Morgunblaðið - 13.06.1996, Síða 29

Morgunblaðið - 13.06.1996, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ1996 29 LISTIR Myndlist í Munað- arnesi MYNDLISTARSÝNING Þórðar Hall og Jóns Reykdal var opnuð á Menningarhátíð í Munaðarnesi laugardaginn 1. júní sl. Sýningin verður opin í allt sumar, en sýn- ingarstaðurinn er þjónustumið- stöð BSRB í orlofshúsabyggð samtakanna í Munaðarnesi. Jón Reykdal stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1962-1966 og Gerrit Riet- veid Akademie í Amsterdam 1968-71. Hann hefur haldið fjölda einkasýnigna og tekið þátt í íjöl- mörgum samsýningum, innan- lands og utan. Þórður Hall stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík 1966-1967, Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1967-1972 og Konunglega listaháskólann í Stokkhólmi 1972-1974. Hann hefur haldið sex einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga víða um lönd. FRA setningu Menningarhátíðar í Munaðarnesi 1. júní. F.v. Magnús Ingi Magnússon veitingamaður í Munaðarnesi, Jón Reykdal, Þórður Hall og Ögmundur Jónasson formaður BSRB. Menningarhátíðin er orðin ár- viss atburður í Munaðarnesi ná- lægt upphafi orlofstímans. Að þessu sinni var söngur og upplest- ur á dagskránni auk opnunar myndlistarsýningarinnar. Signý Sæmundsdóttir óperusöngkona söng nokkur lög og Hrafn Harðar- son skáld las úr verkum sínum. Þá kom fram hljómsveitin Gammeldansk og Dúdda úr Borgarnesi. Nýjar bækur I englakaffi hjá mömmu ÚT er komin ljóðabók- in í englakaffi hjá mömmu eftir Önnu S. Björnsdóttur. Bókin skiptist í fjóra kafla; Skipt um veröld, Að leiðarlokum, Úndir fíkjutré og En hyldest til skoven-Svanhildurs sange, sem inniheldur átta ljóð ort á dönsku. Bókin er tileinkuð móður Önnu. Eftirfarandi um- sögn eftir Björgu Ein- arsdóttur er á baksíðu bókarinnar: „Ný Ijóða- bók frá hendi Önnu S. Björnsdóttur vekur ávallt eftirvæntingu. í þessari bók leikast á dótturást og móðurminn- ing. Hún á stefnumót við lífið sjálft, í leit að draumi eða í draumi, hún er óræð og eftir- lætur lesandanum val- ið. Lesandinn er leidd- ur í nýtt umhverfi, einhvers staðar í suðri eða andstæðu norð- ursins, ilmur er í lofti og frelsið gagntekur.“ Aður hafa komið út eftir Önnu ljóðabækurnar Ör- ugglega ég 1988, Strendur 1990, Blíka myrkur 1991 og Skil- urðu Steinhjartað 1993. Útgefandi er Stark- aður Örn. Bókin er 46 bls. með 34 ljóðum. Prentuð í prentsmiðjunni Odda hf. Kápumynd er eftir Guðbjörgu Hjartardóttur Leaman. Bókin kostar 1.689 kr. Anna S. Björnsdóttir Þessir glamp- andi tenórar TÓNLIST Langholtskirkja KÓRSÖNGUR Karlakórinn Heimir undir stjóm Stefáns R. Gíslasonar flutti ísiensk og erlend söngverk. Einsöngvarar vora bræðurnir Pétur, Sigfús og Oskar Péturssynir og Einar Hall- dórsson. Undirleikarar voru Jón St. Gíslason á harmonikku ogá pianó Thomas Iliggerson. Mánudagurinn 10. júni, 1996. ÞAÐ gæti trúlega verið skemmti- legt rannsóknarefni að finna skýr- inguna á þessum glampandi tenór- um Skagfirðinga og einnig söng- gleði þeirra. Sönggleðin á væntan- lega að nokkru rætur sínar í skap- gerðinni og er því ekki bundin við raddgerð, en sönghæfni manna mun líklega öðru fremur byggjast á arfgengu sköpulagi raddband- anna. Söngiðkunin sjálf á sér svo einnig félagslegar rætur, þannig að hér er um mjög merkilegt rann- sóknarefni að ræða. Það sem ein- kennir söng manna í karlakórnum Heimi er hinn hisp irslausi alþýðlegi söngmáti, þar sem oft bregður fyr- ir fallegri og músíkalskri mótun, einkum í viðkvæmum lögun. Efni- svalið ber þess og merki að söngfé- lagarnir eru unnendur náttúrunnar og að flestir eiga þar sinn starfs- vettvang. Félagsleg samhygð kem- ur glögglega fram í skemmtisöngv- unum og þar leikur allt á „lukku- hjólum". Alvarlegri viðfangsefnin á þess- um skemmtilegu tónleikum voru ísland og Áfram, bæði eftir Árna Thorsteinsson, Brennið þið vitar og Úr útsæ rísa íslands fjöll, sem bæði eru eftir Pál ísólfsson, en þessi fjögur lög eru rismikil karlakórslög, sem kórinn söng af glæsibrag. Þú komst i hlaðið er í flokki algengra karlakórslaga og var sungið af inni- leik. Heyrið vella’ á heiðum hveri eftir Björgvin Guðmundsson var falleg sungið af Pétri Péturssyni og sömuleiðis Þótt þú langförull legðir, eftir Sigvalda Kaldalóns, sem Einar Halldórsson flutti af mikilli reisn. Rödd hans er stórkost- leg og mætti þar úr vinna góðan söngvara. Litfrið og ljóshærð við lag eftir Gunnar Thoroddsen var fallega sungið af Sigfúsi Péturssyni, sem hefur ótrúlega háa og „hvíta“ tenór- rödd og Ég sé þig, eftir Gunnar Gunnarsson, fínlegt og alþýðlegt lag í raddsetningu kórstjórans, sem Óskar Pétursson söng af innileik. Óskar er kunnur einsöngvari og söng meðal annars á „tenóra-veisl- unni“ í Kaplakrika fyrir nokkrum árum. Hann söng einnig einsöng í lagi sem nefnist Vorsól, ágætu lagi eftir Björgvin Þ. Halldórsson. Önnur lög á efnisskránni voru skemmtilög alls konar, er voru hressilega sungin og meðal þeirra var lag eftir Friðrik Jónsson, við gamantexta um Dúdda á Skörðu- gili og Dísir vorsins eftir Bjarka Árnason. í heild voru þetta skemmtilegir tónleikar, bornir upp af mikilli sönggleði undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar, sem einnig raddsetti nokkur laganna og naut hann góðs undirleiks hjá Thomasi Higgerson. Jón Ásgeirsson AF OLLUM VÖR.UNA AÐEINS i 3 DAGA YERO IOA Laugavegi 95, s. 552 1444 * Kringlunni, s. 5@B 6244 • Akureyri, s. 462 7708

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.