Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
H 'J
Kðiliportib
..er lokað um
verslunarmannahelgina
^ KOLAPORTIÐ
Næst opiðhelgina 10.-11. ágúst
6.-10. ágúst
afsláttur af öLLum vörum
School of Natgral Medicine
NÚ Á ÍSLANDI
Stofnaður í Cambridge í Engiandi 1977
Heimanám og námskeið
með Dr. Farida Sharan
3.- 26. september n.k.
Námsefni:
Lithimnulestur (Iridology),
náttúru- og grasafræði.
Einkatímar í greiningu og ráðgjöf.
Skráning er hafin.
LÍKAMl VISKUNNAR
ANDI KÆRLEIKANS
Nánari upplýsingar og skráning hjá Fanný Jónmundsdóttur í síma:
552 7755 / 897 5564:
GÓÐIR ÍSLENDINGAR
AKA VARLEGA!
UMFERÐAR
RÁÐ
I DAG
HÖGNIIIREKKVÍSI
„ /llueq rétb, strá.kar. þeib&r er
noþu siórft^rirokJcur bá&GL.'/
COSPER
ÞETTA er orðin árátta hjá þér að koma alltaf
hingað á tíu ára fresti og fara fram á launahækkun.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: lauga@mbl.is
Tapað/fundið
Kona og slæða
KONAN sem hringdi í
síma 568-1830 í sam-
bandi við slæðu sem hún
hafði tapað er beðin að
hringja í þetta sama
númer aftur..
Páfagaukur
fannst
STÓR grænn páfagauk-
ur með rauðan gogg
flaug inn um glugga í
Fossvoginum sl. mið-
vikudag. Upplýsingar í
síma 588-1519.
Lyklar fundust
FJÓRIR lyklar á kippu
fundust á mótum
Grensásvegar og Espi-
gerðis sl. sunnudagskvöld.
Lyklana er hægt að sækja
á afgreiðslu Morgunblaðs-
ins, Kringlunni 1.
Tálghnífur
tapaðist
FINNSKUR tálghnífur
með skafti úr hreindýrs-
horni í leðurhulstri
tapaðist á landsmóti
skáta á Úlfljótsvatni í
síðustu viku. Finnandi
vinsamlega hringi í Mar-
jöttu í síma 551-5045.
Fundarlaun.
Hettupeysa
fannst
HETTUPEYSA fannst
sunnudaginn 28. júlí í
Lambhagaskógi í
Rangárvallasýslu. Nán-
ari upplýsingar í síma
554-0956.
Hamstur fæst
gefins
HAMSTUR fæst gefins
með búri og öðrum fylgi-
hlutum. Upplýsingar í
síma 587-6427
SKAK
Umsjón Margcir
Pétursson
Staðan kom upp á
bandaríska meistaramótinu
sem var að ljúka. Alþjóðlegi
meistarinn Tal Shaked
(2.440) var með hvítt en
stórmeistarinn Gregory
Kaidanov (2.580) hafði
svart og átti leik.
28. - Hxg2+ 29. Khl -
Hgl+! Lykilleikurinn.
Hvítur gaf vegna 30. Kxgl
- Hg8+ 31. Kf2 - Hg2
mát.
Þriðja mótið í norrænu
bikarkeppninni hefst í
dag í Gausdal í Noregi. Það
er minningarmót um
norska skákfrömuðinn
Arnold Eikrem sem hélt
mikinn fjölda móta í Gausd-
al um áratugaskeið. Margir
af sterkustu skákmönnum
Norðurlanda eru skráðir til
leiks, þ.á m. fimm íslenskir
stórmeistarar, Hannes
Hlífar Stefánsson, Helgi
Áss Grétarsson, Helgi Ól-
afsson, Jóhann Hjartarson
og Margeir Pétursson.
Svartur mátar
í fjórða leik
Víkverji skrifar...
IMORGUNBLAÐINU í fyrradag
var frétt um að Berlínarbjörn-
inn, litla styttan sem Berlínarbúar
gáfu Reykvíkingum á sínum tíma
og minnir á hversu langt er á milli
borganna, ætti að færast um set.
Ekki er lengur pláss fyrir bangsa
fyrir framan Sóleyjargötu 1, þar
sem nýkjörinn forseti Islands mun
hafa skrifstofu sína, þannig að hann
flyzt upp á horn Þingholtsstrætis
og Laufásvegar, þar sem hann mun
standa gegnt sendiráðsbyggingu
Þýzkalands og Bretlands, og fer vel
á því.
xxx
ERLÍ NARB J ÖRNINN hefur
áður flutzt úr stað og þeir
flutningar eru Víkverja minnisstæð-
ir. Fyrir um átta árum var Víkveiji
nýkominn frá Berlín og hugðist
skrifa grein um ferðina. Greinin
átti að hefjast eitthvað á þá leið:
„Niðri í Hljómskálagarði stendur
Berlínarbjörninn og bendir með
hramminum í átt til heimaborgar
sinnar. Á fótstallinum stendur:
Berlín, ....“ en svo mundi Víkvetji
ekki kílómetratöluna, sem er letruð
á fótstallinn, og rölti niður í Hljóm-
skálagarð að gá að þessari stað-
reynd, sem varð auðvitað að vera
rétt. Víkveija var illa brugðið þegar
í garðinn var komið og hann greip
í tómt; Berlínarbjörninn var á bak
og burt og hvergi finnanlegur í
gervöllum Hljómskálagarðinum.
Skrifari hringdi í garðyrkjudeild
borgarinnar og hafði loks uppi á
bangsa í geymsluskúr í Laugardal,
þar sem hann beið þess að verða
settur upp á nýjum stað. Víkveiji
fékk kílómetratöluna uppgefna og
jafnframt fullvissuðu borgarstarfs-
menn hann um að björninn yrði
kominn á nýja staðinn við Sóleyjar-
götuna síðar í vikunni.
xxx
ÞEIRRI fullvissu hélt Víkvetji
sig við greinarupphafið, en
varð gripinn skelfingu þegar hann
átti leið um Sóleyjargötuna eftir
birtingu greinarinnar og bangsi var
enn hvergi sjáanlegur. Enginn les-
andi gerði hins vegar athugasemd
við þetta, Víkveija til mikils léttis.
Þannig virðast menn hafa staðið í
þeirri meiningu að styttan væri á
sínum stað í grennd við Hljómskál-
ann, þótt hún væri í raun í felum
inni í Laugardal. Vonandi hefur
björninn vinalegi nú öðlazt framtíð-
arheimili á torginu fallega, sem
gert hefur verið fyrir framan sendi-
ráðsbygginguna.
xxx
RLENDUM gestum Víkv'eija,
sem hér voru staddir fyrir
skömmu, þótti mikið til um að sjá
að Þýzkaland og Bretland hefðu
reist sameiginlega sendiráðsbygg-
ingu í Reykjavík. Þeir sögðust ekki
hafa haft hugmynd um að sam-
skipti þessara fornu fjenda væru
komin á svona hátt plan. Ekki þótti
gestunum það síður merkilegt þeg-
ar Víkveiji sagði þeim að þýzka
sendiráðið hefði flutt í nýju bygg-
inguna beint úr húsinu við Tún-
götu, sem Bretar hertóku að morgni
hernámsdagsins 1940. Gestunum,
sem allir eru einlægir fylgismenn
Evrópuhugsjónarinnar, fannst sam-
starf þýzku og brezku utanríkis-
þjónustunnar á íslandi athyglisvert
tákn um árangur Evrópusamstarfs-
ins.