Morgunblaðið - 31.05.1996, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 51
I ---------------------------------
i Staðarskoð-
un í Viðey
HEFÐBUNDIN dagskrá verður um
helgina í Viðey. Kl. 14.15 verður
gönguferð á suðurhluta Austureyj-
arinnar. Gengið verður austur í Við-
Ieyjarskóla, þar skoðuð ljósmynda-
sýning frá fyrri hluta þessarar aldar
en síðan gengið með suðurströndinni
og heim að Stofu aftur.
Á þessari leið er margt að skoða
og ekki síst æðarfugla á hreiðrum.
Gangan tekur um einn og hálfan
tíma. Rétt er að vera á góðum skóm
og að öðru leyti búinn eftir veðri.
Á sunnudag verður staðarskoðun
á sama tíma. Hún hefst í kirkjunni
sem verður sýnd og síðan gengið um
. heimahlöð, fornleifagröfturinn skoð-
aður og loks útsýnið af Heljarkinn,
hólnum fyrir austan Stofuna. Ef að-
| stæður leyfa verður einnig gengið
■ um Viðeyjarstofu. Staðarskoðun tek-
ur um þrjá stundarfjórðunga. Hún
er öllum auðveld og krefst ekki neins
sérbúnaðar.
Á eftir er hægt að njóta veitinga
í Viðeyjarstofu, ef menn vilja. Eins
er hægt að bregða sér á hestbak því
ef áætlanir standast verður hesta-
leigan opnuð á laugardag.
Áætlunarferðir með Maríusúð um
helgar eru á klst. fresti kl. 13-17 á
I3 heila tímanum úr landi en hálfa tím-
anum úr eynni.
Jafnréttisfull-
trúi varnarliðs-
ins á fundi
hjá Sellunum
| SELLURNAR, hreyfing alþýðu-
á bandalagskvenna og annarra rót-
tækra jafnaðarkvenna, gangast fyrir
fundi á Kornhlöðuloftinu við Banka-
stræti á morgun, laugardag, kl. 11.
Þar mun William Jameson, sem
gegnir starfi jafnréttisráðgjafa á
Keflavíkurflugvelli, segja frá starfi
sínu og stefnu bandarískra stjórn-
valda í jafnréttismálum, en banda-
ríski herinn er líkt og aðrir opinberar
9 bandariskar stofnanir skyldugar til
íj að vinna markvisst að framgangi
á jafnréttis kyna og kynþátta.
" Bill Jameson er kvæntur, sex
barna faðir, og hefur hann gegnt
starfi jafnréttisfulltrúa hjá banda-
ríska hernum í átta ár, fyrst í Miss-
isippi en síðustu fjögur árin í Kefla-
FRÉTTIR
ÞAÐ var bjart yfir þeim 119 nemendum sem útskrifaðir voru
með stúdentspróf frá Kvennaskólanum.
Skólaslit í Kvennaskólanum
119 STÚDENTAR útskrifuðust
frá Kvennaskólanum í Reykja-
vík síðastliðinn laugardag og
hafa aldrei jafnmargir stúdent-
ar útskrifast frá skólanum í
einu. Um fjórðungoir af útskrift-
arhópnum eru karlmenn.
Útskriftin fór fram í Hall-
grímskirkju. Dúx að þessu sinni
vík. Alls hefur hann starfað í tvo
áratugi við starfsmannamál hjá opin-
berum stofnumum í Bandaríkjunum.
Þetta mun vera í fyrsta skipti sem
jafnréttisfulltrúanum er boðið að
halda erindi á fundi stjórnmálasam-
taka utan herstöðvarinnar.
Fyrirlesturinn er fluttur á ensku
en verður jafnframt túlkaður á ís-
lensku. Hann er öllum opinn og er
500 króna kaffigjald.
Knipplað í Ar-
bæjarstafni
ÁRBÆJARSAFN verður opið helg-
ina 1.-2. júní, frá kl. 10-18 báða
dagana.
Laugardaginn 1. júní verður teymt
undur bömum frá kl. 14-15. Börnum
verða sýnd leikföng og farið í gamla
leiki.
Á sjómannadaginn verður kniplað
í Suðurgötu 7 og knipl kynnt á Korn-
húsloftinu, en knipl er aldagömul
aðferð til að búa til skraut á fatnað.
Fyrr á öldum var talsvert kniplað
hér á landi og eru ullarkniplingar
varðveittir á Þjóðminjasafninu og
ýmsum öðrum söfnum. Fyrir 14
árum voru nokkrar áhugasamar kon-
var Drífa Kristín Þorsteinsdótt-
ir með 9,44, sem er með hæstu
einkunnum frá Kvennaskólan-
um.
Kvennaskólinn var stofnaður
1874. Fyrstu stúdentarnir voru
útskrifaðir 1982 og hafa um níu
hundruð nemendur verið útskrif-
aðir með stúdentspróf þaðan.
ur um knipl sem ákváðu að hittast
reglulega til að knipla en tilgangur-
inn er að viðhalda og útbreiða knipl
hér á landi. Hér er því um einstakt
tækifæri til að sjá þetta gamla hand-
verk.
Auk þess verður messað kl. 14 í
safnaðarkirkjunni, hátíðarkaffi í Dill-
onshúsi, gullsmiður verður að störf-
um og boðið upp á lummur í Árbæ
frá kl. 14-15.
Sú sem ók á
hafi samband
LÖGREGLAN í Hafnarfirði óskar
eftir að hafa tal af konu, sem ók
svargrárri bifreið sinni aftan á aðra
á Hjallahrauni við Fjarðarhraun,
gegnt kjúklingastaðnum Kentucky
Fried, mánudaginn 13. maí sl.
Konan, sem ók fremri bílnum, tal-
aði við ökumann aftari bílsins, sem
hún lýsir sem konu á sjötugsaldri.
Þar sem hún taldi engan skaða hafa
hlotist af aftanákeyrslunni hélt hún
leiðar sinnar og láðist henni að skrá
hjá sér nafn og bílnúmer tjónvalds-
ins. Síðar reyndist konan hafa meiðst
á hálsi.
Ökumaðurinn, eða aðrir sem veitt
geta upplýsingar um óhappið, eru
beðnir um að hafa samband við rann-
sóknardeild lögreglunnar í Hafnar-
fírði.
Laugaborg
30 ára
LEIKSKÓLINN Laugaborg heldur
upp á 30 ára afmæli sitt á morgun,
laugardag, frá klukkan 11-14.
Af því tilefni er gömlum nemend-
um, starfsfólki og öðrum velunnurum
skólans boðið í heimsókn.
Sýning verður á vinnu barnanna
í máli og myndum, leiktæki í garðin-
um, ýmis skemmtiatriði og frumflutt-
ur verður Laugarborgarbragur, sem
foreldrar sömdu í tilefni dagsins.
Bót á helginni á ísafirði
Bílar og vörur
á Torfnesi
BÍLASÝNING og vörukynning verð-
ur í íþróttahúsinu á Torfnesi á
ísafirði um helgina. Sýningin kallast
„Bót á helginni".
Bílatangi hf. sér um bílasýning-
una, þar sem kynntar verða nýjar
bifreiðar frá Toyota, Mazda og
Mercedes Benz. Þá verða tuttugu
sýningarbásar í íþróttahúsinu, þar
sem þijátíu ísfirsk fyrirtæki kynna
vöru sína og þjónustu. Ætlunin er
að sýna þverskurð af atvinnulífi
kaupstaðarins.
Sýningin er opin frá kl. 13-18 laug-
ardag og sunnudag. Ýmsar uppákom-
ur verða sýningardagana, s.s. tísku-
sýning og önnur skemmtiatriði.
Danslist ’96
á Selfossi
UM HELGINA verður haldið dans-
listarmót á Selfossi. Um 500 ungir
dansarar víðs vegar af landinu munu
koma saman og æfa og þjálfa dansa
undir leiðsögn atvinnudanskennara.
Þetta er í þriðja sinn sem slíkt
mót er haldið en frumkvölull að því
er ljöllistarmaðurinn Öm Ingi á Akur-
eyri. Að þessu sinni er Félagsmiðstöð
Selfoss framkvæmdaraðili mótsins.
Almenningi gefst kostur á að sjá
afrakstur mótsins, en tvær sýningar
í íþróttahúsinu á Selfossi eru fyrir-
hugaðar. Sú fyrri verður laugardag-
inn 1. júní og hefst kl. 20. Sú síðari
er sunnudaginn 2. júní og hefst kl.
18. Aðgangseyrir er 500 kr.
Þátttakendur koma frá ýmsum
dansskólum. Má þar nefna jazzbal-
lettskóla, listdansskóla, ballettskóla,
og einnig félagsmiðstöðvum, en ekki
er um samkvæmisdansa að ræða.
Útivist og
eignarréttur
SKOTVEIÐIFÉLÁG íslands efnir til
ráðstefnu um útivist og eignarrétt á
Hótel Loftleiðum laugardaginn 1.
júní kl. 10.
Ráðstefnan hefst á ávarpi um-
hverfisráðherra, Guðmundar Bjarna-
sonar. Aðrir framsögumenn verða
fulltrúar bænda, sveitarstjórnar, for-
maður umhverfisnefndar Alþingis,
fulltrúar útivstarsamtaka, Náttúru-
verndarráðs, Náttúruverndarstofn-
unar og þá mun Ólafur Sigurgeirsson
hdl. fjalla um veiðar á afréttum.
Ráðstefnan er öllum opin og úti-
vistarfólk og aðrir er hafa áhuga á
þessum málaflokki eru hvattir til að
mæta.
Aðalfundur
Samstöðu
AÐALFUNDUR Samstöðu um óháð
ísland verður haldinn að Hótel
Varmahlíð Iaugardaginn 1. júní og
hefst kl. 13.
Á fundinum fjallar Hjörleifur
Guttormsson alþingismaður um þró-
un Evrópusambandsins og stöðu ís-
lendinga gagnvart því í ljósi nýjustu
atburða.
Þá verða lagðar fram tillögur um
lagabreytingar sem eiga m.a. að
styrkja starfsgrundvöll samtakanna.
Að loknum aðalfundi verður hátíðar-
kvöldverður.
Efnt verður til hópferðar frá
Reykjavík norður í Varmahlíð. Lagt
verður af stað frá Umferðarmiðstöð-
inni kl. 8 á laugardagsmorgun.
Renault Prem-
ium sýndur
BIFREIÐAR og Landbúnaðarvélar
kynntu á dögunum nýjan vörubíl frá
Renault, Renault Premium. Bíllinn
var fyrst kynntur í Barcelona í apríl
sl. og er ísland eitt af fyrstu löndun-
um sem kynnir hann.
Renault Premium kemur i stað
Major og Manager. Premium er
kynntur í tveimur línum, Distribution
og Lond Distance. Við hönnun á bíln-
um var umhverfi bílstjóra haft í huga
hvað viðkemur umgengni og þægind-
um í akstri. Hægt er að velja um sex
mismunandi vélarstærðir í Premium,
21 til 385 hestöfl. Báðar línurnar
verða til sýnis á stórsýningu B&L í
Perlunni um helgina.
NÓATÚN
<
i
i
i
i
i
Verslanir Nóatúns eru opnar til kl. 21, öll kvöld
NÓATÚN
NÓATÚN 17 - S. 561 7000, R0FABÆ 39 - S. 567 1200, LAUGAVEG 116 - S. 552 3456, HAMRAB0RG 14 KÓP -S. 554 3888, FURUGRUND 3, KÓP - S. 554 2062,
ÞVERH0LT 6, MOS - S. 566 6656, JL-HÚSINU VESTUR í BÆ - S. 552 8511, KLEIFARSEL 18 - S. 567 0900, AUSTURVER, HÁALEITISBRAUT 68 - S. 553 6700.