Morgunblaðið - 10.08.1996, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.08.1996, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Nýr togari bætist í fiskveiðiflotann ANDENES RE 43 heitir nýjasta skipið í íslenska togaraflotanum. Það er í eigu Atlantis Fisk ehf., nýstofnaðrar útgerðar þeirra Þórar- ins Guðbergssonar sem er stjórnar- formaður, Vilhelms Annassonar, skipstjóra, Jens Hallgrímssonar, skipstjóra, og Halldórs Haraldsson- ar, vélstjóra. Að sögn Þórarins var skipið keypt frá Noregi og hét það áður Andenes Fisk 1. Andenes er systurskip Sveins Jónssonar KE og Haraldar Böðvars- sonar, smíðað árið 1973 en lengt um 5 metra árið 1986. Það er búið frystibúnaði fyrir bolfisk og rækju auk rækjusuðutækja. Skipið kom til landsins 28. júlí og segir Þórarinn að til að byija með sé ætlunin að gera það út á rækju á Flæmska hattinum en auk þess séu úthafskarfaveiðar inn í myndinni. Skipið kostaði tilbúið til veiða um 130 milljónir króna. ANDENES í Reykjavíkurhöfn. Morgunblaðið/Golli Enn er mokveiði í Smugunni Fimm tonna afli eftir eina mínútu MOKVEIÐI er nú í Smugunni og þykir sjómönnum sem til þekkja þar nyrðra veiðin mun betri en undanfar- in tvö ár. Vandi skipanna núna er að fá ekki of mikinn físk því komið hefur fyrir að trollin springi vegna aflans og heyrst hefur að skip hafi tilkynnt um 5 tonna afla á mínútu. Kristinn Pétursson, stýrimaður á Þerney RE, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að veiðin væri gríðar- lega mikil og góð í Smugunni núna. Þetta væri sérstaklega ánægjulegur veiðiskapur þar sem fískurinn sé mjög stór og góður og lítið af smá- fiski með. Hann sagði að skipin væru tímunum saman á reki til að vinna aflann. „Það eru mörg skip á reki að vinna aflann. Við vorum á reki í 15 tíma í nótt [fyrrinótt] í vinnslu. Maður hefur heyrt meldingar frá 10 tonnum upp í 40 tonn og sumir standa bara á öndinni yfír flskiríinu og melda alls ekki neitt. Það hefur komið fyrir hjá þó nokkrum að pok- amir hafa hreinlega sprungið í renn- unni. Vandinn er að skammta sér í trollin því ef það kemur of mikið í getur það sprungið eða hráefnið skemmst,“ sagði Kristinn. Jóna Eðvaids SF JÓNA EÐVALDS SF hélt í vikunni frá Homafirði áleiðis í færeysku lög- söguna til að reyna þar makrílveiðar en skipið hefur tilraunaleyfi til veið- anna þar, eitt íslenskra skipa. í gær hafði Jóna fengið um 20 tonn af makríl en bræla var á miðunum og minna að sjá en búist hafði verið við. Jóna Eðvalds reyndi við makrílinn á sömu slóðum í fyrra en var þá of seint á ferðini en vonir eru bundnar við að veiðarnar heppnist í þetta sinn. Að sögn Aðalsteins Ingólfssonar, framkvæmdastjóra Skinneyjar hf. á Homafirði sem gerir Jónu Eðvalds út, hafa færeysk skip fengið nokkuð af makríl inn í færeysku lögsögunni að undanfömu. í ágústlok á síðasta ári fór Jóna á svipaðar slóðir en þá var makríllinn að mestu genginn út úr lögsögunni og segir Aðalsteinn að þeir séu mun fyrr á ferðinni í ár og bjartsýnni á að vel gangi. Góð makrílveiði í Síldarsmugu Þá hafa fregnir borist af góðri makrílveiði Rússa í Síldarsmugunni en þeir veiða makrílinn í troll. Aðal- steinn segir að ekki sé loku fyrir það skotið að Jóna Eðvald fari í Síldar- smuguna. „Þeir eru með troll um borð þó að þeir vilji helst veiða makr- ílinn í nótina. En eins og er hefur stefnan verið sett á færeysku lög- söguna en annars er ætlunin að veiða makríl þar sem einhver veiðivon er,“' segir Aðalsteinn. Aðalsteinn segir að makrílum verði landað þar sem besta verðið fáist fyrir hann eða þar sem styst er í land hveiju sinni og ekki sé stefnt á makrílverkun í Skinney að svo stöddu. Smærri möskvi leyfður SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur að fenginni umsögn Hafrann- sóknastofnunarinnar gefíð út reglu- gerð um breytingu á reglugerð nr. 548/1995 um þorskfisknet. Breyting þessi felur í sér að frá 15. ágúst 1996 verður heimilt, á svæði sem að austan markast af línu sem dreg- in er réttvísandi suður frá Stokks- nesi og að vestan að línu, sem dreg- in er réttvísandi vestur frá Malar- rifi, að nota þorskfisknet með lág- marksmöskvastærð 5 ‘A tommu í stað 6 tommu áður. Hafrannsóknastofnunin telur að á þessu svæði sé ekki um að ræða hættu á veiðum á smáþorski. Góð ýsuveiði er hins vegar víða á svæð- inu og getur þessi breyting því orðið til þess að bátar eigi hægara með að ná ýsukvótum sínum. Ýsa sem fæst í 5 'A tommu net er að meðal- tali um 60 sm samkv. gögnum Haf- rannsóknastofnunarinnar. Reuter ALEXEI II patríarki og yfirmaður rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar flytur Jeltsín heillaóskir sín- ar. Þegar hann sór eiðinn sem næsti forseti Rússlands hét hann því að standa vörð um stjórnar- skrána og borgaraleg réttindi. Jeltsín sór forsetaeiðinn í Kreml Innsetningarathöfnin látlaus en virðuleg - segir Gunnar Gunnarsson, sendiherra íslands í Moskvu BORÍS Jeltsín sór embættiseið sinn sem forseti Rússlands í Kremlarhöll í gær. í viðtali við Morgun- blaðið sagði Gunnar Gunnarsson, sendi- herra íslands í Moskvu, að sjálf innsetningarat- höfnin, sem tók aðeins 20 mínútur, hefði verið látlaus en virðuleg en upphaflega hafði verið áætlað að hafa hana utandyra á kirkjutorg- inu í Kreml. Við það hefði verip hætt að ósk Jeltsíns. Áætlaði Gunn- ar, að gestir hefðu á bilinu fjögur til fimm þúsund. Gunnar sagði, að athöfnin hefði hafist með því, að yfirmaður kjörstjórnar greindi frá úrslitum forsetakosn- inganna og formaður rússneska stjórnar- skrárdómstólsins lýsti yfir, að þær hefðu farið vel fram og lögum samkvæmt. Þá hefði patríarkinn í Moskvu, yfirmaður rússnesku rétttrúnaðarkirkjunn- ar, flutt Jeltsín heilla- óskir sínar og að því búnu hefði hann svarið embættiseiðinn. „Að lokinni athöfn- inni var stutt hlé en síðan var borð- hald fyrir gestina. Tók Jeltsín þátt í því í 40 mínútur eða svo og í skála- ræðu, sem hann flutti, kvaðst hann hafa fengið umboð frá þjóðinni til að móta skýra stjórnarstefnu. Við athöfnina og í þessu hófi voru allir þjóðhöfðingjar Samveldis sjálf- stæðra ríkja og utanríkisráðherrar þeirra og meðal annarra, sem ræð- ur fluttu, má nefna þá Víktor Tsjernomyrdín, forsætisráðherra Rússlands, og forseta Kasakstans og Hvíta Rússlands," sagði Gunnar. Gunnar sagði, að búist væri við, að Jeltsín tæki sér enn langa hvíld frá störfum en sér hefði þó virst sem hann væri við sæmilega heilsu. Hefði það til dæmis komið á óvart, að hann skyldi taka þátt í borðhald- inu. Gunnar Gunnarsson Alríkislögreglan biður óvenju- legrar afsökunar New York. Reuter. Levy mætti ekki Jerúsalem. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRA ísrael, David Levy, sem á í valdabaráttu við forsætisráð- herrann, Benjamin Netany- ahu, mætti ekki til vinnu í gær. Levy kom ekki á vikulegan ríkisstjórnarfund, sem haldinn var á skrifstofu Netanyahus í Jerúsalem. Hann var heldur ekki á skrifstofu sinni í utan- ríkisráðuneytinu. Deilur hafa staðið milli Lev- ys og Netanyahus frá því stjórn Likudbandalagsins tók við völdum í ísrael í júní. Fyrr- um varnarmálaráðherra, Mos- he Arens, sagði enga ástæðu til að taka ósætti þeirra Levys og Netanyahus alvarlega. Aðstoðarmenn Levys hafa kvartað yfir því að forsætisráð- herrann sniðgangi utanrík- isráðuneytið, og þá sérstaklega í málefnum er varða frið- arsamninga við Palestínumenn. BANDARÍSKA alríkislögreglan var í gær sögð undirbúa afsökun- arbeiðni sem á enga hliðstæðu í sögu lögreglunnar, að sögn sjón- varpsstöðvarinnar CBS. Verður ör- yggisvörðurinn Richard Jewell opinberlega beðinn afsökunar á því að hafa verið bendlaður við sprengjutilræðið í miðborg Atlanta meðan á ólympíuleikunum stóð. Jewell, sem er 33 ára, var hvorki handtekinn né kærður í tengslum við sprenginguna en hann fann fyrstur poka í Ólympíugarðinum sem sprengjan var falin í og aðstoð- aði við að rýma næsta nágrenni. Grunur rannsóknarlögreglu beindist að Jewell þegar nokkrir fyrrverandi samstarfsmenn hans bentu á hversu ofurkappsamur hann hefði venjulega verið á vakt sinni. Töldu yfirmenn lögreglunnar á tímabili líklegt að hann hefði sjálfur komið sprengjunni fyrir til þess að verða síðan talin hetja fyrir að fínna hana og koma í veg fyrir manntjón, en tveir menn biðu bana af völdum sprengingarinnar og 110 slösuðust. Hefur ætíð haldið fram sakleysi sínu Jewell heftur ætíð haldið fram sakleysi sínu og CBS segir rödd hans ekki passa við rödd þess er hringdi í neyðarnúmerið 911. Nákvæm lögregluleit á heimili hans leiddi heldur ekki í ljós neinar vísbendingar er nota mætti til að bendla hann við tilræðið. Sagði CBS, að kæmi ekkert nýtt fram á næstu dögum yrði Jewell hreinsaður af áburði og beðinn af- sökunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.