Morgunblaðið - 10.08.1996, Síða 30

Morgunblaðið - 10.08.1996, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Skógræktardagur skóg- ræktarfélaganna 10. ágúst í DAG laugardaginn 10. ágúst kemur standa skógræktarfélögin fyrir skógræktardegi þar sem þau bjóða fólk velkomið í skóglendi sín víðs vegar um landið Skógar landsins hafa mikið aðdráttarafl fyrir allan almenning. Flestir vinsælustu áningarstaðir landsins eru skógi vaxnir og má þar nefna Skafta- fell, Hallprmsstað, Va- glaskóg, Ásbyrgi, Vatns- fjörð, Húsafell, Galta- læk, Þjórsárdal og Þórs- mörk. 011 þessi svæði eiga það sameiginlegt að vera vax- in gróskumiklum skógi sem skapar skjól og þar með skilyrði fyrir fólk til að dvelja lengri eða skemmri tíma. Útivist almennings er alltaf að aukast, ekki síst samfara því að fleiri og fleiri kjósa að setjast að í þéttbýli. Aukin borgarmenning kallar því mjög á aðgengileg svæði í nágrenni borga og bæja þar sem fólk getur farið um, gengið, skokk- að eða hjólað í faðmi náttúrunnar. Fá svæði henta betur til slíkrar útivistar en skóglendin, því þar er skjólgott, jurtagróður fjölbreyttur og fuglalíf mikið. í slíkri skógrækt hafa skógræktarfélögin mikið látið til sín taka og eru tvö af fjölsótt- ustu útivistarsvæðum landsins, Heiðmörk, svæði Skógræktarfélags Reykjavíkur, og Kjarnaskógur, svæði Skógræktarfélags Akur- eyrar, góð dæmi um það. Með til- komu Landgræðsluskógaverkefnis- ins árið 1990 var skógrækt i tengsl- um við þéttbýlisstaði aukin gríðar- lega. Núna eru skóg- ræktarfélög, með dyggum stuðningi Skógræktar ríkisins, Landgræðslu ríkisins og sveitarfélaga að gróðursetja tré í tengslum við allflesta þéttbýlisstaði lands- ins, sem í framtíðinni munu bjóða upp á mikla möguleika til útivistar. Á skóg- ræktardeginum verð- ur einmitt gengið um nokkur slík svæði og þau kynnt. Tijágróður gegnir einnig miklu hlutverki í þéttbýlis- menningunni. Unglingur í vestur- bænum í Reykjavík í dag elst upp við það að geta setið flesta daga sumarsins úti í garði og drukkið kaffið sitt, svo fremi sem ekki rign- ir. Þetta er nokkuð sem ekki var hægt fyrir nokkrum áratugum, vegna sífellds vindgnauðs. Þessu hefur umfangsmikil tijárækt í görð- um bæjarbúa gjörbreytt, að ekki eru nema um 100 ár síðan byijað var að gróðursetja tré í höfuðborg- inni, sem í dag er að verða iða- grænn skógur yfir að líta. Tijágróðurinn gjörbreytir einnig ásýnd bæjarfélaga. Akureyri og Egilsstaðir eru dæmi um bæi sem fólki er tíðrætt um að séu hlýlegir og vinalegir, á meðan sum af sjáv- arþorpunum með ströndinni hafa það orð á sér að vera kuldaleg og ber. Munurinn felst fyrst og fremst í tijágróðrinum sem skapar skjól og umgjörð, ekki eru húsin öðru- vísi, göturnar eða fólkið. A undanförnum árum hafa skóg- Skógræktardagurinn, segir Jón Geir Péturs- son, er liður í viðleitni að opna skógarsvæðin og kynna þau fólki. ræktarfélögin unnið mikið starf við að gera skóga sína aðgengilega. Stígar, merkingar, borð og bekkir eiga að verða regla frekar en und- antekning í skóglendum þeirra, þannig að sem flestum verði gert kleift að fara um þau. Skógræktar- dagurinn er einmitt einn liður í þeirri viðleitni að opna skógarsvæð- in og kynna þau fólki. Því vonumst við til þess að sem flestir sjái sér fært að heimsækja eitthvert skóg- arsvæði á laugardaginn. Þetta er kjörið tækifæri til að fá leiðsögn um skóglendin, fræðast og njóta útiveru í skjóli skóganna. Um þijátíu skógræktarfélög ætla að bjóða gesti velkomna í heimsókn í skóglendi sín í dag laugardaginn 10. ágúst ,kl. 14.00. Verða staðirn- ir kynntir sérstaklega með auglýs- ingum. Síðastliðið sumar héldu fé- lögin slíkan dag, sem þótti takast með miklum ágætum. Þátttaka var mjög góð, en um 4.500 gestir komu á deginum í skógana vítt og breitt um landið og tóku þar þátt í hinum ýmsu uppákomum. Af skemmtileg- um og vel lukkuðum uppákomum má nefna að Skógræktarfélag Strandasýslu stóð fyrir glímukeppni í Hermannslundi við Hólmavík, sem er minningarlundur um Hermann heitinn Jónasson, fyrrv. forsætis- Jón Geir Pétursson ráðherra og glímukóng. Á laugar- daginn ætla þeir Strandamenn síð- an að glíma aftur í lundinum og eru heimamenn og ferðalangar um Strandir hvattir til að láta þennan viðburð ekki framhjá sér fara. Á skógræktardeginum verður víðast hvar boðið upp á leiðsögn valin- kunnra manna um skógana, sem geta gert ítarlega grein fyrir skóg- lendunum og umhverfi þeirra. Einn- ig luma sumir á óvæntum uppákom- um, auk girnilegra veitinga Höfundur er skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Islands. Eldspýta, kúbein, jarðýta Verða sæluhús Ferðafélags Islands á Hvera- völlum jöfnuð við jörðu? EINS og nú standa sakir, eftir nýlega endurstaðfestingu umhverf- isráðherra á aðalskipulagi Svín- vetninga fyrir Hveravallasvæðið, horfir dapurlega um framtíð ferða- mannaþjónustu Ferðafélags ís- lands á Hveravöllum, þar sem það haslaði sér völl í þökk allra ^góðra manna fyrir sex tugum ára. A veg- um Svínvetninga, sem skulu fara með skipulagsvald á umræddu svæði samkvæmt fyrrnefndum úr- skurði ráðherrans, er nú unnið af miklum þrótti að gerð endurbætts deiliskipulags, sem byggist á aðal- skipulaginu er gerir ráð fyrir því m.a., að meiri hluti aðstöðunnar hverfi. Svo virðist að vísu sem eldra sæluhús félagsins muni fá að <Q) SILFURBÚÐIN VXy Kringlunni 8-12 •Sími 568 9066 - Þarfœrðu gjöfina - standa samkvæmt skipulaginu, en hins vegar er það kunnugt að skipuleggjendur bera þá einlægu ósk í bijósti, að það hús megi í framtíðinni þjóna sem búningsað- staða fyrir væntanlega hótelgesti þeirra í stórhýsinu Svínvetninga- búð (svo nefnt hér til hægðar- auka), sem ætlun þeirra er að reisa á rústum bygginga Ferðafélagsins. Hvað sem því líður gerir skipulagið ekki ráð fyrir því að sérstakt útisal- erni megi fylgja eldri skálanum, sem vitanlega gerir hann ónothæf- an sem gistiaðstöðu fyrir ferða- menn, og ljóst er orðið að skipu- leggjendur munu skrúfa fyrir heitt vatn til hans vegna eigin þarfa. Afar sjaldgæft mun vera, mér vitanlega, að utan þéttra byggða hafi verið mælt fyrir um niðurrif mannvirkja, sem eru í góðu lagi og í fullri notkun og sem betur fer er fáheyrt að ákvörðun í þá veru sé tekin til þess að skipuleggjandinn geti sjálfur reist mannvirki á sama stað, sem eiga að þjóna skyldri starfsemi. í því sambandi skal minnt á það, að nýrri mannvirki Ferðafélagsins á Hveravöllum (nýrri skálinn og snyrtihúsið) voru að sjálfsögðu reist með fullu sam- þykki Náttúruverndarráðs, sem fer með húsbóndavald á friðlýsta svæðinu á Hveravöllum og hefur átt gott samstarf við Ferðafélagið um vörslu þess. Eg hefi heyrt mæta menn, sem þó virðast bera umhyggju fyrir Ferðafélaginu, kasta því fram, að þarna geti varla verið í húfí ýkja miklir hagsmunir fé- lagsins, því að þess sé að vænta, að Svínvetn- ingar, sem eiga digra og ónotaða sjóði vegna alkunnra Blöndubóta", muni bæta að fullu verð þeirra húsa, sem niður verði rifin vegna skipulagsaðgerðanna. En því er til að svara, að þessi ágreiningur Ferðafélagsmanna við skipuleggjenduma, sem nú er orð- inn alkunnur, snýst ekki um krónur og aura, þótt Ferðafélagið muni að sjálfsögðu gæta íjárhagsmuna sinna hér sem endranær. Allt annað og meira er í húfi: Fyrirhuguð eyði- legging aðstöðu félagsins á Hvera- völlum, ef hún kemur til fram- kvæmda, mun skapa dapurlegt for- dæmi fyrir frekari ákvörðunum í sama dúr annars staðar, þar sem e.t.v. verður enn meira í húfi. Hún mun skapa mikla ólgu meðal fjölda manna, sem láta sig varða um sam- skipti almennings - t.d. fijálsra félaga- samtaka sem starfa á hugsjónagrundvelli eins og Ferðafélagið - við skipulagsyfirvöld. Hætt er við að sumir þeirra manna muni seint gleyma þeim að- gerðum. Niðurrifið mun skapa óvissu um framtíð ýmissa ann- arra ferðamannastaða á hálendinu, sem nú eru m.a. í umsjá Ferðafélags íslands eða deilda þess úti um landsbyggðina. Þá er þess að geta, að afnám aðstöðu Ferðafélagsins á Hvera- völlum mun skiljanlega spilla mjög fyrir boðuðum og alkunnum áform- um þess um að skapa og kynna góða gönguleið fyrir ferðamenn kringum allan Langjökul með gönguskálum á hentugum stöðum, sem nú þegar er reyndar kominn myndarlegur vísir að. Aðstöðunni á Hveravöllum var að sjálfsögðu ætlað að vera nauðsynlegur hlekk- ur í þeirri „keðju“ Ferðafélags- skála, sem þessari hugmynd teng- ist. Nú þegar eru skálar Ferðafé- lagsins á Hveravöllum mikilvæg endastöð skipulagðra gönguferða á vegum félagsins, sem ár hvert eru farnar, hver í kjölfar annarrar, um hina fögru og fjölbreyttu leið frá Hvítárnesi (þar sem elsti skáli fé- lagsins stendur) alla leið til Hvera- valla, með hefðbundinni gistingu í skálum félagsins við Þverbrekkna- múla og í Þjófadölum. Hver verður nú framtíð þeirrar gönguleiðar? Ljóst er, að þegar skipulagsyfir- völd taka ákvörðun um að tiltekin mannvirki hverfi, táknar það í reynd að fyrst verður eiganda þeirra væntanlega gefinn kostur á að fjarlægja þau innan tiltekins Á undan timanum í 100 ár. fyrir steinsteypu. Léttir meðfærilegir \\ viðhaldslitlir. Ávallt fyrirliggjandi. / varahlutaþjónusta. CO Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29, slmi 553 8640 FYRIRLI6GJANDI: GÚLFSLÍPIVÉLAR - RIPPER ÞJÖPPUR - DÆLUR - STEYPUSAGIR - HR/ERIVÉLAR - SA6ARBLÖB - Vönduð framleiðsla. Páll Sigurðsson Mannvirki Ferðafélags- ins á Hveravöllum, segir Páll Sigurðsson í þess- ari lokagrein sinni af fjórum, falla mjög vel að umhverfinu. frests, en sé hann ófús til þess kemur að því, fyrr en seinna, að byggingar- og skipulagsyfirvöld láta sjálf til skarar skríða og rífa mannvirkin. Þegar mál er komið á það stig tjóar oft lítt að hreyfa andmælum; hentugum verkfærum er beitt til þess að ná fram markm- iði skipulagsins, sem hlotið hefur staðfestingu þar til bærra yfir- valda. Á þessari stundu er fátt sem bendir til þess, að Ferðafélag ís- lands muni sjálfviljugt fjarlægja hin einföldu en traustu mannvirki sín á Hveravöllum, sem máluð eru í mildum jarðarlitum og falla því einkar vel að umhverfi sínu. Eins og nú horfir eru því líkindi til þess - takist ekki að hnekkja áformum skipuleggjandanna m.a. fyrir tilst- uðlan fjölmiðla og almenningsálits - að góðir, gegnir og dagfarsprúðir bændur úr Svínavatnshreppi, sem ekki virðast skilja nægilega vel kall tímans um umhverfisvæna ferða- þjónustu, muni áður en mjög langt um líður standa að niðurrifi skál- anna eða eyðileggingu aðstöðu Ferðafélagsins að öðru leyti. Þá verða ákvarðanir skipuleggjand- anna ekki lengur eintóm orð á blaði heldur munu þær birtast með sjáan- legum og áþreifanlegum hætti. Þar verða verkin látin tala. Gildir þá einu, hvaða verkfæri verða notuð við framkvæmdina - allt ber að sama brunni, hvort heldur sem not- ast verður við eldspýtu, kúbein eða jarðýtu. Höfundur er forseti Ferðafclags Islands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.