Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 4^
FRÉTTIR
Þjóðgarðurinn í
Jökulsárgljúfrum
Göngu-
ferðir um
helgina
SKIPULAGÐAR gönguferðir
verða í þjóðgarðinum í Jökulsár-
gljúfrum um verslunarmannahelg-
ina.
Á laugardag verður barnastund
klukkan 11 bæði í Ásbyrgi og
Vesturdal. Þar verður farið í leiki,
sagðar sögur og hugað að náttúr-
unni.
Klukkan 13 verður gönguferð í
Vesturdal þar sem gengið verður
á Rauðhól og í gegnum Hljóða-
kletta. Klukkan 14 verður gengið
inn með barmi Ásbyrgis, rætt um
myndun Ásbyrgis og rifjaðar upp
þjóðsögur sem tengjast staðnum.
Klukkan 17 verður rölt á Kastal-
ann í Vesturdal og hugað að gróðri
og jarðsögu og kl. 20 verður rölt
í botni Ásbyrgis og spjallað um
gróðurfar, sögu og landmótun.
Á sunnudag verður barnastund
klukkan 11, bæði í Ásbyrgi og
Vesturdal. Klukkan 11 verður
gengið með Gljúfrunum upp í
Kvíar og til baka yfir heiðina og
með barmi Ásbyrgis. Þetta er 6-7
klukkutíma löng ganga. Klukkan
20 verður rölt á Eyjuna í Ásbyrgi
og á sama tíma verður rölt á Eyj-
una í Vesturdal.
Á mánudag klukkan 20 verður
kvöldrölt í botni Ásbyrgis. Þátt-
taka í gönguferðunum er öllum
heimil og án endurgjalds.
Fyrirlestur um
þorskveiðar
ÞRIÐJUDAGINN 6. ágúst kl.
15.00 heldur Dr. Rögnvaldur
Hannesson erindi um þorskveiðar
og efnahagslega velmegun við
Norður -Atlantshaf.
Um þessar mundir er að koma
út hjá Fishing News Books bók
eftir Dr. Rögnvald undir heitinu:
„Fisheries Mismanagement. The
Case of the North Atlantic Cod“.
Dr. Rögnvaldur mun í fyrirlestrin-
um reifa efni og niðurstöður bókar
sinnar.
Rögnvaldur er fæddur og upp-
alinn á íslandi. Hann stundaði
háskólanám í Svíþjóð og Kanada.
Lauk doktorsprófi í hagfræði frá
háskólanum í Lundi 1974. Hefur
verið búsettur í Noregi síðan 1975.
Prófessor í fiskihagfræði við
Verslunarháskóla Noregs síðan
1983. Er höfundur tveggja
kennslubóka í fiskihagfræði auk
fyrrnefndrar bókar um óstjórn
fiskveiða við norður Atlantshaf.
Auk þess liggur eftir Rögnvald
fjöldi fræðigreina í tímaritum.
Rögnvaldur hefur starfað að ýms-
um skammtímaverkefnum fyrir
Alþjóðabankann og Matvæla- og
landbúnaðarstofnun Sameinuðu
þjóðanna.
Fyrirlesturinn verður í stofu 101
í Lögbergi í boði Viðskipta- og
hagfræðideildar.
Opið bréf til
neytenda
VEGNA blaðamannafundar Neyt-
endasamtakanna þann 1. ágúst,
þar sem staðhæft var að Rolf Jo-
hansen & Company hefði selt E1
Marino kaffi sem var komið fram
yfir síðasta söludag, viljum við
undirritaðir kaupmenn staðfesta
með undirritun okkar að Rolf Jo-
hansen & Company hefur ávallt
viðhaft óaðfinnanlega verslunar-
hætti í hvívetna. Fyrirtæki þau
sem undirritaðir eru í forsvari fyr-
ir hafa aldrei tekið á móti vöru frá
Rolf Johansen & Company sem
komin var framyfír leyfilegan
söludag.
F.h. Hagkaupsverslana, Örn
Kjartansson. F.h. Bónusverslana,
Jóhannes Jónsson. F.h. Nóatúns-
verslana, Einar Jónsson. F.h.
Baugs, Þórður Þórisson. F.h.
Kaupfélags Árnesinga, Þorsteinn
Pálsson. F.h. Kaupfélags V. Hún-
vetninga, Einar Sigurðsson. F.h.
Fjarðarkaups, Sveinn Sigurbergs-
son. F.h. 10-11 verslana, Eiríkur
Sigurðsson. F.h. KEA og Sam-
lands, Hannes Karlsson.
Kristjanaog
Vignir á Sólon
JASSKVÖLD verður á veitinga-
húsinu Sólon Islandus nk. þriðju-
dagskvöld. Þá munu þau Kristjana
Stefánsdóttir söngkona og Vignir
Þór Stefánsson píanóleikari flytja
þekkta standarda fyrir gesti og
gangandi. Þau hefja söng og leik
upp úr klukkan 22:00. Aðgangur
er ókeypis.
Kvöldvaka í
Hafnarfjarðar-
kirkju
SÍÐASTA kvöldvaka sumarsins í
safnaðarheimili Hafnarfjarðar-
kirku verður þriðjudagskvöldið 6.
ágúst kl. 20.
Efni kvöldvökunnar verður um-
fjöllun um nýtrúarbrögðin svoköll-
uðu, þau trúarbrögð og trúará-
herslur sem eru að mótast í dag
á Vesturlöndum. Sr. Þórhallur
Heimisson kynnir efni kvöldsins
og stórnar umræðum yfir kaffi-
bolla. Allir eru hjartanlega vel-
komnir.
LEIÐRÉTT
Eimskip
Í FRÉTT um afkomu Eimskips í
Morgunblaðinu í gær áttu sér stað
þau meinlegu mistök að talað var
um aukin umsvif í Litháen í milli-
fyrirsögn. Hið rétta er að umsvif
fyrirtækisins í Lettlandi hafa auk-
ist, eins og fram kom síðar í frétt-
inni. Er beðist velvirðingar á þess-
um mistökum.
RAO/AUGl YSINGAR
Veiðleyfi
- Langá á Mýrum
Vegna forfalla erlendra veiðimanna eru
lausar stangir á mið og efri svæði Langá
6.-11. ágúst. Á fjórða hundrað laxar hafa
gengið um sveðjustigann fram á Grenjadal
- FLuguveiði.
Upplýsingar ísímum 437 1704 og 85 36443.
Samgönguráðuneytið
efnir til samkeppni um
fyrir ferðaþjónustuna
■n 11111^——ii
Slagorðið á að skapa ímynd sem höfðar til
útlendinga og gefur íslandi sérstöðu á
ferðaþjónustumarkaðnum.
Notkun
Slagorðið verður notað fyrir eríendan markað og
verður öllum sem kynna ísland heimilt að nota
það, að uppfylltum ákveðnum notkunarreglum
um slagorðið.
■ I I 11111 ■■■——/
Dómnefndina skipa einn fulltrúi frá SÍA, einn
fulltrúi frá samgönguráðuneytinu og einn fulltrúi
frá erlendri auglýsingastofu. Trúnaðarmaður
dómnefndar er Jósef H. Þorgeirsson,
lögfræðingur í samgönguráðuneytinu.
Vorölaun
Ferð til Evrópu með flugi Flugleiða fyrir tvo og
gisting í 3 nætur á Scandic hóteli eða helgarferð
til íslands (Long Woekond in lceland) fyrirtvo
með flugi Flugleiða.
Þátttökuskilyrði
Öllum er heimil þátttaka. Tillögum skal skilað á
ensku. Þýðingar af ensku yfir á fleiri tungumál
mega fylgja með, svo og hugmynd að merki
(logo).
Skil
Tillögum skal skilað til samgönguráðuneytisins
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu, merktar Jósefi H.
Þorgeirssyni.
Tillögur þurfa að hafa borist samgöngu-
ráðuneytinu í síðasta lagi 10. september 1996.
Auglýsing
um deiliskipulag ílandi Galtarholts
3, Borgarhreppi, Mýrasýslu
Samkvæmt ákvæðum í gr. 4.4 í skipulags-
reglugerð nr. 318/1985 með breytingum
I. júlí 1992 er hér með lýst eftir athugasemd-
um við tillögu að breyttu deiliskipulagi í landi
Galtarholts 3, Borgarhreppi, Mýrasýslu.
Tillagan nær til sumarhúsabyggðar ásamt
hjólhýsa- og tjaldsvæði í landi jarðarinnar.
Eftirtaldar lóðir hafa breyst: Byggðarholt 2,
II, 12 og 13, Dvergholt 21, 23 og 25, Ein-
holt 1, Lágholt 2a og Mýrarholt 14, 15, 16,
25, 25a, 26 og 27.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu Borgar-
hrepps, Valbjarnarvöllum, og hjá Skipulagi
ríkisins, Laugavegi 166, Reykjavík, frá
5. ágúst til 5. september nk. á venjulegum
skrifstofutíma.
Athugasemdum skal skila á skrifstofu Borg-
arhrepps fyrir 10. september nk. og skulu
þær vera skriflegar.
Oddviti Borgarhrepps.
Skipulag ríkisins.
Auglýsing um verkleg
próf í endurskoðun
Með vísan til reglugerðar nr. 403/1989 verða
verkleg próf til löggildingar til endurskoðun-
arstarfa haldin í nóvember 1996 sem hér
segir:
Verkefni í endurskoðun þriðjud. 19. nóv.
Verkefni í reikningsfræðum föstud. 22.
nóv.
Verkefni ígerð reikningsskila mánd. 25. nóv.
Verkefni í skattskilum fimmtud. 28. nóv.
Prófin verða haldin í Borgartúni 6, Reykjavík,
og hefjast kl. 9 hvern prófdag.
Væntanlegir prófmenn skulu fyrir 5. septem-
ber nk., tilkynna prófnefnd hvaða prófraunir
þeir hyggjast þreyta. Tilkynningar sendist
formanni prófnefndar, Sveini Jónssyni, Lind-
arbraut 47, 170 Seltjarnarnesi.
Tilkynningu skulu fylgja skilríki um að full-
nægt sé skilyrðum í .2. gr. laga nr. 67/1976
um löggilta endurskoðendur, með síðari
breytingum.
Prófnefndin mun boða til fundar með próf-
mönnum í október nk.
Reykjavík, 1. ágúst 1996.
Prófnefnd löggiltra endurskoðenda.
ATVÍNNUHÚSNÆÐI
Skrifstofuhúsnæði
Til leigu skrifstofuhúsnæði á 2. hæð við
Grensásveg, 40-80 fm.
Leigist í einu eða tvennu lagi
Upplýsingar í síma 553 6164.
Skrifstofuhúsnæði
Til leigu um 100 fm skrifstofuhúsnæði í hjarta
Reykjavíkur.
Upplýsingar í síma 565 8262.
Skrifstofuhúsnæði
Til leigu 150-200 fermetra gott skrifstofu-
húsnæði í miðbæ Reykjavíkur, nærri gömlu
höfninni. Nýuppgert parket á gólfum. Ný-
tískulegar, fullbúnar innréttingar gætu fylgt.
Laus strax. Góð geymsla fylgir.
Upplýsingar á skrifstofutíma í síma
525 7301.
Húsnseði óskast
Þriggja manna fjölskyldu utan af landi bráð-
vantar 4ra herb. íbúð, sérhæð, raðhús eða
einbýli á stór-Reykjavíkursvæðinu.
Öruggum greiðslu heitið.
Upplýsingar í símum 482 1515 og 896 5970.
íbúð óskast til leigu
Blaðamann á Morgunblaðinu vantar 2ja-3ja
herbergja íbúð til leigu, gjarnan í Vesturbænum.
Upplýsingar í síma 562 1902.
íþróttakennarar
Aðalfundur íþróttakennarafélags íslands verð-
ur haldinn í íþróttahúsi íþróttakennaraskóla
íslands að Laugarvatni 21. ágúst nk. kl. 20.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.