítrar Kælir: 185 Iftrar Frystir: 45 lítrar y'f’T 2 hurðir, / Hœí frystir aö ofan [ Breldd Kr. 51.300,- L39cm I verslun BYKO og Byggt og>úiö bjooast stor og smá heimilistæki á hagstæðu verði. 6’ ARI5TON f Tekur 12 manna stell Tvö hitastig 55°C - og 65°C 7 þvottakerfi /"*a 85cm Hraöþvottakerfi /Breidd I50cm áÍARISTON f Tekur 5 kg af þvotti H 18 þvottakerfi: Fyrir venjulegan þvott, H viökvæman þvott og ulH Stiglaus hitastillir Vindur 500/850 /H»8 snúninga á mín. /Breidd 515 4000>< Skiptiboro^ yjiiiiiimuj» 515 4030 , Hólf og gðlf, afgreiðsláVsS'LO 555 44117 Almenn afgfeiftsla 562 94007 Almenn afgreiðsla 568 94007 Almenn afgrei&slax-------------' 800 4000; Grænt númef MÁNAÐARTILBOÐ Skiptiborö: Verslun. Breiddinni, Kópavogi: Verslun, Dalshrauni 15, Hafnarfiröi: Verslun, Hringbraut 120, Reykjavík: Morgunblaðið/Egill Egilsson 6 ára hnátur í kynnisferð Flateyri - Jónína Rut, Birna Dröfn, Margrét Alda og Írís Ósk fóru um daginn í göngutúr með Gróu leikskólakennara. Þær ætl- uðu að kynna sér nýja skólann sinn sem þær eiga eftir að ganga í næstu árin. Þær stilltu sér upp fyrir ljósmyndara Mbl. á meðan þær biðu eftir því að skólabjallan léti í sér heyra. Og þegar inn var komið blönduðuþær geði við hóp Guðmundu Öglu sem var að kenna krökkunum ýmislegt um vikudaga og veðurfar. FRÁ fundi hjúkrunarforstjóra. Morgunblaðið/Silli Hjúkrunarfor- sljórar funda Húsavík - Hjúkrunarforstjórar og hjúkrunarframkvæmdastjórar í heilsugæslu héldu sinn árlega fund nú nýlega á Hótel Húsavík, en þar voru ræddar væntanlegar nýjung- ar á sviði heilsugæslu. Á fundinum flutti Ásta Thorodd- sen, hjúkrunarfræðingur, erindi um skráningu hjúkrunar, tilhögun hennar og nauðsyn. Starfsmenn fyrirtækisins Gagnalind kynntu og veittu til- sögn í grunnatriðum sjúkraskrár- kerfis fyrir heilbrigðisþjónustu, starfsmenn og stjórnendur. Þetta kerfi verður væntanlega tekið í notkun hjá heilsugæslustöðvum. Mikilsvert var talið að heilsu- gæslustöðvar landsinsJiefðu sam- ræmt kerfi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.