Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 41
ATVINNU/'J A: YSINGAR
Rafeindavirki
Nemi í rafeindavirkjun óskast á verkstæði
í Keflavík. Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar í símum 421 4566, 426 7800
og 894 4557.
Danmörk
Óskum eftir fólki til að starfa í bakaríi,
70 km frá Kaupmannahöfn.
Ýmis störf koma til greina. Má ekki reykja.
Upplýsingar í síma 568 5982.
Vel menntuð
Hörkudugleg og vel menntuð kona óskar
eftir starfi hjá góðu fyrirtæki.
Reykir ekki, er reglusöm og getur byrjað
strax.
Svör sendist til afgreiðslu Mbl., merkt
„Starfsandi", fyrir 15. ágúst nk.
Kennarar
Lausar stöður við grunnskólana
á Akranesi
Brekkubæjarskóli. Grunnskólakennara vant-
ar til starfa næsta skólaár. Æskilegar
kennslugreinar: Almenn bekkjarkennsla og
íþróttakennsla (11/2 stöðugildi).
Upplýsingár veita Ingi Steinar Gunnlaugs-
son, skólastjóri, vs. 431 1938, hs. 431 1193,
Ingvar Ingvarsson, aðstoðarskólastjóri,
vs. 431 1938, hs. 431 3090.
Grundaskóli. Grunnskólakennara vantar til
starfa næsta skólaár. Æskilegar kennslu-
greinar: Almenn bekkjarkennsla, tónlistar-
kennsla og smíðakennsla (2 stöðugildi).
Upplýsingar veita Guðbjartur Hannesson, vs.
431 2811, hs. 431 2723 og Ólína Jónsdóttir,
aðstoðarskólastjóri, vs. 431 2811,
hs. 431 1408.
Laun skv. kjarasamningum HÍK og KÍ.
Umsóknarfrestur er til 12. ágúst nk.
Nánari upplýsingar eru einnig veittar hjá
skólafulltrúa í síma 431 1211.
Skólafulltrúi Akraness.
Starf
byggingafulltrúa/
húsnæðisfulltrúa
Húsavíkurkaupstaður auglýsir eftir bygginga-
fulltrúa/húsnæðisfulltrúa. Um er að ræða
100% starf, sem skiptist jafnt milli ofan-
greindra sviða.
Um menntun og starfssvið byggingafulltrúa
vísast til 4. kafla byggingalaga nr. 54/1978
og byggingareglugerðar kafla 2.5.
Húsnæðisfulltrúi er starfsmaður húsnæðis-
nefndar og vinnur að verkefnum, sem skil-
greind eru í 45. gr. 1. nr. 97/1993 um
Húsnæðisstofnun ríkisins.
Önnur verkefni verða skilgreind í erindisbréfi.
Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi
Launanefndar sveitarfélaga og Stéttarfélags
tæknifræðinga.
Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 1996.
Umsóknir skulu berast bæjarstjóranum á
Húsavík, sem veitir nánari upplýsingar.
Bæjarstjórinn á Húsavík.
Leikskólastjórastarf
Breiðdalshreppur auglýsir eftir leikskóla-
stjóra við leikskólann á Breiðdalsvík.
Áhugavert starf fyrir þá, sem vilja taka þátt
í að byggja upp starf skólans í nýju húsnæði.
Umsóknarfrestur er til 9. ágúst nk.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma
475 6660 eða 475 6716.
Sveitarstjóri Breíðdalshrepps.
Handmennta-
kennarar
Er enginn á lausu?
Okkur bráðvantar einn slíkan að Kirkjubæjar-
skóla á Síðu næsta skólaár.
Upplýsingar veitir skólastjóri, Hanna Hjartar-
dóttir, í símum 487 4635 og 487 4620.
Bókhald/sölumaður
Ört vaxandi fyrirtæki í matvælaiðnaði óskar
eftir starfsfólki. Um er að ræða hálfa stöðu í
bókhaldi og hálfa til fulla stöðu í sölumennsku.
Umsóknir sendist afgr. Mbl. merktar „M-813“
ásamt uppl. um viðkomandi og launakröfur.
Starfskraftur
óskast til sölustarfa á leikföngum
og gjafavörum.
Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir
9. ágúst, merktar: „Með bílpróf - 4028“.
Frá
Gagnfræðaskólanum
á Sauðárkróki
Kennara vantar nk. skólaár.
Almenn kennsla, myndmennt og sérkennsla.
Umsóknarfrestur er til 10. ágúst.
Upplýsingargefa Björn Sigurbjörnsson, skóla-
stjóri, hs. 453 6622, vs. 453 5382 og Óskar
Björnsson, atstoðarskólastjóri hs. 453 5745,
vs. 453 5385.
Frá
Þelamerkurskóla
Grunnskólakennara vantar að Þelamerkur-
skóla í Hörgárdal næsta skólaár.
Meðal kennslugreiria eru:
Enska, danska, heimilisfræði, hannyrðir
og byrjendakennsla.
Þelamerkurskóli er í um 10 km fjarlægð frá
Akureyri. Nemendafjöldi er u.þ.b. 100, allir
í heimanakstri. Flestir kennarar búa á staðn-
um. Skólinn er mjög vel búinn kennslugögn-
um og aðstaða öll hin besta, m.a. ný og
giæsileg íþróttaaðstaða.
Við leitum að áhugasömu fólki, sem hentar
vel að búa í fámennu samfélagi.
Upplýsingar gefur Karl Erlendsson, skóla-
stjóri, í síma 462 6555 eða 462 1772.
Sunnudag kl. 20.00 Hjálpraeðis-
samkoma.
Majór Elsabet Daníelsdóttir talar.
Allir hjartanlega velkomnir.
FERÐAFÉLAC
® ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Dagsferðir
Ferðafélagsins
Sunnudagur 4. ágúst:
1) Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð
kr. 2.700.
2) Kl. 13.00 Djúpavatn - Spá-
konuvatn - Grænavatn. Ekið um
Móhálsadal að Laekjarvöllum og
gengið þaðan. Verð kr. 1.200.
Mánudagur 5. ágúst:
1) Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð
kr. 2.700.
2) Kl. 10.30 Móskarðshnúkar
(austan Esju). Verð kr. 1.000.
3) Kl. 13.00 Haukafjöll - Tölla-
foss (Leirvogsá). Verð kr. 1.000.
Miðvikudagur 7. ágúst:
Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð.
Kl. 20.00 Kvöldganga út i óviss-
una. Verð kr. 800.
Brottför frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin og Mörkinni 6.
Ferðafélag íslands.
Aðalstöðvar KFUM
og KFUK, Holtavegi 28
Samkoma fellur niður vegna
Saeludaga í Vatnaskógi.
Dalvegi 24, Kópavogi
Almennar samkomur falla niður
í ágúst. Bænastundir verða á
þriðjudagskvöldum kl. 20.30 í
umsjón Sigrúnar og Ragnars.
Sumarmót verður haldið 23.-25.
ágúst að Varmalandi í Borgar-
firði. Allir velkomnir.
Upplýsingar í síma 554 0086.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund sunnudagskvöld
kl. 20.00.
famhjólp
Dagskrá Samhjálpar um
verslunarmannahelgina:
f dag, laugardaginn 3. ágúst:
Opiö hús í Þríbúðum kl. 14-17.
Lítið inn og rabbið um daginn
og veginn. Dorkas-konur sjá um
kaffið og meðlætið. Gunnbjörg
Óladóttir leiðir almennan söng.
Takið með ykkur gesti. Allir vel-
komnir meðan húsrúm leyfir.
Sunnudagur 4. ágúst:
Almenn samkoma í Þríbúðum
kl. 16.00. Gunnbjörg Óladóttir
leiðir almennan söng. Samhjálp-
arvinir gefa vitnisburði. Barna-
gæsla. Ræðumaður Óli Ágústs-
son. Kaffi að lokinni samkomu.
Allir þeir, sem ekki ætla í ferða-
lag, eru velkomnir í Þríbúðir um
verslunarmannahelgina.
Samhjálp.
Orð lífsins,
Grensásvegi8
Samkoma á morgun kl. 11.
Ásmundur Magnússon prédikar.
„Fyrstu skrefin" (trú) sunnudags-
kvöld kl. 20.00.
Lækningasamkoma á miðviku-
dag kl. 20.
Jódís Konráðsdóttir prédikar.
Bóksala alla virka daga frá
kl. 14-16 og eftir samkomur.
Allir hjartanlega velkomnir!
Rauðarárstíg 26, Reykjavík,
sfmar 561 6400,897 4608
Guðsþjónusta sunnudag kl. 20
og fimmtudag kl. 20. Altaris-
ganga öll sunnudagskvöld.
Prestur: Sr. Guðmundur Örn
Ragnarsson.
Þingvellir - þjóðgarður
Föstudagur 2. ágúst
Kl. 21.00 Kvöldrölt.
Gönguferð um Spöngina og
næsta nágrenni Þingvallabæjar.
Farið frá Peningagjá.
Lýkur í kirkju. Tekur 1V4 klst.
Laugardagur 3. ágúst
Kl. 13.00 Barnastund
í Hvannagjá.
Leikum, litum og skoðum náttúr-
una.
Kl. 13.30 Á slóðir Hraunfólksins
í fylgd Helgu K. Einarsdóttur,
landvarðar.
Fariðfrá Þingvallakirkju og geng-
ið í Skógarkot, eyðibýli í Þing-
vallahrauni. Mælst er til þess að
menn taki með sér nesti.
Ferðin tekur 2'h - 3Vi klst.
Kl. 16.00 Þinghelgarganga.
Gengiö um hinn forna þingstað
og hugað að minjum og sögu.
Hefst við kirkju og tekur um
1 'h klst.
Kl. 21.00 Kvöldrölt.
Gönguferð um Spöngina og
næsta nágrenni Þingvallabæjar.
Farið frá Flosagjá. Lýkur í kirkju.
Tekur 1V4 klst.
Sunnudagur 4. ágúst
Kl. 11.00 Helgistund fyrir börn
við Þingvallakirkju.
Kl. 13.30 Gönguferð i Hrauntún.
Róleg og auðveld gönguferð að
hinu gamla eyðibýii norðan til í
Þingvallahrauni. Einungis um 20
mín. gangur hvora leið. Hefst á
bílastæði við Sleðaás fyrir ofan
Bolabás.
Kl. 14.00 Guðsþjónusta
f Þingvallakirkju.
Kl. 15.05 Þinghelgarganga.
Rölt um hinn forna þingstað.
Farið frá kirkju eftir messu.
Tekur 1V4 klst.
Kl. 21.00 Kvöldrölt.
Gönguferð um Spöngina og
næsta nágrenni Þingvallabæjar.
Farið frá Flosagjá, endar í kirkju.
Tekur 1V4 klst.
Mánudagur 5. ágúst
Kl. 13.30 Lambhagi-Vatnskot.
Létt gönguferð með vatnsbakka
Þingvallavatns. Hugað að lífríki,
gróðri og búsetu við vatnið að
fornu og nýju. Hefst á bílastæði
við Lambhaga. Tekur um 3 klst.
Kl. 14.00 Skógarkot.
Gönguferð í eyðibýlið Skógarkot
í Þingvallahrauni. Hefst við þjón-
ustumiöstöö og tekur um 3 klst.