Morgunblaðið - 03.08.1996, Page 16
16 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Sýrlendingar hafna tillögum ísraela
Damaskus. Reuter.
Vilja semja fyrst
um Líbanon
SÝRLENDINGAR höfnuðu í gær
samningstillögum ísraela, þ_ar sem
gert var ráð fyrir að ísraelar
drægju herlið sitt á brott frá suður-
hluta Líbanon gegn því að sýrlensk-
ir hermenn yrðu á brott og skæru-
liðaárásum á Norður-ísrael linnti.
Þá neitaði háttsettur, sýrlensk-
ur embættismaður því, að Sýrlend-
ingar hefðu sent fulltrúa sinn til
Israels til viðræðna við Benjamin
Netanyahu, forsætisráðherra, um
friðarhugmyndir.
Embættismaðurinn tjáði frétta-
stofu Reuters að frétt í ísraelska
dagblaðinu Haaretz á fimmtudag,
þar sem fullyrt var að sendimaður
Sýrlendinga hefði farið til Jerúsal-
em á laun, væri „algerlega úr
lausu lofti gripin og tilgangurinn
með henni einungis sá, að rang-
túlka skýra afstöðu Sýrlendinga,
sem hafna hvers konar leynifund-
um og krefjast opinberra við-
ræðna.“
Segja tilboðið gildru
Sýrlendingar hafa átt í stopul-
um friðarviðræðum við ísrael frá
því 1991, og fordæmdu harðlega
yfirlýsingar Netanyahus um að
hann teldi ekki koma til greina
að láta af hendi land, sem ísraelar
hafa hertekið, í skiptum fyrir frið •
við nágrannaríkin.
Embættismaðurinn ítrekaði, að
Sýrlendingar höfnuðu tillögum um
afmarkaða og sértæka friðar-
samninga og sagði tilboð Israela
um brotthvarf frá Líbanon vera
„gildru“. Sýrlendingar hafa tögl
og hagldir í Líbanon, þar sem þeir
hafa um 35 þúsund manna herlið.
Líbanir, sem einnig hafa hafnað
tillögu ísraela, hafa haft samráð
við Sýrlendinga í friðarumleitun-
um frá því friðarviðræður hófust
í Madrid 1991.
Varnarmálaráðherra ísraels,
Yitzhak Mordechai, sagði á mið-
vikudag, að ísraelar vildu semja
um „Líbanon fyrst“ við Sýrlend-
inga til þess að binda enda á
skæruhernað gegn ísrael. Hann
sagði á fundi utanríkis- og varnar-
málanefndar ísraelsþings, að ísra-
elar væru reiðubúnir að draga
herlið sitt frá suðurhluta Líbanon
ef sýrlenskir hermenn hyrfu þaðan
og ef líbanski herinn gæti tryggt
að ekki yrði ráðist á Israel.
Debre
látinn
FYRRUM forsætisráðherra
Frakklands, Michel Debre, lést
í gær 84 ára að aldri. Debre
var fyrsti
forsætis-
ráðherra
fimmta lýð-
veldisins í
Frakklandi
í forsetatíð
Charles de
Gaulles, og
einn af höf-
undum
stjórnar-
skrár þess. Debre hafði átt við
langvinn veikindi að stríða.
Hann var virkur í frönsku and-
spyrnuhreyfingunni á árum
heimsstyijaldarinnar seinni, og
hafði gegnt öllum æðstu emb-
ættum að forsetaembættinu
undanskildu. Hann var forsæt-
isráðherra frá 1959 til 1962.
Debre var hlynntur frönskum
yfirráðum í Álsír, og fór fyrir
ríkisstjórninni í harkalegum
deilum vegna þeirrar ákvörð-
unar de Gaulles að veita land-
inu sjálfstæði.
Neyðar-
ástand
á Tævan
NEYÐARÁSTANDI var lýst í
rúmlega helmingi allra héraða á
Tævan í kjölfar þess að fellibyl-
urinn Herb gekk yfir eyna. Nítj-
án manns fórust og 41 er sakn-
að. Eru þetta einhveijar mestu
náttúruhamfarir sem gengið
hafa yfir Tævan um árabil.
Deilur vegna
páfaheim-
sóknar
ÁÆTLANIR um að seilast í
opinbera sjóði til þess að standa
straum af heimsókn Jóhannesar
Páls páfa til Frakklands í næsta
mánuði hafa vakið hörð mót-
mæli samtaka veraldlega sinn-
aðra, sem segja þama vera að
engu höfð mörkin milli ríkis og
kirkju, sem eru í hávegum höfð
í Frakklandi. Formaður sam-
bands veraldlegra samtaka á
Bretagne-skaga segir að sam-
bandið hafi ekkert á móti því
að páfi heimsæki Frakkland,
en opinber fjármögnun á heim-
sókn hans stangist á við lög frá
1905 um aðskilnað ríkis og
kirkju.
Afneita
„upprisu“
Dúdajevs
SAMNINGAMENN Rússa í
Tsjetsjníjudeilunni sögðu í gær
að orðrómur um að leiðtogi
aðskilnaðarsinna í héraðinu,
Dzokhar Dúdajev, væri á lífi
væri þjóðsaga og myndi ekki
hafa nein áhrif á friðarviðræð-
ur. Þjóðernismálaráðherra
Rússlands, Vjatsjeslav Mikha-
ílkov, sagði að sögur um „upp-
risu“ Dúdajevs hlytu að flokk-
ast sem þjóðsögur og líkti þeim
við 19. aldar sagnir af tsjetsj-
ensku hetjunni Imam Shamil,
sem barðist gegn tilraunum
rússneskra keisara til valdatöku
í héraðinu. Shamil mun hafa
horfið sporlaust, líkt og
Dúdajev, en síðan birst á ný og
haldið áfram baráttunni gegn
keisurunum.
LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996
.m ta'kifícn til
,,.i HaJívarösson hjá
-iunni i síimtali viö
sjómenn hafa gagnrýnt
engu astieöu fvrir íslemiinga aö
vera að aöstoða Norömenn þegar
þeir kæmu fram viö okkar menn
eins og dæmin heföu sýnt.
„Viö munum skoöa máliö þegar
skýrsla kafaranna og skipstjórans
hreyia *kí. -u.-ir Heigi.
spurður hvort íariö yröí þá fram á
björgunarlaun, í stað lægri upp-
hæöar fyrir heföbundna aöstoö,
sagöi Helgi aö ekkert slíkt heföi
veriö ákveöið.
skröfu sHipsins og var ,>
vana. Varöskipiö er nú n
er í togi á leiö til hafnar í
firöi. Reiknaö var meö ao
næöu landi i dag, laugardag.
Níu ára drengur slapp á undraverðan hátt eftir harðan árekstur:
Hjálmurinn
bjargaði lífi
stráksins
- segir faðirinn sem varð vitni að slysinu
DV.Akureyri:
„Það var skelfilegt að horta á
þetta gerast en strákurinn rankaði
fijðtiega við sér og jafnaði sig þegar
hann var kominn á slysadeild.
Hann er orðinn eins og hann á að
sér að vera en er að vlsu nokkuð
marinn víða um likmann. Það er þó
ekki nokkur hlutur miðað viö sem
helði getað gerst hefði hann ekki
veriö með hjálm á höfðinu þegar
hann lentl I þessum árekstri," segir
faðir Vfðis Bjarkasonar, 9 ár drengs
á Akureyri.
Víðir fór i vikunni ásamt fijöur
sínum hjðlandi frá heimili þeirra
við Rimasiðu og var ferðinni heitið
að verslun viö Lónsbakka sem er í
útjaðri Akureyrarbæjar að norðan.
Tilgangur ferðarinnar var að kaupa
gulisprey sem Víöir hugðist úða á
skeifu sem hann fann í Þorvaldsdal
i sumar og hefur nú sett upp fyrir
ofan dymar á herberginu sínu.
Víðir man ekkert eftir því sem
gerðist en faðir hans varð vitni að
því. „Strákurinn var nokkra metra
fyrir aftan mig og hefur farið of
langt út í malarkantinn við malbik-
ið. Hann sveigði þvi inn á veginn en
misstí þá stjðm á hjðlinu og fór
alltof langt inn á veginn. Ég heyröi
bremsuhljðð bifreiðarinnar sem
hann lentí á og sá þegar Víðir
kastaðist upp I loftið, skall efst á
framrúöunni, sem brotnaði, og síð-
an út 1 mölina utan vegar," segir
faðir Viðis.
Telja má fullvíst að hjdimur sem
Víðir var meö á höfðinu hafi bjarg-
að lífi hans eða a.m.k. komið í veg
fyrir stórslys. Hjálmurinn brotnaði
aftan tii og mynduðust í hann tvær
sprungur að auki. Hjálminn fékk
Viðir að gjöf frá Kiwanisklúbbnum
Kaldbakí fyrir þremur árum en
klúbburinn hefhr þaö fyrir sið aö
gefa 6 ára bömum í bænum hjálma
til að nota þegar þau hjðla. -gk
EM í bridge:
sigrar og ísland í 5. sæti
Kvrðpumóti
iie. vann tvo stðr-
bridgeþjððum i 16.
yrst vom Svisslend-
og siðan Sviai'.
rigri hafrti íslnn'i
fimmta sæti með 295 stig en Sviar
voru i því sæti fyrir umferðina.
Norska sveitin er efst. er nú með
348 stig eftir að hafa hlotíð 39 stig í
1« i'. umi'eií. I!:,ntr,í:rkeriööra
■' jiví þriðja
hsfnr
Vifiir mefi hjálminn gófia sem e.t.v. bjargafii lifi hans. Eins og sjá má er
hjálmurinn brotinn og sprunginn otarlega attan til. Ekki er erfltt afi geta sér
til um afleiöingarnar ef Víöir heföi veriö án hjálmsins þegar óhappiö áni sér
sfafi. DV-mynd gk
,1-,
abréfamarkaðmn:
Síðastliðin 6 ár hefur Kiwanisklúbburinn Kaldbakur afhent 7 ára börnum á Akureyri
reiðhjólahjálma og notið til þess styrks frá Sjóvá-Almennum.
Þar sem einn þessara hjálma hefur nú að öllum líkindum bjargað mannslífi,
minnum við enn og aftur á mikilvægi þess að allir í fjölskyldunni
séu með hjálm þegar hjólað er - undantekningalaust!
w gr
SJOVAlSIPaLMENNAR
Traustur þáttur í tilverunni
Debre