Morgunblaðið - 31.05.1996, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996
URVERINU
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Góð úthafskarfaveiði á Reykjaneshrygg
2.000 tonnum landað í
kringum sjómannadag
FRAMLEIÐSLA íslenskra sjávar-
afurða á sjófrystum_ karfa er mun
meiri en í fyrra. „Útlitið er bara
gott,“ segir Aðalsteinn Gottskálks-
son, framkvæmdastjóri fram-
leiðslu- og þjónustusviðs ÍS.
„Það hefur verið góð veiði. Við
áætlum að landað verði um tvö
þúsund tonnum í kringum sjó-
mannadaginn. Markaðshorfur eru
góðar og við reiknum með töluverð-
um verðhækkunum miðað við sama
tíma í fyrra.“
Aðalsteinn segir að ÍS hafi verið
með átak í gæðaeftirliti og gæðin
séu meiri í ár en í fyrra. „Síðan
má segja að við höfum líka haft
möguleika á að taka ferskan karfa
í land og framleiða á okkar hefð-
bundnu markaði þannig að mark-
aðsaðstæður eru góðar,“ segir
hann.
Búið er að framleiða þrjú þús-
und tonn af karfa hjá ÍS, en á
sama tíma í fyrra höfðu verið
framleidd 1.500 tonn. ÍS eru með
fleiri skip núna og auk þess spil-
aði sjómannaverkfallið inn í á síð-
asta ári.
„Verðið er mun betra núna en á
sama tíma í fyrra,“ segir Aðal-
steinn. „Það hefur verið stígandi í
verði á þessu ári.“
Morgunblaðið/Ómar Össurarson
Lúða úr Víkurál
KRISTJÁN Jóhannesson á Hampiðjutorginu eða
með væna lúðu sem fékkst Víkurál.
Sjómanna-
blaðið Öldu-
rót komið út
ÖLDURÓT, blað Sjómannadags-
ráðs Akureyrar 1996 er komið út
og er efni þess fjölbreytt.
Rætt er við sjómannskonurnar
Önnu Kristjánsdóttur, Björgu
Finnbogadóttur, Lucindu Gígju
Möller og Ásdísi Sigríði Þorsteins-
dóttur. Einnig er rætt við Vern-
harð Jónsson, bátsmann á Harð-
baki EA, Dagný M. Marinósson,
yfirvélstjóra á Súlunni EA, Vil-
hjálm Sigurðsson, skipstjóra á Sig-
urbjörgu frá Ólafsfirði, og Konráð
Alfreðsson, formann Sjómannafé-
lags Eyjafjarðar.
Yfirskrift sjómannadagsins á
Akureyri er „Heilir í höfn“ og vill
Sjómannadagsráð með því skapa
umræðu um öryggismál sjómanna.
Fjallað er um þau mál frá ýmsum
hliðum í Ölduróti og rætt við Ant-
on Sigþórsson, einn þeirra fimm
sem björguðust er flutningaskipið
Suðurland fórst á leið til Mur-
manks á aðfangadagskvöld jóla
árið 1986. í blaðinu er einnig fjöldi
mynda sem tengjast sjómennsku
og sjósókn fyrr og nú og loks eru
birt úrslit helstu keppnisgreina frá
síðasta sjómannadegi auk þess sem
lesendum gefst kostur á að ráða
verðlaunakrossgátu. Ritstjóri
blaðsins er Bragi V. Bergmann.
Þetta er fimmta árið í röð sem
Sjómannadagsráð Akureyrar gef-
ur út sérstakt blað í tilefni sjó-
mannadagsins og fá allir sjómenn
á Eyjafjarðarsvæðinu blaðið sent
heim. Þá er það einnig til sölu við
hús Slysavarnafélags íslands á
Akureyri á laugardag og við Sund-
laug Akureyrar á sjómannadaginn.
Islandsmót í handflökun
Sýning á verk-
um Bjarna
Jónssonar
Á SJÓMANNADAGINN,
sunnudaginn 2. júní, verður í
Sjóminjasafni íslands, Hafnar-
fírði, opnuð sýning á fimmtán
olíumálverkum eftir Bjama
Jónsson, listmálara. Allt eru
þetta myndir um sjómennsku
og sjávarhætti fyrir daga vél-
væðingar og sýna árabáta af
ýmsum stærðum og gerðum,
verbúðir, varir, naust, sjóklæði,
sögunarvirki, gangspil o.fl.
Segja má að hér sé um hrein-
ar heimildamyndir að ræða sem
varpa ljósi á horfna atvinnu-
hætti. Sýningin stendur yfír
sumartímann. Allar myndirnar
eru til sölu.
Bjarni Jónsson er m.a. kunn-
ur fyrir að hafa unnir nær allar
teikningar j riti Lúðvíks Krist-
jánssonar, íslenskir sjávarhætt-
ir, sem út kom í fímm bindum
fyrir um tíu árum.
Frá 1. júní til 30. september
er Sjóminjasafnið opið alla daga
frá kl. 13 til 17 og ennfremur
eftir samkomulagi við safnvörð.
OPIÐ íslandsmeistaramót í hand-
flökun verður haldið þann l.júní nk.
í stóru tjaldi á miðbakkanum við
Reykjavíkurhöfn. Keppnin er nú
haldin í þriðja sinn og áhugi fisk-
vinnslufólks og þátttaka stöðugt að
vaxa. Líkt og í fyrra munu nokkrir
erlendir flakarar taka þátt en eriend-
ir keppendur í fyrra voru tólf talsins
en keppendur voru alls 38. Dæmt
verður eftir gæðum, nýtingu og
hraða og flakaðar verða þijár teg-
undir; ýsa, karfi og grálúða. Verð-
laun verða veitt fyrir þtjú efstu
AFLAREGLUR á öðrum fískistofn-
um en þorski, loðnu og síld eru ekki
fullmótaðar að sögn Jakobs Jakobs-
sonar, forstjóra Hafrannsóknastofn-
unnar. Hann segir að verið sé að
vinna aflareglur fyrir ýsu, ufsa og
rækju en vonast til að í framtíðinni
verði hægt að móta aflareglur varð-
andi alla nytjastofna. „Það þarf fleiri
sætin í samanlögðum stigum og
jafnframt verða verðlaunaðir ýsu,
karfa og grálúðumeistarar sem og
nýtingar, hraða og gæðameistarar.
Markmiðið með keppninni er að
hvetja fiskvinnslufólk sem þetta
starf vinnur til dáða en með aukinni
tæknivæðingu fiskvinnslunar hefur
þessi aldna verkkunnátta víða tapast
niður. Þá mun keppnin vafalítið auka
gæðavitund þeirra sem þátt í henni
taka og æfa sig fyrir hana. Einnig
er ætlunin að keppnin vekji áhuga
almennings á fiskvinnslustörfum.
prófanir á stofnunum svo hægt sé
að setja aflareglur, kanna viðbrögð
stofnanna við ýmsar aðstæður, svo
sem nýliðun. Þetta var mikið prófað
á þorskinum á sínum tíma og það
þarf einnig mikla vinnu nú.“
Jakob segir að þessar aflareglur
verði tilbúnar fyrr eða seinna og
vonandi fyrir næstu ráðgjöf.
Nýjar aflareglur
ekki fullmótaðar
Reuter
Flóttafólk snýr heim
BOSNÍUMAÐUR kyssir barna-
barn sitt við komuna til
Sarajevo í gær. Þá komu um
150 flóttamenn til borgarinnar,
stærstur hluti hópsins kom frá
Tyrklandi þar sem fólkið hafði
verið í fjögur ár. Einnig komu
nokkrir frá Danmörku en þang-
að höfðu þeir verið sendir í
læknismeðferð.
Kohl í heimsókn í Portúgal
Segir ráðlegast að
hunsa Evrópu-
andstæðingana
Lissabon. Reuter.
HELMUT Kohl, kanslari Þýska-
lands, sem er í tveggja daga heim-
sókn í Portúgal, sagði í gær við
gestgjafa sína að besta ráðið til að
eiga við andstæðinga samruna Evr-
ópusambandsríkja væri að virða þá
að vettugi.
Kohl sneri sér
að Antonio Gu-
terres, forsætis-
ráðherra Portúg-
als, á sameigin-
legum blaða-
mannafundi
þeirra og kvaðst
vita um gott ráð
sem beita mætti gegn þeim sem
hafa efasemdir um efnahagslegan
og pólitískan samruna ríkja Evrópu-
sambandsins. „Eftir að hafa barist
við þá í áratug tel ég bestu leiðina
að hunsa þá. Gefðu þeim ekki mik-
inn gaum og Evrópulestin mun halda
áfram.“
Á fundinum lögðu Kohl og Guterr-
es áherslu á að samskipti ríkjanna
væru góð og að þeir væru sammála
í grundvallaratriðum um framtíðar-
skipan Evrópusambandsins.
Kohl sagði að þeir væru sammála
um að nokkur fyrrverandi kommún-
istaríki í Mið- og Austur-Evrópu
ættu að fá aðild að Evrópusamband-
inu og að hjálpa þyrfti Rússum að
koma á erfiðum efnahagsumbótum
og markaðshagkerfi.
Kanslarinn kvaðst vona að sem
flest ríki gætu fullnægt skilyrðum
fyrir aðild að myntbandalagi ESB
árið 1999, en kvaðst ekki vera spá-
maður þegar
hann var spurður
hvort Portúgal
yrði þeirra á
meðal.
Kohl áréttaði
ennfremur stuðn-
ing sinn við Borís
Jeltsín, forseta
Rússlands, sem
berst fyrir endurkjöri í kosningunum
16. júní.
Þjóðverjar eru helsta viðskiptaþjóð
Portúgala og viðskipti ríkjanna voru
ofarlega á baugi á fundum Kohls
með ráðamönnum í Lissabon. Kohl
og Guterres voru viðstaddir undirrit-
un viljayfírlýsingar portúgalska efna-
hagsráðuneytisins og þýska raf-
tækjafyrirtækisins Siemens, sem
hyggur á jafnvirði 25 milijarða króna
íjárfestingu í norðurhluta Portúgals.
Kohl skoðar í dag sameiginlega verk-
smiðju Volkswagen og Ford nálægt
Lissabon, en hún er mesta fjárfesting
erlendra fyrirtækja í Portúgal.
Þetta er fyrsta heimsókn Kohls til
Portúgals í tólf ár.
EVRÓPA^
i
l
Kúariðurannsókn gæti
tekið átta ár
Brussel. Reuter.
ÓHÁÐIR vísindamenn hafa skýrt
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins frá því að það gæti tek-
ið þá allt að átta ár að svara því
með vissu hvort kúariða getur
valdið banvænum hrörnunarsjúk-
dómi í mönnum.
„Þeir gáfu til kynna að örugg
svör við spurningunni kynnu ekki
að fást fyrr en eftir fimm til átta
ár,“ sagði Franz Fischler, sem fer
með landbúnaðarmál innan fram-
kvæmdastjórnarinnar.
Fischler sagði frönskum blaða-
mönnum í gær að framkvæmda-
stjórnin hefði óskað eftir skýrslu
frá vísindamönnunum um hvort
kúariða gæti borist í menn. Hann
sagði að vísindamennirnir hefðu
Iofað skýra frá fyrstu niðurstöð-
um sínum í haust en mörg ár
gætu liðið þar til lokaskýrslan
yrði lögð fram.
Svissneski vísindamaðurinn
Charles Weissmann stjórnar
rannsókninni.