Morgunblaðið - 31.05.1996, Qupperneq 33
32 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 33
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ORYGGISLEYSI
ÍSRAELA
NIÐURSTÖÐUR kosninganna í ísrael vekja upp áhyggjur
um framhald þeirrar friðarþróunar, er átt hefur sér
stað í Mið-Austurlöndum á undanförnum árum.
Kosningarnar voru að mörgu leyti þjóðaratkvæðagreiðsla
um friðarsamningana er stjórn Verkamannaflokksins gerði
við Palestínumenn og Jórdani og hvort ganga ætti lengra í
þeim efnum. Niðurstaðan er sú að ísraelska þjóðin skiptist
í tvær nær jafnstórar fylkingar.
Þegar öll atkvæði, að þeim fráskildum er greidd voru utan
kjörstaðar, höfðu verið talin, var ljóst að. Benjamin Netanya-
hu, leiðtogi Likud, hafði hlotið 50,3% atkvæða. Netanyahu
hefur margítrekað lýst því yfir að hann geti ekki sætt sig
við ríki Palestínumanna og að einungis komi til greina að
veita þeim „takmarkaða“ sjálfstjórn á hernumdu svæðunum,
Vesturbakkanum og Gaza.
Mikill meirihluti ísraelsku þjóðarinnar fagnaði því þegar
loks náðist samkomulag um friðsamlega sambúð Israela og
Palestínumanna eftir áratuga erjur. Frá stofnun Ísraelsríkis
hefur ísraelska þjóðin barist fyrir tilvist sinni og margsinnis
orðið að heyja blóðugar orrustur við óvinveitt araban'ki er
vildu útmá ríki gyðinga. Friðarþráin er því rík meðal ísraela
en enn ríkari er þráin eftir öryggi.
Úrslit kosninganna réðust að öllum líkindum á níu dögum
í febrúar og mars er Hamas, öfgafull samtök heittrúaðra
Palestínumanna, myrtu á sjötta tug Israela í fjórum sprengju-
tilræðum. Hermdarverkin vöktu upp efasemdir í huga kjós-
enda um friðarvilja Palestínumanna og urðu að lokum til
þess að meirihluti kjósenda valdi fremur öryggið sem Net-
anyahu lofaði en friðinn er Peres boðaði.
Báðir stóru flokkarnir töpuðu töluverðu fylgi í þingkosning-
um, sem einnig fóru fram á miðvikudag og ljóst er að ekki
er hægt að mynda meirihlutastjórn með aðild færri en fimm
flokka. Hugsanlega kann það að verða til þess að harðlínu-
menn úr röðum réttrúaðra gyðinga fái aukin áhrif.
Kosningarnar í ísrael marka samt ekki endalok friðar í
Mið-Austurlöndum. Það mikið vatn hefur runnið til sjávar
eftir undirritun Óslóar-samkomulagsins að ekki verður aftur
snúið. Sömuleiðis má búast við gífurlegum alþjóðlegum þrýst-
ingi um að haldið verði áfram á þeirri braut sem hefur verið
mörkuð. Sigur Netanyahus, verði hann staðfestur með taln-
ingu utankjörstaðaatkvæða, mun að líkindum hægja á þróun-
inni og vissulega kynni ákvörðun um frekara landnám gyð-
inga á hernumdu svæðunum að valda miklum skaða. Til lengri
tíma litið verða Isrelar aftur á móti að halda friðarferlinu
áfram. Friður er ekki einungis forsenda efnahagslegra fram-
fara í Mið-Austurlöndum heldur jafnframt varanlegs öryggis
ísraelsku þjóðarinnar.
LOKANIR SKILA LITLU
RÍKISENDURSKOÐUN hefur gert athugun á áhrifum
sumarlokana hjá Ríkisspítölum, Borg^rspítala, Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri og St. Jósefsspítala í Hafnar-
friði á árunum 1990 til 1995. Meginniðurstaðan er sú að
þessar lokanir „hafi ekki skilað þeim fjárhagslega ávinningi
sem að var stefnt til lækkunar heildarútgjalda þeirra.“ Heild-
arkostnaður þessara fjögurra sjúkrahúsa hækkaði raunar um
6,3% að raunvirði á þessu tímabili.
Sumarlokanir sjúkrahúsa hafa á hinn bóginn ekki haft í
för með sér alvarlega röskun á þjónustu þeirra. Bráðaþjón-
ustu er sinnt eftir sem áður. Kostnaður vegna svokallaðra
biðlistaaðgerða dreifist á aðra mánuði ársins. „Þá eru líkur
á því,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar, „að sá kostnaður
sem sparast við lokanir á langlegudeildum, svo sem öldrunar-
deildum og geðdeildum, verði minni en ella þar sem þeir sjúkl-
ingar leggjast í einhveijum tilvikum inn á aðrar deildir sjúkra-
húsanna. Upplýsingar benda ennfremur til að endurinnlagnir
hafi aukizt á undanförnum árum.“
Ríkisendurskoðun bendir einnig á það að við sumarlokanir
á öldrunardeildum flytjist hjúkrunarsjúklingar til nánustu
aðstandenda, með og ásamt tilheyrandi umönnun og beinum
og óbeinum kostnaði. Sá kostnaður er ekki metinn í skýrslu
Ríkisendurskoðunar.
Ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu að samdrátt-
ur í rekstri sjúkrastofnana yfir sumarmánuði sé eðlilegur að
vissu marki, m.a. vegna lögboðinna sumarfría. Lokanir leiði
á hinn bóginn til lakari nýtingar viðkomandi sjúkradeilda.
Og reynslan, sem skýrslan tíundar, sýnir, að efasemdir tals-
manna heilbrigðisstétta um heildarsparnað af lokunum
sjúkradeilda voru ekki ástæðulausar, að ekki sé fastar að
orði kveðið.
IÁR eru 150 ár liðin síðan Menntaskólinn í Reykja-
vík fluttist til Reykjavíkur en skólanum var slitið
í gær þegar 172 stúdentar voru brautskráðir frá
skólanum. Athöfnin fór fram í Laugardalshöll og
brautskráði Ragnheiður Torfadóttir rektor nú stúdenta
í fyrsta skipti frá því að hún tók við embættinu í haust.
Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Hrefna Marín Gunn-
arsdóttir, ágætiseinkunn, 9,27, en semidúx varð Lilja
María Sigurðardóttir með ágætiseinkunnina 9,2.
Fjórir hlutu ágætiseinkunn, 75 fyrstu einkunn, 78
aðra einkunn og 53 þriðju einkunn. Meðaleinkunn á stúd-
entsprófi í ár var 7,16.
Skólinn hylltur
Margir elstu núlifandi stúdentar úr Menntaskólanum
í Reykjavík voru viðstaddir athöfnina, þar á meðal Þor-
steinn Jóhannesson fyrrverandi prófastur í Vatnsfirði sem
varð stúdent 1920 og Gizur Bergsteinsson fyrrverandi
hæstaréttardómari sem varð stúdent frá skólanum 1923.
Dagskráin hófst með ávarpi Davíðs Oddssonar forsæt-
isráðherra og fyrrverandi inspectors scholae í MR, en
hann flutti skólanum árnaðaróskir ríkisstjórnarinnar og
hyllti skólann með ljórföldu húrrahrópi. Risu viðstaddir
úr sætum og tóku undir þessa hyllingu.
Ragnheiður Torfadóttir rektor fór síðan nokkrum orð-
um um sögu skólans og helstu breytingar sem orðið hafa
í gegnum tíðina á skólahaldi og húsakosti hans. Hún
rakti afrek nemenda hans í vetur í ýmsum keppnum sem
haldnar hafa verið, svo sem á sviði eðlisfræði og skáklist-
ar auk margvíslegrar þekkingar annarrar.
Ræðumenn voru Guðjón Hansen fyrir hönd 50 ára
afmælisstúdenta, Sveinbjörn Björnsson fyrir hönd 40 ára
afmælisstúdenta og Geir H. Haarde fyrir hönd 25 ára
afmælisstúdenta, en allir gegndu þeir embætti inspectors
scholae er þeir voru í skóla.
Höfðinglegasta gjöf sem skólanum hefur hlotnast
Skólanum voru afhentar margar gjafir og stórar við
athöfnina í gær. Rektor las gjafabréf frá Davíð S. Jóns-
syni forstjóra og börnum hans. Hafa þau ákveðið að
færa skólanum að gjöf húseignina og lóðina Þingholts-
stræti 18 til minningar um eiginkonu hans og móður
þeirra, Elísabetu Sveinsdóttur sem lést 5. þessa mánað-
ar. Hún hefði átt 55 ára stúdentsafmæli í vor. Gjöfin
verður afhent í desember á næsta ári og fylgja henni
engar kvaðir.
Ragnheiður Torfadóttir rektor sagði að húsið væri
höfðinglegasta gjöf sem skólanum hefði nokkru sinni
borist og með henni væri hluti af húsnæðisvanda skól-
ans leystur. „Þakklæti mitt og skólans er meira en orð
fá lýst,“ sagði Ragnheiður og bað hátíðargesti að minn-
ast Elísabetar.
Baldur Guðlaugsson lögmaður afhenti jafnframt ávís-
MENNTASKÓLANUM í REYKJAVÍK SLITIÐ í 150. SKIPTI í GÆR
Morgunblaðið/Kristinn
ALLS brautskráðust 172 stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík í gær, við 150. skólaslitin.
FÆRÐAR GÓÐAR
GJAFIR Á AFMÆLINU
Menntaskólinn í Reykjavík fagnar 150 ára afmæli sínu í ár en í gær
var skólanum slitið í hundraðasta og fímmtugasta skipti. Skólinn fékk
margar góðar kveðjur og gjafír af þessu tilefni, meðal annars húseign-
ina að Þingholtsstræti 18 og lag við ljóð Tómasar Guðmundssonar.
un upp á ríflega 3,8 milljónir króna til að styrkja tölvu-
kaup skólans, sem auðvelda eiga skrefið inn í 21. öldina
að sögn rektors. Um er að ræða þrettán nettengdar tölv-
ur sem gefa eiga nemendum kost á að nýta sér Internet-
ið og ýmsan margmiðlunarbúnað annan. Upphæð þessi
er ávöxtur söfnunar á meðal ríflega 40 fyrirtækja sem
nokkrir velunnarar skólans og fyrrverandi nemendur
stóðu að.
Framúr björtustu vonum
Aðdragandinn var of skammur, að sögn Baldurs, til
að ráðast í söfnun á meðal allra núlifandi fyrrverandi
nemenda í MR eins og rætt var um, og var því rætt við
fyrirtækin. Fór árangur fram úr björtustu vonum, en
stefnt var að því að safna þremur milljónum króna.
Afhjúpuð var bijóstmynd af Einari Magnússyni, fyrr-
verandi rektor, sem starfaði við skólann alls í 48 ár.
Bijóstmyndin er gjöf frá 50 ára stúdentum. Guðjón
Hansen minntist Einars, dugnaðar hans og áhuga, bæði
sem kennara og rektors, og sagði hann hafa verið góðan
félaga og læriföður sem gaf sér tóm til að sinna nemend-
um utan veggja skólans.
Sveinbjörn tilkynnti að 40 ára stúdentar hyggðust
færa skólanum að gjöf steinsúlu með áletrunum þar sem
minnst verður merkisatburða úr sögu MR. Súlan verður
afhent 1. október næstkomandi og henni fundinn staður
á skólalóðinni í samráði við rektor og skólayfirvöld. Geir
tilkynnti að 25 ára stúdentar mundu færa skólanum fjár-
upphæð að gjöf, sem yrði afhent um leið og söfnun lyki.
Fleiri gjafir bárust frá fyrrverandi nemendum við skól-
ann, meðal annars fé til tækjakaupa og viðhalds eigna.
Kennarar MR færðu honum að gjöf viðgerð á stand-
klukku skólans, sem keypt var veturinn 1847-1848, auk
þess sem hún verður færð í upprunalegt horf.
Lag Atla við ljóð Tómasar
Ein gjafa til skólans var lag Atla Heimis Sveinssonar
tónskálds sem kór MR frumflutti í gær, undir stjórn
Marteins H. Friðrikssonar. Lagið samdi Atli Heimir við
ljóð Tómasar Guðmundssonar, Skólaminni, en ljóðið orti
Tómas til skólans og las upp á jólagleði nemenda á sal
Menntaskólans þann 29. desember 1942, en þá fögnuðu
nemendur endurheimt skólahússins úr höndum breska
hernámsliðsins.
Hátíðarhöldin vegna 150 ára afmælis Menntaskólans
í Reykjavík halda áfram á sunnudag, 2. júní, en þá verð-
ur opnuð sýning í skólanum við hátíðlega athöfn. Þar
verður að fínna ýmsa muni, myndir og skjöl sem tengj-
ast sögu skólans og hússins.
Fyrir athöfnina hyggjast stúdentar frá skólanum koma
saman í Miðbæjarskólanum klukkan 14.30 og ganga
þaðan fylktu liði að húsi Menntaskólans þar sem opnunar-
athöfnin fer fram.
FIMM sjötíu ára stúdentar voru viðstaddir skólaslitin í gær. Alls
útskrifuðust 43 stúdentar frá MR árið 1926, þar á meðal Bjarni
heitinn Benediktsson forsætisráðherra.
DUX scholae að þessu sinni varð Hrefna Marín Gunnarsdóttir og
veitir hún hér viðtöku viðurkenningu úr hendi konrektors MR, Inga
Péturssonar, en á milli þeirra stendur Ragnheiður Torfadóttir rektor.
MARGT góðra gesta sótti skólaslit MR í gær, þar á meðal elsti
stúdent landsins, Þorsteinn Jóhannesson, sem varð stúdent 1920,
og Gizur Bergsteinsson, sem varð stúdent 1922.
Dauft yfir félagslífinu Talsvert strembið nám í 4. bekk
ÞORSTEINN Jóhannesson prófast-
ur er elsti stúdent landsins, en hann
er fæddur árið 1898 og varð stúd-
ent frá MR árið 1920. Þorsteinn
hóf nám í fjórða bekk skólans að
loknu gagnfræðiprófi frá Akureyri
árið 1917. „Fjórði bekkur var þá í
tvennu lagi og skiptist í A og B
hluta. A hlutinn var skipaður Reyk-
víkingrum en B hlutinn utanbæjar-
mönnum,“ segir Þorsteinn.
Námsefnið var hins vegar það
sama fyrir báða bekkina og með
hefðbundnum hætti, en ekki var
byrjað að skipta eftir deildum í
stærðfræði, tungumál eða náttúru-
fræði eins og nú tíðkast. Þorsteinn
segir marga nemendur skólans
hafa verið félitla og hið opinbera
sömuleiðis og hafi 5. bekkur frá
1918-1919 ekki átt að starfa fyrr
en í mars, þannig aðýmsir hafi
tekið tvo bekki af þeim sökum og
tekist ágætlega.
Velviljaðir kennarar
Þorsteinn segir skólasetuna hafa
verið með hefðbundnum hætti og
helst séu ágætir kennarar minnis-
stæðir. „Þetta voru góðir, áhuga-
samir og velviljaðir kennarar, eins
og Páll Sveinsson, Jón Ófeigsson,
Bogi Ólafsson, Sigurður Thorodd-
sen og Ólafur Daníelsson sem flaug
stundum nokkuð hátt með okkur,
blessaður," segir hann. „Rektor þá
var Geir Zoega, gull að manni, en
hann kenndi lítið.“
Ein stúlka útskrifaðist í árgangi
Þorsteins, Thyra Lange Loftsson,
en stúlkur voru að jafnaði sjaldséð-
ar í skólanum á þeim tíma. MR var
eini menntaskólinn í Reykjavík og
segir Þorsteinn að nemendur hafi
verið hafðir í fremur góðum met-
um. Námið hafi verið strembið um
margt, en hann hafi þó komist
bærilega í gegnum skólann.
„Þetta var samt talsvert erfitt
fyrir okkur norðanmenn því að við
höfðum hvorki lesið þýsku eða lat-
ínu og þurftum að byrja nám í
þeim greinum frá grunni,“ segir
Þorsteinn. „Fremur var dauft yfir
félagslífinu, eins og þjóðlífinu
raunar, enda fátækt og skortur á
mörgu, ekki síst kolum. Þá var
hvorki komið rafmagn eða hita-
veita og sérstaklega var þetta áber-
andi frostaveturinn 1918 þegar allt
fraus sem frosið gat.“
Fremstur okkar skóla
Þorsteinn hefur tvívegis verið
viðstaddur skólaslit og haldið tölu
af því tilefni, annars vegar á 50
ára stúdentsafmæli sínu og hins
vegar 70 ára stúdentsafmæli sínu.
„Ég ber elskulegan hug til
Menntaskólans í Reykjavík, hef
unnað honum og aldrei haft nema
gott af honum að segja. Ég hef
talið hann fremstan allra okkar
skóla, þótt ég játi að Menntaskólinn
á Akureyri slagar mikið upp í hann
og þeir eni fleiri góðir,“ segir Þor-
steinn. „Ég óska Menntaskólanum
í Reykjavík allrar guðs blessunar
um ókomin ár og óska að hann
verði eins farsæll með kennara og
stjórn og verið hefur aðjafnaði."
GIZUR Bergsteinsson, fyrrverandi
hæstaréttardómari, varð stúdent
frá Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1922, en hann tók gagnfræða-
prófið 1920. Gizur hafði aldrei áður
komið til Reykjavíkur þegar hann
kom þangað tii náms og segir tím-
ann hafa verið erfiðan um margt.
„Ég vann á sumrin við heyskap
frá sex á morgnana til tíu á kvöld-
in og var einnig sendur á fjall í
leit, en að því loknu hóf ég námið
um haustið. Fjórði bekkur var tal-
inn einn erfiðasti bekkurinn þá,
því að svo mörg ný fög komu inn
í námið, latína og þýska en fransk-
an kom inn í fimmta bekk ef ég
man rétt.
„Það var ýmislegt sem maður
vildi hafa haft öðruvísi í skólanum
en þá var, og alltaf spurning hvern-
ig átti að framkvæma kennsluna.
Til dæmis hefði þurft að taka
tungumálin öðrum tökum en gert
var, þ.e. beina sjónum að undir-
stöðuatriðum þeirra fyrst og
fremst,“ segir Gizur.
Hann segir að peningaráðin hafi
almennt verið lítil á meðal nem-
enda og illmögulegt verið að vinna
með náminu; „það var of strembið
til þess,“ segir Gizur.
Ein stúlka var í bekk með Giz-
uri, Elsa Bye, dóttir norska sendi-
herrans. „Það varð mikið uppi-
stand vegna þess að einhverjir
fundu upp á að skrifa henni bréf
þar sem kom fram ýmislegt sem
gerðist í bekknum. Kennararnir
leituðu að sökudólgi en ég held að
þeir hafi ekki fundið hann eða þá.
Ég frétti það löngu seinna hveijir
hefðu verið þar að verki, og þeir
voru ekki allir úr okkar bekk.
Einn þeirra las með henni undir
prófið og hjálpaði henni með það,
sem sýnir að bréfið var grín eitt.
En Jóhannesi Sigfússyni kennara,
sem var mjög skyldurækinn bg
háttprúður maður, líkaði þetta
ekki og Elsa var vinkona dóttur
hans og leitaði til hennar með bréf-
ið, sem skýrði fjaðrafokið," segir
Gizur.
Aðspurður um aðra eftirminni-
lega atburði úr skólanum, kveðst
hann muna sérstaklega vel eftir
því þegar sumir bekkjarfélagar
hans gengu til liðs við þá sem stóðu
að aðförinni á hendur Olafi Frið-
rikssyni, þegar gerð var krafa um
að ungur rússneskur skjólstæðing-
ur hans yrði rekinn úr landi. „Þess-
ir piltar gengu í herinn sem búið
var að safna saman og þetta var
töluvert hitamál innan skólans,
jafnvel svo að menn bjuggust við
mannvígum þó að aldrei hafi kom-
ið til þeirra. Um tíma var ófriðlegt
nyög en þetta leystist þó allt að
lokum.“
Ber hlýjan hug til MR
Gizur kveðst hafa fylgst lítillega
með breytingum innan MR, meðal
annars í gegnum börn sín sem tóku
öll stúdentspróf þaðan. „Ég ber
hlýjan hug til skólans og færi hon-
um þakkir fyrir mig og mína, auk
þess að óska honum góðrar fram-
tíðar,“ segir hann.
Nýtt íslenskt
erfðarann-
sóknafyrirtæki
KYNNT var í Reykjavík í gær
stofnun fyrirtækisins
deCODE genetics, sem
mun starfa á sviði mann-
erfðafræðirannsókna. Bandarískir
fjárfestar hafa lagt fram 10 milljóna
dala áhættufjármagn til að koma fyr-
irtækinu af stað og á það að duga til
reksturs næstu tvö ár. Að þeim tíma
liðnum er reiknað með að um 100
starfsmenn, margir þeirra hámenntað-
ir vísinda- og tæknimenn, starfi hjá
fyrirtækinu.
Stofnendur deCODE genetics eru
Kári Stefánsson, prófessor, Kristleifur
Kristjánsson barnalæknir, Ernir
Snorrason geðlæknir og Sigurður R.
Helgason framkvæmdastjóri. Að sögn
dr. Kára Stefánssonar er fyrirtækið
að mestu fjármagnað af bandarískum
fjárfestum en verður að meirihluta í
eigu íslendinga.
Verðmæt sérstaða þjóðarinnar
Fyrirtækið mun starfa á sviði mann-
erfðafræði og byggir tilveru sína á því
að leita að stökkbreytingum í erfðavís-
um sem valda ýmsum algengum sjúk-
dómum á borð við sykursýki, geðklofa,
þunglyndi og fleira. Kári segir að hug-
myndin sé að nýta sérstöðu Isiendinga,
bæði hvað varðar erfðastofn og sögu
þjóðarinnar, þannig að það gagnist ís-
lensku samfélagi. Reiknað er með að
eftir tvö ár starfi um 100 manns hjá
fyrirtækinu, þeirra á meðal hámenntað-
ir vísindamenn og tæknifólk á sviði líf-
tækni og' erfðafræði. Þetta getur því
orðið stærsti vinnustaður sinnar teg-
undar hér á landi.
„Fyrirtækið gæti lagt gífurlega
mikið af mörkum, ekki aðeins til at-
vinnuuppbyggingar, heldur einnig til
þróunar erfðafræði sem vísindagreinar
á íslandi," sagði Kári. „Hugmyndin
er að nota verðmæti þeirra niðurstaðna
sem fást til að íjármagna háþróaðar
rannsóknir hér á landi. Á sama tíma
erum við að skapa vísi að nútíma líf-
tækniiðnaði hér á landi. Velgengni
þessa fyrirtækis sem vísindafyrirtækis
er algjörlega háð velgengni þess í við-
skiptum.“
Að ala kynið heima
Þetta framtak er iöngu orðið tíma-
bært að sögn Kára. Hann segir búið
að stofna nokkur sambæriieg fyrirtæki
í Bandaríkjunum og að þau hafi með-
al annars leitað eftir efnivið í rann-
sóknir sínar hér á landi. í stað þess
að útlend fyrirtæki hagnist á eftir-
sóknarverðum eiginleikum íslensku
þjóðarinnar er hugmyndin að byggja
þessar rannsóknir upp á íslandi, eða
eins og Kári orðaði það: „Hugmyndin
er sú að selja ekki graðfolann úr landi
heldur að ala kynið á íslandi.“
Kári er búsettur í Boston í Banda-
ríkjunum og starfar sem prófessor í
taugafræði og taugameinafræði við
Harvard Institutes of Medicine, einnig
er hann yfirlæknir við taugameina-
fræðideild Beth Israel sjúkrahússins.
Hann segir acT vísindasamfélagið hafi
löngum verið viðkvæmt fyrir þeirri
hugmynd að brúa bilið á milli vísinda
og iðnaðar. Vísindamenn hafi gjarnan
haft það á tilfinningunni að það geti
leitt til málamiðlana þegar farið er að
taka hagnaðarsjónarmið til greina við
vísindalega vinnu. „Staðreyndin er
hins vegar sú að þetta er eina aðferð-
in sem til er til að fjármagna rannsókn-
ir af þessari gerð að því marki að það
sé raunverulega hægt að leggja eitt-
hvað af mörkum. Sá kostnaður sem
fer í að gera háþróaðar mannerfða-
fræðilegar rannsóknir er slíkur að
hann verður ekki fjármagnaður á ann-
an hátt en að koma niðurstöðunum á
seljanlegt forrn," sagði Kári.
Hann segir að það viðhorf sé um-
deilanlegt að vísindi eigi að stunda án
þess að menn þurfi að standa skil á
gildi niðurstaðna rannsókna sinna fyr-
ir samfélag samtímans. Visindamenn
í Bandaríkjunum séu nú orðnir vilj-
ugri en áður að finna samstarfsaðila
í viðskiptalífínu til að fjármagna rann-
sóknir gegn því að samstarfsaðilarnir
geti síðar hagnýtt rannsóknarniður-
stöðurnar.
Kári segir að þeir sem best þekkja
til telji að Island sé mjög vel fallið til
mannerfðafræðilegra rannsókna.
„Okkur hefur tekist að sannfæra
bandaríska ijármögnunaraðila um að
setja í þetta fjármagn. Við erum farn-
ir af stað og byijaðir að ráða fólk.-r
Þetta ætti að geta farið af stað af
fullum krafti í sumar,“ sagði Kári.
Helstu viðskiptavinir verða fjársterk
stór lyfjafyrirtæki sem kaupa upplýs-
ingar um hvaða stökkbreytingar í ein-
stökum erfðavísum valdi tilteknum
sjúkdómum. Fyrirkomulag viðskipt-
anna er með þeim hætti að deCODE
genetics stofnar til samvinnu við lyfja-
fyrirtæki sem axlar fjárhagslega
ábyrgð á tiltekinni rannsókn. Fáist
niðurstaða getur lyljafyrirtækið hagn-
ast verulega á rannsókninni. Þegar
hefur fengist 10 milljóna dollara
áhættuljármagn frá bandarískum aðil-
um og á það að duga til rekstursins
næstu tvö árin án þess að til komi
nokkur sölusamningur. Kári segir
þessa fjárhæð gefa til kynna um hvers
konar tölur sé að ræða í þessari starfs-
grein. Þetta sé töluvert þegar um sé
að ræða líffræðilegar rannsóknir á
íslandi. Nú þegar eru hafnir samning-
ar við átta stór lyfjafyrirtæki og hafa
þau öll lýst miklum áhuga á sam-
starfi við hið nýstofnaða fyrirtæki.
Ekki lyfjatilraunir
Kári segir að íslendingar þurfi ekki
að óttast að verða notaðir sem tilrauna-
dýr fyrir ný lyf. Hér verði einungis
leitað að erfðavísum sem valda sjúlí«
dómum og þeir sem þjáist af þessum
sjúkdómum njóti góðs af. Hér verði
safnað upplýsingum sem seldar verði
lyfjafýrirtækjum. Ætlun stofnenda fyr-
irtækisins sé ekki að auðgast á þessu
heldur fyrst og fremst að skapa mögu-
leika fyrir þá sjálfa og aðra til að vinna
að rannsóknum af þessu tagi á ís-
landi. Kári segir að ein leið til að flár-
magna svona rannsóknir sé að sækja
um styrk í hina ýmsu sjóði. Hér á landi
sé ekki um digi-a sjóði að ræða. Þess
vegna sé ákjósanlegt að gera vinnuna
það arðbæra að hún verði sjálfbær.
Hér hafi fundist leið til að flytja fjár-
magn inn í landið, þetta skapi atvinnu.
Þjóðin þurfi ekki að leggja neitt af
mörkum hvað ijánnagn varðar en geti
grætt töluvert á þessu. „Það er mögu-
legt að þetta geti vaxið umfram það
markmið að safna saman 100 manns
á tveimur árum,“ sagði Kári. „Fyrir-
tækið getur orðið stærra og út frá
þessu geta sprottið dótturfyrirtæki á
grundvelli einstakra verkefna."
Ný tegund fjármagns
Að sögn Kára er þetta líklega eitt
fyrsta dæmi þess að bandarískt
áhættufjármagn berist hingað til
lands. Takist þetta vel geti það opnað
augu bandariskra fjárfesta fyrir ís-
landi sem vænlegum Qárfestingar-
kosti. Það gæti orðið gífurleg lyfti-
stöng fyrir efnahagslifið. „Ég held að
þetta sé mikilvæg tilraun til að flytj^
nýja tegund af fjármagni inn í þetta
land þar sem einu sinni draup smjör
af hveiju strái,“ sagði Kári.
Ætlunin er ekki að taka yfir nein
rannsóknarverkefni heldur að bjóða
íslenskum læknum að koma með verk-
efni sem lúta að sjúkdómum í þeirra
verkahring inn í fyrirtækið. Fjárstyrk-
ur þess og sérþekking á að auðvelda
þeim að vinna hratt að rannsóknum
sínum. F’yrirtækið fær í staðinn rétt
til að selja rannsóknarniðurstöðurnar.
Læknarnir sitja hins vegar að hinum
vísindalega heiðri. „Þetta er aðferð til
þess að gera íslenska lækna að Gretti%.
um Illugasonum þegar kemur að líf-
fræðilegum rannsóknum. Þetta er ekk-
ert síður þeirra fyrirtæki en stofnend-
anna,“ sagði Kári.
Kári hyggst taka sér leyfi frá störf-
um í Bandaríkjunum í haust og koma
heim um lengri eða skemmri tíma til
að hjálpa til við að koma fyrirtækinu
á laggirnar. >-