Morgunblaðið - 10.09.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.09.1996, Qupperneq 1
104 SÍÐURB/C 205. TBL. 84.ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hyggjast reisa hæstu byggingu Evrópu NORSKA fyrirtækið Kværner ASA greindi í gær frá fyrirætl- unum um að reisa hæstu bygg- ingu Evrópu í miðju fjármála- hverfi London, City. Trafalgar House, útibú Kværner, mun standa fyrir því að hin 390 metra háa, 92 hæða bygging risi. Húsið á að heita Árþúsundaturninn og er stefnt að því að framkvæmd- um Ijúki fyrir árið 2001 til að fagna mótum alda og árþúsunda. „Þetta ber vitni trú á City á næstu öld . . . það er mikil hvatning til þess að þessi bygg- ing skari fram úr,“ sagði Norman Foster, arkitekt hússins, sem hér sést við líkan af sköpunarverki sínu á blaðamannafundi í gær. Ekki er mikið um háar bygg- ingar í Evrópu og turninn myndi Reuter gnæfa yfir þá, sem nú ber hæst. Hún er í Frankfurt, höfuðstöðvar Commerzbank, 300 metrar á hæð. Áætlað er að það muni kosta 400 milljónir punda (um 40 milljarða króna) að reisa Ár- þúsundaturninn. Búist er við að það muni taka nokkurn tima að fá tilskilin leyfi fyrir bygging- unni. Netanyahu í Bandaríkjunum Útilokar ekki eftir- gjöf Gólan-hæða Washington, Jcrúsalem. Reuter. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, kom af stað mikl- um vangaveltum í heimalandi sínu í gær er hann útilokaði ekki að ísraelar myndu kalla herlið sitt heim frá Gólanhæðum til að ná friðarsamningum við Sýrlendinga. Fréttamenn ræddu við Netanyahu á leið til Bandaríkjanna þar sem hann átti viðræður við ráðamenn. Eftir þingkosningarnar í vor hleypti Netanyahu illu blóði í araba er hann neitaði að fallast á hug- myndir um að skipta á landsvæð- um fyrir frið. Því kemur mjög á óvart nú að hann skuli ekki lengur þvertaka fyrir að láta Gólanhæðir af hendi. Er Netanyahu var spurð- ur hvort útilokað væri að herlið ísraela yrði kallað heim, sagði hann mikilvægast að „vinna bug á því skilyrði Sýrlendinga fyrir því að hefja samningaviðræður um Gólan-hæðir, að við látum þær eftir.“ Netanyahu átti fundi með Bill Clinton Bandaríkjaforseta, Warr- en Christopher utanríkisráðherra og Wiljiam Perry varnarmálaráð- herra. í lok fundanna með ráðherr- unum lýsti hann yfir fullum stuðn- ingi við eldflaugaárásir Banda- ríkjamanna á hernaðarmannvirki í Irak. Shimon Peres, fyri'verandi for- sætisráðherra ísraels, lýsti þvi yfir í gær að Netanyahu ætti vísan stuðning sinn og flokksbræðra sinna á þingi, ef svo færi að til- raunir hans til að stuðla að friði myndu sprengja ríkisstjórnarsam- starfið. Átök fylkinga Kúrda í írak valda fólksflótta til írans Menn Barzanis að ná Sulaimaniya Dukan, Diyarbakir, Istanbúl. Reuter. LIÐSMENN Kúrdaleiðtogans Massouds Barzanis í írak hertu enn sókn sína í gær gegn samtökum Jalals Talabanis og sögðust síðdeg- is í gær vera komnir inn í borgina Sulaimaniya, öflugasta vígi hans. Áður höfðu þeir tekið mikilvægt raforkuver við bæinn Dukan. Barz- ani naut aðstoðar írakshers við að taka Árbil, höfuðstað Kúrdabyggð- anna í Irak, fyrir rúmri viku. Talabani hefur að sögn andstæð- inga_ sinna fengið hernaðaraðstoð frá íran. Eru tugþúsundir manna í suðausturhluta Kúrdahéraðanna, þar sem hann hefur ráðið iögum og lofum, sagðar ætla að flýja yfir landamærin til Irans undan heijum Barzanis. Ekkert benti til þess að íraskir hermenn tækju þátt í bardögunum í gær en her Saddams Husseins forseta er enn með nokkurn liðs- afla í Kúrdahéruðunum. Samtök Talabanis, Þjóðernisbandalag Kúrdistans (PUK), sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagði að hætta væri á að Sulaimaniya, þar sem um milljón manns býr, félli og voru Bandaríkjamenn beðnir um aðstoð. Menn Barzanis voru vígreifir en þeir náðu á sitt vald miklu af her- gögnum er þeir tóku Arbil, þ.á m. fallbyssum og brynvögnum. „Tala- bani verður að gera upp við sig hvort hann viðurkennir ósigur," sagði Barzani i gær. Hann bætti við að hann vildi efna til nýrra kosninga en síðast, árið 1992, fengu flokkur hans, Lýðræðisflokk- ur Kúrdistans (KDP), og PUK jafn- marga þingmenn og skiptu um hríð með sér völdum. Ljóst þykir að forsendur loft- verndar sem Vesturveldin hafa veitt Kúrdum í írak frá 1991 séu nú breyttar vegna samstarfs Barz- anis við Saddam. Vestrænn stjórn- arerindreki taldi þó óveijandi að átök Barzanis og Talabanis yrðu til þess að ofurselja saklausa borg- ara í héruðunum stefnu íraksfor- seta. Flugvélar sem annast vernd- ina hafa bækistöðvar i Tyrklandi og vilja Tyrkir að skipulag aðgerð- anna verði í auknum mæli í þeirra höndum. írakar mótmæla varnarbelti Tyrkir sögðust í gær hafa á nokkrum dögum fellt 26 liðsmenn kúrdískra skæruliðasamtaka er beijast fyrir auknu sjálfstæði Kúrda í Tyrklandi og hafa komið sér upp búðuin handan við landa- mærin í írak. írösk sendinefnd er á förum til Ankara til að mótmæla áformum Tyrkja um að koma upp 10 km breiðu varnarbelti á írösku landi handan landamæranna til að reyna að hindra aðgerðir skærulið- anna, að sögn opinberu írösku fréttastofunnar INA í gær. Fyrrverandi erkibiskup af Kantaraborg ræðir hjónaskilnað aldarinnar Lýsir Díönu sem leikkonu I.ondon. Reutcr. ROBERT Runcie, fyrrverandi erkibiskup af Kantaraborg og yf- irmaður ensku biskupakirkjunnar, lýsir Díönu prinsessu sem „leik- konu“ og „ráðabruggara“, en kveðst hafa áhyggjur af framtíð hennar. Runcie kveðst einnig hafa vitað af sambandi Karls Breta- prins, fyri'verandi eiginmanns Dí- önu, og Camillu Parker-Bowles áður en það varð altalað í fjölmiðl- um. Runcie kveðst telja að ráðahag- ur Karls og Díönu hafi verið ákveðinn án samráðs við þau og Karl hafi verið mjög þunglyndur fyrir vegna þess. í nokkrum við- tölum, sem tekin voru upp á segul- band í tilefni af ævisögu Runcies, segist hann hafa séð bresti í hjónabandi þeirra snemma, löngu áður en hjónabandsörðugleikar Karls og Díönu urðu opinberir. Karl þunglyndur Runcie segir um ömniu Díönu, lafði Ruth Fermoy, að hún hafi haft „miklar áhyggjur af hegðun Díönu. . . Hún var í einu og öllu á bandi Karls . . . og leit á Díönu sem leikkonu, ráða- bruggara - sem auðvitað er allt satt“. Runcie minnist þess að hafa hitt Karl og Díönu ásamt presti þeirra, Richard Chartres, til að ræða brúðkaupið. „Richard sagði við mig: „Hann [Karl] er mjög þunglyndur. Þú getur heyrt það á röddinni." Við töldum að hjóna- bandið hefði verið ákveðið fyrir- fram, en ég var þeirrar hyggju að þau væru geðugt par og hún myndi aðlagast hlutverkinu,“ seg- ir Runcie. Bókin um Runcie kemur út síðar á árinu, en viðtölin, sem voru tekin fyrir þremur árum, voru birt í gær. Runcie, sem var erkibiskup af Kantaraborg frá 1980 til 1991, kveðst óánægður með það að ýmis ummæli, sem hann ætlaðist til að færu ekki lengra, muni birtast í bókinni, sem er eftir Humphrey Carpent- er. I bókinni verða prentuð eftir- farandi orð Runcies: „Ég hef gert mitt ýtrasta til að deyja fyrir út- komu þessarar bókar.“ Reuter „Hjarta Sarajevo slær aftur“ ÚRSLITIN voru áhorfendum ekki efst í huga á opnunardegi fyrsta alþjóðlega frjálsíþrótta- mótsins sem haldið er í Sarajevo í Bosníu frá því að stríðið braust út þar í landi. „Hjarta borgar okkar slær aftur," sagði Enver Jiga, einn af skipuleggjendum mótsins en það er haldið á Kosevo-leikvanginum, þar sem setningar- og lokaathöfn vetr- arólympíuleikanna í Sarajevo 1984 fóru fram. Um 100 milljón- um ísl. kr. hefur verið varið í uppbyggingu vallarins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.