Morgunblaðið - 13.06.1996, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 13.06.1996, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR • FORSETAKJOR Ertu hættur að berja konuna þína? - Já eða nei! NOKKRAR línur í tilefni sjónvarpsþáttar blaðamanna með for- setaframbjóðendum. Þó að svarendur gæfu greinargóð og skýr svör, sem venju- legt og eðlilega greint fólk skildi til fullnustu sem svör við því sem spurt var um, kom með þungum áherzl- um: Svara þú já eða nei! Ef menn þekkja ekki spumingaleikinn, sem felst í fyrirsögn þessa greinarkorns, skal það upplýst hér. - Svarir þú já, játar þú að hafa barið konuna þína. Sé svarið nei þýðir það hið sama að þú hafir barið hana. Með því að nota þessa spurn- ingatækni eru menn að knýja fólk til að svara spurningunni, án þess að skýra eðli þeirrar ósvífni, sem felst í spurningunni og knýja svar- anda til að svara eða játa ein- hveiju víðsfjarri veruleikanum. Blaðamenn, þið megið vera nærgöngulir með spurningar ykk- ar að því marki, sem greind ykkar segir ykkar að varði aðalatriði málsins. En ykkur ber að sýna almenna kurteisi og haga fram- komu greindarlegar en þetta dæmi sýndi. Annað atriði gaf óþægilega, ef ekki ógnvænlega mynd af hugs- anagangi ykkar. Það er hvernig Skúli H. Norðdahl gauragangurinn með sífelldar „skoðana- kannanir“ hefur svæft dómgreind ykkar. Svokallaðar „skoð- anakannanir" eru hreinir tölvuleikir - og ekki annað en spurn- ingaleikir við tak- markaðan fjölda fólks. Framhaldið er líkinda- reikningur á grund- velli talnafræði, sem í þessu tilviki hefur engan tölfræðilegan bakgrunn, sem menn telja sig geta búið til á grundvelli undan- genginna kosningaúrslita, eins og í þingkosningum. Svokallaðar „skoðanakannanir“ eru að grunni til svokallaðar mark- aðskannanir í viðskiptalífinu, töl- fræðileg uppfinning til að leita lík- legs sölumarkaðar fyrir ákveðna vöru. Er það af þekkingarleysi eða öðrum ástæðum að þið spyijið: Ætlar þú að draga þig til baka, vegna slakrar útkomu í skoðana- könnunum (þ.e. töivuleiknum)? Spurningin er dónaleg í eðli sínu, vegna þess að með henni gerið þið ráð fyrir fáfræði og skiln- ingsleysi forsetaefnanna. Spurningin er einnig dónaleg í garð allra kjósenda, vegna þess hve lítið hún gerir úr gildi þess að við, almenningur í landinu, höfum bæði rétt til og skyldur að velja okkur þjóðhöfðingja - og að það verður ekki gert með tölvuleik. Hættið skrípaleiknum með tölv- urnar og snúið ykkur að upp- fræðslu um skyldur, störf og eðli forsetaembættisins og í ljósi þess gerið okkur kleift að velja okkur forseta. SKÚLI H. NORÐDAHL. Höfundur er arkitekt. Vinur vina sinna 7. JÚNÍ birtist eink- ar hlýleg grein eða bréf í Morgunblaðinu eftir mann „sem telur sig“ gæfumann að hafa fengið að þekkja Ólaf Ragnar Grímsson..." og telur að nefndur Ólafur sé gæddur „áberandi yfirburðum yfir aðra í þessum for- setakosningum“. Höfundurinn telur að Ólafur Ragnar „hafi sterka siðferðis- kennd. . . barist gegn hvers konar spillingu og hefur alla tið verið öflugur málsvari þeirra sem minna mega sín í samfélaginu“. Síðasta staðhæfingin stenst fyllilega þar sem frambjóðandinn - Ólafur Ragnar Grímsson - hefur stutt með ráðum og dáð þann stjórn- málaflokk sem hefur djarfast og af mestum heillindum barist fyrir bættum kjörum lítilmagnans. Sá flokkur var og er eitthvert mesta mannúðarafl bæði hér á landi og ekki síður annars staðar þar sem bræðraflokkarnir mótuðu fram- sækna félagshyggju austan hins gamla járntjalds og móta enn allt frá Kína til Kúbu, en það er með- al annars í Kína sem frambjóðand- inn á marga ágæta vini og aðdá- endur. Tengsl frambjóðandans við aðrar fjarlægar þjóðir og valda- menn þar í löndum eru ákaflega náin og er höfundi bréfsins „per- sónulega kunnugt um þá miklu virðingu og viðurkenningu, sem Ólafur nýtur meðal valdamanna í mörgum fjarlægum löndum“. Því fjarlægari sem löndin eru því nán- ari virðast þessi tengsl og viður- kenning vera og þar fer nafn og orðstír frambjóðandans með himinskautum. Höfundur álítur einnig að Ólafur Ragnar sé „þar að auki bæði þekktur og virtur í menningarheiminum". Virðing frambjóðandans virðist verða því meiri sem löndin og þjóðirnar eru fjarlægari. Menn geta rétt ímynd- að sér virðinguna sem Ólafur Ragnar Grímsson myndi njóta í væntanlegu landnámi jarðarbúa á fjarlægum stjörnum hvað þá í öðrum sól- kerfum. Þótt höfundur lýsi hér frambjóðanda sem einlægum mann- úðarmanni sem ekk- ert aumt megi sjá, á hann auðvelt með að sýna festu þegar hug- sjónir hans eru í húfi. Frambjóðandinn var fjármálaráðherra í umboði flokks síns Alþýðubandalagsins og þar til fyrir nokkr- Siglaugur um mánuðum for- Brynleifsson maður sama flokks. Hugsjónatrúmennska hans varð auðsæ í báðum þessum ábyrgðar- stöðum. Sem fjármálaráðherra sýndi hann ábyrgð og festu gagn- vart þeim öflum sem hann taldi hamla gegn „sköpun réttláts þjóðfélags“. Sem dæmi um þessa rótgrónu siðferðiskennd og ábyrgð hugsjónamannsins má vísa til ákveðinnar innheimtu opinberra gjalda hjá aðilum sem höfðu ekki áttað sig á þeim fögru hugsjónum um jafnrétti og félagshyggju sem hafa varpað fögrum ljóma á allan stjórnmálaferil Ólafs Ragnars Grímssonar. Innheimtufestu fjármálaráð- herra - nú forsetaframbjóðanda - fyrir hönd ríkissjóðs lauk þó þann- ig að innheimtuaðferðir voru dæmdar ómerkar, en vel að merkja dæmdar af „borgaralegum dóm- stóli“ samkvæmt „borgaralegum rétti“. Eins og kunnugt er, er „borgaralegur réttur“ hins vegar ekki viðurkenndur sem „réttur“ af félagsbræðrum frambjóðand- ans. Málinu lauk á þann hátt að ríkissjóður var dæmdur fyrir hönd fjármálaráðherra til að greiða háar skaðabótagreiðslur til tjónþola. Höfundur margs tilvitnaðs bréfs segir „að stuðningur minn við Ólaf Ragnar og Guðrúnu (höfundur bætir einlægt „betri helmingnum“ við frambjóðandann í skrifum sín- um) byggist ekki síður á yfirburða hæfileikum þeirra. Ólafur Ragnar og Guðrún eru vinir vina sinna, bæði raungóð og ráðagóð. Teg. 2600 Með Ijósum Stærðir 26-34 Póstsendum SKÓUERSLUN KÖPAUOGS HAMRABORG 3 • S: 554 1754 Frambjóðandinn er sannarlega „vinur vina sinna“ að konunni slepptri. Annað mál kom upp í ráðherratíð frambjóðandans, sem ekki varð dómsmál. Þar kom fram hinn fagri eiginleiki frambjóðand- ans „vinfestan“. Erfiðleikar flokksfélaga Ólafs Ragnars Grímssonar vegna skattgreiðslna ollu því að Ólafur Ragnar Gríms- son sem fjármálaráðherra virðist hafa séð í gegn um fingur um veðhæfi veða sem flokksfélagi fjármálaráðherra lagði fram. Þannig rækti hann með sóma, vin- áttuskyldu sína við flokksfélaga og aðstoðarmann. Veðið reyndist ónýtt sem greiðsla skuldarinnar. En af þessu dæmi má marka ein- lægni og drengskap Ólafs Ragnars Grímssonar eins og hver sanngjarn maður hlýtur að meta honum til sóma og öllum má ljóst vera svart á hvítu. I þessu dæmi birtist skýrt hið hugmyndafræðilega bræðralag tveggja vina og flokksfélaga. Staðhæfing bréfshöfundar stenst hér fyllilega að frambjóðandinn sé „vandur að virðingu sinni“ í sam- flokkslegum skilningi. Hin „sterka siðferðiskennd" frambjóðandans birtist þó skýrast fram í störfum hans að friðarmál- um „við hlið margra af þekktustu stjórnmálamönnum hins vestræna heims, hafa aflað honum viður- kenningar um víða veröld“. Höf- undur nefnir samtök og verðlauna- veitingu í þessu sambandi. Hann hefði mátt minnast á „sænskar- friðarrannsóknir" og friðarferðir sænskra áhrifamanna um heiminn með Bofors í farteskinu og hinn mikla friðarmann Ólaf Ragnar Grímsson. Bréfshöfundur skrifar um að frambjóðandinn eigi auðvelt með „mannleg samskipti og að hann (og konan) séu „mikið áhugafólk um listir og önnur menningarmál og hefur þessi áhugi þeirra verið áberandi um langt árabil“.“ Síðast nefnda staðhæfingin er e.t.v. eitt- hvað vafasöm, þessi áhugi virðist hafa farið fremur lágt og lítt auð- sýnilegar, þarf kannski smásjá annars forsetaframbjóðanda til að greiða þennan áhuga? Nema hann eigi við mikla kirkjurækni fram- bjóðandans undanfarnar vikur og telji það til „annarra menningar- mála“ sem kirkjusókn flokkast undir. Að síðustu staðhæfingu bréfrit- ara slepptri birtist í bréfi hans mjög svo sannrætandi mynd af persónu, sem er gæddur sterkri siðferðiskennd, drengskap og hug- sjónafestu, svo ekki sé minnst á óþreytandi friðarrannsóknir og friðarbaráttu. Hann hefði einnig mátt minnast á samninga fjár- málaráðherra Ólafs Ragnars Grímssonar við BHMR og nauð- synlegt fráhvarf frá þeim samn- ingum með bráðabirgðalögum. í umfjöllun um það mál hefur fram- bjóðandinn Ólafur Ragnar Gríms- son náð hvað hæstri harmrænni tjáningu, þegar hann sagði að „það hefði verið erfiðasta ákvörð- un lífs síns“ að ijúfa áður gerða samninga og loforð. Þessi orð eru greinilega mælt af sterkri siðferðiskennd og óbrigðulum drengskap. Bréfshöfundur minnist á mark- aðsfyrirgreiðslu frambjóðandans og hugsar gott til verðandi mark- aðsskrifstofureksturs á Bessastöð- um. Reisn Bessastaða mun þá væntanlega eflast stórum og ljómi stjórnmálabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar lýsa upp þetta forna hefðarsetur, ef óskir bréfritara rætast. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON. Höfundur er rithöfundur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.