Morgunblaðið - 10.08.1996, Side 37
• MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 37
... 1 ..... 'N v 1
J
I
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
MARGIR góðir sprettir sáust á mótinu í gær og fara hér Viðar Halldórsson,
Fáki, og Prins frá Hvítárbakka mikinn þótt ekki kæmust þeir i úrslit.
ÞAÐ sjást víðar góðir hestar en í opna flokknum eins og til dæmis þessi, Fjöln-
ir frá Meðalfelli sem Berglind Sigurþórsdóttir situr í töltkeppni unglinga.
Sigurbjörn stefnir á enn einn
titilinn í fimmgangi
HESTAR
Varmárbakkar í
Mosfcllsbæ
ÍSLANDSMÓT í HESTA-
ÍÞRÓTTUM
KEPPNI hófst á íslandsmótinu í
hestafþróttum í gær á slaginu níu
og þar með gefinn tónninn fyrir
mikla stundvísi í dagskrá gærdags-
ins. Mótið hófst með fímmgangi í
opnum flokki og tölti ungmenna
hvort á sínum vellinum.
SIGURBJÖRN Bárðarson, Fáki,
stendur efstur í fimmgangi á
Dyni frá Hólum að lokinni for-
keppni með 7,10 og hefur hann
nokkuð gott forskot í næstu þrjá
keppendur sem eru jafnir með
6,77 en þau eru Sveinn Jónsson
á Bassa frá Stokkseyri, Sigurður
Sigurðarson, Herði, á Prins frá
Hörgshóli og Elsa Magnúsdóttirj
Sörla, á Demanti frá Bólstað. I
fimmta sæti er Hinrik Bragason,
Fáki, á Drottningu frá Skriðu en
þessir fimm keppendur hafa
tryggt sér sæti í A-úrslitum en
við bætist sigurvegari B-úrslit-
anna en þar munu berjast Atli
Guðmundsson á Hróði, Sigurður
V. Matthíasson á Nirði, Sigurður
Sæmundsson á Sögu og Erling
Sigurðsson sem þurfti að sigra
bráðabana við þá Gunnar Arnars-
son og Siguijón Gylfason til að
komast inn fyrir gullna hlið úr-
slitanna. Þeir Gunnar og Sigurjón
urðu jafnir og munu keppa aftur
í dag um tíunda sætið.
Telja verður Sigurbjörn og Dyn
mjög sigurstranglega í baráttunni
um meistaratitilinn en enginn hef-
ur unnið þennan titil eins oft og
Sigurbjörn. Vert er þó að minna
á að ekkert er sjálfgefið og
skemmst að minnast ófara þeirra
félaga á hvítasunnumóti Fáks á
dögunum þegar sýning misheppn-
aðist stórlega og kostaði þá sæti
á íjórðungsmótinu.
Sigfús og Þórdís deila
toppnum
Sigfús B. Sigfússon, Smára,
bætti sér upp slæmt gengi í tölt-
inu með því að fara á toppinn í
fimmgangi unglinga sem hann
deilir þó með Þórdísi E. Gunnars-
dóttur, Fáki, en þau hlutu 5,50 í
einkunn. Sigfús keppir á Hlýju frá
Vestra-Geldingaholti en Þórdís er
á Gosa frá Auðsholtshjáleigu.
Næst koma Davíð Matthíasson,
Fáki, á Gusti frá Reykjavík með
5,30, Erlendur Ingvarsson, Geysi,
á Diljá frá Skarði með 5,27 og
Gunnhildur L. Arnbjönsdóttir,
Mána, á Vini frá Mykjunesi með
4,60.
Ragnar E. Ágústsson, Sörla,
er efstur í tölti ungmenna á Hrafni
frá Hrafnagili með 6,97, Sölvi
Sigurðarson, Herði, annar á Gandi
frá Fjalli með 6,67, Marta Jóns-
dóttir, Mána, á Sóta frá Vallanesi
þriðja með 6,23, Sigríður Th.
Kristinsdóttir, Geysi, §órða á
Vöku frá Strönd með 6 og Victor
B. Victorsson, Gusti, á Nökkva
frá Bjarnastöðum fimmti með
5,93.
í ungmennaflokki er efstur
Guðmar Þ. Pétursson Herði á
Draupni frá Sauðárkróki með
6,27. Þóra Brynjarsdóttir Mána,
kemur næst á Fiðringi frá Ing-
veldarstöðum með 5,97, Ragnar
E. Ágústsson Sörla er þriðji á
Óskadís frá Akranesi með 5,80,
ísólfur L. Þórisson Þyti, er fjórði
á Svarta-Svani frá Leirárgörðum
með 5,67 og Þorgeir Ó. Margeirs-
son Mána, er fimmti á Funa frá
Sauðárkróki með 5,50.
HEIÐURSGESTUR mótsins
er Harðarfélaginn Andreas
Trappe frá Þýskalandi, marg-
faldur heimsmeistari í gegn-
um tíðina og er hann hér á
tali við Sigurbjörn Bárðarson.
Hörkukeppni í tölti unglinga
í tölti unglinga urðu efst Ásta
K. Victorsdóttir, Gusti, á Herði
frá Bjarnastöðum með 7,03, Dav-
íð Matthíasson, Fáki á Prata frá
Stóra-Hofi með 7, Magnea Rós
Axelsdóttir, Herði, á Vafa frá
Mosfeilsbæ með 6,37, Sigurður
Halldórsson, Gusti, á Krapa frá
Kirkjuskógi með 6,10 og Birgitta
D. Kristinsdóttir, Gusti, á Ósk frá
Refsstöðum með 5,80. Efst barna
í tölti urðu Viðar Ingólfsson, Fáki,
á Fiðringi frá Ögmundarstöðum
með 6,17, Berglind R. Guðmunds-
dóttir, Gusti, á Maístjörnu frá
Svignaskarði með 6,03, Sylvía
Sigurbjörnsdóttir, Fáki, á Hauki
frá Akureyri með 5,87, Karen L.
Marteinsdóttir, Dreyra, á Manna
frá Vestri-Leirárgörðum með 5,77
og Jóna M. Ragnarsdóttir Fáki, á
Safír frá Ríp.
Valdimar Kristinsson
Morgunblaðið/Valdimar Kristinssoi
MÆÐGURNAR Marlise og Laura Grimm voru ánægðar með
veru sín á íslandsmótinu og þótti samstarfið við íslensku dóm-
arana með ágætum.
Aðstaðan og skipu-
lag í góðu lagi
ÞÝSKI dómarinn Marlise Grimm
sem dæmir með íslensku dómur-
unum var hin ánægðasta með að
dæma á íslandsmóti þegar blaða-
maður ræddi við hana í miðjum
klíðum í gær. Fannst henni að-
staðan á Varmárbökkum mjög
góð og eins allt skipulag er
viðkæmi starfi dómaranna. Þá
taldi hún mun léttara að dæma
með þessum íslensku dómurum
heldur en dómurum frá öðrum
löndum á ýmsum alþjóðlegum
mótum því þar gæti maður átt
von ýmsum tölum út í hött hjá
sumum dómurum. Hér væri sam-
ræmið í góðu lagi.
Aðspurð hvernig henni félli
þetta skipulag að hafa þijá kepp-
endur inni á velli í einu í for-
keppni sagðist hún vön slíku þvf
svipað fyrirkomulag væri í lægri
flokkum í Þýskalandi þótt ýmis-
legt smálegt væri með öðrum
hætti. Hún sagði íslensku reglurn-
ar mjög svipaðar alþjóðlegu regl-
unum FIPO og hefði verið farið
vel ofan í það sem skilur á milli
á góðum dómarafundi fyrir mótið.
Hestakostinn taldi hún góðan hér
á mótinu í heildina séð, einnig
væru þarna mjög góðir toppar
inni á milli.
í samanburði við hross í Þýska-
landi sagði hún það helst skilja
á milli að hér væri fetið áberandi
lélegt í mörgum fimmgangshest-
unum og brokkið ekki eins mikið
mótað og þjálfað og almennt
gerist í Þýskalandi. „Enda er ég
líklega lægst með brokkið hér af
öllum dómurunum" sagði hin sí-
brosandi og glaðlynda Marlise
Grimm sem hafði dóttur sína
Lauru Grimm sér við hlið sem
ritara og var greinilegt að þær
hafa einhveiju sinni unnið saman
áður.
Morgunblaðiö/Valdimar Kristinsson
Hollur er heimafenginn baggi
VERÐLAUNIN sem veitt eru
fyrir efstu sætin á íslandsmót-
inu í Mosfellsbæ þylga nokkuð
sérstök og ekki alveg í hefð-
bundnum stíl. Þeir Harðarmenn
sem sjá um mótshaldið að þessu
sinni fóru ekki yfir lækinn til
að sækja vatnið í þessum efnum
heldur fengu einn félagsmann
Barböru Meyer til að hanna og
smíða gripina sem eru saman-
settir úr íslensku fjörugijóti og
útsöguðum málmplötum sem
sýna útlínur á hesti og knapa á
skeiði, tölti, brokki eða hest og
knapa að fara yfir hindrun, allt
eftir því hvað á við. Barbara
lítur hér yfir gripina ásamt syn-
inum Sebastian Sævarssyni sem
vafalítið hefur lijálpað mömmu
við smíðarnar.