Morgunblaðið - 03.08.1996, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 31
STOFNAÐ 1913
ÚTGÉFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
TÍMAMÓT í
SKÓLAMÁLUM
SÖGULEG tímamót urðu 1. ágúst í samskiptum ríkis og
sveitarfélaga. Þann dag tóku sveitarfélögin við rekstri
grunnskólans og 3.700 manns skiptu um vinnuveitanda. Um
er að ráeða víðtækasta verkefnaflutning, sem orðið hefur frá
ríkinu til sveitarfélaganna og er í samræmi við þá stefnu
stjórnvalda að efla sveitarstjórnarstigið. Væntanlega munu
þessi nýju umsvif verða til að ýta enn á eftir sameiningu
sveitarfélaga. Stærsti kosturinn við yfirtöku sveitarfélag-
anna á grunnskólanum er efalaust sá, að foreldrar verða í
miklu nánari tengslum við skólana en fyrr og eiga auðveld-
ara með að knýja á um nauðsynlegar umbætur hjá sveitar-
stjórnarmönnum en hjá fjarlægum embættismönnum í
Reykjavík. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga verður notaður til
að jafna mismunandi aðstöðu nemenda í stórum og litlum
sveitarfélögum.
Talsverðar deilur og átök urðu um flutning grunnskólans,
einkum vegna afstöðu kennarasamtakanna, sem óttuðust
um sinn hag í höndum 165 vinnuveitenda í stað eins áður.
Að lokum varð að fresta gildistöku laganna um eitt ár og
það var ekki fyrr en undir sl. vor að allir endar höfðu verið
hnýttir, m.a um lífeyris- og réttindamál kennara. Það tók
þrjú ár að koma málinu heilu í höfn.
Tveir menntamálaráðherrar, þeir Ólafur G. Einarsson og
Björn Bjarnason, hafa borið hitann og þungann af þessari
mikilvægu breytingu í skólamálum þjóðarinnar. Samkvæmt
lögunum um flutning grunnskólans, og samningi rík. og
Sambands ísl. sveitarfélaga þar um, verða stigin veruleg
framfaraspor í skólamálum á næstu árum. Þar má fyrst
nefna, að stefnt er að því að ljúka einsetningu strax upp
úr aldamótum. Bygging kennsluhúsnæðis vegna þessa er
talinn kosta nálægt sjö milljörðum króna. Ríkið leggur fram
fé til verkefnisins og lánasjóður sveitarfélaga, alls um 2.135
milljónir króna. Nú eru um 130 skólar einsetnir, en 70 skól-
ar ekki. Þá verður sérfræðiþjónusta aukin frá því sem nú er
og sérkennsla. Almennt eru sveitarstjórnarmenn ánægðir
með samningana við ríkið og telja sig hafa fengið góðan
heimanmund með grunnskólanum.
Að sjálfsögðu verður reikningurinn sendur skattgreiðend-
um og það gerist í því formi, að um næstu áramót verður
útsvar hækkað um 2,65 stig, en tekjuskattur á að lækka
jafnmikið á móti. Útsvar má hæst vera 11,90% frá 1. jan-
úar n.k., en hámarksútsvar má verða 11,95% árið 1998 (há-
mark er nú 9,2%).
Það er fagnaðarefni, að þessa mikla breyting, sem snert-
ir flest heimili í landinu, skuli fara fram í sátt og samlyndi
og fullvíst má telja, að hún verði til að efla grunnmenntun
barna í framtíðinni, sem er að sjálfsögðu mikilvægast af öllu.
FRAMTÍÐARLAUSN
TÖLUVERÐAR umræður hafa orðið um málefni sjúkra-
húsanna í Reykjavík og hugsanlega sameiningu þeirra
í framhaldi af tillögum stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur um
aðgerðir til þess að mæta fjárhagsvanda spítalans. I þessum
umræðum hafa allmargir þeirra, sem hafa fjallað um málið,
sagt að sameining sjúkrahúsanna væri engin lausn á aðkall-
andi fjárhagsvanda þeirra og mundi hvorki leysa þann vanda
á þessu ári né hinu næsta.
Auðvitað ekki. Hver hefur haldið slíku fram? Það liggur
í augum uppi, að sameining sjúkrahúsanna tveggja væri
hugsuð sem framtíðarlausn en ekki lausn á brýnum fjárhags-
vanda sjúkrahúsanna nú.
Rökin fyrir sameiningu sjúkrahúsanna eru einfaldlega
þau, að íslendingar eru ekki fjölmennari en svo, að hér þarf
ekki meira en einn hátæknispítala. Jafnframt hefur það ítrek-
að komið fram í umræðum um stóraukinn kostnað við heil-
brigðiskerfið, að sá kostnaður tengist ekki sízt þeirri há-
tækni, sem nú ryður sér til rúms í spítalarekstri. Það er
óþarfi og ástæðulaust, að tvö stór sjúkrahús standi í sam-
keppni um, hvort þeirra sé betur búið tæknilega séð. Það
er viðbótarkostnaður, sem þjóðin getur komizt hjá.
Hér er um að ræða, að annars vegar þarf að finna lausn
á aðkallandi fjárhagsvanda sjúkrahúsanna en hins vegar
þarf að finna skynsamlega framtíðarlausn. Það skiptir hins
vegar máli, þegar leitað er að bráðabirgðalausn, hver fram-
tíðarstefnan verður. Þess vegna er æskilegt að taka upp
umræður um sameiningu sjúkrahúsanna, eins og Ingibjörg
Pálmadóttir heilbrigðisráðherra hefur raunar réttilega bent
á. Vel má vera, að skynsamlegt sé að stíga fyrstu skref í
þá átt með nánara samstarfi, aukinni verkaskiptingu og
sameiginlegri yfirstjórn. En markmiðið þarf að liggja fyrir.
ENN EIN fiskveiðideila ís-
lands við nágrannaríki
virðist vera í uppsiglingu,
\ þetta sinn við Dan-
mörku. íslenzkt varðskip vísaði
dönskum loðnuskipum út af „gráa
svæðinu“ svokallaða norðan Kol-
beinseyjar í síðustu viku og dönsk
stjórnvöld hafa nú brugðizt við með
því að óska eftir viðræðum um hið
umdeilda svæði á mörkum fiskveiði-
lögsögu íslands og Grænlands.
Deilan við Dani um gildi Kol-
beinseyjar sem grunnlínupunkts á
rætur að rekja allt aftur til þess er
reglugerð um útfærslu landhelginn-
ar í 200 mílur var gefin út árið
1975. Þar voru Kolbeinsey, sem er
um 60 sjómílur undan Norðurlandi,
og Hvalbakur, 10 metra hátt kletta-
sker um 19 sjómílur suðaustur af
Kambanesi, tilgreind sem grunn-
línupunktar. Með því að miða mið-
línu milli íslands og Grænlands ann-
ars vegar og íslands og Færeyja
hins vegar við þessa punkta, en
ekki við strönd íslands, stækkaði
íslenzka lögsagan um u.þ.b. 9.400
ferkílómetra fyrir Norðurlandi og
um 9.000 ferkilómetra fyrir Austur-
landi. Að sama skapi var gengið á
þá lögsögu, sem Grænland og Fær-
eyjar gátu tekið sér. Er þessi lönd
færðu út lögsögu sína, mynduðust
þannig tvö umdeild eða „grá“_svæði,
sem báðir gera tilkall til. íslenzk
stjórnvöld vilja reyndar ekki kalla
svæðin grá, þar sem slíkt geti gefið
til kynna að réttarstaðan sé óljós,
líkt og á fleiri „gráum svæðum“,
til dæmis á mörkum lögsögu Rússa
og Norðmanna í Barentshafi.
Deilt um innihald óformlegs
samkomulags frá 1988
Danir, sem fara með utanríkismál
Grænlands og Færeyja, gerðu strax
fyrirvara við grunnlínur lögsögunn-
ar. Nokkrar viðræður og bréfaskipti
urðu um málið á milli danskra og
íslenzkra stjórnvalda fram eftir átt-
unda áratugnum, en lágu niðri frá
því um 1980 og fram til ársins 1988.
Hinn 26. júlí það ár var færeyskur
togari, Sjúrður Tollaksson, hins
vegar staðinn að meintum ólögleg-
um loðnuveiðum á „gráa svæðinu"
norður af Kolbeinsey. Varðskipið
Týr tók togarann- og hélt í fyrstu
með hann áleiðis til lands, en fljót-
lega var ákveðið að sleppa skipstjór-
anum með áminningu.
í framhaldi af þessu atviki ítrek-
aði utanríkisráðuneytið við dönsk
stjórnvöld hvar lögsögumörk ís-
lands lægju samkvæmt íslenzkum
lögum um efnahagslögsöguna frá
1979. Danir óskuðu hins vegar eftir
viðræðum um lögsögumörkin og gaf
Uffe Ellemann-Jensen, þáverandi
utanríkisráðherra Danmerkur, yfír-
lýsingar um að næðust ekki samn-
ingar í Kolbeinseyjardeilunni gætu
Danir þurft að vísa málinu til Al-
þjóðadómstólsins í Haag.
í september 1988 ákváðu Stein-
grírnur Hermannsson, þá- ________
verandi utanríkisráðherra
íslands, og Ellemann-
Jensen að efna til við-
ræðna embættismanna
ríkjanna um málið í nóv- “”
ember sama ár. Síðar í september
hótaði dönsk landhelgisgæzluflug-
vél íslenzkum loðnuskipum, sem
voru að veiðum á „gráa svæðinu“
fyrir Norðurlandi að þau yrðu tekin
fyrir ólöglegar veiðar, hefðu þau sig
ekki á brott, en ekki aðhöfðust
dönsk yfirvöld meira í því máli.
Á embættismannafundinum í
nóvember, sem haldinn var í Reykja-
vík, var gert óformlegt samkomiilag
í því skyni að afstýra árekstrum á
lögsögumörkunum. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins kvað
samkomulagið á um að hvort ríki
um sig myndi ekki grípa til fulln-
ustuaðgerða á „gráu svæðunum"
tveimur, þ.e. færa skip til hafnar
eða beita valdi, nema gera hinu rík-
inu viðvart áður.
Dönsk yfirvöld-hafa undanfarna
daga haldið því fram að það hafi
verið brot á samkomulaginu frá
1988 er íslenzkt varðskip vísaði
dönskum loðnuskipum af „gráa
svæðinu“ fyrir Norðurlandi í síðustu
viku. Að mati íslenzkra stjórnvalda
var hins vegar ekki gripið til neinna
fullnustuaðgerða, heldur hafi þeim
tilmælum verið beint til skipanna
að færa sig út fyrir lögsögumörkin
og þau hafi orðið við þeim tilmælum.
Danir virðast aftur á móti leggja
annan og meiri skilning í óformlega
samkomulagið frá 1988 en íslenzk
stjórnvöld. Dönsk stjórnvöld og
grænlenzka heimastjórnin halda því
fram að samkvæmt samkomulaginu
hafí bæði íslenzk skip og skip með
veiðileyfi útgefið af grænlenzku
heimastjórninni rétt til að veiða
óáreitt á „gráa svæðinu“. Þetta
kemur m.a. fram í yfirlýsingu Niels
Helveg Petersen, utanríkisráðherra
Danmerkur, sem hann sendi frá sér
í fyrradag. Dönsku loðnuskipin, sem
voru að veiðum á umdeilda svæð-
inu, voru með veiðileyfi útgefið af
Grænlendingum og veiða úr kvóta
LÖGSAGA
BYGGÐ
Á BJARGI?
Klettar sem grunnlínupunktar
Rök Dana fyrir því að gera kröfu
til „gráu svæðanna" eru ekki sízt
þau að ekki sé hægt að notast við
Kolbeinsey og Hvalbak sem grunn-
línupunkta, þar sem þetta séu
óbyggileg klettasker — og Kolbeins-
ey raunar haldið saman með stein-
steypu. Danir vísa til 121. greinar
hafréttarsamninga Sameinuðu þjóð-
anna^ sem nú er gildandi þjóðarétt-
ur. I 3. lið greinarinnar segir:
„Klettar, sem geta ekki borið
mannabyggð eða eigið efnahagslíf,
skulu ekki hafa nokkra sérefna-
hagslögsögu né landgrunn."
Islenzk stjórnvöld hafa hins vegar
vísað til 7. greinar sáttmálans, sem
fjallar um beinar grunnlínur. Þar
segir, í fyrsta lið: „Á stöðum, þar
sem strandlengjan er mjög vogskor-
in og óregluleg, eða ef strandeyja-
röð er í næsta nágrenni hennar,
Klettur í hafinu
DANIR segja Kolbeinsey vera „klett“ í skilningi hafréttarsáttmálans og ekki megi því miða lögsöguna við hana.
Ljósmynd: Landmælingar íslands/GV
Frjálsleg túlk-
un á hafrétt-
arsamningi
þeim, sem Evrópusambandið kaupir
af Grænlandi.
Tveimur samkomulögum
ruglað saman?
íslendingar taka því víðsfjarri að
áðurnefndur skilningur Dana sé
réttur og segja sérfræðingar í sjáv-
arútvegs- og utanríkisráðuneyti að
um misskilning hljóti að vera að
ræða og verið sé að rugla saman
ákvæðum tveggja samkomulaga. í
samningi íslands, Noregs og Græn-
lands um loðnuveiðar er kveðið á
um veiðirétt grænlenzkra og
norskra skipa í íslenzku lögsög-
unni. Þar segir jafnframt: „Að
fengnum tilmælum grænlenzkra
stjórnvalda getur ísland veitt fiski-
skipum af öðru þjóðerni, sem fengið
hafa grænlenzkt veiðileyfi, sömu
réttindi, enda sé gerður um það
samningur við ísland sem gildi fyrir
eina vertíð í senn.“ Þetta ákvæði
fjallar um möguleika, en
ekki skyldu, og hefur þessi
möguleiki aðeins verið
notaður í takmörkuðum
mæli hvað varðar fiskiskip
frá Færeyjum, en aldrei
varðandi skip, sem skráð eru í Dan-
mörku.
Á árunum 1992 og 1993 urðu
færeysk skip alloft uppvís að því
að reyna að veiða á hinu umdeilda
svæði fyrir austan land. Landhelg-
isgæzlan stuggaði við þessum skip-
um en færeysku skipstjórarnir virt-
ust um tíma ætla að skella skolla-
eyrum við tilmælum um að hafa sig
út úr lögsögunni. íslenzk stjórnvöld
höfðu þá samband við dönsk og
sögðust myndu grípa til aðgerða
gegn færeysku skipunum ef þau
hlýddu ekki. Eftir þetta höfðu fær-
eysku skipin sig á brott. Þorsteinn
Pálsson sjávarútvegsráðherra segist
telja að með þessu hafí Danir í raun
viðurkennt skilning íslendinga á
samkomulaginu frá 1988. „Það, sem
þeir segja nú, er gjörbreytt túlkun,
í engu samræmi við bókunina frá
1988 og í engu samræmi við það
sem þeir hafa áður viðurkennt,“ seg-
ir hann i samtali við Morgunblaðið.
íslenzk stjómvöld hafa fallizt á viðræður við Danmörku um umdeilt
hafsvæði norður af Kolbeinsey, sem bæði ísland og Grænland gera
kröfu til. Ólafur Þ. Stephensen fjallar um deilur ríkjanna um Kol-
beinsey og skyldar deilur um óbyggðar eyjar og kletta í hafínu.
má nota þá aðferð að draga beinar
grunnlínur milli viðeigandi staða
þegar grunnlínan, sem víðátta land-
helginnar er mæld frá, er dregin.“
í 3. lið greinarinnar segir jafn-
framt: „Beinar grunnlínur má ekki
draga þannig að þær víki að sýni-
legu leyti frá almennri stefnu
strandarinnar og hafsvæðin, sem
eru innan línanna, verða að vera
nægilega nátengd landsvæðinu tií
að falla undir reglurnar um inn-
sævi.“ í 5. lið segir loks: „Þar sem
beita má þeirri aðferð að draga
beinar grunnlínur samkvæmt 1. tl.
má við ákvörðun einstakra grunn-
lína hafa hliðsjón af efnahagslegum
hagsmunum sem snerta viðkomandi
svæði sérstaklega enda hafi lang-
varandi nýting leitt berlega í ljós
að þeir séu raunverulegir og mikil-
vægir.“
Af þessu má sjá að notkun Kol-
beinseyjar sem grunnlínupunkts er
kannski nokkuð fijálsleg _________
túlkun á ákvæðum haf-
réttarsamningsins hvað
það varðar að grunnlínur
skuli fylgja ströndinni og
að hafsvæðin innan þeirra
eigi að teljast til innsævis. Hins
vegar kunna efnahagslegu rökin að
vega þyngra í þessu tilviki.
Aðrir klettar og íslenzkir
hagsmunir
Þá má ekki líta framhjá því að
óbyggilegir klettar og eyjar eru
víða um heim notuð sem grunnlínu-
punktar. íslendingar geta þó ekki
vísað til slíks fordæmis án fyrir-
vara, því að ísland (eða íslenzkir
þegnar) hefur sjálft átt í deilum
við nágrannaríki vegna óbyggðra
eyja og notkunar þeirra við ákvörð-
un lögsögu. Þannig vísuðu íslend-
ingar til 121. greinarinnar er deilt
var við Norðmenn um lögsögumörk
við Jan Mayen á sjöunda áratugn-
um. Þar varð niðurstaða samninga
íslands og Noregs sú að ísland
hélt sinni 200 mílna lögsögu í átt
til Jan Mayen, í stað þess að miðað
væri við miðlínu eins og Norðmenn
kröfðust, en á móti fengu Norð-
menn fiskveiðirétt innan íslenzku
lögsögunnar.
Krafa íslands til réttinda á land-
grunninu á Hatton-Rockall-svæðinu
byggist líka meðal annars á því að
Bretar geti ekki helgað sér 200
mílna lögsögu út frá klettinum
Rockall, eins og þeir gera nú. Sá
munur er þó á Kolbeinsey og Rock-
all, að Rockall getur ekki með neinu
móti talizt grunnlínupunktur í skiln-
ingi hafréttarsamningans, enda er
hann miklu lengra frá heimalandinu
en Kolbeinsey. Sama á við um Jan
Mayen.
Ixiks snertir það hagsmuni ís-
lendinga að vafi þykir leika á rétti
Norðmanna til að nota Vonarey og
Bjarnarey í Svalbarðaeyjaklasanum
sem grunnlínupunkta. Norðmenn
miða stærð fiskverndarsvæðisins við
Svalbarða meðal annars við 200
mílur út frá þessum eyjum. Hvorug
getur þó talizt klettur; Bjarnarey
er 178 ferkílómetrar og Vonarey
47 ferkílómetrar að stærð. Norskir
fræðimenn hafa bent á að þær geti
fræðilega borið eigin efnahagslíf og
mannabyggð, samanber orðalag
121. greinar hafréttarsamningans.
Að miða við þessar eyjar skiptir
Norðmenn talsverðu máli, því að ef
það væri ekki heimilt, myndi fisk-
verndarsvæðið minnka um 30.000
ferkílómetra og Smugan og Síldar-
smugan stækka að sama skapi.
Útgerðir togaranna Björgólfs og
Óttars Birting, sem teknir voru fyr-
ir meintar ólöglegar veiðar í útjaðri
Svalbarðasvæðisins árið 1994,
byggðu málsvörn sína fyrir norskum
dómstólum meðal annars á því að
ekki væri hægt að nota Vonarey
sem grunnlínupunkt. Hæstiréttur
Noregs tók hins vegar ekki mark á
þeim röksemdum.
Hvað ef Kolbeinsey hverfur?
Kolbeinsey hefur, eins og kunn-
ugt er, verið að molna niður undan-
farnar aldir og er nú talin hætta á
að hún hverfi. Alþingi samþykkti
fyrir fjórum árum að styrkja eyna
og var í framhaldi af því steyptur
þar upp þyrlupallur og gert við
sprungur í berginu. Þrátt fyrir þær
framkvæmdir hefur enn molnað úr
eynni. Áætlað hefur verið að 2-3
milljarða króna kynni að kosta að
styrkja Kolbeinsey til frambúðar.
Það er hins vegar spurning hvort
hún væri ekki þar með orðin „tilbú-
in eyja“, en samkvæmt hafréttar-
samningnum hefur slíkt mannvirki
ekki stöðu eyjar, hefur enga eigin
landhelgi og tilvist þess „hefur ekki
áhrif á afmörkun landhelginnar,
sérefnahagslögsögunnar eða land-
grunnsins,“ svo vitnað sé i 60. grein
sáttmálans.
í sumar var skipuð nefnd þriggja
ráðuneyta og Siglingastofnunar,
sem á meðal annars að kanna haf-
réttarlega stöðu málsins, ef Kol-
beinsey hyrfi eða ef hún yrði styrkt
svo mikið að Iítil sem engin upp-
_________ runaleg klöpp sæist á yfir-
borði hennar. Nefndin á
meðal annars að skoða
hvert sé mikilvægi þess
hafsvæðis, sem Kolbeins-
ey bætir við efnahagslög-
söguna og hvað sé veijandi að kosta
miklu til svo að hún hverfi ekki.
Það sjónarmið hefur komið fram
í málinu að það myndi ekki skipta
sköpum varðandi mörk efnahags-
lögsögu íslands og Grænlands þótt
Kolbeinsey hyrfi. Guðmundur Ei-
ríksson, nýkjörinn dómari við Al-
þjóðlega hafréttardómstólinn, hefur
bent á að það hafsvæði sem gerð
sé krafa til norðan Kolbeinseyjar
sé allt innan 200 mílna frá grunnlín-
um landsins sjalfs og fleira en eyjan
styrki kröfu íslands til svæðisins.
Þar koma væntanlega einkum til
efnahagslegir hagsmunir íslendinga
og sú staðreynd að byggð er mun
meiri á norðurströnd Islands en á
austurströnd Grænlands, en þar búa
ekki nema u.þ.b. 3.500 manns.
Efnahagsleg rök í Jan
Mayen-deilu
Röksemdir á borð við þessar
komu til álita í deilu Danmerkur
Dönsk stjórn-
völd undir
þrýstingi
fyrir hönd Grænlands og Noregs
um lögsögumörkin milli Grænlands
og Jan Mayen, en Alþjóðadómstóll-
inn í Haag dæmdi í málinu fyrir
rúmum þremur árum. Danir kröfð-
ust 200 mílna lögsögu í átt til Jan
Mayen, líkt og Islendingar höfðu
áður gert. Rök Dana voru m.a. þau
að svæðið væri mikilvægt fyrir
Grænlendinga, en engin raunveru-
leg búseta væri á Jan Mayen. Þá
bentu Danir á að Norðmenn stæðu
mun sterkar efnahagslega en
Grænlendingar og ættu því hlut-
fallslega minni hagsmuna að gæta
á svæðinji.
í niðurstöðum dómsins var því
hafnað að búsetan skipti máli, m.a.
á þeirri forsendu að austurströnd
Grænlands væri að stærstum hluta*
óbyggð. Efnahagsleg rök Dana
voru ekki heldur tekin til greina.
Hins vegar féllst dómurinn á land-
fræðileg rök Dana, þ.e. að Græn-
land væri miklu stærra en Jan
Mayen og ætti því meiri rétt. Niður-
staðan varð sú að Grænland fékk
ekki fulla 200 mílna lögsögu í átt
til Jan Mayen, en Norðmenn fengu
heldur ekki þá kröfu sína uppfyllta
að miðlína yrði látin gilda. Af
65.000 ferkílómetra hafsvæði, sem
deilt var um, komu 35.000 ferkíló-
metrar í hlut Grænlands en 30.000
í hlut norsku lögsögunnar við Jan
Mayen.
Hagsmunaaðilar vilja deiluna til
Alþjóðadómstólsins
Talsmenn danskra hagsmuna-
samtaka í sjávarútvegi hafa brugð-
izt ókvæða við því að Landhelg-
isgæzlan skuli hafa stuggað við
dönsku loðnuskipunum á umdeilda
svæðinu fyrir Norðurlandi. í gær
hafði Reuíers-fréttastofan eftir
Bent Rulle, formanni Danmarks
Fiskeriforening, að Danmörk yrði
að senda varðskip á „gráa svæðið“,
héldi ísland áfram að bijóta al-
þjóðareglur. „ísland verður að leyfa
dönskum sjómönnum að halda
áfram veiðum á svæðinu þar til
málinu verður vísað, reynist það
nauðsynlegt, til Alþjóðadómstólsins
í Haag til úrskurðar,“ segir Rulle.
Danskir stjórnmálamenn hafa
enn sem komið er verið varkárir í
yfirlýsingum sínum. í tilkynningu,
sem Niels Helveg Petersen utanrík-
isráðherra gaf út í fyrradag, segir
hann einungis að Danir telji brott-
vísun loðnuskipanna óréttmæta,
þar sem jafnt grænlenzk, íslenzk
og dönsk skip með gilt veiðileyfi
eigi rétt á að veiða á „gráa svæð-
inu“, samkvæmt óformlega sam-
komulaginu frá 1988. Helveg Pet-
ersen segist þvi hafa farið fram á
að íslenzka ríkisstjórnin taki eins
fljótt og auðið er við sendinefnd frá
Danmörku til að leysa málið með
samningum, eins og vaninn sé í
samskiptum norrænu ríkjanna.
„Jafnframt munum við, til að
fyrirbyggja misskilning, framvegis
afhenda íslenzku Landhelgisgæzl-
unni yfirlit yfir dönsk skip, sem
veiða á svæðinu samkvæmt gildu
grænlenzku veiðileyfi, í samræmi
við samning Grænlands og ESB,“
segir ráðherrann. „Svo fremi að
ekki sé samið um annað, gengur
Danmörk út frá að aðilar framfylgi
lögsögu sinni á gráa svæðinu ein-*
göngu gagnvart eigin sjómönnum,
í samræmi við samkomulagið frá
1988.“
Dönsk stjórnvöld eru undir all-
nokkrum þrýstingi frá hagsmuna-
aðilum í sjávarútvegi, sem telja
viða að sér þrengt þessa dagana.
Síldarkvóti danskra báta í Norð-
ursjó hefur verið skorinn niður um
helming og einnig hafa mótmæli
umhverfisverndarsamtaka vegna
sandsílisveiða í Norðursjónum vald-
ið dönskum útgerðarfyrirtækjum
vandræðum. Dönsk nótaskip hafa
því sýnt loðnuveiðum í grænlenzkri
lögsögu mun meiri áhuga en
undanfarin ár — yfirleitt hefur
kvóti ESB í grænlenzku lögsögunni
ekki verið fullveiddur. Danskir út-
gerðar- og sjómenn telja sig því
eiga mikilla hagsmuna að gæta og
krefjast fulltingis stjórnvalda.