Morgunblaðið - 13.06.1996, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 13.06.1996, Qupperneq 52
52 FIMMTUDÁGÚR 13. JÚNÍ 1996 morgúniílaði'ð Dýraglens Grettir Tommi og Jenni Ljóska Ég er að velta því fyrir mér hvort ég hafi ekki Eins og til dæmis ef ég ætti bíl, ætti ég liklega ónauðsynlegar áhyggjur af einhverju... að fara með hann í fimm þúsund mílna stillingu... BREF TEL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: Iauga@mbl.is Reykjavíkurlistinn tveggja ára Frá Ingibjörgu Davíðsdóttur: NÚ ERU rúmlega 2 ár síðan Reyk- víkingar fengu Reykjavíkurlistan- um það verkefni að stjórna borginni okkar. Síðan Reykjavíkurlistinn tók við stjórnartaumum í borgarstjórn hef- ur mikið starf verið unnið til að koma reglu á stofnanir borgarinn- ar, fjárreiður þeirra, stjórnun og daglegan rekstur. Reykjavíkurlist- inn hefur veitt mörgum mikilvæg- um málum brautargengi á þvi kjör- tímabili sem nú er hálfnað. Hæst ber uppbygging í dagvistarmálum, en sá málaflokkur hafði í stjórnar- tíð sjálfstæðismanna verið van- ræktur og þarfnaðist mikilla úr- bóta. í dag njóta fleiri ungir Reyk- víkingar en nokkru sinni öruggrar dagvistar á leikskólum borgarinnar, auk þess sem niðurgreiðslur hafa aukist til dagmæðra, einka- og for- eldrarekinna leikskóla og er það í fullkomnu samræmi við kosninga- loforð Reykjavíkurlistans. Mikilvægra úrbóta er einnig að vænta á næstunni á samgöngumál- um borgarinnar, þar sem mikil vinna hefur verið unnin í endur- skipulagningu leiðakerfis SVR og koma þær breytingar til fram- kvæmda 1. ágúst næstkomandi. Eftir breytingar verður halarófu- akstur strætisvagna úr sögunni og það liðin tíð að seinheppnir borg- arbúar þurfi móðir og másandi að horfa á eftir hóp strætisvagna bruna í burtu frá einni og sömu stoppistöðinni, með 20 mínútna millibili. í breytingunum verður einnig gert ráð fyrir auknum og samhæfðari ferðum til nýrri hluta borgarinnar, en staða þessara mála hefur verið gjörsamlega óviðunandi í mörgum nýlegum hverfum. A fleiri sviðum er unnið mikið uppbyggingarstarf, en allt starf Reykjavíkurlistans miðar að því að gera Reykjavíkurborg að betri borg til að búa í og jafnframt að öflugu þjónustufýrirtæki. Nú þegar kjörtimabiðið er hálfn- að er ekki seinna vænna en við þjöppum okkur saman á bak við okkar fólk og hvetjum það áfram með ráðum og dáð. Ungliðahreyf- ingar flokkanna sem standa að Reykjavíkurlistanum hafa haft með sér mikið og gott samstarf í vetur og blása nú til afmælishátíðar und- ir merkjum Regnbogans. Afmælis- hátíðin verður haldin í Súlnasal Hótels Sögu fimmtudagskvöldið 13. júní og verður húsið opnað kl. 20.00. Þar verða margvíslegar uppákomur, ávörp, tónlistaratriði, ballett og ýmislegt fleira. Ég bið alla þá sem fagna vilja þessum tímamótum að koma og eiga með okkur, borgarfulltrúum Reykjavík- urlistans og öðru stuðningsfólki, ánægjulega kvöldstund. Það hlýtur að vera markmið okkar allra að Reykjavíkurlistinn fái að vaxa og dafna sem fjöldahreyfing. Fjölda- hreyfing fólks verður sífellt að vera í mótun og sem flestir verða að koma að þeirri mótun, eigi hún að standast tímans tönn. INGIBJÖRG DAVÍÐSDÓTTIR, stjórnmálafræðingur, R-listakona og formaður Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík. Velvilji - ekki fordómar Frá Friðriki Ó. Schram: FYRIR nokkrum dögum skrifaði ég stutt bréf til Morgunblaðsins og lýsti sorg minni yfir því að frum- varpið um skráða samvist (hjóna- bönd samkynhneigðra) hefði verið samþykkt sem lög frá Alþingi. Þór- unn Sveinbjarnardóttir, varaþing- kona Kvennalistans, andmælti skoðunum mínum í bréfi til Morg- unblaðsins 9. júní sl. og taldi for- dóma einkenna bréf mitt. Af því tilefni þetta: Ástæða vonbrigða minna með lögin um skráða sam- vist er sú staðreynd að um árþús- undir hafa kristnir menn um víða veröld (ekki bara ég) talið samlíf tveggja einstaklinga af sama kyni óeðlilegt og leiða til siðferðilegrar hnignunar. Þessi afstaða er ekki sprottin af illvilja eða af fordómum, né heldur út í bláinn. Sagan hefur sýnt og sannað að kynlíf sem fer út fyrir sinn rétta rammá, og það á auðvitað við um allt lauslæti, verð- ur ekki til góðs. Guð hefur gefið okkur öllum samvisku og ritað lög- mál sitt í hjörtu okkar. Samviska okkar lætur í sér heyra hið innra með okkur ef við bijótum gegn þessu lögmáli Guðs, þ.e.a.s. ef við höfum ekki svæft hana eða forhert okkur gegn Guði. Samviskan (og líka heilbrigð skynsemi) segir okkur að samlíf (hjónalíf) tveggja af sama kyni sé einhvern veginn út úr öllu samhengi, það er eins og að aka utan vegar. Sé það gert geta „hjól- förin“ sést lengi. Eins er með nei- kvæðar afleiðingar af slíku samlífi. Sá skaði getur orðið langvarandi. Það var ekki af fordómum sem ég skrifaði fyrra bréf mitt, heldur af velvilja til samkynhneigðra og annarra sem málið snertir. Ég hef ekki leyfi til að fordæma nokkurn mann, enda sjálfur ekki fullkominn. Ég tel mig hins vegar bera samfé- lagslega ábyrgð sem kristinn maður og megi því benda á hættuna og tjónið sem hlýst af því að „aka utan vega“ í þessum efnum. Ég fordæmi engan mann, en ég vara við frá- hvarfi frá góðu siðferði. Annað væri ábyrgðarleysi. Eigi veldur sá er varar. FRIÐRIK Ó. SCHRAM, guðfræðingur. Allt efni sem birtist í Morgunbiaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta,, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.