Morgunblaðið - 03.08.1996, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Leiðrétting á rangfærslum
um afkomuhorfur ríkissióðs
VEGNA fréttaflutnings frétta-
stofu Stöðvar 2 og greinar Sighvats
Björgvinssonar, alþingismanns, í
Alþýðublaðinu, þar sem fjailað er
um mat fjármálaráðuneytisins á
afkomuhorfum ríkissjóðs á þessu
ári í samanburði við áætlun Ríkis-
endurskoðunar, er nauðsynlegt að
koma eftirfarandi athugasemdum á
framfæri:
Inntakið í fréttaflutningi Stöðvar
2 er að Ríkisendurskoðun telji af-
komuhorfur ríkissjóðs á þessu ári
mun lakari en fjármálaráðuneytið
og gefi ríkisstjórninni því ekki háa
einkunn fyrir frammistöðuna. í
þessu sambandi er vísað til frétta-
mannafundar fjármálaráðuneytisins
fyrir nokkrum dögum þar sem ég
átti að hafa haldið hinu gagnstæða
fram. Hér er um slíkar rangfærslur
að ræða að ekki verður við unað.
Sem betur fer vill svo vel til að
auðvelt er að hrekja þessar fullyrð-
ingar með opinberum gögnum.
Fyrir rúmlega viku, eða fimmtu-
daginn 25. júlí, var haldinn frétta-
mannafundur þar sem ég, ásamt
embættismönnum fjármálaráðu-
neytisins, kynnti niðurstöðutölur um
afkomu ríkissjóðs á fyrri hluta árs-
ins og áætlun fjármálaráðuneytisins
fyrir árið í heild. Á fundinum var
lögð fram fréttatilkynning ásamt
greinargerð ráðuneytisins um málið.
I fréttatilkynningunni segir maðal
annars orðrétt:
„Að öllu samanlögðu má því bú-
ast við að halli ríkis-
sjóðs fyrir árið í heild
verði svipaður og gert
var ráð fyrir á fjárlög-
um, þegar frá eru talin
vaxtagjöld vegna sérs-
takrar innköllunar
spariskírteina (sbr.
næsta lið).“
Næsta málsgrein í
fréttatilkynningunni,
sem þama er vísað til,
er svohljóðandi, og ég
vek sérstaka athygli á
síðustu setningunni:
„Sérstök innköllun
spariskírteina. Fyrr á
þessu ári var ákveðið
að innkalla þijá stóra
flokka spariskírteina frá ámnum
1984 og 1986, en þeir bám afar
háa vexti. Heildarfjárhæð þessarar
innlausnar nam ríflega 17 milljörð-
um króna, þar af námu vaxta-
greiðslur tæplega 10 milljörðum.
Með þessari aðgerð er talið að
sparnaður í vaxtagreiðslum ríkis-
sjóðs nemi alls um 2 milljörðum
króna, sem ella hefðu komið til út-
borgunar við innlausn árið 2000.
Auk þess verður innlausn spariskír-
teina á því ári helmingi minni en
ella sem ekki ætti að raska stöð-
unni á fjármagnsmarkaði, en á því
hefði verið hætta að öðmm kosti.
Rétt er að benda á að vegna þessar-
ar innlausnar munu vaxtagreiðslur
á árinu 1996 verða um 1C nilljörð-
um króna hærri en ella
miðað við greiðslu-
grunn sem kemur fram
í auknum halia sam-
kvæmt fjárlagaupp-
gjöri."
Á fjárlögum ársins
er gert ráð fyrir 3,9
milljarða króna
rekstrarhalla á árinu
öllu. í fréttatilkynn-
ingu ráðuneytisins og
greinargerð kemur síð-
an fram að þrátt fyrir
auknar tekjur séu horf-
ur á að hallinn verði
svipaður, þegar frá em
talin 10 milljarða króna
vaxtagjöld vegna sérs-
takrar innköllunar spariskírteina,
en þau munu bætast við hallann.
Með öðrum orðum, mat íjármála-
ráðuneytisins er að halli ríkissjóðs
muni verða um 14 milljarðar króna
samkvæmt fjárlag-auppgjöri þegar
upp er staðið.
Á þetta var sérstaklega bent á
blaðamannafundinum og ekkert
dregið undan. Hins vegar var jafn-
framt tekið fram að rétt væri að
halda þessum 10 milljörðum króna
til hliðar þegar afkomuhorfur væm
bornar saman við fjárlög. Rökin
fyrir því eru að hér er um mjög
sérstaka aðgerð að ræða sem leiðir
til 2 milljarða króna sparnaðar í
vaxtagjöldum ríkissjóðs og þar með
2 milljarða króna betri afkomu þeg-
Rangfærslumar í frétta-
flutningí Stöðvar 2 eru
slíkar að ekki verður við
unað, Friðrik Sophus-
son segir auðvelt að
hrekja þær með opin-
berum gögnum.
ar upp er staðið, þ.e. árið 2000.
Þessi aðgerð er því merki um ábyrga
og trausta fjármálastjóm, en ekki
hið gagnstæða, eins og fjölmargir
hafa bent á, meðal annars Sighvat-
ur Björgvinsson í grein sinni.
I fréttatilkynningu fjármálaráðu-
neytisins (nr. 20), sem send var út
föstudaginn 26. júlí og fjallaði sér-
staklega um þessa innköllun spari-
skírteina, var enn ítrekað að þessi
aðgerð kæmi fram í auknum
greiðsluhalla ríkissjóðs á þessu ári,
en þar segir orðrétt:
„Við uppgjör þessa árs á greiðslu-
gmnni munu hins vegar allir upp-
safnaðir vextir þessara spariskír-
teina koma fram sem útgjöld, sam-
tals tæpir 10 milljarðar króna.
Rekstramppgjör ársins mun hins
vegar sýna lækkun vegna lægri
vaxta ríkissjóðs."
Af öllum framlögðum gögnum
fjármálaráðuneytisins kemur glöggt
Friðrik
Sophusson
fram það mat að halli ríkissjóðs
geti í árslok numið 14 milljörðum
króna þegar öllu er til skila haldið.
Það er einfaldlega rangt að halda
öðra fram og ber vitni um að við-
komandi, hvort sem um er að ræða
fréttamenn eða alþingismenn, hafí
ekki kynnt sér fyrirliggjandi gögn
nægilega vel.
Það er reyndar merkilegt að það
sem telja má nokkuð fréttnæmt
skuli ekki hafa hlotið athygli ann-
arra fjölmiðla en Morgunblaðsins,
en það er að í fyrsta sinn í mörg ár
er Ríkisendurskoðun bjartsýnni en
ijármálaráðuneytið um afkomuhorf-
ur ríkissjóðs. í skýrslu Ríkisendur-
skoðunar er nefnilega talið að halli
ríkissjóðs verði 11,7 milljarðar
króna, samanborið við 14 milljarða
í áætlun fjármálaráðuneytisins.
Munurinn felst í því að Ríkisendur-
skoðun telur að tekjur ríkissjóðs
verði meiri og gjöldin minni en felst
í áætlun fjármálaráðuneytisins. Orð-
rétt segir í skýrslu Ríkisendurskoð-
unar:
„Rekstrarhalli ríkissjóðs án
vaxtakostnaðar vegna innlausnar
spariskírteina frá árinu 1986 stefnir
að mati Ríkisendurskoðunar í að
verða 1,5 milljarðar króna, en það
er um 2,5 milljörðum króna minni
halli en fjárlög ársins gerðu ráð
fyrir."
Ég mun fyrstur manna fagna því
ef áætlun Ríkisendurskoðunar
gengur eftir, en því miður óttast ég
að niðurstaðan verði lakari, einkum
vegna þess að erfiðlega gengur að
hemja útgjaldavöxt á nokkrum svið-
um. Mikilvægast er að nýta tæki-
færið nú þegar betur árar til þess
að treysta afkomu ríkissjóðs og
stöðva þannig skuldasöfnun ríkisins.
Að því verki vinnur ríkisstjórnin.
Höfundur er fjármálaráðherra.
ISLENSKT MAL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
860. þáttur
EINAR Þ. Einarsson (skóla-
bróðir minn) í Reykjavík var að
velta því fyrir sér, hvemig skilja
beri „alla virka daga“, t.d. í aug-
lýsingum frá verslunum um af-
greiðslutíma. Felur þetta í sér
fimm daga vikunnar eða laugar-
daginn líka? Er hann „virkur dag-
ur“?
Fyrir sumum eru jafnvel allir
dagar virkir. Árin 1936 og 1938
kom út bókin Virkir dagar eftir
Guðmund G. Hagalín. Þótti bókin
nýstárleg og skemmtileg, enda
samtalsbók við Sæmund Sæ-
mundsson skipstjóra. Fyrir dugn-
aðarmönnum eins og honum vom
allir dagar virkir, ef í það fór.
Þetta mál er eiginlega utan lög-
sögu málfræðinnar, fremur félags-
fræðilegt. Allir vita að til skamms
tíma vom laugardagar virkir.
Stundum var unnið lengi fram
eftir, því að á morgun var hvíldar-,
dagur. Hólmfríður María Bene-
diktsdóttir (Gamla) kvað eftir lýj-
andi langdvöl á útengjum:
laugardags er komið kvöld,
kætist því minn hugur.
Svona líður sérhver öld,
og þá greip fram í stalla hennar
og bætti við lokalínunni:
6, guð minn almáttupr.
Gömlu þótti þetta ótímabær af-
skiptasemi, enda jafnan fullfær
um að ljúka hjálparlaust vísum
sínum.
Laugardagar voru sem sagt
virkir, en em það naumast lengur
eftir háttum þjóðarinnar.
Virkir dagar, eða rúmhelgir
(sbr. muninn á rúmhelgu Beggu
og Sunnudaga-Beggu í Fjallkirkj-
unni) hétu í fornu máli sýknir eða
syknir. Þá var mönnum saklaust
að vinna það sem þeir vildu, sbr.
sýkn saka, en halda skyldu þeir
hvíldardaginn heilagan eftir boði
Mósess.
Ef eitthvað var linnulaust, bæði
sýkna daga og helga, hét það
ástand sýknt og heilagt. Þetta
er svo sem enn sagt, en hefur
breyst í framburði og er því stund-
um rangt ritað.
★
Hlymrekur handan kvað:
Sat Jónmundur sterki hjá Jakanum
og Jarþrúður gamla úti á klakanum.
Sat Vilhjálmur dýri
hjá Val undir stýri,
en vinnan sat bara á hakanum.
★
Hörður Kristinsson náttúrufr.
hefur í bréfum til blaðanna mælt
gegn misnotkun orðsins flóra, og
hreint ekki að ástæðulausu. Þórir
Haraldsson menntaskólakennari
og bjamdýrafræðingur hafði áður
beðið mig að gera þetta, og þó
að Hörður hafi að nokkra tekið
af mér ómakið, fellst ég á rök
Þóris, að ekki falli tré við fyrsta
högg. Mér til hægri verka bið ég
nú það góða fólk á MbL sem kem-
ur íslensku máli til skila að
endurprenta hluta af 717. þætti
(6/11 ’93), að nokkm slitinn úr
samhengi og eilítið breyttan (von
er að Þóri blöskri þegar hér í blað-
inu var talað um „fjölskrúðuga
fuglaflóm“):
Þá er það fyrirbæri nefnt flos
í latínu sem blóm heitir á tungu
okkar. Flos er karlkyns í lat., eign-
arf. floris, fleirt. flores. Mörg orð
em samstofna því, og verður hér
látið við nema að nefna sjálfa
blómgyðju þeirra Rómverja er
Flora hét. Svo kom, að þetta orð
barst um víðan völl tungnanna og
tók að merkja jurtaríki, gróður-
ríki. Stefán kennari (skólameist-
ari) samdi gmndvaliarrit og heitir
Flóra Islands. í dansk- og ensk-
íslenskum orðabókum finn ég ekki
annað en flora þýði gróðurríki á
tilteknum stað eða tíma.
Dýraríkið hefur sumstaðar
fengið nafnið fána (fauna), og er
það að rekja til eins af guðum
Rómvetja. Sá hét Faunus. Orðið
fána heyrist sjaldan eða sést með
Islendingum. En af hveiju er ég
að þessu? Jú, ég heyrði um daginn
að það væri fjölbreytt „skemmt-
anaflóra" í Reykjavík, og ég hef
heyrt um ýmsar aðrar „flórur“ af
ólíklegasta tagi, og svo langt gekk
að maður nokkur talaði um fjöl-
breytta „dýraflóm“. Og þá fínnst
mér að ruglingur í náttúrunnar
ríki sé kominn yfir mörkin. Vafa-
laust hefur einhver heyrt nefnda
*mannaflóru.
Flóra (Flora) er kvenheiti bæði
hérlendis og erlendis, til mikilla
muna eldra með sumum útlendum
þjóðum. Gömlum konum í minni
sveit mislíkaði, þegar það var tek-
ið upp, og minnti þær á fjósverk,
enda óvanar að sjá konur á borð
við Floru MacDonald eða Floru
Robson, rétt eins og sveitungi
okkar Þorsteinn Þraslaugarson
„kenndi ekki hvað fogli“ dúfan var
í Ufsakirkju, af því að hann var
„óvanur að sjá heilagan anda“.
★
Veit ég þó, að öfund,
sú hin arga nom,
guma, grá og forn,
geði stelur.
Svo mun og verða,
meðan valdsýki
hjörtu og heimsriki
hatriselur.
(„Avarp fjallkonunnar 17. júní 195G“,
eftir Tómas Guðmundsson.)
Auk þess er það góð umbót í
fréttum, þegar sagt er vaktlækn-
ir, en eklri ómyndin „vakthafandi
læknir“.
Þá hefur Vilfríður vestan, að
hún segir að gefnu tilefni, óskað
eftir endurprentun þessarar limru-
stælingar:
Æfði Bína með negra í blaki,
þau brugðu á leik úti á þaki...
Hún ól ekki tvíbura,
hún ól ekki þríbura,
heldur eitt hvítt, eitt svart og tvö khaki.
Forsetinn
og útlönd
VIÐ íslendingar eig-
um það til að vera du-
lítið heimóttarlegir í
samskiptum okkar við
útlendinga. Þannig
emm við oft á tíðum
mjög svo uppteknir af
því hvernig öðrum
þjóðum líkar við okkur.
Við fyllumst gjaman
vanþóknun og undran
þegar við komumst að
því að útlendingar vita
lítið sem ekkert um
land og þjóð, en hríf-
umst innilega er við
rekumst á erlendan
mann sem kann ein-
hver skil á okkur. Þessi
heimóttarskapur kristallast best í
spurningunni: „How do you like Ice-
land?“, sem oft er borin upp áður
en gesturinn hefur náð áttum.
Utlendingar sem hingað koma
oftar en einu sinni em iðulega
nefndir íslandsvir.ir og em þá vin-
sælt fréttaefni fyrir það eitt að
kunna vel við sig hér á landi. Einn-
ig emm við mjög upptekin af því
hvernig löndum okkar vegnar í út-
löndum. Mörg dæmi em til um það
að listamenn hafi ekki öðlast náð
fyrir augum okkar fyrr en þeir hafa
hlotið viðurkenningu í útlöndum.
Fjölmiðlar eru iðnir við að segja frá
íslendingum sem gera það gott á
erlendri grund, enda vinsælt efni
hjá okkur naflaskoðurum.
Þessi heimóttarskapur er vafalítið
sprottinn af einangmn okkar hér
norður í Dumbshafí og þörf hins
afskipta fyrir viðurkenningu og að
vera talinn gildur í samfélagi þjóð-
anna.
í nýafstöðnum forsetakosningum
endurspeglaðist heimóttarskapurinn
á einkar afgerandi hátt. Þar kom í
ljós að hæfni í samskiptum við út-
lendinga var þyngri á metunum hjá
kjósendum sigurvegarans en það
hvernig hann stæði sig á heimavelli.
í Morgunblaðinu
laugardaginn 27. júlí
era birtar niðurstöður
skoðanakönnunar sem
Félagsvísindastofnun
Háskólans gerði fyrir
blaðið um forsetakosn-
ingarnar. Þar kemur í
ljós, að flestir stuðn-
ingsmanna nýkjörins
forseta, eða 69%, segja
að hæfni hans í sam-
skiptum við útlendinga
hafi verið mjög mikil-
væg ástæða fyrir vali
þeirra í kosningunum.
Almenn framkoma,
heiðarleiki og hæfni í
samskiptum við þjóðina
komu þar á eftir.
í ljósi þess hve útlendingar og
samskiptin við þá virðast mikilvæg
í augum íslendinga er einkennilegt
Heimóttarskapurinn,
segir Vilhelm G.
Kristinsson, endur-
speglaðist á einkar
afgerandi hátt í síðustu
forsetakosningum.
að rúm 40% þeirra skyldu í kosning-
unum velja frambjóðanda sem um
árabil kaus að taka sér stöðu í þeirri
stjómmálafylkingu sem hve hat-
rammast barðist gegn mörgum
helstu gmndvallarþáttunum í utan-
ríkisstefnu þjóðarinnar undan-
gengna áratugi, það er að segja
samstarfí Islendinga við nágranna-
og vinaþjóðir sínar um viðskipti og
varnir.
Höfundur er framkvæmdasijóri í
Reykjavík.
Kristinsson