Morgunblaðið - 03.08.1996, Side 40
40 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ATVIN N U A UGL ÝSINGAR
Kennarastaða
- Suðurland
Kennara vantar í Villingaholtsskóla næsta
vetur.
Villingaholtsskóli er vel búinn og fámennur
skóli, 17 km frá Selfossi.
Umsóknarfrestur er til 10. ágúst.
Upplýsingar veita formaður skólanefndar,
Einar Haraldsson, í síma 486 5590, og skóla-
stjóri, Jónína M. Jónsdóttir, í síma 552 2911.
Félagsmáiastofnun
Rcy kj avíkurborgar
Félagsráðgjafar
Starf deildarstjóra í móttökuhópi á hverfa-
skrifstofu Félagsmálastofnunar Reykjavíkur-
borgar, hverfi 2, á Suðurlandsbraut 32, er
laus til umsóknar.
Starfsmenn móttökuhóps sinna félagsráð-
gjöf og fjárhagsaðstoð, og deildarstjóri sér
m.a. um skipulagningu og samræmingu á
þeirra störfum.
Krafist er a.m.k. þriggja ára starfsreynslu og
reynsla í stjórnun er æskileg.
Umsóknarfrestur er til 20. ágúst nk.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á hverfa-
skrifstofu FR, Suðurlandsbraut 32.
Nánari upplýsingar gefur Bjarney Kristjáns-
dóttir, forstöðumaður, í síma 535 3200.
[ifej SANDGERÐISBÆR
Grunnskólinn
í Sandgerði
Kennara vantar til starfa næsta vetur.
Meðal kennslugreina: Kennsla yngri barna,.
sérkennsla, raungreinar, tungumál
og tónmennt.
Upplýsingar veita Guðjón Þ. Kristjánsson í
símum 243 7439 og 423 7436 og Þórunn
B. Tryggvadóttir í símum 423 7439
og 423 7730.
Ritari
Embætti ríkissaksóknara óskar eftir starfs-
manni við ritvinnslu og almenn skrifstofu-
störf frá 16. september nk.
Nánari upplýsingar gefur Bjarnfríður Gunn-
arsdóttir, skrifstofustjóri, í síma 552 5250.
Ríkissaksóknari,
Hverfisgötu 6,
150 Reykjavík.
Hjúkrunarfræðingar
Heilsugæslustöðin á Bíldudal óskar eftir
hjúkrunarfræðingi strax.
Góð aðstaða og húsnæði á staðnum.
Hér er um að ræða fjölbreytt og skemmti-
legt starf í fallegu umhverfi.
Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri og fram-
kvæmdastjóri í síma 456 1110.
Villeroy&Boch
Við opnum verslun
íKringlunni
Því leitum við að sölufólki í bæði fullt starf
og hlutastarf.
Æskilegt er að viðkomandi uppfylli eftirfar-
andi skilyrði:
★ Hafi góða reynslu af verslunarstörfum.
★ Sé sjálfstæður og ábyrgðarfullur í starfi.
★ Búi yfir góðri enskukunnáttu.
★ Hafi ánægju af mannlegum samskiptum.
★ Sé eldri en 25 ára.
★ Hafi góða tölvukunnáttu.
Ef þú telur þig uppfylla ofangreind skilyrði
og ert áhugasöm/samur, þá vinsamlegast
sendu umsókn til afgreiðslu Mbl., merkta:
„V&B - 1100", fyrir 9. ágúst nk.
Hornafjörður
Bæjarverkfræðingur
Hornafjörður auglýsir starf bæjarverkfræð-
ings laust til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst.
Nánari upplýsingar gefa bæjarstjóri og
bæjarverkfræðingur í síma 478 1500.
Bæjarstjóri Hornafjarðar
Kennarar
Kennararstaða er laus við grunnskólann í
Skógum, Austur-Eyjafjallahreppi.
Kennslugreinar: Ýmsar greinar í 7.-10. bekk
eftir samkomulagi.
Ódýrt húsnæði, gott fólk, næg vinna og fal-
legt umhverfi í Skógum.
Upplýsingar gefa skólastjóri grunnskólans,
Sverrir Þórisson, sími 487 8808, formaður
skólanefndar, Aðalsteinn Sveinsson, sími
487 8878 og skólastjóri Skógaskóla, Sverrir
Magnússon, sími 487 8880.
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst.
Sölumaður
- skóverslun
Óskum eftir ábyggilegri og duglegri sölu-
manneskju í skóverslun á höfuðborgarsvæð-
inu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem
fyrst.
Leitað er eftir snyrtilegri manneskju sem
reykir ekki, getur unnið sjálfstætt, er góð
sölumanneskja og hefur áhuga á að veita
viðskiptavinum góða þjónustu.
Vinnutími er frá kl. 12-18 virka daga og laug-
ardaga frá kl. 10-14.
Áhugasamir sendi umsóknir til afgreiðslu
Mbl. fyrir 10. ágúst, merktar:
„Skóverslun - 4335“.
Leikskólar Seltjarnarness
Leikskólakennarar
Leikskólinn Sólbrekka
Leikskólakennarar, eða starfsmenn með
sambærilega menntun, óskast til starfa við
leikskólann Sólbrekku.
Leikskólakennarar, hafið samband og kynnið
ykkur starfsemina.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri
í síma 561 1961.
Einnig veitir leikskólafulltrúi upplýsingar um
störfin í síma 561 2100.
Leikskólar Seltjarnarness eru reyklausir
vinnustaðir.
Leikskólafulltrúi
„Au pair“ í Bretlandi
Okkur vantar „au pair“ til að annast tveggja
ára stúlku í 7 mánuði, frá 10. september nk.
Upplýsingar í síma 551 7321.
Sölumaður
Við erum að leita að sölumanni til að selja
„glæsivagna". Hann þarf að vera rífandi góð-
ur sölumaður og tungulipur (þ.e. að tala
góða íslensku, ensku og helst feiri tungu-
mál), þægilegur í umgengni, snyrtilegur, já-
kvæður og hann þarf að geta byrjað strax
(helst í gær).
Ef þú telur þig uppfylla þessi skilyrði, þá vin-
samlegast skilaðu inn umsókn á afgreiðslu
Mbl., merkta: „Glæsivagnar - 18118“, fyrir
8. ágúst.
Hófœkni til framfara
Tæknival
^^HHafnarfirói
Tceknival hf. er 13 ára gamalt framsœkið tölvu-
fyrirtceki með u.þ.b. 150 starfsmenn. Fyrirtœkið
býður viðskiptavinum sínum heildarlausnir í
iðnaði, sjávarútvegi og verslunarrekstri. Enn
eykur Tceknival hf. umsvifin með opnun nýrrar
verslunar í Hafnarfirði.
SOLUFULLTRUI I
HAFNARFIRÐI
SÖLUFULLTRÚI óskast til starfa hjá
Tæknivali-Hafnarfirði, sem er ný og
glæsileg verslun við Reykjavíkurveg.
STARFIÐ felst í móttöku viðskiptavina,
ráðgjöf við val á tölvum og tölvubúnaði,
frágangi sölu auk alhliða þjónustu í
verslun.
HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur
séu með stúdentspróf og haldbæra reynslu
og þekkingu á notkun PC-tölva. Áhersla
er lögð á snyrtimennsku, þægilega
framkomu auk dugnaðar og eljusemi í
starfi. Kostur er ef reynsla af sambærilegri
sölumennsku er fyrir hendi.
í BOÐI ER áhugavert starf hjá öflugu og
framsæknu fyrirtæki með góðan liðsanda.
Vinsamlega athugið að fyrirspurnum
varðandi ofangreint starf verður eingöngu
svarað hjá STRÁ Starfsráðningum ehf.
Umsóknum skal skilað eigi síðar en 12.
ágúst n.k. Ráðning verður sem fyrst
Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á
skrifstofunni sem opin er frá kl.10-16, en
viðtalstímar eru frá kl.10-13.
A
ST
Starfsrádningar ehf
Mörklnni 3-108 Reykjavík
Sími: 588 3031 -Fax: 588 3044
Cuíný Harbardóttir