Morgunblaðið - 31.05.1996, Side 46

Morgunblaðið - 31.05.1996, Side 46
46 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGRÍÐUR SIG URÐARDÓTTIR -4- Sigríður Sigurð- ' ardóttir fæddist í Steinmóðarbæ undir V-Eyjafjöllum 14. febrúar 1945. Hún lést á Land- spítalanum 18. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sigurður Sig- urðsson, f. 1895, d. 1981, bóndi í Stein- móðarbæ undir Eyjafjöilum, og kona hans, Sigríður Helga Einarsdóttir, f. 1900, d. 1985, hús- móðir. Systkini Sigríðar eru Sig- urður, f. 1930, Einar, f. 1931, Ingjaldur, f. 1932, Maria Lilja, f. 1933, og Hjalti, f. 1934. 21. september 1968 giftist Sigríður Friðriki Guðna Þór- leifssyni, kennara og rithöf- undi, f. 5.6. 1944, d. 31.7. 1992. Dóttir þeirra er Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir, f. 17.1.1969, tónlistarnemi, en unnusti henn- ar er Aðalsteinn Bjarnþórsson, f. 3.12. 1964, rafvirki. Sigríður stundaði barna- skóianám í V-Eyja- fjallahreppi og nám við Tónlistarskóla Rangæinga, lauk landsprófi frá Mið- skólanum á Selfossi og stundaði jafn- framt nám við Tón- listarskólann í Reykjavík. Hún lauk kennaraprófi frá KÍ 1966 og tónmennta- prófi 1969 og stund- aði framhaldsnám við Deutschland Sta- adtliche Hochschule filr Musik und The- ater im Hannover. Sigríður var skólasijóri Tóniistarskóla Rangæinga 1973-87 og kenndi við Foldaskóla í Reykjavík 1987-94. Hún kenndi við Dal- brautarskóla í Reykjavík 1994-95 og Setbergsskóla í Hafnarfirði 1995-96. Eftirlifandi unnusti hennar er Valdimar Ossurarson. Útför Sigríðar fer fram frá Stórudalskirlyu undir Eyjafjöll- um í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur feílur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfí ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. Þannig kvað bróðir minn, Friðrik Guðni, er hann frétti andlát ungrar stúlku í heimabyggð sinni. Ljóðið kemur upp í hugann þegar við kveðjum Sigríði konu hans, aðeins tæpum 4 árum eftir andlát Frið- riks. Þau hjónin voru svo sannar- lega ljós sem skinu skært og báru mikla birtu, einkum þegar þau lögðu krafta sína saman. En víst hafa þau ljós brunnið of hratt. Sigríði sá ég fyrsta haustið 1967 er við Friðrik áttum leið um Lækj- artorg. Hann þekkti stúlkuna og kynnti mig fyrir henni og ég varð þarna var við gagnkvæman áhuga. Hún innti eftir hver væri í för með Friðrik og við vorum mjög samhent- ir í að skrökva því að henni að við værum tvíburar. Þar með var lagð- ur nokkur grunntónn í okkar sam- skiptum, það ríkti gjarnan gáski, allt að því galsi í samræðum okkar og mér fannst stundum að minnti á litla hvolpa frekar en fullorðið fólk. En alvaran var aldrei fjarri og bærist talið að áhugamálum Sig- ríðar, sem fyrst og fremst tengdust tónlist, þá gat hún flutt skörulegar ræður. Gaman var að heyra hana t Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, STEINGRÍMUR SVEINSSON fyrrv. verkstjóri, andaðist að morgni 30. maí á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri. Útförin auglýst síðar. Aðstandendur hins látna. t Eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, HELGA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Æsufelli 4, Reykjavík, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. maí. Ólafur Ingibjörnsson, Lísa Ólafsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Anna G. Helgadóttir, Jón Sveinsson. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, ÓLAFS GUÐLAUGSSONAR, Sogavegi 136, Reykjavík. Laufey Ólafsdóttir, Friðbjörn Kristjánsson, Ari Ólafsson, Helga Ámundadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. lýsa kennslustörfum sínum, einkum stjórn barnakóra. Hvar sem hún starfaði var hún alltaf fljótlega komin með kór og sópaði þá öllum með sem vildu og e.t.v. líka ein- hverjum sem ekki vildu. Skipti þá engu máli hvort bömin voru lagviss eða laglaus. Nú skyldu þau gera svo vel að læra að syngja í kór. Ég gæti trúað að stundum hafi hún minnt á Soffíu frænku í Kardi- mommubænum, sem sagði: „Ef þú kannt það ekki, þá skaltu læra það!“ Fjöldi þeirra tónlistarmanna, sem segist hafa komist af stað við tón- listarnám vegna áhrifa Sigríðar vitnar um kraftinn sem frá henni stafaði við kennsluna. Um árabil stjórnaði hún tónlistarskóla Rangæ- inga og störfuðu þau hjónin þá hlið við hlið að tónlistarkennslu. Sagt er að sönglíf hafi magnast mjög í héraðinu fyrir tilstilli þeirra hjóna. Sigríður stjórnaði og Friðrik spilaði undir og samdi nýja texta ef með þurfti. Hjálmfríður Þöll dóttir þeirra fór fljótt að taka þátt í tónlistarlíf- inu, lærði á básúnu en heillaðist svo mest af söngnum. Þar sem fjölskyldur okkar höfðu búsetu í gagnstæðum landsfjórð- ungum urðu fundir okkar færri en okkur líkaði, en við reyndum að hittast svo oft sem auðið var. Mér er minnisstæð heimsókn í litla kirkju á Suðurlandi ásamt Sigríði, Friðrik og Þöll. Friðrik settist við orgelið og við fórum að syngja sálm í sinni fjórrödduðu útsetningu. Kirkjubóndinn kom þá hlaupandi, hann skildi ekki hví kirkjukórinn var byijaður að syngja á vitlausum tíma. Mér eru líka minnisstæðar heimsóknirnar meðan Friðrik átti L veikindum sínum, en þá tók Sigríð- ur stjórnina á öllum fjármálum og annarri umsýslu af miklum mynd- ugleika, auk þess sem hún annaðist heimilið og mann sinn. Erfið veikindi og andlát bróður míns munu hafa eytt kröftum og heilsu Sigríðar meira en margir hennar nánustu gerðu sér grein fyrir. Erfiðleikarnir og sorgin skyggðu á hennar eigin lasleika þar til orðið var oft seint að hamla á móti. Þegar hún hafði náð sér af sorginni og var tilbúin til að hefja nýtt líf var hún kölluð burtu héðan. En hún skilur svo sannarlega eftir yl í okkar mædda hjarta. Við mág- ar hennar tveir og mágkona, syst- kini Friðriks Guðna og þeirra fjöl- skyldur, kveðjum hana með þakk- læti fyrir samfylgdina. Björn Þórleifsson. Góðar minningar eru eitthvert mesta dýrmæti sem hugurinn geymir. Minningarnar streyma fram. Margar og góðar stundir átt- um við saman allt frá bamæsku og minnist ég þá helst sumarsins sem við ætluðum að verða brúnar. Það var sama hvemig viðraði, alla daga vorum við hálfberar úti á túni á Steinmóðarbæ í heyskapnum eða við lágum uppi á hlöðuþaki því þar var skjól. En eitthvað var sólin lítið á lofti þetta sumar en ánægðar vorum við þegar vinkonur þínar að sunnan komu um verslunarmanna- helgina og töluðu um hvað við vær- um brúnar. Eða þegar við fómm á mitt fyrsta ball á Hvoli, ég tólf ára og þú tuttugu og eins. Þú málaðir mig eins og stríðsindíána því ég átti að sýnast svo fullorðin til að komast inn. Já, ekki gleymast held- ur allar söngæfíngarnar í fjósinu á Steinmóðarbæ þegar þú æfðir þinn fyrsta sönghóp; Káta krakka. Síðan liðu árin og þú fórst í Kennaraskól- ann og síðan í tónlistarskólann þar sem þú kynntist Friðrik Guðna og þið eignuðust yndislega dóttur, hana Þöll. En eftir að ég giftist og flutti til Keflavíkur þá hittumst við ekki eins oft, í nokkur ár, en alltaf hélst þó vinskapurinn og þegar við fluttum á sama landshlutann voru ófáar stundirnar sem fjölskyldurnar áttu saman austur í Káratanga og á Grettisgötunni. Alltaf var gítarinn tekinn upp og sungið og skemmt sér. Gleði og kærleikur ríkti ávallt á heimili ykkar Friðriks. Og var söknuðurinn mikill þegar hann féll frá fyrir tæpum þrem árum. En elsku Sigga mín, aftur fékkst þú að kynnast ástinni þegar þú kynnt- ist Valdimari. Mikið vorum við glöð fyrir þína hönd þegar þú sagðir okkur frá Valda, að Guð hefði bæn- heyrt þig og sent þér hann, ham- ingjan hafði hitt þig aftur. En ekki var ykkur ætlað að vera lengi sam- an, aðeins í níu mánuði, er þú varst kölluð til annarra starfa. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Þöll, Alli og Valdimar, megi Guð gefa ykkur styrk í þess- ari miklu sorg. Guðrún Siguðardóttir, Torfi Sigurðsson. Brostinn er strengur - sönpr hörpunnar hljóður, horfinn af vorri braut. En minningin ljúfa, lífsins dýrasti sjóður, líknar og bætir þraut. Hjálpa þú faðir, frelsarinn mildur og góður. Tónanna veröld, tindrandi hrein og fógur var tilvera þín og líf. Hljómana skildir, þeirra þýðróma sögur í þrautunum voru hlif. Þráðir sólskinið, söngva og ljúfar bögur. Sárt er að kveðja, en sólin hnígur að viði að síðustu öllum hjá. Þá finnast þau aftur á ókunnu tilverusviði sem elska, vona og þrá. Við þökkum og biðjum - far þú vina í friði. (G.Ö.) Agnes og Guðbjartur. Okkur langar með nokkrum orð- um að kveðja kæra vinkonu okkar Sigríði Sigurðardóttur. Sigriður og Friðrik Guðni tóku okkur strax opn- um örmum þegar við kynntumst Þöll dóttur þeirra í gagnfræðaskóla. Síðan höfum við verið eins og hluti af fjölskyldunni. Við tókum strax eftir því að fjöl- skyldan var óvenju samheldin. Á heimili þeirra voru allir velkomnir og þar var öllum tekið sem jafningj- um. Fordómaleysi þeirra og gest- risni eru eiginleikar sem aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar. Það var alltaf gaman að koma til Sigríðar. Hún var hrókur alls fagnaðar jafnt innan um unga sem aldna og oft var margt um manninn á heimili hennar. Það er margt sem við búum að eftir að hafa kynnst Sigríði og fjöl- skyldu hennar, þau hafa styrkt sjálfsímynd okkar á margan hátt og hvatt okkur til dáða í því sem við höfum tekið okkur fyrir hendur. Við vonum að guð gefi Þöll vinkonu okkar og öðrum ástvinum Sigríðar styrk í sorg sinni. „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni." (Kahlil Gibran.) Bryndís og Katrín. Elskuleg vinkona okkar Sigríður Sigurðardóttir er látin. Á fögrum vordegi barst okkur þessi harma- fregn. Minningarnar streyma fram í hugann. Sigríður var miklum hæfileikum gædd og fengum við samferðafólkið óspart að njóta þeirra. Hún stundaði nám við Kennara- skólann og lauk þaðan kennara- prófi árið 1966 og tónmenntakenn- araprófi frá Tónlistarskóla Reykja- víkur 1969. Þar kynntist hún eigin- manni sínum Friðrik Guðna Þór- leifssyni sem einnig var þar við nám. Saman héldu þau síðan til fram- haldsnáms við tónlistarháskólann í Hannover 1971-1972 og síðan við St. Cecilia skólann í Róm sumarið 1972. Að námi loknu fluttust þau hjón- in að Hvolsvelli, þar sem þeirra beið margbreytilegt tónlistarstarf. Sigríður var skólastjóri Tónlistar- skóla Rangæinga til margra ára og kenndi einnig við Hvolsskóla. Þau hjónin héldu uppi fjölbreyttu söng- og tónlistarlífi í sýslunni og varð + Sonur okkar, ELFAR GISLASON, Björtuhlíð 13, Mosfellsbæ, lést miðvikudaginn 29. maí. Gísli Júlíusson, Sigríður Þorvaldsdóttir. Ástkær eiginmaður, sonur, tengdason- ur, bróðir, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, RÍKARÐUR REYNIR STEINBERGSSON verkfræðingur, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 3. júní kl. 10.30. Valdis Garðarsdóttir, Sumarrós Snorradóttir, Matthildur Guðmundsdóttir, Jóna Steinbergsdóttir, Steinberg Ríkarðsson, Hildur Ríkarðsdóttir, Heimir Ríkarðsson, Reynir Ríkarðsson, Ingimundur Bergmann, Garðar Skaptason, Birgir Skaptason, Þóroddur Skaptason, Guðmundur Skaptason, Steinunn Skaptadóttir, Unnur Dis Skaptadöttir og barnabörn. Ásta Óskarsdóttir, Ellert Már Jónsson, Þórunn Kristjánsdóttir, W. Klarstam, Kristin Blöndal Magnúsdóttir, Brynja Þorbergsdóttir, Mogens Lundahl,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.