Morgunblaðið - 11.07.1996, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 11.07.1996, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 41 NOEL KRISTINN MATTHEWS + Noel Kristinn Matthews fædd- ist í Jeffersonville í Indiana 14. desem- ber 1968. Hann lést af völdum umferðar- slyss í Frankfurt í Þýskalandi 18. maí síðastliðinn. Fór út- för hans fram 25. maí og var hann jarðsettur í heimabæ sínum, Charlestown í Indiana. Vegna mistaka í vinnslu féll myndin af hinum látna niður við birtingu minningargreinar um hann á bls. 36-37 í Morgun- blaðinu í gær, miðvikudaginn 10. júlí, og birtist greinin hér á nýjan leik. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum. Ég hef sorgarfréttir að segja þér, sagði mamma við mig í síman- um, hann Noel litli er dáinn. Kvöld- ið áður hafði ég talað við Jill og Dorothy eða Dísu frænku, eins og við köllum hana, við höfum flissað og samglaðst yfir ótrúlegu krafta- verki, Noel hafði vaknað úr meðvit- undarleysi eftir hræðilegt bílslys og lífið virtist brosa við honum og þeim öllum. Foreldrar og bræður höfðu flogið til Þýskalands, þar var erfið bið á meðan beðið var eftir því hvort Noel myndi vakna og hvað mikið skaddaður hann væri. Gleðin var mikil, Noel vaknaði brosti og lék við hvern sinn fingur. Næstu daga hresstist hann og gantaðist við bræður sína, kominn úr lífshættu, var orðinn rólfær og bræðurnir kvöddu, sáttir og glaðir og fóru aftur til Bandaríkjanna. Dísa og Ronnie ætluðu að vera lengur hjá Noel og Jill. Þá kom það óvænta, Noel missti meðvitund og lést skömmu síðar. Það er eins og hahn hafi vaknað til þess eins að kveðja ástvini sína. Noel var fyrsta barn foreldra sinna, fjörugur eldrauðhærður snáði sem ég kynntist fyrst árið 1969 þegar ég dvaldi sumarlangt hjá Dúdú frænku og passaði Noel fyrir Dísu og Ronnie. Eftir sumardvöiina í Charlestown, í litla vinalega bænum hennar frænku minnar, fór ég heim til íslands ákveðin í að fara út aftur strax næsta sumar, en það liðu mörg ár þar til við hittumst aftur. Árið 1980 kom öll fjöl- skyldan heim til ís- lands, Dúdú frænka, Roger frændi og son- ur hans, Ronnie og Dísa með sína íjóra stráka. Það var gaman þetta sum- ar. Fjölskyldan dreifðist á heimili ættmenna hér á Reykjavíkursvæð- inu og stór bílalest ók til ísafjarðar að hitta ættingjana þar. Ronnie, Dísa og strákarnir bjuggu heima hjá okkur þennan tíma og Roger frændi og Daimon hjá Nonna frænda. Það er stutt milli húsa hjá okkur og við fórum víða með „körfuboltaliðið“, en straks þá voru strákarnir farnir að spila „baseball“ og körfubolta. Mér leið eins og skátaforingja þegar ég fór með hersinguna í strætó til að fara niður að tjörn og gefa öndunum brauð. Þeir voru ákafir drengirnir að gefa öndunum, svo ákafir að Cory, sá yngsti, gekk út í tjörnina og bamapían varð að hringja eftir hjálp, þar sem ekki var hægt að fara með blautan, illa lyktandi dreng í strætó. Við sögðum þeim álfa- og tröllasögur, svo miklar að þeir voru dauðskelfdir í Almannagjá og sáu tröll alls staðar í hrauninu. Er þeir fóru frá íslandi þá fóru stór- ir kassar af hrauni með þeim, sem þeir ætluðu að sýna og skoða í skól- anum. Aftur skildu leiðir í mörg ár, enda langt á milli okkar en við hitt- umst aftur í Charlestown og þá var Noel orðinn táningur sem passaði fyrir mig. Það var gaman að fylgj- ast með því hve samheldin fjölskyld- an var og er. Noel var leiðtoginn og yngri bræðurnir virtu stóra bróð- ur sinn og elskuðu. Ef einn átti að spila leik þá mætti öll fjölskyldan til að hvetja sinn mann. Engin und- anbrögð og það hvarflaði aldrei að MÁNEY KRISTJÁNSDÓTTIR + Máney Kristj- ánsdóttir var fædd í Reykjavík 16. maí 1961. Hún lést þann 29. júní. síðastliðinn. Máney var dóttir hjónanna Rósu Kristínar Stefánsdóttur og Kristjáns Röðuls skálds, þau eru bæðin látin. Máney giftist Garðari Hlíðari Guðmundssyni f. 16. maí 1962. Börn þeirra eru Sig- mundur Bjarki, f. 9. mars 1981 og Rósa Kristín, f. 24. okt. 1985. Útför Máneyjar fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 11. júlí kl. 15. í dag kveðjum við þig, Máney mín, okkar hinstu kveðju, þótt ör- lögin hafi hagað því svo að kynni okkar hafi ekki verið löng í árum talið, þá urðum við þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þér og börn- unum þínum, Sigmundi og Rósu litlu. í þeim skilur þú eftir dýrmæt- an sjóð. Minningin um þig mun því lifa áfram í hugum okkar. Við vitum að þú fékkst ekki þann tíma sem þú hefðir sjálf kos- ið til þess að sjá börn- in þín vaxa úr grasi og komast til manns. Sá tími sem þú hafðir með þeim mun verða þeim dýrmætt veganesti, því bæði með umhyggju þinni og forsjálni hefur þú búið þeim það öryggi er greiða mun götu þeirra. Verki þínu náð- ir þú að skila þrátt fyrir nauman tíma. Það sem upp í huga okkar kemur nú er við minnumst þín er það hversu lífið er brothætt. Ekki hefð- um við trúað því að við myndum sitja hér nú og skrifa um þig minn- ingargrein. Þú sem ert yngst af okkur systkinunum. En enginn veit hvenær kallið kemur. Kveðjum við þig nú með þínum orðum „það á ekki að velta sér upp úr fortíðinni. Það sem er liðið er liðið og við lifum í nútíðinni og nútíðin er í raun það eina sem við höfum“. Við þökkum þér fyrir liðnar samverustundir. Sigmundi og Rósu litlu viljum við að lokum votta okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Þínar systur, Stefanía og Björk. neinum þeirra að vera ekki á staðn- um til að hvetja bróður. Það var erfitt fyrir strákana þeg- ar Noel fór í skóla alla leið til Santa Barbara, stóri bróðir var allt í einu farinn að heiman; þar hitti ég Noel síðast. Hann var orðinn fullorðinn maður, sem kynnti mig fyrir kær- ustu sinni, Jill. Ronnie og Dísa voru í heimsókn með yngsta og nýjasta meðlim fjölskyldunnar, sem að sjálfsögðu er enn einn drengur. Vitaskuld fórum við, ég og sonur minn, og horfðum á einn leik. Leið Noels og Jill lá til Þýska- lands sama ár og þau giftu sig. Noel hafði verið boðinn árs samn- ingur. Þessi árs samningur varð svo til þess að Noel var ráðinn til Eintrach Frankfurt og var þar á samningi síðastliðin fjögur ár. Noel var fæddur leiðtogi, ekki bara bræðra sinna heldur og ann- arra unglinga. Hann starfaði mikið innan kirkjunnar og þar fann hann sig í leiðtogahlutverki. Útgeislun og persónuleiki hans höfðuðu til unga fólksins og hann náði góðum árangri með unglinga bandarískra hermanna í Darmstadt, sem áttu við fíkniefnavandamál að stríða. Það standa margir í þakkarskuld við Noel. Margir sem hafa tjáð í orði og verki þakklæti sitt fyrir störf hans. Síðastliðið sumar var ég hjá Dísu og fjölskyldu, þar voru allir nema Noel og Jill sem voru í Þýskalandi. Við Dísa spjölluðum mikið um fyrir- hugaða íslandsferð í sumar og gæld- um við þá tilhugsun ef Noel og Jill gætu komið frá Þýskalandi. I vor var þó ekki búist við að þau kæmu þar sem Jill gengur með barn þeirra sem von er á í nóvember. Lífið tekur enda, en það er erfitt að sætta sig við þegar ungur maður er kvaddur frá konu og ófæddu barni. Það er sárt fyrir foreldra og bræður að sjá á eftir ungum, efni- legum manni. En minningarnar hjálpa og trúin og þakklætið fyrir þær samverustundir sem Noel gaf okkur öllum. Ég bið algóðan Guð að styrkja Jill, foreldrana, bræðurna, ömmu Dúdú, Roger frænda, föðurömmu og afa, sem og aðra aðstandendur. Ég kveð hann litla frænda minn með þakklæti fyrir stundirnar sem við áttum. Fyrir hönd ættingja hér heima á íslandi, Kolbrún frænka. í dag kveð ég kæra vinkonu og mágkonu sem andaðist 29. júní síð- astliðinn. Margar góðar minningar á ég um Máneyju sem ekki verða tíundaðar hér. Eitt stendur þó ofar- lega í huga mér, hún hafði frá svo mörgu skemmtilegu að segja og gerði ávallt mikið grín að sjálfri sér. Ávallt var Máney tilbúin að hjálpa öðrum. Hún var vinur vina sinna. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með þessum orðum kveð ég þig, elsku Máney. Hafðu þökk fyrir allt. Nú hefur þú hitt foreldra þína aftur og ég trúi því að þér líði vel hjá þeim. Elsku Garðar, Sigmundur og Rósa, ég bið góðan Guð að styrkja ykkur í ykkar sorg. Megi Guð blessa minninguna um góða vinkonu. María Kristín (Maja-Stína). HALLDORA ELIN MAGNÚSDÓTTIR + Halldóra Elín Magnúsdóttir fæddist á Heina- bergi við Breiða- fjörð 5. desember 1912. Hún lést á heimili sínu, Frosta- skjóli 4 í Reykjavík, 27. júní síðastliðinn. Utför Halldóru hefur farið fram í kyrrþey. Elsku Dóra. Með þessum orðum kveð ég þig eftir stutt en ánægjuleg kynni. Það var alltaf gaman að koma til Rósu og sjá þig sitja við gluggann eins og drottningu með glettnissvipinn þinn og ávallt var stutt í húmorinn og kímnina. Nokkur olnbogaskot fékk ég frá þér þegar vel lá á þér og glatt var á hjalla. Þú átt góða dóttur sem umvafði þig hlýju og væntumþykju alla tíð og var samband ykkar sérstaklega náið síðustu 16 árin og á hún þakkir skildar. Nafna Dóru og dóttur- dóttir hefur verið hennar augasteinn alla tíð, enda var Cherie Dóra henni alveg sér- staklega góð og skein væntumþykja frá henni þegar þær nöfnurnar voru saman. Þær mæðgur eiga nú um sárt að binda, en ég veit að Guð er með þeim og veitir þeim styrk. Eva Hjalta. t Elskulegur bróðir, mágur og frændi, TÓMAS JÓNSSOIM frá Arnarstöðum, lést í Texas, Bandaríkjunum, þar sem hann bjó, þann 9. júlí sl. Systkini hans og fjolskyldur á íslandi. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTRÍÐUR TORFADÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, laugardaginn 6. júlí. Jarðsett verður frá Akraneskirkju föstu- daginn 12. júlí kl. 14.00. Birgir Hannesson, Laufey Kristjánsdóttir, Jón Hannesson, Birna Kristjánsdóttir, Svala ívarsdóttir, börn og barnabörn. t Sambýlismaður minn, ÁSVALDUR STEINGRÍMSSON, Dvergabakka 12, andaðist í Landspítalanum mánudaginn 8. júlí. Útförin fer fram frá Breiðholtskirkju miðvikudaginn 17. júlí kl. 13.30. Anna Sólveig Gunnarsdóttir. t EINAR KRISTJÁNSSON frá Hermundarfelli, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 15. júlí kl. 16.00. Guðrún Kristjánsdóttir, Angantýr Einarsson, Auður Ásgrímsdóttir, Óttar Einarsson, Jóhanna Þorsteinsdóttir, Bergþóra Einarsdóttir, Eyjólfur Friðgeirsson, Einar Kristján Einarsson, Steinar Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Minnismerki úr steini Steinn ér kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.