Morgunblaðið - 31.05.1996, Side 53

Morgunblaðið - 31.05.1996, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ1996 53 BRÉF TIL BLAÐSINS Bylting hjá dagvist barna Frá Margréti ívarsdóttur: MÉR FINNST kominn tími til að geta þess sem vel er gert í málefn- um Dagvistar barna. Allt of oft ber aðeins á því neikvæða en þó vissulega megi ýmislegt bæta, þá hefur mjög margt breyst til batn- aðar. Nánast má segja að um bylt- ingu sé að ræða frá því sem áður var. Nú eiga öll börn í Reykjavík rétt á því að vera skráð á biðlista eftir dagvistun er þau hafa náð 6 mánaða aldri og foreldrar geta valið um vistunartíma barna sinna burt séð frá hjúskaparstöðu sinni. Það eru ekki mörg ár síðan giftu fólki eða sambúðarfólki stóð aðeins til boða að vista börn sín hálfan daginn á leikskóla og 6 tíma vistun var fáséð. Gert hefur verið stórátak í því að fjölga dagvistarrýmum þannig að biðlistarnir hafa ekki lengst þrátt fyrir fjölgun barna á þeim. Börnum gefst einnig kostur á að bytja yngri á leikskólum, fyr- ir þá sem það kjósa. Það er þó misjafnt eftir hverfum hversu bið- listinn er langur en sumsstaðar komast börnin að innan við 2 ára en annarsstaðar um 3 ára. Það hefur einnig verið komið til móts við þá sem kjósa að hafa börn sín hjá dagmæðrum,því þar er vistunin einnig greidd niður að hluta eins og vissulega er gert hjá leikskólun- um. í nokkurn tíma hafa tvíburar fengið afslátt af leikskólagjaldi sem var fyrsta skrefið í almennum systkinaafslætti og nú 1. júní bæt- ist við systkinaafsláttur á 8 og 9 tíma vistun. Það er vissuíega í átt- ina og nú bíðum við eftir afslætti fyrir þau systkini sem em í skemmri vistun og verður þess vonandi ekki iangt að bíða. Mín reynsla í gegnum árin er sú að nú sé sveigjanleikinn og valið miklu meira, t.d. hvað varð- ar matinn og vistunartímann og biðtíminn eftir plássi miklu styttri. Ég endurtek ánægju mína með þessa þróun og það var vissulega kominn tími til að_ stokka upp í dagvistarkerfinu. Á meðan við búum við þennan raunveruleika að flestir vinni úti er það auðvitað rétt þróun að dagvistarkerfið lagi sig að þeim raunvemleika. Það er einn- ig ólíku saman að jafna að koma niður á Dagvist barna nú en j)egar svörin við erindi manns þar vora oftast neikvæð eða bið í heilt ár eftir plássi ef börnin komust ekki inn um sumarfrí. MARGRÉT ÍVARSDÓTTIR, fjögurra barna móðir, Hjálmholti 4, Reykjavík. Breytt og betri borg Frá Sigurbjörgu Ásgeirsdóttur: í TILEFNI þess að tvö ár eru liðin síðan Reykjavíkurlistinn tók við stjórnartaumum í borginni okkar vil ég minna á það að mikið var hamr- að á því fyrir kosningar að sundrung og deilur innan Reykjavíkurlistans myndu einkenna það samstarf og ekkert gott af hljótast. En hver er svo raunin? Samhentum meirihluta hefur tekist að koma ótrúlega miklu í verk á skömmum tíma. Uppbygg- ing og úrbætur blasa hvarvetna við og það er orðið eftirsóknarvert fyrir barnafjölskyldur að flytjast til Reykjavíkur. Þar vegur ekki minnst sú breyting sem orðið hefur í leik- skólamálum en það var svo sannar- lega orðið tímabært að bið eftir slíkri sjálfsagðri þjónustu styttist. Þar sem ég þekki til er almenn ánægja með þá forgangsröðun sem ríkir hjá Reykjavíkurborg og í fyrsta skipti í langan tíma er tilfinning manna sú að borgaryfirvöld láti hagsmuni heildarinnar ráða en ekki hagsmuni fárra útvalinna. Ég vil þakka borgarstjóranum, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrir þá réttsýni go ráðdeildarsemi sem mér virðist einkenna stjórn borgar- innar og Reykvíkingum til hamingju með betri borgarstjórn. iberno þvottavélar tauþurrkarar u ppþvottavél ar ""----- j \ smá-wte*' aðeigm vah kr.3000 r- við WaoP * . \ \BERNM*k' l Legnframvisuo \ ppssa miða LBI-2518TX Þvottavél * ryðfrítt stál í tromlu og kari *18 þvottakerfi fyrir allt tau * stiglaus hitastilling * sparnaðarrofi f/lítið taumagn * vinduhraði 800 sn./mín. * stillanlegur vinduhraði 800/400 sn. * rofi til að aftengja vindingu * orkunotkun 1,2 kwh á 60°C kerfi * HxBxD = 85x60x52 cm Verðlistaverð kr. 50.650,- NÚ Á KYNNINGARVERÐI AÐEINS 44.990,- stgr. mm LBI-218T Þvottavél | ABI-25 Þurrkari I LSI-56 Uppþvoltavél 800/400 sn. vinding 12 þvottakerfi frjálst hitaval sparnaðarrofi HxBxD = 85x40x60 cm (Rétt verð 55.960,-) TILBOÐ 49.990,- stgr. 2,5 m barki fylgir tímarofi 1-130 mín. 2 snúningsáttir taumagn 4,5-5,0 kg. HxBxD = 85x60x52 cm (Rétt verð 29.100,-) TILBOÐ 25.990,- stgr. tekur 12 m. borðbúnað 5 þvottakerfi, hitaval 65°/55°C vatnstenging: kalt/heitt HxBxD = 85x60x60 cm (Réttverð 51.590,-) TILBOÐ 46.990,- stgr. FRÍ HEIMSENPING - F]ARLÆG!UM GAMLA TÆKIÐ ÁN GREIÐSLU iberno flokks /rOnix VONDUÐ VEL A VÆGU VERÐI frá n HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SlMi 552 4420 Slysagildra Frá Jónu Jónsdóttur: ÞESSAR línur eru ritaðar til þess að þakka Friðriki Ásmundssyni Brekkan fyrir bréf sem birtist í Mbl. ásamt myndum, þ. 26. maí sl. Þar vekur hann athygli á mjög áríðandi máli, þ.e. hinum hand- ónýta og stórhættulega vegi milli Gullfoss og Geysis. Þetta voru sannarlega orð í tíma töluð. Vil ég hér með taka undir hvert orð sem í bréfi þessu stend- ur, það er eins og talað útúr mínu hjarta, því sjálf var ég alltaf „á leið“ að skrifa um þetta. Ég vona að fleiri láti frá sér heyra vegna þessa máls, því það er brýnt að nú verði tekið til hendinni. Ég skora einnig á þá, sem hafa með veg þennan að gera, að láta í sér heyra: Finnst þeim allt i lagi að hafa veginn svona eins og hann er? Hver er forgangsröðin í vega- gerð á þessum slóðum? Hvað er það sem ræður því að farið er í framkvæmdir t.d. við uppbyggingu á „Skálholtsvegi“ (nr. 31?), frekar en að ganga nú loksins og endanlega frá þeim hringvegi, sem meðal ferðamanna kallast „The golden circle“, og er einn umferðarþyngsti vegarkafli á íslandi á sumrum? (Ég undanskil í þessari umræðu veginn milli Þingvalla og Laugar- vatns, sem í daglegu tali kallast Lyngdalsheiði.) Ef virkilega er skilningur á því hversu áríðandi það er að byrgja brunninn áður en bamið dettur ofan í hann, þá hlýtur eitthvað áð gerast í málinu ekki seinna en núna! Gleðilegt sumar. JÓNA JÓNSDÓTTIR, leiðsögumaður, Klapparstíg 18, Reykjavík. ■OofuGii ný ÓPER^A EFtllcjÓn ÁSCEÍR^SOn mÍÐASALön OPÍn KJ.. 15-19 nEmfl món. SÍmÍ 551-1475 ÍSLEnSKA ÓPER0n I. iÚnI UPPSELt OG 4. ÍOní UPPSELt nÆstu sÝnincARj. júní 8. júní n. júní oc 14. júní Elizabeth Arden KYNNING í DAG Grafarvogsapótek frákl. 14-18 2o% kynningarafsláttur Blað allra landsmanna! -kjarni málsins! SIGURBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR, Fjólugötu 25, Reykjavík. GULLSMIÐJAN PYRIT-G15 ÍSLENSK HÖNNUN OG HANDVERK flísar -7--ÍF Stórhöfða 17, við Gullinbrú, síini 567 4844 WATERMAN ® «n S s Bókabúðin Mjódd • Bókabúðin Suðurströnd • Skákhúsið • Bókabúð Keflavíkur • Bókval Akureyri • Mál og menning Veda Kópavogi • Gríma Garðabæ • Bókabúðin Vestmannaeyjum • Bókabúð Brynjars Sauðárkróki VBJ Neskaupsstað • Ritbær Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.