Morgunblaðið - 11.07.1996, Page 22

Morgunblaðið - 11.07.1996, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 MORGU N BLAÐIÐ ÚRVERIIMU Morgunblaðið/Snorri Snorrason SNORRI Sturluson kominn heim eftir gagngerar breytingar. Snorri Sturluson kominn heim eftir miklar breytingar SNORRI Sturluson, einn frystitog- var sett ný aðalvél í skipið, Wárs- ara Granda hf. er nú komin til landsins eftir gagngerar breyting- ar og lengingu í Vígó á Spáni. Heildarkostnaður við breytingarn- ar nam um 340 milljónum króna og fer togarinn til veiða í Smug- unni í næstu viku. Snorri var lengdur um 6 metra og er nú 75 metra langur. Burðar- geta skipsins hefur því aukizt um 150 tonn af frystum afurðum. Þá 6 frá Granda í Smuguna GRANDI hf. sendir nú 6 skip til veiða í Smuguna. Fjögur þeirra munu frysta aflann um borð en tvö salta. Þrjú skipanna eru farin, en hin þrjú fara næstu daga. Það verða Snorri, Þemey, Orfirisey og Engey, sem frysta um borð, en saltað verður í Viðey og Akurey. Lítið er eftir af kvóta togara fyrir- tækisins og verður engin fisk- vinnsla hjá Granda í ágúst af þeim sökum. Þá hefur gengið mjög illa að ná ufsakvótanum. ila 3.400 hestöfl, og gír og skrúfu- búnaður endurnýjaður. 011 spil voru endurnýjuð, en þau eru frá Brattvaag í Noregi. Togvindur eru 40 hestafla og flottrollstromla 30 tonna. Togdekk var endurnýjað og fýrirkomulagi á vinnsludekki breytt og frystitæki og sjálfvirkur búnaður endumýjaður. Loks var brúin endurnýjuð að innan. Allnokkrar tafir urðu á vinnu við breytingarnar á skipinu. Fyrst í stað var afhending áætluð í marz, en síðar var talið að vinnunni yrði lokið í apríl. Sigurbjörn Svavars- son, útgerðarstjóri Granda, segir að því miður hafi verkið tekið mun lengri tíma en áætlað hafði verið. Svo virtist sem skipasmíðastöðv- amar eigi erfitt með að met hve langan tíma taki að endurbæta gömul skip. Svipaða sögu sé til dæmis' að segja af endurbótum á Akurey og Venusi í Póllandi. Snorri Sturluson var smíðaður á Spáni 1972, en honum var síðan breytt í frystitogara árið 1988. Hann var fyrsti frystitogari Granda. Skipstjóri á Snorra er Kristinn Gestsson og yfirvélstjóri Friðleifur Kristjánsson. Tafir við bræðslu vegua rauðátumiar MOKVEIÐIN á loðnunni heldur enn áfram. Það eina, sem dregur úr veiðinni er takmörkuð afkasta- geta loðnuverksmiðjanna. Loðnan veiðist nú norður við miðlínuna milli íslands og Grænlands, norður af Raufarhöfn, og er hún full af rauðátu. Skipunum, sem landa hjá SR- Mjöli, er haldið í höfn í mislangan tíma erftir löndun til að draga úr veiðinni, en átan í loðnunni tak- markar geymsluþol hennar vem- lega. Þegar á miðin kemur fylla skipin sig svo á nokkrum klukku- tímum, en siglingin til hafnar tek- ur um 20 tíma og meira eftir þvi hve langt er farið. Fullfermi í fjórða sinn Hörður Björnsson og áhöfn hans á Þórði Jónassyni EA, var í gær að landa fullfermi í Siglufirði. Það er fjórði túrinn hjá þeim, en skipið ber um 700 tonn. Að löndun lok- inni tók við 50 klukkustunda bið, áður en haldið var úr höfn á ný. Hörður sagði í samtali við Verið, að veiðin gengi mjög vel enda væri einmuna blíða og aðstæður allar hinar beztu. „Atan er að angra bræðslurnar og hún kemur sér reyndar illa fyr- ir okkur líka. Það er ekki bara að nauðsynlegt er að hægja á veiðun- um, heldur líka hitt að vegna henn- ar vigtar mjög illa upp úr bátun- um. Atan rennur úr loðnunni í lest- unum og við löndun og kemur ekki fram á vigt, svo það getur munað nokkrum tugum tonna við hverja löndum. Það er hins vegar ekkert óeðlilegt að áta sé í loðn- unni, því hún þarf að éta og fíta sig vel. Það er enginn smávegis spölur sem hún á eftir að fara til hrygningar síðari hluta vetrar og eins gott að hún byggi sig vel upp fyrir það ferðalag. Þetta er því allt með eðlilegi móti,“ sagði Hörð- ur Björnsson. 100.000 tonn á land Loðnuafli á vertíðinni er nú orð- inn um 100.000 tonn og er verð- mæti aflans um 500- milljónir og mögulegt afurðaverðmæti þegar orðið um einn milljarður króna. ERLENT John Major forsætisráðherra Bretlands Áfram uimið að friði á N-írlandi London, Belfast. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bret- lands, fordæmdi í gær það, sem hann kallaði „ofbeldi múgsins" á Norður- Irlandi, en lagði áherslu á, að það myndi ekki verða til að binda enda á tilraunir til að koma á friði í landinu. Miklar óeirðir voru í Belfast og víðar í fyrrinótt, þriðju nóttina í röð. Frammámenn í norður-írsku atvinnu- lífi segjast óttast, að óeirðirnar síð- ustu daga hafí valdið varanlegum skaða í efnahagslífinu og muni leiða til verri afkomu fyrirtækja og aukins atvinnuleysis. Major sagði á fréttamannafundi í gær, að ekki væri úti um friðarvið- ræðumar þrátt fyrir múgæsingar og ofbeldi og vaxandi spennu milli kaþól- skra manna og mótmælenda á Norð- ur-írlandi. Sagði hann, að framtíðin fælist í því einu að semja um málin. Gífurlegt eignatjón hefur orðið í óeirðunum síðustu daga en þær hóf- ust þegar mótmælendum eða félögum í Oraníureglunni var bannað að ganga um hverfí kaþólskra í bænum Portadown. Miklar óeirðir í fyrrinótt og- mót- mælendagöngur fyrirhugaðar í dag Eldar í Belfast í fyrrinótt báru uppþotsmenn eld að bílum og verslunum í Belfast og víðar og réðust gegn götuvígjum lög- reglunnar með bensínsprengjur að vopni. Býst breska stjómin til að senda 1.000 hermenn til landsins til aðstoðar þeim 17.500 hermönnum, sem þar eru fyrir. Major kvaðst vona, að unnt yrði að komast að einhveijum samningum fyrir morgundaginn en 12. júlí er mikill dagur í augum mótmælenda, svokallaður „Oraníumannadagur", og þá eru þeir vanir að fara í fjöl- mennar göngur víða á Norður- írlandi. Denton barónessa og efnahags- ráðherra á Norður-írlandi sagði í gær, að frammámenn í atvinnulífinu hefðu miklar áhyggjur af ástandinu í landinu og afleiðingum þess fyrir efnahagslífíð. Aftur til fortíðar „Glötuð viðskipti munu hugsan- lega kippa fótunum undan sumum fyrirtækjum og auka um leið á at- vinnuleysið. Þetta ástand gefur ekki mynd af fólki, sem vill horfast í augu við framtíðina, heldur af landi, sem er að hverfa inn í fortíðina," sagði Denton. Þegar skæruliðar kaþólikka og mótmælenda lýstu yfir vopnahléi síðla árs 1994 var það fyrst og fremst ferðaiðnaðurinn, sem hagnaðist á því. Tók hann strax vel við sér og er heilmikil uppbygging fyrirhuguð. Ekki er þó víst, að af henni verði því að óeirðirnar hafa þegar valdið fjölda afpantana. Götuvígi og her- menn eru aftur að verða megindrætt- imir í þeirri mynd, sem annað fólk gerir sér af Norður-írlandi. Reuter %: -\ FÉLAGAR í samtökunum „Konur í svörtu“ í Belgrad halda á spjaldi þar sem lýst er yfir stuðningi við múslimakonurnar í Srebrenica er krefjast þess að fá að vita um örlög 7.000 ættingja sinna, aðallega karla og ungra drengja. í dag er ár liðið frá því Bosníu-Serbar tóku Srebrenica. Leit finnskra sérfræðinga að líkiim við Srebrenica Hætta rannsókn vegna andstöðu Bosníu-Serba Saríýevo. Reuter. HÓPUR fmnskra sérfræðinga, sem hefur unnið í umboði Sameinuðu þjóðanna (SÞ) að því að safna saman líkamsleifum við bæinn Srebrenica, gafst í gær upp við verkið vegna andstöðu Bosníu-Serba. Fjölmörg lík liggja í hlíðunum fyrir ofan borgina en fullyrt er að um múslima sé að ræða sem Bosníu-Serbar hafi skotið á flótta frá borginni í júlí í fyrra. Að sögn Alexanders Ivanko, tals- manns SÞ í Sarajevo, hafa engin loforð og tryggingar staðist af hálfu Bosníu-Serba og komi það ekki á óvart. „Þökk sé yfirvöldum í lýðveldi Bosníu-Serba hefur enn einu sinni verið komið í veg fyrir að björgunar- verkefni verði sinnt,“ sagði Ivanko. Hópur 23 finnskra sérfræðinga hefur undanfarna daga leitað skipu- lega að líkum manna í Kravica nærri Srebrenica. Vinna þeir fyrir Elisa- betu Rehn, mannréttindafulltrúa SÞ, en hún kannaði svæðið í bytjun árs. Rúmlega 5.000 manna er saknað eftir fall borgarinnar og fullyrt er að Bosníu-Serbar hafí tekið að minnsta kosti 3.000 manns af lífi þar. Vinnur lið alþjóðlegra sérfræð- inga nú að því að grafa upp fyrstu af mörgum fjöldagröfum sem tengjst þeim morðum en sú gröf er í Cerska, nokkrum tugum km frá Kravica. Óráðlegt að halda áfram Finnsku sérfræðingamir hófust handa í síðustu viku við að kanna svæðið í Kravica, þrátt fyrir að yfir- völd Bosníu-Serba hefðu neitað að tryggja öryggi þeirra gagnvart al- menningi á svæðinu. Ekki er vitað til þess að reynt hafí verið að stöðva Finnana en talið er að þeir hafí álitið óráðlegt að halda lengur áfram. Þá neituðu yfírmenn fjölþjóðaliðs IFOR að tryggja öryggi Finnanna en her- menn IFOR gæta hins vegar sérfræð- inga sem grafa upp Ijöldagrafimar við Cerska. Finnsku sérfræðingamir fundu á milli 25 og 35 lík áður en þeir neydd- ust til að hverfa á braut. Yfírmaður þein-a, Raimo Sintonen, var fáorður þegar hann ræddi við blaðamenn í Tuzla í gær en þangað voru líkam- sleifarnar fluttar. Sagði Sintonen að hefðu fleiri lík fundist, hefði ekki gefíst tími til að rannsaka þau öll. Reynt yrði að bera kennsl á þau, á sumum væm leifar af fötum og ef til vill einhverjir pappírar eða skilríki. Kvaðst hann gera ráð fyrir að DNA- greining tæki um tvo til þtjá mánuði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.