Morgunblaðið - 03.08.1996, Page 36

Morgunblaðið - 03.08.1996, Page 36
36 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 ALDARMINNING MORGUNBLAÐIÐ BRYNJOLFUR JÓHANNESSON Einn ástsælasti leikari þjóðarinn- ar um sína daga og reyndar fyrr og síðar, Brynjólfur Jóhannesson, hefði orðið eitt hundrað ára í dag, hefði honum enst sá jarðneski aldur til. Dauðir leikarar og lifandi Oft kveður við, að ekkert sé jafndautt og genginn leikari, ólíkt og hjá tónskáldum eða myndlistar- mönnum standi list þeirra ekki áfram til vitnis um ágæti þeirra, leiklistin, list augnabliksins lifi og deyi þá stund sem hún fæðist. Ekki er þetta þó alls kostar rétt. Minning mikil- hæfra leikhúsmanna hefur viljað lifa, jafn- vel áður en hljóðbönd og myndbönd komu þar til hjálpar. Hingað til hefur sæmilega viti bornum eða menntuð- um Bretum þótt óhæfa, hafí þeir ekki þekkt til Davids Garricks, Söruh Sidd- ons, Ellenar Terry eða nú síðast til dæmis Brynjólfur Jóhannesson Laurence Oliviers. I Frakklandi eru það nöfn leikaranna Molieres, Rac- hel, Talma og Söruh Bemhardt, sem hvert mannsbarn þekkir, í Danmörku Phister, Oluf Poulsen, Bodil Ipsen og Poul Reumert, og þannig mætti lengi telja. Vera má, að sú kynslóð sem beinir þekkingar- leit sinni að því að greina, hvernig vímaðir popptónlistarmenn flækjast á milli erlendra hljómsveita, eigi ekki orku aflögu til að muna Hann- es Hafstein eða kunna kvæðisbrot eftir Jónas Hallgrímsson, svo að nýlegt dæmi úr fjölmiðlum sé tiund- að. En vondur er sá minnisskortur, sem kann ekki að greina þá þræði, sem gert hafa þessa þjóð að skap- andi og atorkusamri menningar- þjóð. Kynslóðaskipti í íslenskri leiklist í leiklistinni var það aldamóta- kynslóðin, sem lagði grunninn, kyn- slóð þeirra Stefaníu Guðmundsdótt- ur, Guðrúnar Indriðadóttur, Krist- jáns Ó. Þorgrímssonar, Árna Eiríks- sonar, Helga Helgasonar og Jens B. Waages. í þeirri kynslóð, sem tók við af frumheijunum, var Brynj- ólfur Jóhannesson í forystusveit, sem skipuð var allmörgum og ólík- um úrvalslistamönnum. Þarna voru Arndís Björnsdóttir, Soffía Guð- laugsdóttir, Þóra Borg, Haraldur Björnsson, Valur Gíslason, Gestur Pálsson og Indriði Waage, en nokkru síðar bættust í hópinn Þor- steinn Ö. Stephensen, Alda Möller, Jón Aðils, Regína Þórðardóttir, Al- freð Andrésson, Inga Þórðardóttir, Ævar R. Kvaran og Lárus Pálsson og reyndar ýmsir fleiri ágætir leik- arar og leikstjórar. Á Akureyri til- heyrðu þessari kynslóð þeir Ágúst Kvaran og Jón Norðfjörð. Og Gunn- þórunn Halldórsdóttir og Friðfinnur Guðjónsson brúuðu bil kynslóðanna beggja syðra, en Svava Jónsdóttir nyrðra, eftir að fremsti að frumherj- inn þar, Margrét Valdimarsdóttir, var horfin af sjónarsviðinu. Iðnó og Þjóðleikhúsið Kynslóðaskiptin urðu upp úr 1920 og sá leikhópur, sem hér hef- ur verið lýst, bar uppi leikstarfsem- ina á öðrum aldarfjórðungnum hjá Leikfélagi Reykjavíkur (og reyndar hjá Fjalakettinum líka) og þetta var sá kjarni, sem Þjóðleikhúsið byggði sitt starf á, þegar það var að mót- ast fyrstu árin upp úr 1950. Þrír burðarleikarar réðust reyndar ekki á fast í leikhóp Þjóðleikhússins, Þorsteinn Ö. Stephensen, Alfreð Andrésson og Brynjólfur, þó að þeir tækju þátt í opnunarsýningun- um og nokkrum öðrum sýningum í byijun. Þeirra vettvangur var áfram í Iðnó, þegar Leikfélag Reykjavíkur gekk í endurnýjun líf- daga sinna eftir blóðtökuna 1950, og áttu þeir hvað stærstan þátt í því, að Reykjavík eignaðist tvö leik- hús á þroskastigi atvinnumennsk- unnar, einkum þó Þorsteinn og Brynjólfur, því að Alfreðs, sem var vinsælasti gamanleikari landsins, naut of skammt við, lést 1955. Mikilvægt uppbyggingarstarf Þor- steins Ö. Stephensens sem leiklist- arstjóra Ríkisútvarps- ins við það að móta leikmenningu þjóðar- innar á þeim árum, sem útvarpsleikhúsið var þar í brennidepli, tók meira og meira af tíma Þorsteins, þannig að hlutverk hans á sviðinu urðu færri en skyldi, og þó oft kallað til hans, þegar mikið lá við. En Brynjólfur var þama alla stund og varð þannig meira og meira að tákni og flaggskipi Leikfélags Reykjavíkur á þriðja aldarfjórð- ungnum. Þegar Leikfé- lag Reykjavíkur fastréð sinn fyrsta leikhóp árið 1964, var Brynjólfur nestor þess hóps og eini fulltrúi sinnar kynslóðar. Tvöfalt ævistarf Þegar tekið er svo til orða, að Brynjólfur hafi verið alla stund í Iðnó, þá er það reyndar ekki alls kostar rétt. Líkt og flestir leikarar af hans kynslóð, lifði hann tvöföldu lífi, þ.e.a.s. sinnti borgaralegum skyldustörfum á daginn og listinni á kvöldin og flestar stundir aðrar. Þegar Brynjólfur var loks fastráð- inn leikari hjá L.R. átti hann að baki fullan starfsferil sem banka- maður og kominn þar á eftirlaun - átti þijá í sjötugt. Jafnframt hafði hann skilað á leiksviðinu slíkum fjölda hlutverka, að ýmsir þeir, sem engu sinna nema leiklistinni alla ævi ná aldrei helmingi þess fjölda. Hlutverkin á sviði munu hafa nálg- ast a.m.k. 190, auk revíuhlutverka, fjölda hlutverka í stuttum leikþátt- um, tveggja hlutverka í kvikmynd- um og um 300 útvarpshlutverka. Brot af list Brynjólfs hefur og varð- veist í sjónvarpsupptökum. Skýr- ingar á þessu umfangi eru tvenns konar: Um daga Brynjólfs Jóhann- essonar var ekki völ á mörgum hæfari leikurum; í annan stað var fjölhæfni hans við brugðið. Æviferill Brynjólfur Jóhannesson var bor- inn og barnfæddur Reykvíkingur. Atvik höguðu því þó þannig, að hann hóf leikferil sinn á ísafirði, þangað fluttist hann með foreldrum sínum og þar hóf hann verslunar- störf. Reyndar var hann 1919 kom- inn suður í Islandsbanka, þar sem hann átti síðar eftir að dveljast lengi, en var tældur vestur aftur. Þá var hann áður byijaður að leika þar. Fyrsta hlutverkið var Hammer stúdent í „Nei“-inu eftir Heiberg, einu af því danska söngvasmælki, sem hér var landlægt um aldamót- in. Síðan fylgdi á annan tug hlut- verka með Leikfélagi ísafjarðar, flest í svipuðum dúr, eins og t.d. Herlöv í „Ævintýri á gönguför", en einnig hlutverk í „Skugga-Sveini" og „Vesturförunum" eftir séra Matthías Jochumsson og titilhlut- verkið í „Sherlock Holmes" 1923. Á ísafirði kynntist Brynjólfur líka konuefni sínu, þeirri mætu konu Guðnýju Helgadóttur, sem átti eftir að verða honum dyggur förunautur og hornsteinn lífshamingju hans. Guðný, sem lést háöldruð fyrir tveimur árum, var dóttir Helga Sveinssonar bankastjóra, sem var driffjöður í leikstarfseminni vestra um árabil og lék m.a. Jeppa á Pjalli fyrir aldamót svo að rómað var. Helgi var sonur séra Sveins Sölva- FYRSTA leikför íslendinga út fyrir landsteinana. Gullna hliðið til Helsinki 1948. Fremri röð frá vinstri: Haraldur Björnsson, Alda Möller, Brynjólfur, Arndís Björnsdóttir, Edda Kvaran og Anna Guðmundsdóttir. Aftari röð: Lárus Ingólfsson, Haukur Óskarsson, Gestur Pálsson, Valdemar Helga- son, Þorsteinn Ö. Stephensen, Valur Gíslason og Lárus Pálsson. GULLNA hliðið eftir Davíð Stefánsson í Þjóðleikhúsinu 1955. Jón og kerlingin með höfundi sínum sextugum. sonar, sem 1859, þegar hann var ritstjóri Norðra á Akureyri, skrifaði tímamótagrein um leikstarfsemi á íslandi, sagði hneisu að menn léku í Reykjavík, á ísafirði og á Grafar- ósi en ekki í höfuðstað Norður- lands; árið eftir hófst skriðan og síðan hefur verið leikið svo til óslit- ið á Akureyri. Árið 1924 er Brynjólfur kominn aftur suður til Reykjavíkur og þá óðar kominn upp á svið hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur. Þar lék hann svo í fimmtíu ár, yfir 170 hlutverk. Hlutverkin í Þjóðleikhúsinu urðu aðeins fjögur, þar af eitt, sem hann hafði áður leikið í Iðnó, Jón bóndi í „Gullna hliðinu“. Síðustu hlutverk- in voru Baptestin í þeirri sívinsælu „Fló á skinni" og Corbaceio, þegar „Volpone“ var leikinn öðru sinni veturinn 1973-74. Hann gegndi for- mennsku í Leikfélagi Reykjavíkur oftar en einu sinni og í formannstíð hans 1952 var í fyrsta sinn lagt til hliðar, að hans tillögu, fé til að reisa Borgarleikhús. Ymsum öðrum trún- aðarstörfum gegndi hann og fyrir stétt sína, m.a. var hann um skeið formaður Félags ísl. leikara og for- seti Bandalags íslenskra lista- manna. Brynjólfur lést 8. apríl 1975. Leikarinn Frakkar hafa tvenns konar heiti um leikara. Þeir tala um acteurs og um comédiens. Hinir fyrri sveigja persónusköpun sína að eigin persónuleika og eru ekki ósvipaðir frá hlutverki til hlutverks; geta þó verið ágætir leikarar allt um það. Þorri kvikmyndaleikara er af þessu tagi. Hinir bregða sér í allra kvik- inda líki og sveigja sinn eigin per- sónuleika að persónusköpun sinni og höfundar eins og hún þróast hveiju sinni. Sá sem hér heldur á penna hefur stundum verið að leika sér að þeirri hugmynd, hvort gera mætti þennan greinarmun á ís- lensku með því að tala um skap- shafnarleikara og skapgerðarleik- ara. Ég átti þess kost að fylgjast með list Brynjólfs Jóhannessonar um 30 ára skeið. Ekki fór á milli mála til hvors flokksins hann taldist, því eins og áður sagði var fjölhæfni hans með afbrigðum. Þar kom til athugagáfa, mannlífskunnandi, hugmyndaflug, auðvitað samfara •upprunalegri og mjög sveigjanlegri leikgáfu, sem byggðist á ósvikinni innlifun, heitu skapi, safaríkri kímni og næmu innsæi, svo og fjölbrögð- óttri tækni, sem leikarinn hafði komið sér upp í áranna rás, mér liggur við að segja af gjörhugulli yfirvegun og þjálfun. Tilsvörin, sem gátu verið náttúrulegust alls hins náttúrulegasta í tóni og talsmáta, voru ekki af sjálfkvæmni einni til- komin, heldur og afrakstur þrot- lausrar vinnu, leikarinn tuggði at- kvæðin og þrástagaðist á hljóðfall- inu, þar til það hljómaði rétt. Gervin voru annar kapítuli. Hálfri annarri stundu, ef ekki tveimur áður en sýning hófst, var Brynjólfur kominn niður í klefann sinn að „leggja maskann". Þar var hann að íklæð- ast skapgerð persónu sinnar og gervið var hið ytra hjálparmeðal til að flytja sálina með. Listin Einhvern tíma komst ég svo að orði, að Brynjólfur hefði verið verið jafnvígur á engla og djöfla. Trúlega má það nokkurn veginn til sanns vegar færa. Hann átti strengi til að lýsa fölskvalausri og óeigin- gjarnri hlýjunni hjá George í „Mús- um og mönnum" eftir Steinbeck og barnslegri heiðríkjunni í fari Nóa í samnefndu leikriti Andrés Obeys. En kannski fór hann á enn meiri kostum í djöflunum. Honum segist svo frá í endurminningum sínum, sem Ólafur Jónsson skráði, þegar hann lýsir því er hann var að búa sig undir að leika Ógautan í „Dans- inum í Hruna“ eftir Indriða Einars- son 1942. Þar segir: „Ég lék Ógaut- an í þetta skipti, sem Ágúst Kvaran lék 1925, en Indriði Waage stjórn- aði leiknum eins og áður og lék nú sjálfur séra Þorgeir. Ágúst lýsti Ógautan á sínum tíma sem slóttug- um veraldarmanni, illgjörnum og meinvísnum fursta. Ég felldi mig ekki við þennan skilning, fannst Ógautan miklu skuggalegri og há- skalegri en svo, hreint og beint yf- irnáttúrlegur þijótur - myrkrahöfð- ingi. Hann er íslenzkur Mefistófe- les. Indriði Waage féllst á þennan skilning með mér, og ég hafði veru- lega gaman af að leika Ógautan með þessu lagi.“ Á sama hátt lýsti Brynjólfur skaphörku og illsku Ja- verts í „Vesalingum" Hugos af ísk- öldu miskunnarleysi og kynþátta- fordómum senator Langdons í „Djúpt liggja rætur“ (Gow og dUsseau) af höfuðsetnu ofstæki. Á hinum vængnum voru svo spaugi- legar skopmyndir, græskulausar en óborganlegar og þurftu hlutverkin ekki alltaf að vera fyrirferðarmikil til að verða hvað minnisstæðust, þjónninn Brasset í „Frænku Char- leys“, líffæralausi karlinn í „Allra meina bót“ og grafarinn í „Ham- let“; af ótrúlega mörgu er að taka. Stundum fóru þessi skaut saman eins og í Corbaccio í „Volpone" eft- ir Ben Jonson-Stefan Zweig, sem vokir eins og hrægammur yfir aur- um annarra. Sem ungur maður lék Brynjólfur fjörkálfana og ekki rómantísku elskhugana, hann var Herlöv og ekki Ejbæk. Það hélst, þegar árin urðu fleiri, og ljóðrænar hetjur urðu aldrei hans fag. En mörgu skilaði hann, sem ekki Iá kannski beint við. Roskinn lék hann til dæmis tvö hlutverk af því tagi, sem Valur Gíslason hafði haft á valdi sínu öðrum fremur. Þarna voru auðjöfrar og landsstólpar, sem fórnað höfðu hugsjóninni fyrir stundargróða, Joe Keller í „Allir synir mínir“ eftir Arthur Miller og Gerlach í „Föngun- um í Altona“ eftir Sartre, báðir leik- irnir í leikstjórn Gísla Halldórsson- ar. Hvort tveggja reyndist einnig á valdi Brynjólfs og Joe Keller færði honum Silfurlampann, verðlaun gagnrýnenda, sem því miður lögð- ust af. Hann hafði ungur þurft að spreyta sig í skapgerðahlutverkum eldri manna en hann sjálfur var, „leika upp fyrir sig“, eins og það heitir á leikhúsmáli. Hér kom ann- ars vegar til augljós hæfni leikarans til að bregða sér í í hin ólíkustu gervi, en ekki síður þörf leikhóps- ins, þar sem flestir voru á líku reki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.