Morgunblaðið - 31.05.1996, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREIIMAR
Niðurskurður og gæði
heilbrigðisþj ónustunnar
Landlæknisembætt-
inu er falið eftirlit með
starfi og starfsaðstöðu
heilbrigðisstarfsstétta.
Þar af leiðandi fylgist
embættið með lækn-
inga- og forvarnarað-
gerðum ásamt vinnu-
brögðum og starfsað-
stöðu heilbrigðisstétta.
Á síðustu 20-30
árum hafa orðið veru-
legar framfarir á sviði
heilbrigðisþjónustunn-
ar. Við erum að mestu
orðnir sjálfum okkur
nógir á því sviði eftir
að stærsti hluti hjarta-
aðgerða á börnum er að flytjast
heim. Nokkrir tugir sjúklinga eru
þó sendir erlendis á ári hveiju til
hátækniaðgerða og er líklegt að svo
verði í nánustu framtíð. Sökum
þess að allflestir hátæknisérfræð-
ingar okkar leita sér framhalds-
náms í 5-10 ár erlendis, hefur okk-
ur tekist að innleiða hér svipaðar
nýjungar í heíla-, augn-, eyrna-,
hjarta-, æða-, meltingar-, bæklun-
ar- og nýrnaaðgerðum sem valdið
hafa gerbyltingu í meðferð.
Framleiðni í heilbrigðisþjónustu
er erfítt að mæla, en ef litið er á
fjölda aðgerða og sjúklinga á starf-
andi heilbrigðisstarfsmann á sér-
greinasjúkrahúsum okkar, gefum
við félögum okkar á Norðurlöndum
ekkert eftir. Heildarkostnaður vegna
heilbrigðisþjónustunnar er aðeins
lægri að raungildi en meðaltals-
kostnaður vestrænna iðnaðarþjóða
(OECD) og hefur haldist óbreyttur
sl. 7-8 ár. A allra síðustu árum sjást
merki þess að gæði þjónustunnar
hafí versnað vegna þröngs fjárhags
og mikils vinnuálags, sérstaklega á
bráðadeildum sérgreinasjúkrahús-
anna. Nokkur dæmi skulu nefnd.
Það dregur úr
sérhæfðri þjónustu
Telja má að upphaf sérhæfingar
á sjúkrahúsum á Islandi hafi hafíst
fyrir hálfri öld þegar handlækn-
ingadeild Landspítalans var skipt í
fæðingardeild og hand-
lækningadeild. Eftir
það sáu sérlærðir fæð-
ingarlæknar um fæð-
Ólafur Ólafsson
grannaþjóðum í þessu
efni. Nú virðist sem
sérhæfíngin hafí
staðnað á sumum svið-
um. Minni sérdeildir,
t.d. deildir sem sinna
Tafla 1
Gjörgæsludeild Landspítalans
Á árunum 1986-1993 varð eftirfarandi breyting á fjölda sjúklinga
og aðgerðum á deildinni:
Kostnaður jókst nokk- 1986 1993 Breyting
uð en burðarmálsdauði Fjöldi legudaga 2.728 3.406 + 24,9 %
féll! Þessi þróun hélt Nýting á leguplássi 74,7 93,3 + 24,9%
síðan áfram á öðrum Meðallegutími 2,75 2,44 - 11,3%
sviðum læknisfræðinn- Fjöldi hjartaaðgerða 32 248 + 675%
ar og stöndum við nú Fjöldi sjúklinga í öndunarvél 101 357 + 253,4%
að mestu jafnfætis ná- Fjöldi hjúki-unarfræðinga 19,0 24,4 + 26,3%
Ríkisspítalar 1995.
alvarlegum brunasárum, hafa verið
fluttar yfir á almennar deildir og
sérþjálfað starfslið til margra ára
látið vinna við almenn störf til þess
70%,þeirra sem bíða
eftir mjaðma- og hné
aðgerðum, segir Olafur
Ólafsson í þessari
fyrri grein sinni, eru
á vinnualdri.
að draga úr kostnaði. Afleiðingin
er að þetta starfsfólk nær ekki að
viðhalda sérþjálfun 'sem skyldi og
ýmsir þeirra hverfa úr starfi. Svip-
aðar aðgerðir eru nú t.d. fyrirhug-
aðar varðandi einu augndeild lands-
ins! Afleiðing þessa er að senda
verður 80-100 sjúklinga er þarfnast
sérhæfðrar meðferðar til nágranna-
landa. Sérhæfð þekking fer for-
görðum. Á sama tíma og þetta
gerist reka ýmsir ráðandi aðilar
áróður fyrir sölu á sérhæfðri ís-
lenskri heilbrigðisþjónustu til ann-
arra þjóða!
Aukning á vinnuálagi
samfara fækkun starfsfólks
Á sumum hjúkrunarheimilum
hefur hjúkrunarþyngd aukist um
30% á síðustu árum. Á árunum
1992-1994 breyttist hjúkrunar-
þyngd sjúklinga, t.d. á Landspítala,
á eftirfarandi hátt. Árið 1992 þörfn-
uðust 31% sjúklinga stöðugs eftir-
lits allan sólarhringinn en árið 1994
var hlutfallið 46,4%. Svipuð breyt-
ing hefur orðið á öðrum bráða-
sjúkrahúsum. Aðalorsök þessa er
m.a. að í kjölfar mikillar tækniþró-
unar gangast fleiri eldri sjúklingar
undir aðgerðir en áður enda eru
nú gerðar mun flóknari aðgerðir
sem krefjast mikillar sérhæfingar.
Á árunum 1986-1995 fjölgaði
sjúklingum 65 ára og eldri á Rík-
isspítölum um 20-30%. Á gjör-
gæsludeildum hefur vinnuálag
aukist mjög mikið. Til dæmis hefur
sjúklingum er þarfnast meðferðar
í öndunarvélum fjölgað um 250%
frá 1986. Yfirleitt hefur starfsfólki
á sérgreinasjúkrahúsum ekki fjölg-
að heldur jafnvel fækkað á þessu
tímabili. Árið 1993 var gerð könn-
un er náði til 17 sjúkrastofnana
og töldu um 87% heilbrigðisstarfs-
manna að vinnuálag hefði aukist
við „sparnaðarráðstafanir". Um
60% töldu að ekki væri hægt að
halda uppi sama þjónustustigi og
áður. Svipaðar niðurstöður fengust
úr könnun Landlæknisembættisins
meðal starfsfólks á sérgreina-
sjúkrahúsunum á þessu ári. 80-90%
töldu að vinnuálag hefði aukist
mikið og mætti rekja stóran hluta
af fjarvistum og versnandi sam-
skipti starfsmanna tii þessa (Streita
og þreyta, Landlæknisembættið
1996). Sjá Töflu 1.
Biðlistar - ósk um 3-6
mánaða bið hið mesta
Aukin fjarvistartíðni og þröngur
fjárhagur hefur dregið úr afköstum,
stuðlað að lengri biðlistum og
heilsuvanda sjúklinga. Léleg stýr-
ing hefur einnig áhrif til hins verra
og getur skapað óþarfa „flösku-
hálsa“. Sem dæmi má nefna að bið-
listi eftir hjartaþræðingu á Land-
spítalanum hefur lengst mikið en
fækkað hefur á biðlista eftir krans-
æðaaðgerðum! Hjartaþræðing er
forsenda kransæðaaðgerða.
Líðan margra á biðlistum er
slæm. T.d. skal nefnt að um 70%
þeirra er bíða eftir mjaðma- og
hnéaðgerðum eru á vinnufærum
aldri. 70% þessa fólks þarfnast stöð-
ugra verkja- og vöðvaslakandi lyfja
og hvílist ekki á nóttunni vegna
svefnleysis og vanlíðunar. Ein af-
leiðing niðurskurðar er að ekki er
hægt að sinna fólki á biðlistum al-
mennra skurðdeilda svo vel fari.
Um 60% gallaðgerða eru nú gerð
brátt en áður voru um 20% þessara
sjúklinga skorin upp á þann veg.
Mun hættara er við fylgikvillum við
bráða gallvegsbólgu (sýkt og bólgin
líffæri) en ef aðgerð er gerð á sjúkl-
ingum sem ekki eru bráðveikir (J.
Magnússon próf. 1995).
Tafla 2
Líðan þeirra er
bíða eftir aðgerð
Mikillverkur 77,8%
Svefntruflun 68,8%
Taka verkjalyf 70,3%
Taka svefnlyf 35,0%
Taka vöðvaslakandi lyf 70,3%
Getaekkibjargaðsérsjálfir 55,5%
Á vinnufærum aldri 68,6%
Óvinnufærni 31,4%
Bið eftir kransæðaaðgerðum
reynist mörgum erfið enda er dán-
artíðni á slíkum biðlistum 3-4 sinn-
um hærri en á flestum öðrum bið-
listum (European Club Cardiac
Surg. 1995 og Bjarni Torfason,
yfírlæknir).
Tafla 3
Rannsókn á biðlistum
fyrir kransæðaaðgerðir
Royal Victoria Hospital
Af 1.000 sjúklingum á biðlista:
•Dánir kransæðasjúklingar 8,4%
•Dánir lokusjúklingar 2,1%
•Dánir með aðra sjúkd. 1,1-1,5%
Tafla 4
Rannsókn á biðlistum
fyrir kransæðaaðgerðir
Biðlistar á Hjartadeild Landspitalans
Miðað við 4-6 mánaða bið deyja á
biðlista 5-6% sjúklinga.
Bjami Torfason, yfirlæknir, 1995.
Flestir þeirra sem bíða og þjást á
biðlistum eru eldra fólk sem hefur
átt stærstan þátt í því að byggja
upp góða heilbrigðisþjónustu hér á
landi. Réttmæt krafa þessa fólks er
að það þurfí ekki að bíða lengur en
3-6 mánuði eftir veigameiri aðgerð-
um en slíkar reglur hafa náð fram
að gagna í sumum nágrannalanda
(Nordisk Medicin 3/1996). Þeir sem
skipuleggja spamaðarráðstafanir og
ráða ferðinni verða að skilja þörf
veiks fólks fyrir heilbrigðisþjónustu.
Þeir eiga að taka tillit til þess að
almenningur kýs ekki að dregið sé
úr rekstrarkostnaði heilbrigðisþjón-
ustunnar sbr. fjölmargar skoðanak-
annanir. Sjá Töflu 5.
Höfundur er landlæknir.
Tafla 5
Bið eftir gerviliðaaðgerð á Borgarspítala
55 sjúklingar % Hæfileg bið að áliti sjúklinga
Bið >3 mánuði 20,4 <1 mánuð 14,8%
4-6 mánuði 20,4 3 mánuði 40,7%
7-12 mánuði 33,3 3-6 mánuði 33,3%
1-2 ár 21,8 1 ár 11,1%
>2 ár 3,6 K. Vald. Læknablaðið , 1995.
Eflum viðskipti við útgerð-
ir, farþega og áhafnir
skemmtiferðaskipa
Á NOKKRUM
þingum hef ég flutt
frumvarp til laga um
breytingar á tollalög-
um sem lúta að því
að heimilt sé að reka
verslanir með toll-
fijálsar vörur í
Reykjavíkurhöfn,
Akureyrarhöfn,
Seyðisfjarðarhöfn og
Vestmannaeyjahöfn.
Þetta mál hefur enn
ekki náð fram að-
ganga.
Það er athyglis-
vert, þegar til þess
er litið að á sl. sumri
komu 115 skemmti-
ferðaskip til landsins - auk þess
sem Norræna kom 14 sinnum til
Seyðisfjarðar. Á undanfömum sum-
rum hefur komu skemmtiferðaskipa
sífellt fjölgað. Á sl. sumri kom til
Reykjavíkur 51 skemmtiferðaskip
með rúmlega 21 þúsund farþega
og auk þess voru um 10 þúsund
manns í áhöfnum þessara skemmti-
ferðaskipa. Til Akureyrar komu 38
skemmtiferðaskip með 18 þúsund
farþega og 10 þúsund
manns í áhöfn. Eins og
fyrr segir kom Norræna
14 sinnum til Seyðis-
fjarðar og með því skipi
um 6.500 farþegar auk
áhafnar.
Það sem vekur athygli
við komu þessara
skemmtiferðaskipa er
það að t.d. þegar til
Reykjavíkur er komið fer
meginfjöldi skemmti-
ferðamanna þessara
skipa með áætlunarbíl-
um að Gullfossi og
Geysi. Stutt er þar við-
dvölin en komið við í
Hveragerði og síðan er
það nærri undantekningarlaust að
fólki að ekið að skipshlið aftur og
fljótlega látið úr höfn án þess að
mikið sé verslað í Reykjavík.
Víða erlendis, þar sem skemmti-
ferðaskip koma að, eru tollfrjálsar
verslanir sem farþegar þurfa að
ganga í gegnum til að komast í
land - og þannig verður umtalsverð
verslun. Það er líka athyglisvert og
ég hef veitt því athygli að þau
Ég vænti þess að sú
breyting sem felst í
frumvarpinu, segir
Guðmundur Hall-
varðsson, muni leiða til
aukinna viðskipta við
skemmtiferðaskipin
sem hingað koma.
skemmtiferðaskip sem hafa komið
til Reykjavíkur taka hvorki vatn né
vistir. Nú liggur það ljóst fyrir í
september, októbermánuði hvers
árs hvaða skip muni koma til ís-
lenskra hafna sumarið á eftir. Það
er athyglisvert að þeir sem eru með
vöru og þjónustu við skip skuli ekki
leita upplýsinga um nöfn skipanna
og frá hvaða landi, hver sér um
útgerðarrekstur með það í huga að
senda þessum aðilum upplýsingar
um það hvaða möguleikar eru á
verslunarviðskiptum'hér, t.d. varð-
Guðmundur
Hallvarðsson
andi ferskan fisk, íslenskt lamba-
kjöt eða grænmeti sem hér er fram-
leitt. Hafandi komið sem farmaður
í fjölmargar hafnir erlendis hef ég
upplifað það að varla er búið að
binda skipið við bryggju þegar um
borð koma fjölmargir aðilar sem
bjóða upp á verslun og viðskipti.
Vörur þá á sérstöku útflutnings-
verði og vörur þá sem hægt er að
kaupa tollfijálsar.
Þegar farþegar koma úr skoðun-
arferðum, t.d. frá Gullfossi.og Geysi,
og stíga um borð aftur þá er það
sérkennilegt að ekki skuli vera við
landgang skipanna sölumenn ís-
lenska lambakjötsins með grill til
að gefa svöngum ferðamönnum að
smakka á hágæða íslensku lamba-
kjöti. Það eru nokkur ár síðan ég
hafði samband við aðila hjá bænda-
samtökunum og undraðist þetta
mjög að þeir skyldu ekki reyna að
bjóða fram sína vöru. Athugasemd-
irnar voru þær að það þýddi nú lítið
að vera að bjóða þessum farþegum
upp á að smakka íslenskt lambakjöt
því að ekki mundu þeir nú mikið
versla af því, því að þeir væru að
fara um borð og skipið á leið til
útlanda. En að sjálfsögðu er það
ekki málið, - heldur hitt að þeir
ferðamenn sem koma úr langri ferð
og eru svangir, smakka hið ágæta
íslenska lambakjöt, munu að sjálf-
sögðu þegar þeir koma um borð
spyija þá sem um matseldina sjá
hvenær þeir eigi von á því að ;s-
lenskt lambakjöt verði á boðstólum.
Hvað áhrærir tollfijálsa verslun
í þessum fjórum höfnum sem hér
hefur áður verið getið er það auðvit-
að svo að nokkuð hefur borið á því
að kaupmenn verslana hafa haft
áhyggjur af því að þetta muni leiða
til minnkandi verslunar þessara far-
þega í landi. Ég er sannfærður um
að kaupmenn þurfi ekki að óttast
samkeppni við þessar tollfijálsu
verslanir því að samt sem áður mun
sá hópur sem hefur lagt upp í skoð-
anaferðir um borg eða bæi - t.d.
á Akureyri, auk þess að versla í
tollfijálsri verslun, muni þeir auð-
vitað versla í búðum þar.
Með tilliti til þess hve fjölgun
skemmtiferðaskipa er orðin hér
mikil og þess hve Islendingar eru
seinir - hafa ekki skjót viðbrögð
hvað áhrærir viðskipti og verslun
við þessi skip - tel ég að sú breyt-
ing sem felst í því frumvarpi, sem
ég ásamt 15 öðrum þingmönnum
hef lagt fram, muni leiða til aukinn-
ar verslunar og viðskipta við hin
fjölmörgu skemmtiferðaskip sem
leggja leið sína til íslands. Ég vænti
þess að þetta frumvarp muni ná
fram að ganga nú á þessu þingi
og ég er sannfærður um það að
verði svo muni aukast verslun og
viðskipti við skemmtiferðaskip sem
Islendingar hafa annars látið algjör-
lega afskiptalaús. Islendingar hafa
mjög talað um þá aukningu sem
orðið hefur í ferðaþjónustunni en á
mörgum sviðum hafa þeir ekki litið
til allra átta hvað varðar þá geysi-
legu möguleika sem enn eru ónýtt-
ir hvað áhrærir sölumennsku vegna
erlendra ferðamanna.
Höfundur er 10. þingmaður
Reykja víkurkjördæmis.