Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.06.1996, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C 132. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Samstarf Ciller og heittrúaðra sagt líklegt Ankara. Reuter. TANSU Ciller, fyrrverandi forsæt- isráðherra Tyrklands, telur mögu- legt að flokkur hennar, Sannleiks- stígurinn, gangi til stjórnarsam- starfs við flokk islamskra bókstafs- trúarmanna. Er þetta haft eftir félögum í flokki hennar. Einn þingmanna Sannleiksstígs- ins sagði í gær að allt útlit væri fyrir samsteypustjórn flokkanna tveggja. Fleiri flokksmenn tóku í sama streng og sögðu ekkert standa í vegi fyrir myndun stjórn- ar. Ciller hefur áður gagnrýnt flokk heittrúarmanna, Velferðarflokk- inn, og sagt hann ógn við verald- legt valdakerfi í landinu og náin tengsl við Vesturlönd. I gærmorgun hvatti hún enn til þess, að mynduð yrði stjórn án þátttöku Velferðarflokksins, en þingmaður Sannleiksstígsins full- yrti að Ciller hefði fundað með flokksmönnum sínum og reynt að sannfæra þá um að láta af and- stöðu við flokk heittrúaðra. Velferðarflokkurinn, sem hefur flest sæti á þingi, fékk stjórnar- myndunarumboð í kjölfar afsagnar ríkisstjórnar Mesuts Yilmaz fyrir viku. Hafa heittrúarmenn verið fremstir í flokki þeirra sem vilja að Ciller verði ákærð fyrir fjár- málamisferli. Það gæti orðið til þess að hún yrði dregin fyrir rétt, sem kynni að binda enda á stjórn- málaferil hennar. Haft er eftir ónafngreindum þingmönnum að Ciller kynni að geta komist hjá því að fá á sig kæru með því að ná samningi um myndun stjórnar með Velferðar- flokknum. Nýrri stjóm fagnað INDVERSKA þingið samþykkt.i í gær traustsyfirlýsingu á stjórn H.D. Deve Gowda forsætisráð- herra og batt þar með enda á sex vikna stjómarkreppu í fjöl- mennasta lýðræðisríki í heimi. Tekur stjórnin við af skamm- lífri sljórn bókstafstrúaðra hindúa, Janata-flokksins, sem var sigurvegari í þingkosning- unum I apríl en tókst þó ekki að afla sér meirihlutastuðnings á þingi. Myndin er frá Bombay og það eru stuðningsmenn nýju stjórnarinnar, sem hér eru að fagna niðurstöðunni á þinginu í Nýju Delhi. Vísa Græn- friðungum á brott KÍNVERSK herskip fylgdu í gær MV Greenpeace, skipi sam- nefndra umhverfisverndarsam- taka, út úr kínverskri lögsögu. Grænfriðungar höfðu siglt inn í kínverska lögsögu til að mót- mæla kjarnorkutilraunum Kín- verja um helgina og hrósuðu árangri. Grænfriðungar voru aðeins þrjár klukkustundir fyrir innan tólf mílna lögsögu Kína og héldu til Hong Kong þegar þeim hafði verið vísað út fyrir hana. Á myndinni sést Ulf Brigander, skipstjóri MV Gre- enpeace, andspænis kínversk- um embættismönnum um borð í skipi hins fyrrnefnda. Embætt- ismennirnir voru vingjarnlegir og þáðu gjafir er þeir fóru frá borði, þar á meðal myndir af börnum með áletruninni: „Við viljum að þau lifi í kjarnorku- lausum heimi.“ Reuter Utangátta söngkona London. Reuter. BRESKA mezzó-sópransöng- konan Sarah Connolly var eitt- hvað utan við sig og gleymdi að mæta til frumraunar sinnar á óperuhátíð í Giyndeborne á Englandi á mánudagskvöldið. Þar átti hún að syngja aðal- kvenhlutverkið í óperu Tsjajkovskís, Évgení Ónegín. Að sögn umboðsmanns Connolly hafði söngkonan skráð ranga dagsetningu í minnisbók sína og var þess vegna heima hjá sér í róleg- heitum á meðan mörg hundruð áhorfendur, sem lagt höfðu leið sína til Glyndeborne, biðu þess að sýningin hæfist. Forráðamönnum óperuhátíð- arinnar tókst að lokum að hafa uppi á annarri söngkonu, sem hlaupa skyldi í skarðið ef Conn- olly forfaliaðist. Sú var þá önn- um kafin við að mála húsið sitt, þannig að sýningin hófst ekki fyrr en þrem stundarfjórðung- um síðar en áætlað var. Reuter Jeltsín segir sprengjutilræðið ekki niunu trufla forsetakjörið Zjúganov segir umbóta- sinna banamenn Rússlands Moskvu. Reuter. FRAMBJÓÐENDUR í forsetakosn- ingunum í Rússlandi á sunnudag efndu til útifunda með stuðnings- mönnum sínum í Moskvu í gær. Sagði Borís Jeltsín forseti í ávarpi að andstæðingum stefnu sinnar myndu ekki takast að trufla fram- kvæmd kosninganna með hryðju- verkum. „Við höfum kosið frelsi og mannlega reisn en þeir eru margir sem eru andvígir þessu vali,“ sagði forsetinn. Fjórir létu lífið í sprengju- tilræði í neðanjarðarlest í borginni á þriðjudag en ekki er vitað hverjir voru að verki. Jeltsín ávarpaði tugþúsundir ungra Moskvubúa á popptónleikum í grennd við dómkirkju heilags Bas- ils, skammt frá Rauða torginu og var ákaft hylltur. Hann virtist sig- urviss og sagðist hafa tryggt Rúss- um réttinn til að kjósa en þeir ættu síðan valið. Gærdagurinn var frídagur því að haldið var upp á sjálfstæðisyfirlýs- ingu Rússlands innan Sovétríkjanna gömlu sem samþykkt var 1990. Kommúnistar sögðu enga ástæðu til að fagna í tilefni dagsins en þeir boða endurreisn hins horfna sovétstórveldis, að vísu með frið- samlegum hætti. Forsetaframbjóð- andi þeirra, Gennadí Zjúganov, for- dæmdi umbótastefnu Jeltsíns. „Það er ljóst núna að þeir eru ekki um- bótasinnar heldur morðingjar föð- urlands síns,“ sagði hann. Athygli vakti að Zjúganov sló fyrst og fremst á strengi föðurlandsástar og stórveldisdrauma, hann hvatti einn- ig til þess að Rússar efldu kirkjuna og gamlar hefðir. Nýjar skoðanakannanir sem birt- ar voru í gær sýndu sem fyrr veru- legt forskot Jeltsíns á Zjúganov. Hvatt til stillingar Yfirmenn lögreglumála í Rúss- landi sögðu í yfirlýsingu vegna til- ræðisins að brugðist yrði af fullri hörku við öllum sem ógnuðu öryggi borgaranna í von um að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna. Jeltsín hvatti fólk til að gæta stillingar og sagði að markmið tilræðismanna hefði verið að valda ótta og ringul- reið en þeir myndu ekki hafa er- indi sem erfiði. Júrí Lúzhkov, borgarstjóri Moskvu, sagðist telja að þeir sem vildu hindra endurkjör sitt hefðu verið að verki. Hann sagðist ekki útiloka að Tsjetsjenar hefðu staðið á bak við tilræðið en engar traust- ar vísbendingar munu hafa verið um aðild þeirra. Fólk á götum úti kenndi ýmsum um, einn sagðist álíta að öryggis- lögreglan hefði sjálf komið sprengj- unni fyrir. Vegfarendur virtust ekki kippa sér upp við atburðinn og umferð var með eðlilegum hætti í lestunum í gær. ■ Álíta Zjúganov ógna/24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.