Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Sturla Kristjánsson sótti um stöðu skólastjóra Síðuskóla Skólanefnd er óhætt að leita til min Ragnhildur Skjaldardóttir segir sig frá stöðunni RAGNHILDUR Skjaldardóttir, hefur verið ráðin aðstoðarskóla- stjóri Langholtsskóla í Reykjavík en í síðustu viku var hún ráðin skólastjóri Síðuskóla á Akureyri. Ragnhildur sem hefur starfað sem aðstoðarskólastjóri Síðuskóla síð- ustu ár, hefur ákveðið að flytja suður yfir heiðar og taka við starf- inu í Langholtsskóla og hún hefur jafnframt sagt sig frá skólastjóra- stöðunni í Síðuskóla. Hún var ein þriggja umsækjenda um stöðuna en auk hennar sóttu um hana þeir Sturla Kristjánsson og Sveinbjörn M. Njálsson. Sturla Kristjánsson, einn um- sækjenda um stöðu skólastjóra við Síðuskóla er mjög ósáttur við að hafa ekki fengið stöðuna og hann hefur með bréfí til bæjarráðs óskað eftir rökstuðningi bæjarstjómar fyrir því að umsókn hans var hafn- að. „Samkvæmt lögum um stjórn- sýslu er þeim sem gæta hagsmuna almennings, t.d. við mannaráðn- ingar og annað slíkt, skylt að gera grein fyrir því á hveiju þeir byggi niðurstöður sínar og það er einung- is það sem ég er að spyrja um.“ Veit að ég stend mjög vel Sturla segist vita að hann standi mjög vel menntunar- og reynslu- lega og að hann leggi fram mjög sterka náms- og starfsreynslu, sterkari en hinir umsækjendurnir. „Þess vegna vil ég fá skýringu á því af hveiju minni umsókn var hafnað. Aðspurður um möguleika sína á að hljóta stöðu skólastjóra nú eftir að Ragnhildur hefur sagt sig frá henni sagði Sturla. „Ég held að nú gefíst skólanefnd tækifæri á að endurskoða þessa afgreiðslu sína. Tíminn er orðinn naumur og því komin upp ákveðin vandræði. Ég er hins vegar tilbúinn að leggja góðu máli lið og því er skólanefnd óhætt að leita til mín,“ sagði Sturla. Ekki verið tekin ákvörðun um framhaldið Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvernig farið verður með málið í Síðuskóla en að sögn Ástu Sigurð- ardóttur, formanns skólanefndar, verður það rætt á fundi nefndar- innar í næstu viku. Ásta segir að skólanefnd hafi verið kunnugt um að Ragnhildur hafi einnig sótt um stöðuna í Reykjavík en ekki vitað að hún tæki þá stöðu fram yfir stöðuna í Síðuskóla þegar nefndin mælti með henni. Ragnhildur sagðist ekki vita nákvæmlega hvænær hún tæki við hinu nýja starfí en eins fljótt og um semst við forsvarsmenn skóla- mála á Akureyri. „Samkvæmt lög- um er þriggja mánaða uppsagnar- frestur en eftir honum hefur aldrei verið gengið. Hvaða kröfur Akur- eyrarbær gerir um að ég starfi hér áfram veit ég ekki en þp* verður eitthvað áfram," segir Ragnhildur sem er enn í starfí aðstoðarskóla- stjóra við Síðuskóla. Skólanefnd var kunnugt um málið Ragnhildur segir að stöðurnar í Reykjavík og á Akureyri hafi verið auglýstar báðar í einu og hún sótt um þær báðar. „Það hefði verið erfitt að hætta við að taka starfið á Akureyri ef ég hefði ekki fengið stöðuna í Reykjavík og sitja þá uppi stöðulaus. Ég ræddi þessi mál bæði við fræðslu- fulltrúa og skólafulltrúa Akur- eyrarbæjar og þeim var full kunn- ugt um hver staðan var. Ég veit að þetta er ekki skemmtileg staða sem upp er komin, ekki síst vegna þeirra mála sem tengjast stöðu- veitingu minni hér á Akureyri," segir Ragnhildur. Báðar stöðurnar auglýstar aftur Ingólfur Ármannsson, skóla- og menningarfulltrúi Akureyrarbæjar segir að skólanefnd hafi heimild til að ákveða hvemig haldið verði á málum í framhaldinu þar sem hér sé um að ræða ráðningu til eins árs. Hver ákvörðunin verður liggur hins vegar ekki fyrir fyrr en eftir skólanefndarfund. Ásta Sigurðardóttir segir að búið hafi verið að taka ákvörðun um að auglýsa stöðu aðstoðar- skólastjóra innan skólans en í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin þurfí að endurskoða málið. „Það er þó ljóst, hvemig sem að málum verði staðið nú að báðar stöðurnar verða auglýstar aftur næsta vor.“ Þrír á slysadeild ÞRIR voru fluttir á slysadeild, en ekki alvarlega slasaðir eftir árekstur tveggja fólksbifreiða við gatnamót svonefnds Leiru- vegar og Eyjafjarðarbrautar eystri um miðjan dag í gær. Óðrum bílnum var ekið norður Eyjafjarðarbrautina en öku- maður hans virti ekki stöðvun- arskyldu, þannig að bifreiðin fór í veg fyrir aðra sem var á leið austur Leiruveginn. Bíl- arnir skemmdust mikið. Þrefaldur 1. vinningur! -vertu viðbúintw vinningi l iuhi /><’/ //!/<)<i f yrir kl. 20, ’() i kvöhi Morgunblaðið/Kristján MIKILL fjöldi fólks er saman kominn á Akureyri. Unglingum er beint á aðaltjaldsvæðið við Sundlaug Akureyrar og áttu Ijald- verðir von á að um 800 unglingar yrðu þar um helgina. Mikill fjöldi fólks á Halló Akureyri Viðbúnaður þre- faldur á við góða helgi MIKIL umferð var á Akureyri í gærdag og þungur straumur lá til bæjarins, að sögn Daníels Guðjóns- sonar yfírlögregluþjóns. Umferðin gekk að mestu óhappalaust fyrir sig, en nokkur erill var hjá lögreglu og þeim sem sjá um gæslu á hátíðinni Halló Akureyri aðfaranótt föstu- dags. Daníel sagði ómögulegt að giska á hversu margt fólk væri kom- ið á hátíðina, en allur viðbúnaður væri þrefaldur á við það sem tíðkað- ist um góða helgi. „Við höfum búið okkur undir mik- ið fjölmenni og mér sýnist að hér verði afar margt fólk, það Iiggur þungur straumur hingað norður," sagði Daníel. Mikil gæsla á tjaldstæðinu Um 200 unglingar gistu á tjald- stæðinu á Akureyri aðfaranótt föstu- dag en þeir voru orðnir tvöfalt fleiri um miðjan dag í gær. „Það hefur verið stöðugur straumur hingað, en verslunarmannahelgin hér á Akur- eyri hófst sólarhring fyrr en vant er,“ sagði Iris Guðmundsdóttir tjald- vörður á Tjaldstæðinu á Akureyri. Starfsmenn tjaldstæðisins áttu von á því að allt að 800 unglingar yrðu á svæðinu um helgina sem þýðir að nánast verður tjaldað hvar sem tjaldi verður niðurkomið. Mikil gæsla er á tjaldstæðinu, vaktirnar eru þrefaldar miðað við það sem venja er til. Þá munu félag- ar úr Hjálparsveit skáta á Akureyri aðstoða fólk í nauðum og félagar í Flugbjörgunarsveitinni munu flytja ofurölvi unglinga burt af svæðinu. Fjölskyldufólki hefur verið beint í Kjamaskóg og á svæði íþróttafélags- ins Þórs við Skarðshlíð, sem og á Húsabrekku, handan Akureyrar. Um miðjan dag í gær voru um 800 manns í Kjamaskógi og straumurinn þungur. Fólk var að byrja að tínast inn á tjaldsvæði á Þórsvellinum eftir há- degi í gær, en að sögn forsvars- manna þess renndu menn algjörlega blint í sjóinn með hversu margt fólk kæmi til með að dvelja þar um helg- ina. ð , %mnsEE IflM Qtillinn bílahorn® ULIIIIIIU varahlutaverslun Hafnarfíarðar SKEIFUNN111 • SlMI:5889797ReykjavfkurveaI 50 • SlMI: 555 1019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.