Morgunblaðið - 31.05.1996, Page 19

Morgunblaðið - 31.05.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 19 glæpa- réttarhöld í Tansaníu 37 ÁRA verkfræðingur, Ge- orges Rutaganda, varð í gær fyrsti maðurinn til að verða sóttur til saka fyrir aðild að drápum á allt að milljón manna í óöldinni í Rúanda árið 1994. Rutaganda var leiddur fyrir stríðsglæpadómstól á vegum Sameinuðu þjóðanna í Tansa- níu. Hann er sakaður um að hafa séð öfgamönnum úr röð- um Hútú-manna fyrir vopnum og skipulagt dráp á Tútsum. Bildt hafnar Plavsic CARL Bildt, sem stjórnar upp- byggingarstarfinu í Bosníu, hafnaði í gær samvinnu við Biljana Plavsic, sem Radovan Karadzic, „forseti" Bosníu- Serba, skipaði nýlega sem „varaforseta". Bildt sagði að Karadzic, sem hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi, hefði skipað Plavsic í von um að geta sjálfur haldið embætti sínu þótt friðarsamningar kveði á um að hann fari frá. N-Kóreu- menn flýja YFIRVÖLD í Seoul sögðu í gær að tveir Norður-Kóreu- menn, annar þeirra vísinda- maður, hefðu óskað eftir hæli í Suður-Kóreu sem pólitískir flóttamenn eftir að hafa flúið til lands í Suðvestur-Asíu sem ekki var tilgreint. Flóttinn end- urspeglar mikla óánægju með- al yfirstéttarmanna í Norður- Kóreu, sem á við alvarlegan matvælaskort að stríða. Hundruð líka í ferju KAFARAR fundu í gær hundruð líka í feiju frá Tansa- níu, sem sökk í Viktoríu-vatni í vikunni sem leið, eftir að hafa brotið sér leið inn í ódýr- asta farrými ferjunnar. Þeir töldu líklegt að um 1.000 manns hefðu farist í slysinu. Friðarvið- ræður í S-Afríku AFRÍSKA þjóðarráðið (ANC), stærsti stjórnarflokkurinn í Suður-Afríku, og Inkatha- flokkur Zulu-manna sögðust í gær hafa hafið viðræður að nýju til að freista þess að binda enda á átök stríðandi þjóð- flokka í KwaZulu-Natal. Rúm- lega 14.000 manns hafa beðið bana í átökum í héraðinu milli stuðningsmanna ANC og Ink- atha-flokksins á síðustu tíu árum. Ráðuneyti styður Clinton BANDARÍSKA dómsmála- ráðuneytið kvaðst í gær styðja þá ósk Bills Clintons Banda- ríkjaforseta, að réttarhöldum í máli Paulu Jones á hendur honum, yrði frestað fram yfir forsetakosningar í nóvember. Jones sakar forsetann um kyn- ferðislega áreitni. Sjávarútvegsráðherra Rússlands hrósar íslenskum stjórnendum á Kamtsjatka Ellefu Islendingar leystu af hólmi 110 skriffinna Morgunblaðið/Kristinn ÞÁTTTAKENDUR á ráðherrafundinum ræða við fréttamenn á Hótel Sögu í gær. Lengst til vinstri er Earl Wiseman, sem kom í stað Freds Mifflins, sjávarútvegsráðherra Kanada er ekki gat setið allan fundinn, þá Paviaraq Heilmann, sjávarútvegsráð- herra Grænlands, José Almeida Serra, fulltrúi framkvæmda- sljórnar Evrópusambandsins, Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra, Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, Ivan Johannesen, sjávarútvegsráðherra Færeyja, Vladímír F. Korelski, sjávarútvegsráðherra Rússlands og túlkur Korelskis. TAKA verður aukið tillit til rann- sókna á samverkandi áhrifum í vexti og viðgangi hinna ýmsu físktegunda á Norður-Atlantshafí þegar teknar eru ákvarðanir um fískveiðistjómun með sjálfbæra nýtingu stofnanna í huga. Mikilvægt er að huga að stöð- ugri þróun í tækni við eftirlit með veiðunum og leita leiða til að gera eftirlitið virkara en um leið halda kostnaði í skeflum. Þetta kemur m.a. fram í sameiginlegri yfírlýsingu ann- ars fundar sjávarútvegsráðherra Norður-Atlantshafsríkja sem lauk í Reylqavík í gær. Viðræðumar stóðu í þijá daga og voru þátttakendur ráðherrar frá Kanada, Grænlandi, íslandi, Færeyj- um, Noregi og Rússlandi auk hátt- setts embættismanns frá fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins. Viðfangsefnið var sameiginleg hags- munamál á sviði fískverndar og ann- arra sjávarútvegsmála. Á blaða- mannafundi í gær bauð Ivan Johann- esen, sjávarútvegsráðherra Færeyja, þátttakendur velkomna til næsta fundar sem verður í Færeyjum að ári. Rætt um gervihnattaeftirlit „Það urðu allverulegar umræður um þær tæknibreytingar sem eru fyrir höndum varðandi nýja mögu- leika með gervihnattaeftirlit," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra. Hann sagði að rætt hefði ver- ið um úthafsveiðisáttmála Samein- uðu þjóðanna og hvernig koma ætti honum S framkvæmd í viðeigandi stjórnunarstofnunum við Atlantshaf. Samþykkt var að óformlegur starfs- hópur myndi gera skýrslu um sam- eiginlega staðla í tengslum við veiði- stjórn á svæðinu með tilliti til starfs- ins í Norður-Atlantshafsfískveiðiráð- inu, NAFO. Yrði skýrslan lögð fyrir Færeyjafundinn. Ráðherrarnir minntu á að 33 þjóð- ir hefðu þegar undirritað úthafsveiði- sáttmála SÞ og vel gengi að und- irbúa endanlega staðfestingu. Fjallað var um mál sem ætlunin er að taka fyrir á ársfundi NAFO. í yfírlýsing- unni er minnt á viðræður ráðherr- anna um aðferðir við fískveiðistjóm- un á heimamiðum og sagt að gildi slíkra skoðanaskipta sé ótvírætt fyr- ir framtíðarþróun þeirra mála, þeim verði haldið áfram á næstu fundum. Vladímír Korelskí, sjávarútvegs- ráðherra Rússlands, lýsti mikilli ánægju með undirbúning fundarins hér og sameiginlegu yfirlýsinguna. Hann sagði Rússa hrifna af íslandi. Lýðræðissinninn og friðarverðlauna- hafínn Andrej Sakharov, sem nú er látinn, hefði sagt að mætti hann velja sér búsetu myndi hann svo sannarlega velja sér Island. Korelskí sagði að þrátt fyrir nokkur ágrein- ingsmál ættu mikil og góð viðskipti sér nú stað milli Rússa og íslendinga í sjávarútvegsmálum, þau hefðu haf- ist er Rússar sendu skip til síldveiða við ísland skömmu eftir síðari heims- styijöld. Ráðherrann minnti einnig á vax- andi samskipti í sjávarútvegsmálum milli íslenskra og rússneskra fyrir- tækja á Kamtsjatka við Kyrrahaf, einnig vildu Kamtsjatkamenn fá að- stoð við að nýta sér jarðhita en á því sviði væru íslendingar mjög framar- lega. „Rússneskur togarafloti undir stjóm herra Abramovs stundar nú veiðar á Okhotsk-hafí fyrir íslensk fyrirtæki. Ég get upplýst að 11 ís- lenskir stjómendur sem hófu störf á skrifstofu Abramovs leystu af hólmi 110 fyrrverandi, rússneska skrif- finna!“ Valdbeiting í Smugunni Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Korelskí sem sagt hefur í sjón- varpsviðtali að til greina gæti komið að beita valdi til að hrekja íslensk veiðiskip úr Smugunni. Var ráðherr- ann spurður hvort hann teldi hættu á að til blóðugra átaka gæti komið eins og á Okhotsk-hafi þar sem jap- anskir fískimenn hafa týnt lífí í átök- um við rússnesku strandgæsluna. „Ég vil ekki að slíkir atburðir verði á Barentshafí," sagði Korelskí. „Að- stæður hé_r [á Barentshafínu] eru gerólíkar. Á Okhotsk-hafí var um eins konar ögmn að ræða af hálfu Jap- ana. Þar voru að verki japönsku glæpasamtökin, Jakuza, sem hvöttu sjómennina til að fara inn í rússneska lögsögu. Á Barentshafí er ekki um að ræða svæði innan lögsögu okkar, Smugan er alþjóðlegt úthafssvæði“. Korelskí sagðist vilja leggja áherslu á að semja ætti um ágreiningsmálin, betra væri að búa við „slæman frið en stríð". Hann væri mjög ánægður með þau sjónarmið sem komið hefðu fram hér á landi, að það væri í þágu íslenskra hagsmuna að friður ríkti um úthafsveiðar landsmanna. Vitnaði ráðherrann m.a. í forystugrein í Morgunblaðinu í gær í þessu sam- bandi. „Við viljum eiga friðsamleg samskipti við ykkur í sjávarútvegs- málum,“ sagði Korelskí. Nellika í potti kr. 168 plöntusalan í Fossvogi Fossvogsbletti 1 (fyrir neðan Borgarspítala) Opið kl. 8-19. helgar kl. 9-17. Sími 564 1777 Jl Ji

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.