Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 4^ FRÉTTIR Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum Göngu- ferðir um helgina SKIPULAGÐAR gönguferðir verða í þjóðgarðinum í Jökulsár- gljúfrum um verslunarmannahelg- ina. Á laugardag verður barnastund klukkan 11 bæði í Ásbyrgi og Vesturdal. Þar verður farið í leiki, sagðar sögur og hugað að náttúr- unni. Klukkan 13 verður gönguferð í Vesturdal þar sem gengið verður á Rauðhól og í gegnum Hljóða- kletta. Klukkan 14 verður gengið inn með barmi Ásbyrgis, rætt um myndun Ásbyrgis og rifjaðar upp þjóðsögur sem tengjast staðnum. Klukkan 17 verður rölt á Kastal- ann í Vesturdal og hugað að gróðri og jarðsögu og kl. 20 verður rölt í botni Ásbyrgis og spjallað um gróðurfar, sögu og landmótun. Á sunnudag verður barnastund klukkan 11, bæði í Ásbyrgi og Vesturdal. Klukkan 11 verður gengið með Gljúfrunum upp í Kvíar og til baka yfir heiðina og með barmi Ásbyrgis. Þetta er 6-7 klukkutíma löng ganga. Klukkan 20 verður rölt á Eyjuna í Ásbyrgi og á sama tíma verður rölt á Eyj- una í Vesturdal. Á mánudag klukkan 20 verður kvöldrölt í botni Ásbyrgis. Þátt- taka í gönguferðunum er öllum heimil og án endurgjalds. Fyrirlestur um þorskveiðar ÞRIÐJUDAGINN 6. ágúst kl. 15.00 heldur Dr. Rögnvaldur Hannesson erindi um þorskveiðar og efnahagslega velmegun við Norður -Atlantshaf. Um þessar mundir er að koma út hjá Fishing News Books bók eftir Dr. Rögnvald undir heitinu: „Fisheries Mismanagement. The Case of the North Atlantic Cod“. Dr. Rögnvaldur mun í fyrirlestrin- um reifa efni og niðurstöður bókar sinnar. Rögnvaldur er fæddur og upp- alinn á íslandi. Hann stundaði háskólanám í Svíþjóð og Kanada. Lauk doktorsprófi í hagfræði frá háskólanum í Lundi 1974. Hefur verið búsettur í Noregi síðan 1975. Prófessor í fiskihagfræði við Verslunarháskóla Noregs síðan 1983. Er höfundur tveggja kennslubóka í fiskihagfræði auk fyrrnefndrar bókar um óstjórn fiskveiða við norður Atlantshaf. Auk þess liggur eftir Rögnvald fjöldi fræðigreina í tímaritum. Rögnvaldur hefur starfað að ýms- um skammtímaverkefnum fyrir Alþjóðabankann og Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Lögbergi í boði Viðskipta- og hagfræðideildar. Opið bréf til neytenda VEGNA blaðamannafundar Neyt- endasamtakanna þann 1. ágúst, þar sem staðhæft var að Rolf Jo- hansen & Company hefði selt E1 Marino kaffi sem var komið fram yfir síðasta söludag, viljum við undirritaðir kaupmenn staðfesta með undirritun okkar að Rolf Jo- hansen & Company hefur ávallt viðhaft óaðfinnanlega verslunar- hætti í hvívetna. Fyrirtæki þau sem undirritaðir eru í forsvari fyr- ir hafa aldrei tekið á móti vöru frá Rolf Johansen & Company sem komin var framyfír leyfilegan söludag. F.h. Hagkaupsverslana, Örn Kjartansson. F.h. Bónusverslana, Jóhannes Jónsson. F.h. Nóatúns- verslana, Einar Jónsson. F.h. Baugs, Þórður Þórisson. F.h. Kaupfélags Árnesinga, Þorsteinn Pálsson. F.h. Kaupfélags V. Hún- vetninga, Einar Sigurðsson. F.h. Fjarðarkaups, Sveinn Sigurbergs- son. F.h. 10-11 verslana, Eiríkur Sigurðsson. F.h. KEA og Sam- lands, Hannes Karlsson. Kristjanaog Vignir á Sólon JASSKVÖLD verður á veitinga- húsinu Sólon Islandus nk. þriðju- dagskvöld. Þá munu þau Kristjana Stefánsdóttir söngkona og Vignir Þór Stefánsson píanóleikari flytja þekkta standarda fyrir gesti og gangandi. Þau hefja söng og leik upp úr klukkan 22:00. Aðgangur er ókeypis. Kvöldvaka í Hafnarfjarðar- kirkju SÍÐASTA kvöldvaka sumarsins í safnaðarheimili Hafnarfjarðar- kirku verður þriðjudagskvöldið 6. ágúst kl. 20. Efni kvöldvökunnar verður um- fjöllun um nýtrúarbrögðin svoköll- uðu, þau trúarbrögð og trúará- herslur sem eru að mótast í dag á Vesturlöndum. Sr. Þórhallur Heimisson kynnir efni kvöldsins og stórnar umræðum yfir kaffi- bolla. Allir eru hjartanlega vel- komnir. LEIÐRÉTT Eimskip Í FRÉTT um afkomu Eimskips í Morgunblaðinu í gær áttu sér stað þau meinlegu mistök að talað var um aukin umsvif í Litháen í milli- fyrirsögn. Hið rétta er að umsvif fyrirtækisins í Lettlandi hafa auk- ist, eins og fram kom síðar í frétt- inni. Er beðist velvirðingar á þess- um mistökum. RAO/AUGl YSINGAR Veiðleyfi - Langá á Mýrum Vegna forfalla erlendra veiðimanna eru lausar stangir á mið og efri svæði Langá 6.-11. ágúst. Á fjórða hundrað laxar hafa gengið um sveðjustigann fram á Grenjadal - FLuguveiði. Upplýsingar ísímum 437 1704 og 85 36443. Samgönguráðuneytið efnir til samkeppni um fyrir ferðaþjónustuna ■n 11111^——ii Slagorðið á að skapa ímynd sem höfðar til útlendinga og gefur íslandi sérstöðu á ferðaþjónustumarkaðnum. Notkun Slagorðið verður notað fyrir eríendan markað og verður öllum sem kynna ísland heimilt að nota það, að uppfylltum ákveðnum notkunarreglum um slagorðið. ■ I I 11111 ■■■——/ Dómnefndina skipa einn fulltrúi frá SÍA, einn fulltrúi frá samgönguráðuneytinu og einn fulltrúi frá erlendri auglýsingastofu. Trúnaðarmaður dómnefndar er Jósef H. Þorgeirsson, lögfræðingur í samgönguráðuneytinu. Vorölaun Ferð til Evrópu með flugi Flugleiða fyrir tvo og gisting í 3 nætur á Scandic hóteli eða helgarferð til íslands (Long Woekond in lceland) fyrirtvo með flugi Flugleiða. Þátttökuskilyrði Öllum er heimil þátttaka. Tillögum skal skilað á ensku. Þýðingar af ensku yfir á fleiri tungumál mega fylgja með, svo og hugmynd að merki (logo). Skil Tillögum skal skilað til samgönguráðuneytisins Hafnarhúsinu, Tryggvagötu, merktar Jósefi H. Þorgeirssyni. Tillögur þurfa að hafa borist samgöngu- ráðuneytinu í síðasta lagi 10. september 1996. Auglýsing um deiliskipulag ílandi Galtarholts 3, Borgarhreppi, Mýrasýslu Samkvæmt ákvæðum í gr. 4.4 í skipulags- reglugerð nr. 318/1985 með breytingum I. júlí 1992 er hér með lýst eftir athugasemd- um við tillögu að breyttu deiliskipulagi í landi Galtarholts 3, Borgarhreppi, Mýrasýslu. Tillagan nær til sumarhúsabyggðar ásamt hjólhýsa- og tjaldsvæði í landi jarðarinnar. Eftirtaldar lóðir hafa breyst: Byggðarholt 2, II, 12 og 13, Dvergholt 21, 23 og 25, Ein- holt 1, Lágholt 2a og Mýrarholt 14, 15, 16, 25, 25a, 26 og 27. Tillagan liggur frammi á skrifstofu Borgar- hrepps, Valbjarnarvöllum, og hjá Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166, Reykjavík, frá 5. ágúst til 5. september nk. á venjulegum skrifstofutíma. Athugasemdum skal skila á skrifstofu Borg- arhrepps fyrir 10. september nk. og skulu þær vera skriflegar. Oddviti Borgarhrepps. Skipulag ríkisins. Auglýsing um verkleg próf í endurskoðun Með vísan til reglugerðar nr. 403/1989 verða verkleg próf til löggildingar til endurskoðun- arstarfa haldin í nóvember 1996 sem hér segir: Verkefni í endurskoðun þriðjud. 19. nóv. Verkefni í reikningsfræðum föstud. 22. nóv. Verkefni ígerð reikningsskila mánd. 25. nóv. Verkefni í skattskilum fimmtud. 28. nóv. Prófin verða haldin í Borgartúni 6, Reykjavík, og hefjast kl. 9 hvern prófdag. Væntanlegir prófmenn skulu fyrir 5. septem- ber nk., tilkynna prófnefnd hvaða prófraunir þeir hyggjast þreyta. Tilkynningar sendist formanni prófnefndar, Sveini Jónssyni, Lind- arbraut 47, 170 Seltjarnarnesi. Tilkynningu skulu fylgja skilríki um að full- nægt sé skilyrðum í .2. gr. laga nr. 67/1976 um löggilta endurskoðendur, með síðari breytingum. Prófnefndin mun boða til fundar með próf- mönnum í október nk. Reykjavík, 1. ágúst 1996. Prófnefnd löggiltra endurskoðenda. ATVÍNNUHÚSNÆÐI Skrifstofuhúsnæði Til leigu skrifstofuhúsnæði á 2. hæð við Grensásveg, 40-80 fm. Leigist í einu eða tvennu lagi Upplýsingar í síma 553 6164. Skrifstofuhúsnæði Til leigu um 100 fm skrifstofuhúsnæði í hjarta Reykjavíkur. Upplýsingar í síma 565 8262. Skrifstofuhúsnæði Til leigu 150-200 fermetra gott skrifstofu- húsnæði í miðbæ Reykjavíkur, nærri gömlu höfninni. Nýuppgert parket á gólfum. Ný- tískulegar, fullbúnar innréttingar gætu fylgt. Laus strax. Góð geymsla fylgir. Upplýsingar á skrifstofutíma í síma 525 7301. Húsnseði óskast Þriggja manna fjölskyldu utan af landi bráð- vantar 4ra herb. íbúð, sérhæð, raðhús eða einbýli á stór-Reykjavíkursvæðinu. Öruggum greiðslu heitið. Upplýsingar í símum 482 1515 og 896 5970. íbúð óskast til leigu Blaðamann á Morgunblaðinu vantar 2ja-3ja herbergja íbúð til leigu, gjarnan í Vesturbænum. Upplýsingar í síma 562 1902. íþróttakennarar Aðalfundur íþróttakennarafélags íslands verð- ur haldinn í íþróttahúsi íþróttakennaraskóla íslands að Laugarvatni 21. ágúst nk. kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.