Morgunblaðið - 03.08.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 03.08.1996, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BLÁ teppi eru viða á gólfum Staðarstaðar, húsgögnin eru ís- lensk og myndlistin sömuleiðis. SKRIFSTOFA forsetafrúarinnar, Guðrúnar Katrínar Þorbergs- dóttur, er á efri hæð hússins, þaðan sem útsýni er fagurt yfir að Hljómskálanum og Tjörninni. Forseti og starfsmenn boðnir velkomnir til starfa á Staðarstað Húsgögn íslensk og nútímalist á veggjum Morgunblaðið/Golli ÓLAFUR Ragnar Grímsson ásamt starfsfólki forsetaskrifstof- unnar, talið frá vinstri: Sigríður Hrafnhildur Jónsdóttir, Vigdís Bjarnadóttir, Vilborg Kristjánsdóttir og Kornelíus Sigmundsson. FORSETI íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, mætti í gær- morgun til vinnu á nýrri skrifstofu forsetaembættisins á Staðarstað við Sóleyjargötu, á sínum fyrsta starfs- degi í embætti. Steindór Guðmundsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, afhenti forsetanum lykla að húsnæðinu og bauð hann og starfsmenn forseta- embættisins velkomna til starfa á Staðarstað. Forsetinn þakkaði Steindóri og þeim vaska hópi handverksmanna sem að endurbótum hússins stóðu og sagði það mjög ánægjulegt að sjá að hægt hefði verið að ljúka því verki á jafnskömmum tíma og raun bar vitni. Stórhugur forsætisráðuneytis Einnig lýsti hann ánægju sinni með það framtak forsætisráðuneyt- isins að að hafa keypt Staðarstað og veitt þar með forsetaembættinu í fyrsta sinn það sjálfstæði í aðbún- aði og aðstöðu sem þar væri að finna. Taldi hann það lýsa miklum stórhug af hálfu forsætisráðuneyt- isins í garð forsetaembættisins. Ennfremur þakkaði forsetinn Listasafni íslands góða samvinnu um að setja á veggi Staðarstaðar sýnishom af íslenskri nútímalist. „Nær öll málverkin sem hér eru í húsinu eru frá lýðveldistímanum og nokkrir af fremstu listamönnum síðustu áratuga allt frá fyrstu árum lýðveldisins og til allra síðustu ára eiga hér verk. Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem opinber bygging hér á landi er alfarið skreytt list frá þessu tímabili og það er stór- kostlega gaman að sjá hversu vel þessi nútímalist íslenska lýðveldis- ins fer við þetta gamla hús,“ sagði Ólafur Ragnar. Húsið er búið húsgögnum frá GKS, sem öll eru íslensk fram- leiðsla, að sögn Komelíusar Sig- mundssonar forsetaritara. Auk þess em á skrifstofu forsetans nokkrir forláta stólar sem fylgt hafa emb- ættinu frá upphafí. Skrifborðið sem var á forsetaskrifstofunni í Stjóm- arráðinu verður tekið til viðgerðar og endurbóta og á meðan mun Ólaf- ur Ragnar nota skrifborð sem þeir Kristján Eldjárn og Ásgeir Ásgeirs- son sátu báðir við á sínum tíma. Forsetaembættið opnar heimasíðu Tölvu- og upplýsingakerfí for- setaembættisins hefur verið end- umýjað og er það Nýheiji sem sér um þá hlið mála. Ólafur Ragnar kvaðst hafa lagt á það ríka áherslu að húsið yrði búið nýjustu samskiptatækni og henni yrði einnig komið fyrir á Bessastöðum, þannig að forseta- embættið geti hagnýtt sér allar þær upplýsingar sem það hefði yfír að ráða hvort heldur verið væri að vinna að málum á Bessastöðum eða á skrifstofunni. „Þannig munu allar upplýsingar liggja fyrir og vera aðgengilegar hvar sem er. Við munum opna heimasíðu og auð- velda þannig fólki bæði hér innan- lands og um víða veröld að eiga samskipti við okkur í krafti nýrrar tækni,“ sagði forsetinn. Að sögn Steindórs Guðmunds- sonar, forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins, var húsið í þokkalegu standi sem íbúðarhús, en á því hafa þó verið gerðar gagngerar endur- bætur á undanförnum tveimur vik- um. „Það þurfti til dæmis að breyta öllum lögnum og koma upp síma- og tölvukerfí og brunavarna- og öryggiskerfí," sagði Steindór. Allir mætast þræðirnir svo í einskonar stjórnherbergi í kjallara hússins. Fjórir starfsmenn eru á skrif- stofti forsetaembættisins, deildar- stjóramir Vigdís Bjamadóttir og Vilborg Kristjánsdóttir, Sigríður Hrafnhildur Jónsdóttir upplýsinga- fulltrúi og Kornelíus Sigmundsson forsetaritari. Var á þeim að heyra að þau kynnu vel við sig á nýja staðnum og víst er að þar er mun rýmra um starfsemi embættisins en í Stjórnarráðshúsinu. Júlí sólríkur í Reykjavík BUSLAÐ í Elliðaánum. Morgunblaðið/Golli Staða dagskrár- stjóra Rásar 2 Þrettán um- sækjendur ÞRETTÁN umsækjendur voru um stöðu dagskrárstjóra Rásar 2. í þeim hópi er núverandi dagskrár- stjóri, Sigurður G. Tómasson. Um- sóknarfrestur var til 31. mars sl. Umsækjendur _um stöðuna auk Sigurðar voru Ásgeir Tómasson fréttamaður, Baldur Bragason út- varpsmaður, Bjami Dagur Jónsson dagskrárgerðarmaður, Davíð Þór Jónsson dagskrárgerðarmaður, Eva Ásrún Albertsdóttir dagskrárgerð- armaður, Fjalar Sigurðarson dag- skrárgerðarmaður, Guðrún Helga Sigurðardóttir blaðamaður, Hjörtur Hjartarson útvarpsstjóri, Lilja Á. Guðmundsdóttir kennari, Ragnar Öm Pétursson útvarpsstjóri, Sigur- geir Orri Sigurgeirsson bóksali og Ævar Örn Jósepsson dagskrárgerð- armaður. VEÐURFAR í júlímánuði var mjög hagstætt á meginhluta landsins samkvæmt upplýsingum frá Veður- stofu íslands. Meðalhiti í Reykjavík var 10,9 stig og er það í rétt rúmu meðal- lagi og úrkoma mældist 39mm eða um þrír fjórðu hlutar meðalúrkomu. Á Akureyri var meðalhiti 11,9 stig sem er 1,4 stigum yfír meðallagi og var tiltölulega þurrara þar. Úr- koma mældist alls 17mm sem er um helmingur meðalúrkomu í júlí. Á Hveravöllum var meðalhitinn 7,9 stig og mældist 24,6mm úrkoma, en í Akumesi var hitinn 10,5 stig og úrkoma 103mm. Hiti yfir meðallagi á árinu Sólskinsstundir mældust 194 í Reykjavík eða 23 stundum yfír meðallagi. Sólskinsstundir á Akur- eyri voru 153 og er það í rétt tæpu meðallagi. Á Hveravöllum voru sól- skinsstundir 162. Það sem af er árinu hefur hiti verið yfír meðallagi í öllum mánuð- um nema febrúar. Meðalhiti fyrstu 7 mánaðanna í Reykjavík er 5,7 stig og er það 0,9 stigum yfír meðal- lagi. Örkoma er í rétt tæpu meðal- lagi, en sólskin er heldur meira en að meðaltali en það munar ekki miklu. Ekki hefur enn orðið vem- lega hlýtt í Reykjavík. Hæsti hiti til þessa mældist fyrir tveimur dög- um, 17,1 stig. Mun hlýrra hefur orðið einstaka daga á Suðurlands- undirlendinu og á Norðaustur- og Austurlandi. Sala í haustferðir að hefjast Búist við 20 þúsund farþegum SALA í haustferðir til útlanda á hefst nú um helgina. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir að gert sé ráð fyrir að um tuttugu þúsund Islendinguar leggi land undir fót í innkaupaferðir í haust. Flugleiðir leggja áhersla á sölu til fjögurra borga, Glasgow, London, Barcelona og Halifax. Til tveggja síðast- nefndu borganna hafa ekki verið haustferðir á vegum Flugleiða áður. Auk þessara fjögurra borga verða í haustáætlun Flugleiða svo- kallaðar pakkaferðir til sjö annarra áfangastaða beggja vegna Atlantshafs. Talsmenn Flugleiða segja haustferðirnar kosta svipað og í fyrra og í sumum tilvik- um hafí hagstæðir hótel- samningar leitt til verðlækk- ana. Viðbúnaður lögreglu Fylgst með fíkniefna- neyslu og umferð LÖGREGLAN í Reykjavík verður með hefðbundinn við- búnað í miðborginni um versl- unarmannahelgina en fylgist meira með umferð út fyrir borgina en vanalega. Friðrik Gunnarsson að- stoðaryfírlögregluþjónn segir lögregluumdæmin á Suð- vesturlandi hafa með sér samvinnu þannig að hægt verði að bregðast við ef eitt- hvað óvænt gerist í nágrenn- inu. Margir foreldrar hafa áhyggjur af því að fíkniefna- salar muni bjóða vöru sína til sölu á útihátíðum nú um helg- ina. Að sögn Friðriks má reikna með fíkniefnalög- reglumönnum eða lögreglu- mönnum, sem þekkja vel til þeirra mála, á flestum stöðum þar sem eitthvað verður um að vera. Hann segir þá aðila, sem að útihátíðum standa, marga hveija biðja um mann- skap sem þekki til þessara mála til að fylgjast með og bregðast við ef á þarf að halda. Hvalfi ar ðargöng Vinna liggur niðri VINNA við Hvalfjarðargöng- in hefur legið niðri frá því síðastliðinn sunnudag vegna sumarfrís starfsmanna, en haldið verður áfram við gangagerðina næstkomandi þriðjudag. Vinnu við göngin hefur miðað vel áfram í sumar og er gangamunninn norðan fjarðarins nú orðinn um 185 metra langur samkvæmt upp- lýsingum frá Fossvirki hf. sem annast gerð ganganna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.