Morgunblaðið - 11.07.1996, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 11.07.1996, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 47 FRÁ styrkveitingunni: F.v.: Petrína Þorsteinsdóttir, sem veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Stellu Hermannsdóttur, Þjóðbjörg Guðjónsdóttir, Ásgeir Þorsteinsson, formaður sjóðssljórnar og Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafar- stöðvar ríkisins. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Uthlutað úr styrktarsjóði A XI vornámskeiði Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins í Há- skólabíói nýverið var í fyrsta sinn úthlutað úr styrktarsjóði stofnun- arinnar. Styrk hlutu Stella Her- mannsdótitr til framhaldsnáms í talmeinafræði í Svíþjóð og Þjóð- björg Guðjónsdóttir til framhalds- náms í sjúkraþjálfun í Bandaríkj- unum. Ennfremur var veittur styrkur til að taka saman fræðslu- efni um sjúkdóminn Tuberous scle- rosis. Styrktarsjóður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins til minn- ingar um Þorstein Helga Ásgeirs- son var stofnaður fyrir réttu ári. Tilgangur hans er að veita styrki til símenntunar og fræðilegra rannsókna á sviði fatlana barna með það að leiðarljósi að efla fræði- lega þekkingu og faglega þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Hefur starsfólk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins að jafnaði forgang við styrkveitingar úr sjóðnum, sem fara munu fram árlega. Sjóðnum hefur borist fjöldi framlaga, bæði frá félögum og ein- staklingum, en tekna er einnig aflað með sölu minningarkorta. Þeim sem vilja styrkja sjóðinn, með minningargjöfum eða öðrum hætti, er bent á að snúa sér til Greining- ar- og ráðgjafarstöðvarinnar, Digranesvegi 5, Kópavogi eða Breiðholtsapóteks, Mjóddinni. Fimm ráð gegn fíkni- efnum SAMSTARF Vímulausrar æsku, foreldrasamtaka, Fræðslumið- stöðvar í fíknivörnum (FRÆ) og IUT - æskulýðssamtaka um átak til að fyrirbyggja eiturlyíjaneyslu unglinga á útihátíðum, er að hefj- ast. Átakið nefnist 5 ráð gegn fíkniefnum - líf barnsins er í húfi °g byggir á áskorun og ráðgjöf til foreldra unglinga. Fjölmiðla- kynning, auglýsingar og bækling- ur, sem allir foreldrar 14-15 ára unglinga fá sent, verður uppistað- an í átakinu en auk þess mun væntanleg umræða kalla til fleiri aðila sem hafa með málefni ungl- inga að gera, segir í fréttatilkynn- ingu sem Morgunblaðinu hefur borist. Ennfremur segir: „Yfír sumar- tímann eru ungmenni utan aðhalds skóla, hafa meira fé milli hand- anna og leita uppi fjör og ævin- týri. Þá byija margir unglingar að ne^rta ólöglegra fíknefna í skjóli útihátíða sem oft endar með sorg- legum hætti. Um síðustu áramót létust tvö ungmenni vegna neyslu á E-pillunni sem þau komust fyrst í kynni við á útihátíðum, það sama ár. Fjölmiðlar skýrðu frá því að eftir síðasta sumar hafi „dóp flætt um landið“ og margir unglingar prófað þá í fyrsta sinn eiturlyf. E-pillan er með hættulegustu efn- um sem seld hafa verið sem fíkni- efni, líkamlegar og andlegar af- leiðingar af neyslu hennar eru mun alvarlegri en talið var í fyrstu. Við neyslu E-pillunnar verður neyt- andinn fyrir miklum lifrar- skemmdum og sálarangist sem oft endar með sjálfsmorði. Flestir neytendur E-pillunnar eru ungt fólk, jafnvel einstaklingar sem aldrei hafa neytt annarra fíkni- efna. Þeir sem selja dóp svífast einsk- is fyrir ágóðahlut en með ábyrgðarleysi þeirra og glæpa- starfsemi valda þeir óbætanlegu tjóni á lífi og heilsu mörg hundruð barna og unglinga. Fíkniefnasala er einn ljótasti bletturinn á okkar samfélagi.“ Hrif klórblást- urs á agnir í álbráð GUÐRÚN Sævarsdóttir heldur fyrirlestur um rannsóknarverkefni sitt til meistaraprófs í eðlisfræði föstudaginn 12. júlí kl. 15 í stofu 158 í VR II, Hjarðarhaga 2-6. I fyrirlestrinum fjallar Guðrún um grasmeðhöndlun á álbráð og áhrif hennar á agnir og dreifingu agna í málminum. Þessi atriði verða æ mikilvægari með auknum kröfum um gæði áls, til dæmis í flugvélaiðnaði, segir í fréttatil- kynningu. Umsjónarkennari Guðrúnar hefur verið Þorsteinn I. Sigfússon, prófessor. Öllum er heimill að- gangur að fyrirlestrinum meðan húsrúm leyfir. LEIÐRÉTT Una varð Lína í æviágrip um Einar Jóhannes- son 10. júlí síðastliðinn slæddist meinleg villa. Elsta systir Einars var sögð heita Lína en hið rétta er að hún heitir Una og er fædd 15. febrúar 1913. FRÉTTIR Yfirlýsing frá Starfsmannafélagi Orkustofnunar Ovissu um framtíð Orku- stofnunar ekki verið eytt TILLÖGUR iðnaðarráðherra um framtíðarskipan Orkustofnunar voru kynntar á starfsmannafundi hjá stofnuninni á þriðjudag. Fundurinn sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Starfsmenn Orkustofnunar eru fegnir því að loks er áfanga náð í framtíðarstefnumótun iðnaðarráð- herra í málefnum Orkustofnunar, þótt ýmsir starfsmenn hefðu viljað sjá aðrar útfærslur. Óvissuástand síðustu 10 mánaða, ásamt óraunhæfum og fljótfærnis- legum tillögum nefndar iðnaðarráð- herra í desember síðastliðnum, hafa þegar valdið starfsemi stofnunarinn- ar og orkurannsóknum miklu tjóni, sem langan tíma tekur að bæta. Lykilstarfsmenn hafa horfið frá stofnuninni undanfarna mánuði til starfa utan orkuiðnaðarins. Fundurinn vekur athygli á því að þótt meginatriðin í stefnumótun ráðu- neytisins liggi nú fyrir, þá fer því íjarri að búið sé að eyða allri óvissu um framtíð stofnunarinnar. Áform ráð- herra um að samdrátt í íjárveitingum ríkisins til grunnrannsókna í orkumál- um megi bæta með vaxandi þátttöku orkufyrirtækja í þróunarvinnu og gagnavörslu eru enn óljós. Fundurinn harmar þá afstöðu ráð- herra að ætla starfsmönnum Orku- stofnunar ekki að koma að skipu- lagsmálum næstu mánaða með formlegum hætti. Fundurinn vekur athygli á mikil- vægi grunnrannsókna í orkumálum og þeirri staðreynd að sá árangur sem náðst hefur í orkunýtingu á íslandi byggist á íslensku hugviti og rannsóknum. Samdráttur í grunnrannsóknum mun því til lengri tíma litið skerða möguleika á hag- kvæmri nýtingu orkulindanna." Undir yfirlýsinguna skrifar for- maður Starfsmannafélags orku- stofnunar, Benedikt Steingrímsson. Morgunblaðið/Þorkell Smágerður bílafloti ÞEGAR veðrið er gott og sólin flotann ót og keppa í hrað- skín er fátt ánægjulegra ungum akstri og torfærum við góðan dreng en færa smágerðan bíla- vin. Hádegisverðar- fundur um vímuefni TÓMSTUND heldur hádegis- verðarfund í félagsmiðstöðinni Vit- anum fimmtudaginn 12. júlí í sam- ráði við Jafningjafræðslu fram- haldsskólanema undir yfirskrift- inni Er kúl að vera dópisti? í fréttatilkynningu segir: „Fund- urinn er opinn 13 og 14 ára ungl- ingum í Hafnarfirði sem hafa starfað við ýmis hugðarefni sín í verkefninu Tómstund í sumar. Á fundinum verður borinn fram ilm- andi hádegisverður og rætt vítt og breitt um vímuefni og ungt fólk. Fundurinn hefst kl. 12.05 og að- gangseyrir er 100 kr.“ STRÁKAR!!! ÞAÐ ER STUNDUM GOTT AÐ VERA NAKINN EN... ...EKKI ALLTAF!!! r r IIANZ www.centrum.is/hanz

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.